Kjólar

untitledÍ gær fór ég að skoða kjólasýningu. Ég hitti líka náungan sem stóð fyrir sýningunni á kjólunum en hann heitir Andrew Hansford. Hann var fjallhress og hýr og hafði frá mörgu að segja. Flestar af sögum hans gefðu sómt sér vel í  slúðurblöðunum fyrir 50 árum.  

Þessir kjólar áttu það sameiginlegt að vera hannaðir af einum frægasta kjólameistaranum í Hollywood William Travilla,en Andrew hafði kynnst honum og fengið hann til að lána sér kjólana til að sýna vítt og breytt um heiminn til styrktar Alzheimer sjúklingum.  Kjólarnir höfðu á sínum tíma klætt nokkrar helstu kvikmyndastjörnur síðustu aldar. Þeirra frægust var á efa Marilyn Monroe. En þarna var líka að sjá kjóla sem hannaðir voru fyrir Judy Garland, sem Susan Hayward síðar klæddist í frægri kvikmynd Valley of the Dolls og en aðrir voru gerðir fyrir Betty Grable.


Marilyn-Monroe-BIG_e_c669a705d6a0c94ec5a249bd70b6f28fHvíti kjóllinn úr kvikmyndinni "Sjö ára kláðinn"  7 Year Itch 1955) er sjálfsagt frægastur allra kvikmynda-kjóla gerður fyrir Marilyn Monroe. Þar var reyndar um eina þrá kjóla, mismunandi stutta, að ræða, en á sýningunni var að sjá "eftirlíkingu" af honum þar sem  Debbie Reynolds eigandi kjólsins leyfði ekki sýningu á honum utan Bandaríkjanna.

Allir aðrir kjólar voru "ekta" og sumir hverjir svo gamlir að þeir héngu varla saman. Þarna voru kjólarnir úr kvikmyndinni  Gentlemen Prefer Blondes (1953) þar á meðal Gullkjóllinn sem er gerður úr einum efnisbút, handgiltur og einn af uppáhalds kjólum Marilynar.  Bleiki satín kjóllinn úr frægri danssennu kvikmyndarinnar Diamonds are a girl’s best friend’ var þarna svo og rauði sequin kjóllinn sem hún klæddist í opnunaratriðinu með Jane Russell.

Fjólublái kjóllinn úr  How to Marry a Millionaire (1953),er úr satini og með sequin undirkjól, sem kemur fyrir í fantasíusenunni frægu úr sömu kvikmynd. Þá voru þarna kjólar sem Marilyn hafði klæðst utan kvikmyndaveranna, sumir með vínslettunum enn í sér.

Peaches_and_Marilyn_Pink_DressÞað var varla til stjarna á sjötta áratugnum sem Travilla sá ekki einhvern tíman um að klæða. Jane Russell, Joan Crawford og  Marlene Dietrice voru meðal þeirra.  Hann vann Óskarsverðlaun fyrir fatnað Errols Flynn í Don Juan. Þegar að "gullöldinni" í Hollywood lauk vann hann mikið fyrir sjónvarp, þ.á.m. sá hann um klæðnað stór-stjarnanna í sjónvarpsþættinum Dallas.

Á sýningunni mátti einnig sjá snið og teikningar frá Travilla. Sniðin voru úr gulnuðum pappír og minntu mig á saumaherbergi móður-ömmu minnar Sigurborgar sem var afar góð saumakona og saumaði m.a. á mig öll fyrstu fötin sem ég gekk í.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Og hvar í veröldinni varstu?? Hvar var þessi kjólasýning?  Sannarlega hefði verið gaman að sjá alla þessa dýrð. Kjólana sem Drottningar kvikmyndanna klæddust í alvörunni!  Ætli þeir hafi verið þvegnir?

Kveðjur og heilsanir.Drinking Beer From A Mug

Rúna Guðfinnsdóttir, 11.8.2008 kl. 19:34

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Það er eitthvað samband milli breta annarsvegar og kjóla hinsvegar

Óskar Þorkelsson, 11.8.2008 kl. 19:37

3 Smámynd: Kolgrima

Geggjaðir kjólar en ég tek undir með Rúnu, hvar í veröldinni ertu?!

Kolgrima, 11.8.2008 kl. 19:57

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Óþvegnir og blettóttir voru þeir á sýningu hér í Bath þar sem ég held til um þessar mundir Rúna.

Það er alltaf samband milli kjóla og Breta Óskar, Það veistu :=)

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.8.2008 kl. 19:58

5 Smámynd: egvania

Já, glæsilegir kjólar og þær höfðu líka vöxtinn.

egvania, 11.8.2008 kl. 20:22

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það er gaman að sjá hvað áhugasvið þitt er fjölbreytt Svanur.  Alltaf fróðlegt og gott að lesa pistlana þína.  Öfunda þig á að vera í Bath, falleg og merkileg borg.

Sigrún Jónsdóttir, 11.8.2008 kl. 20:25

7 identicon

whoa, Herra ofurskutl!

Bath-hef komið þar við og leist vel á, að vísu engin kjólasýning þá :)

Takk fyrir skemmtilega lesningu!

kveðja

ps. hefði viljað sjá þessa sýningu.

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 23:05

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já Glæsilegir kjólar Ásgerðursem sýndu að að það er hægt að gera ýmislegt með vöxtinn ef þú kannt að fara með snið og efni. Ekki að Marilyn hafi verið eitthvað vandamál, en þeir þurftu samt að ýkja hana á vissum stöðum, að þeim fannst.

Þetta er bara athyglisbrestur Sigrún mín :)

Já flott borg Guðbjörg með sitt lítið af hverju. Meira að segja heitt laugarvatn eins og heima.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.8.2008 kl. 23:17

9 Smámynd: Gulli litli

þér er ekkert óviðkomandi eða hvað? Kjólar?.....no coment

Gulli litli, 11.8.2008 kl. 23:28

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég hefði viljað sjá þessa kjóla! Það er það sem ég segi, það væri snilld ef þú héldir bloggvinamót í Bath og þá myndu kerlingar auðvitað vera í meirihluta.

Edda Agnarsdóttir, 12.8.2008 kl. 00:17

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Veistu Edda, ég væri sko til í að fá ykkur hingað. Ég garantera að þið mynduð skemmta ykkur, það er svo margt hægt að sjá og gera hér um slóðir. Ég get athugað með gistingu fyrir hóp ef þið viljið, segum svona 10-15 til að byrja með. Mér heyrðust alla vega 10 taka undir þetta þegar hugmyndin kom upp. Flugfarið kostar á bilinu 18-30 þús og lest hingað og til baka 7þús. Þá er það gisting sem má finna svona niður í 6 þús nóttin m/morgunmat. 6 nætur 7 daga ferð með eyðslupen ca. 80-100.000 kall.

Gulli, þú veist að eitt sinn gengum við allir í kjólum og þú sjálfsagt varst skýrður í einum slíkum:)

Guðlaug: Við sjáumst í Vín ;)

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.8.2008 kl. 00:59

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég satt að segja hafði ekki hugmynd um að þú værir á leið til Vínar Guðlaug. Þetta var bara tilvísun í flottu kjólana þar á Vínardansleikjunum. Því miður er ég ekki á leið þangað :) Skemmtileg tilviljun ....samt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.8.2008 kl. 10:18

13 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Mig langar meira í hvíta kjólinn hennar Marylin heldur en að fara til Bath! .....eða nei! Mig langar til Bath í hvíta kjólnum hennar Marylin :)

Heiða B. Heiðars, 12.8.2008 kl. 11:30

14 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Oh hvað ég væri til í það að koma í kerlingaferð til Bath - bara að fá einhvern til að framkvæma það - ég er víst orðin svo loðin og gömul að ég treysti mér ekki í að framkvæma en ég er snilldargóð í aðstoð!

Koma so! Allar kerlur til Bath.

Edda Agnarsdóttir, 12.8.2008 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband