26.8.2008 | 23:54
Galdra-rokk og Rökkur-rokk
Oh, Cedric, I can't believe you are dead/ Oh, Cedric, now you're in 'Twilight' instead/ Oh, Cedric, vampires are no fun to haunt/ Oh, but Edward, you can bite me if you want" "Cedric," by the Moaning Myrtles
Hvernig er betur hægt að tjá aðdáun sína og ást á bókmenntum en með að stofna hljómsveit og helga tónlistina söguhetjum uppáhalds bóka sinna.
Fyrir fimm árum var hljómsveitin Harry and the Potters stofnuð. Paul DeGeorge gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar rifjar upp í nýlegu viðtali við MTV hvernig hljómsveitin stóð í að dreifa bolum sem á stóð "Stofnaðu eigin hljómsveit um bækur". "Við vorum bara með öðruvísi hugmyndir um hvað hljómsveitir geta verið" segir Paul," við ætluðum ekki að stofna Galdra-rokk hreyfingu, hún bara þróaðist." Þessar hljómsveitir bera nöfn fengin beint úr Harry Potter bókunum. Hér koma nokkur dæmi;
- The Butterbeer Experience
- The Cedric Diggorys
- Celestial Warmbottom
- DJ Luna Lovegood
- Draco and the Malfoys
- Fred and George
- The Hungarian Horntails
- Justin Finch Fletchley
- Lauren from The Moaning Myrtles
- Nagini
- Oliver Boyd and the Rememberalls
- The Princess of Hogwarts
- The Remus Lupins
- Split Seven Ways
- Swish and Flick
- The Whomping Willows
Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér hvernig herlegheitin hljóma geta valið sér lag eða lög af þessari síðu
Í dag eru starfandi ekki færri en 500 Galdra-rokk hljómsveitir sem koma fram í bókasöfnum, klúbbum,samkomum og Harry Potter ráðstefnum. Hreyfingin hefur getið af sér aðra undirdeild sem kallast Rökkur rokk (Twilight rock) "Hvers vegna kalla þeir þetta ekki blóðsugu-rokk" spyr DeGeorge."En það er frábært að sjá hljómsveitir sem velja sem þema bíómyndir og aðrar bækur"
Rökkur-rokk hljómsveitir eru ekki margar en sumar hafa þegar getið sér gott orð eins og The Bella Cullen Project, Bella Rocks og the Mitch Hansen Band. Þegar hefur borið á ríg á milli móður og afkvæmis, þar sem sumir óttast að Rökkur-rokkið muni taka yfir Galdra-rokk hreyfinguna.
Þegar að spurningu um tilvistarrétt rökkur rokks var varpað fram á Harry Potter Terminus ráðstefnunni fyrir skömmu, bauluðu þátttakendur. En þegar Matt Maggiacomo úr the Whomping Willows svaraði; "Hljóma þeir eins og Hannah Montana?" klöppuðu hlustendur.
"Rökkur rokk er eins Hannah Montana bókmenntanna útskýrði Alex Carpenter úr Remus Lupins." Ef þú tilheyrir ekki 14-16 ára hópnum er mögulegt að þú hlustir á það og að það festist í hausnum á þér. En það auðgar ekki líf þitt eins og Harry Potter gerir."
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Dægurmál, Kvikmyndir, Sjónvarp | Facebook
Athugasemdir
Alltaf fræðandi og skemmtilegur..
Gulli litli, 27.8.2008 kl. 00:02
haha, frábært!
alva (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.