29.8.2008 | 19:16
Fegurðardrottningin Sarah Palin varaforsetaefni McCain
Gamli maðurinn John McCain slakar hvergi á klónni í forsetaslagnum í USA. Í dag útnefndi hann sem varaforsetefni 44 ára gamla konu frá Alaska sem heitir Sarah Palin.
Sarah er menntuð sem blaðakona og starfaði í stuttan tíma sem slík hjá sjónvarpsstöð í Anchorage um leið og hún vann fyrir bónda sinn Todd Palin sem er sjómaður og útgerðarmaður.
Hún giftist Todd 1988 eftir að hafa verið með honum frá því í grunnskóla. Sarah var kappskona mikil og stýrði m.a. körfuboltaliði skólans sem hún gekk í til sigurs 1982 þegar það varð Alaskameistarar. Vegna harðfylgi síns var hún uppnefnd Sarah Barakúta.
Árið 1984 tók hún þátt í fegurðarsamkeppninni í heimabæ sínum Wasilla og vann hana. Hún lenti síðan í öðru sæti í Alaska keppninni sjálfri. Sarah fór fljótlega að skipta sér af pólitík og hlaut þar skjótan frama. 2006 var hún kosinn fylkisstjóri í Alaska þrátt fyrir að njóta ekki stuðnings flokkssystkina sinna og eyða talvert miklu minna en demókratinn Tony Knowles, andstæðingur hennar.
Með útnefningu hennar þykir McCain hafa slegið Obama ref fyrir rass í harðnandi barráttu um athygli fjölmiðla, jafnvel þótt Obama hafi baðað sig ótæpilega í sviðsljósi þeirra síðustu daga.
Sarah er talin góður kostur fyrir McCain af eftirtöldum ástæðum.
- Hún er miðlínu-íhald
Hún er á móti hjónaböndum samkynheygðra, fylgjandi dauðarefsingum, á móti fóstureyðingum, og fylgjandi almennri byssueign. - Hún er ung og hún er kvennmaður
- Hún er afar aðlaðandi.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:20 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 786807
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það væri alveg eftir þeim að kjósa þetta elliæra gamalmenni til forseta. Þá eru líka 50/50 líkur á að hann leggji upp laupana í forsetatíðinni. Þannig að þessi gribba gæti fylgt honum til grafar og tekið svo við embættinu.
kop, 29.8.2008 kl. 19:51
Mér finnst hún nú vera "harðlínu" afturhaldsseggur og tekur þá vonandi ekki atkvæði umburðarlyndra miðjumanna.
Sigrún Jónsdóttir, 29.8.2008 kl. 20:55
Íhald með stóru Íi en sæt er hún, engin spurning !
kveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 22:15
Úff
Hólmdís Hjartardóttir, 30.8.2008 kl. 00:55
Hún er mjög aðlaðandi fyrir utan hennar skoðanir..
Gulli litli, 30.8.2008 kl. 05:48
Bíddu!!
Varstu búinn að taka eftir því að þetta er sama myndin af henni. Bara örlítið meira "fótósjoppuð" í Vogue.
Nú er að finna út hver á hárið og barminn.
Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 11:33
Bravó Davíð, Það fer ekki margt fram hjá þér þegar kemur að svona málum. Já, þetta er sama myndin, pottþétt og sýnir vel hvers eðlis málið er í raun og veru.
Svanur Gísli Þorkelsson, 30.8.2008 kl. 11:42
Svakalega er hún brjóstgóð miðað við fimm börn. Alltaf er ég sama kvikindið. Tek undir með Gulla. Fín fyrir utan skoðanirnar.
Rut Sumarliðadóttir, 30.8.2008 kl. 12:26
Merkileg kona.
Mikill talsmaður aukinnar olíuvinnslu í Kanada. Vill m.a. bora eftir olíu í þjóðgörðum Alaska. Segir nóg af olíu í landinu.
Vill ekki samþyggja að ísbirnir séu í útrýmingarhættu. Gaf leifi til að skjóta úlfa úr þyrlum.
Telur að Global Warming sé ekki man made.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.8.2008 kl. 12:28
Ok. skrifaði þarna "Kanada" ... mistök auðvitað. (jæja, það er næsti bær)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.8.2008 kl. 12:29
Þetta er myndarleg kona og greinilega mikið hörkutól. Mér finnst alltaf svolítið hrokafullt að kalla skoðanir annarra vitlausar. Og hvað er það sem er svona slæmt við skoaðnir hennar? Það eru fjölmargir hér á Íslandi á móti hjónabandi samkynheigðra, á móti fóstureyðingum, fylgjandi dauðarefsingum og með skotvopnaeign. Er hún ekki bara svona týpískur Íslendingur? Skil ekki hvað fólk er að væla yfir henni. Þessi andstaða við hana hérna inni hljómar svolítið eins og að hér séu á ferð harðir og hræddir stuðningsmenn Obama.
Jón Pétursson (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 16:56
Það er ekki hægt annað en að dást að John McCain og repúblikunum sem koma með þetta mótvægi eftir að Obama er búin að velja karl!
En því miður er hún ekki miðju íhald á okkar mælikvarða hún er eins langt til hægri og hægt er. Og sú forræðishyggja sem hún aðhyllist bæði gagnvart samkynhneigðum og fóstureyðingum er mér ekki að skapi.
Edda Agnarsdóttir, 30.8.2008 kl. 21:20
Ég tek eftir að sumir eiga erfitt með að sætta sig að frúin sé skilgreind miðlínu-íhald. Í texta mínum notast ég við skilgreiningu sem viðtekin er í USA frekar en á Íslandi. Hér er hún greinilega lengst til hægri, en mjög nálægt hefðbundnum íhaldsgildum í USA þar sem t.d. McCain er talinn vera flöktandi íhald.
Svanur Gísli Þorkelsson, 30.8.2008 kl. 22:47
Ég get ekki skilið hvers vegna bandaríkjamenn vilja leyfa þessa almennu byssueign. En við verðum nátturulega að skilja að samfélagið í bandaríkunum þróaðist út frá öðrum aðstæðum en til dæmis á íslandi.
Mér þótti það svolítið skemmtileg að heyra einn prófesorin upp í háskóla segja frá því að það hefði verið mikið vandamál allveg fram á 17 öld með íslendinga að þeir báru allir hnífa á sér og fannst það ekkert mál ef að komu upp rifrildi að leysa það með hnífa bardaga og stinga andstæðingin.
Síðan tók konungsvaldið þetta fyrir og bannaði íslendingum að bera hnífa á sér.
Þannig að það er spurning hvernig íslenskt samfélag væri í dag ef við hefðum ekki haft dana konung til að leiðbeina okkur í rétta átt.
Kveðja Ingó
Ingó (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.