Bloggarar - fjórða valdið

04_11_06_BloggersDilem-XÁ þingi Demókrata í Denver sem haldið er um þessar mundir hefur "fjórða valdið" þ.e. bloggarar víðs vegar að úr Bandaríkjunum komið sér fyrir í stórum sal til að blogga um þingið.

Hér er að finna viðtal við nokkra af þessum bloggurum sem gefur smá innsýn inn í hlutverk þessa nýja afls í þjóðfélögum heimsins.

Á Íslandi virðist vera einhver tregða í gangi þegar kemur að því að viðurkenna mikilvægi bloggsins. Í USA segja fréttaskýrendur að það sem ráði úrslitum fyrir Obama sé hversu feykilega vel hann er skipulagður þegar kemur að netinu og blogginu. Jafnvel á litla Íslandi opnaði Obama netsíðu, svo dæmi séu tekin. -

Pólitíkusar á Íslandi ganga léttir í skerfum fram hjá Blogginu flestir hverjir og oft heyrist að þar séu aðeins samankomið úrvalið af íslenskum sérvitringum og kjaftakerlingum sem er kannski ekki nema von þegar að sumir bloggarar vara jafnvel sjálfir við því að þeir séu teknir of alvarlega. -


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Í morgun hringdi blaðamaður í mig vegna bloggs og það er sko ekki í fyrsta skipti....svo einhverjir lesa þetta.

Hólmdís Hjartardóttir, 27.8.2008 kl. 11:36

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Í "bloggheimum" býr almannarómur, og sumir stjórnmálamenn vilja síður heyra þann róm.  Blaðamenn, 3ja valdið, eru líka stundum óhressir með að hafa ekki óskipta athygli.

Hólmdís,  er þá afreksmanna súlan komin á "blað"?

Sigrún Jónsdóttir, 27.8.2008 kl. 11:47

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Bestu kveðjur frá þessari kjaftakerlingu

Rut Sumarliðadóttir, 27.8.2008 kl. 11:48

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nei Sigrún ekki var það öndvegissúlan....heldur vegna uppsagnar minnar. Blogg frá 12 ág.  Ætli ég þurfi nokkuð að mæta meira

Hólmdís Hjartardóttir, 27.8.2008 kl. 11:49

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hólmdís, Sigrún og Rut; Sambandið milli blaðamanna og bloggara er dálítið erfitt. Hér á blog.is stjórna t.d. blaðamenn mörgum bloggurum og ráða miklu um hvað þeir blogga. Þeir meira að segja ráða því hvað af fréttum þeirra þeir leyfa bloggurum að blogga við.

Að endursegja fréttir fréttamanna eða bæta við tveggja línu athugasemd er afar gjaldgeng aðferð hér um slóðir og þannig margfaldast plássið sem fréttin fær. Erlendis er það algengt að fréttamenn taki upp þráðinn á málum sem bloggarar hreyfa við og þar gætir meiri samvirkni en við sjáum merki um á Íslandi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.8.2008 kl. 12:31

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Hallgerður;  Þeir fáu íslenskra pólitíkusa sem fást við að blogga, misskilja alveg tilgang bloggs. Þeir nota flestir bloggið eins og heimasíðu. Sumir leyfa athugasemdir en svara þeim sjaldan eða aldrei á meðan aðrir leyfa þær alfarið ekki og gera þannig gagnvirknina, helsta kost bloggsins, að engu. Þeir halda að bloggið sé einskonar tilkynningakerfi. Ég held að þessi misskilningur standi þeim pólitískt fyrir þrifum og láti þá líta út eins og þeir séu staddir í einhverjum fílabeinsturni.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.8.2008 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband