Götu-tónlistin í Bath

Bath er fögur og litrík borg, ekki hvað síst hvað mannlífið varðar. Fyrr í sumar var haldin hin árlega tónlistarhátíð (The Bath music Festival) og þar komu saman margir frægir og góðir listamenn. Í tilefni af sextíu ára afmæli hátíðarinnar voru gerðar nokkrar 60 sekúnda langar kvikmyndir um hátíðina en ég kaus að fara aðra leið og gera kvikmynd um þá sem ekki komu þar fram en eru engu síður hluti af tónlistarlífinu hér í borg. Hér kemur einnar mínútu tónlistar-póstkort  frá Bath. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnhildur Sigurjónsdóttir

ja hérna, Svanur! þetta ert þú! ég byrjaði nú bara á þessu blog dæmi í dag. en það er hún Gunný, skólasystir þín frá Núpi. whats up, man?? 

Gunnhildur Sigurjónsdóttir, 16.8.2008 kl. 17:42

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk fyrir skemmtilegt póstkort....dauðlangaði að sjá meira...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 16.8.2008 kl. 20:14

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hrafnhildur; Til þess eru póstkort :)

Gunný; Þeir eru nokkri Núpverjarnir sem reka hér inn nefið af og til.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.8.2008 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband