Skjaldbaka í hjólastól, Frú Dorrit og ný Ólympíugrein

Ótrúlegt en satt, hér getur að líta skjaldböku sem er útbúin hjólabúnaði sem hjálpar henni að komast um. Lömun í afturfótum olli því að hún komst hvorki lönd né strönd þangað til að aðstandendur dýragarðsins þar sem hún dvelst, smíðuðu handa henni "hjólastól". Hér er stutt myndband um skjaldbökuna sem ég fann á síðu National Geographics.

2turtleMyndin við hliðina er hinsvegar af lítilli borgarstjórnarskjaldböku sem er virkilega hægfara, af skiljanlegum ástæðum.

pedal-wheelchairÞetta er auðvitað ekkert líkt græjunni sem skjaldbakan fékk en engu að síður flott. Svona ætla ég að fá mér þegar þar að kemur. Eiginlega er ég að vona að þeir taki það upp að keppa á svona tækjum og þá mundi ég byrja að æfa fyrir næstu Ólympíuleika

 

Og svo eitt í viðbót, eiginlega svona PS við alla Ólympíuleikaumfjöllunina. - Ég skil ekki fólk sem er að fetta fingur út í framkomu Dorritar forsetafrúar þegar hún var að fagna sigrunum yfir Pól eða/og Spánverjum.

dorrit-fagnarMikið hvað fólk getur verið forpokað að finnast hún ekki "virðuleg" og ásaka hana jafnvel um að "snobba niður fyrir sig".

Hefði verið betra að sjá hana hrista skartgripina upp í stúku eins og allt þetta konungborna lið gerir sem er svo virðulegt að það kúkar marmara.

Hún var ekki kosinn af okkur til neins, Ólafur kaus hana, fyrir konu og áður en hún giftist Ólafi var hún þegar kunn og mikilsmetin heimskona sem kunni sig við hvaða aðstæður sem var. Hvers vegna ætti hún að þykjast vera eitthvað annað en hún er bara af því að einhverjir Íslendingar eru vanir því af fyrirfólki sínu.

svanurtakn1

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

heyr heyr Svanur 

Óskar Þorkelsson, 25.8.2008 kl. 00:02

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Algerlega sammála þér varðandi Dorrit, hún er bara flott heimskona.

Sigrún Jónsdóttir, 25.8.2008 kl. 00:11

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Snjallt - því miður eru þetta ofsóknir ekki bara gegn henni heldur líka embættinu og Óafi sem forseta. Ég upplifði fyrst svona ofsóknarbrjálæði í manneskju sem ég hitti margt fyrir löngu gegn Vigdísi og skildi þá betur en nokkru sinni fyrr og síðar að margir Íslendingar eru Kóngar sem vilja slá eign sinni á manneskju jafnt sem hluti. Það fyrirbæri nær stundum svo háum hæðum að fólk flýr til annara landa, því miður verður svona heimóttarleg umræða svo hástemd í allri lágkúrunni í okkar "litla" eða fámenna landi að við að við látum okkur hverfa!

Edda Agnarsdóttir, 25.8.2008 kl. 00:28

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þau eru flott Forsetahjón!

Rúna Guðfinnsdóttir, 25.8.2008 kl. 00:50

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Dorrit rokkar

Hólmdís Hjartardóttir, 25.8.2008 kl. 01:27

6 Smámynd: Rannveig H

Að hrista skartgripina upp í stúku. Finnst þetta einhvað svo frábær samlíking.

Þessi umræða um Dorit minnir mig á þegar Bryndís Scram var tekin á hýenubeinið hér í den tíð. Bryndís var öll viktuð til orðs og æðis,hún bar sig vel en mikið skelfilega var þetta særandi fyrir hana. Vona að Dorit lesi ekki blogg.  Er ekki einhvað að hjá okkur þegar við þurfum að velta okkur upp úr því hvort Dorit er með athyglissýki(bresti)hvort hún talar rétt mál eða hvort hún hleypur eða labbar. Dorit hefur lífgað upp á landann ,og eitt er víst að ekki hefur hún talað annað en vel um okkur. Ég seigi bara við það fólk sem er að gagnrýna,gerðu það jákvætt,eða líttu þér nær.

Rannveig H, 25.8.2008 kl. 08:14

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Svo sammála þér Svanur, skrifaði um þetta á mínu bloggi. Og skjaldbakan var frábær.

Rut Sumarliðadóttir, 25.8.2008 kl. 10:34

8 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Svo sannarlega sammála þér. Dorrit gæti kennt Íslendingum ýmislegt. En mikið heldur hún ástfóstri við hattinn á nektarmyndinni.

Dorrit oder was

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.8.2008 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband