Bahá'íar vísa á bug staðhæfingum um niðurrifsstarfsemi í Íran

11-2Alþjóðlega bahá'í samfélagið vísar eindregið á bug yfirlýsingum íransks saksóknara þess efnis að sjö bahá'íar sem hafa verið settir í varðhald í Teheran í Íran hafi „játað" starfrækslu „ólöglegra" samtaka með tengsl við Ísrael og önnur ríki.


„Við höfnum alfarið og eindregið þeim getgátum að bahá'íar í Íran hafi tekið þátt í einhvers konar niðurrifsstarfsemi", segir frú Bani Dugal, aðalfulltrúi Alþjóðlega bahá'í samfélagsins hjá Sameinuðu þjóðunum, og hún bætir við: „Bahá'í samfélagið blandar sér ekki í stjórnmál. Eini 'glæpurinn' sem þessir sjö einstaklingar hafa framið er að iðka sína trú."


„Ásakanirnar eru hins vegar alvarlegar og því óttumst við um líf og afdrif þessara sjö einstaklinga," segir frú Bani Dugal enn fremur.


Frú Bani Dugal er með þessum yfirlýsingum að svara skýrslu í dagblaði í Íran með yfirlýsingum Hasan Haddad, aðstoðarsaksóknara öryggismála við íslamska byltingardómstólinn í Teheran.
Frú Bani Dugal segir að þeir sjö bahá'íar sem voru hnepptir í varðhald fyrr á þessu ári hafi verið fulltrúar í nefnd sem ætlað var að sjá fyrir þörfum þeirra 300.000 bahá'ía sem eru í Íran.


„Og það hvílir engin leynd yfir því — stjórnvöld vissu fullkomlega um tilurð þessarar nefndar löngu áður en fulltrúar hennar voru fangelsaðir, alveg eins og að stjórnvöld vita mjög vel að þetta fólk tekur ekki þátt í neinni leynistarfsemi," segir frú Bani Dugal enn fremur.


y210Frú Bani Dugal segir að fangelsanirnar séu hluti af mjög vel skjalfestri og margra áratuga langri herferð til þess að uppræta Bahá'í samfélagið í Íran, og að þessar ásakanir nú fyrir skömmu séu sömu gerðar og aðrar tilhæfulausar ákærur þar á undan.
„Getgátur um leynimakk með Ísraelsríki eru óyggjandi rangar og misvísandi. Írönsk yfirvöld  eru að vísa til þess að alþjóðleg stjórnsýslumiðstöð bahá'ía er staðsett í Haifa í Ísrael," segir frú Bani Dugal enn fremur.

„Írönsk stjórnvöld líta algjörlega framhjá þeirri velþekktu sögulegu staðreynd að bahá'í trúin var með höfuðstöðvar sínar í Íran fram til ársins 1853, þegar yfirvöld vísuðu boðbera og stofnanda bahá'í trúarinnar úr landi og neyddu hann í útlegð og að endingu í fangelsi í borginni 'Akká við strendur Miðjarðarhafsins, sem þá heyrði undir tyrknesku stjórnina. Svo vill til að 'Akká er á því svæði sem nú er nefnt Ísrael."


Frú Bani Dugal segir einnig að margir bahá'íar í Íran — þar á meðal fulltrúar samhæfingarnefndarinnar áður en þeir voru hnepptir í varðhald — sæti stöðugt fangelsunum og séu þá spurðir um hvers konar starfsemi þeir taki þátt í. Hún segir einnig að bahá'íarnir hafi ekkert að fela og reyni að svara og segja satt og rétt frá í öllum yfirheyrslum

New York, 3. ágúst 2008 (BWNS) —


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Baháí trúin er sú eina sem er yngri en Islam.. islamistar viðurkenna enginn trúarbrögð sem komu á eftir islam.. svo Baháíar eru í smá veseni í arabalöndunum þessa áratugina geri ég ráð fyrir.

Óskar Þorkelsson, 10.8.2008 kl. 19:22

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

islamiskum löndum hefði átt að standa í stað arabalanda.

Óskar Þorkelsson, 10.8.2008 kl. 19:22

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Einmitt Óskar, þar liggur hundurinn sá grafinn.

Svanur Gísli Þorkelsson, 10.8.2008 kl. 19:26

4 Smámynd: Björn Heiðdal

Voðalega eru ráðamenn í Íran taugaveiklaðir þessa daganna, ef marka má fréttir.  Hefur þetta alltaf verið svona slæmt?

Björn Heiðdal, 10.8.2008 kl. 21:05

5 identicon

Því miður hafa bahá'íar sætt ofsóknum í Íran alla tíð.  Íran var reyndar ekki til sem ríki á upphafsárum trúarinnar en þá heyrði landsvæðið undir Persíu.  Bahá´íar voru ofsóttir og drepnir á óhugnanlegan hátt.  Síðan hafa bylgjur ofsóknar gegnið yfir bahá´íana í Íran og ein slík stendur yfir nú.  Á undanförnum misserum hafa írönsk stjórnvöld skipulega innrætt Íranskri þjóð fjandskap í garð bahá´íanna með ósönnum fréttum, rógi og illmælgi.  Þá hafa börn sætt ofsóknum í skólum, af hálfu kennara, bændur hraktir af landi sínu, bönkum hótað ef þeir lána bahá´íum, fólk handtekið án ástæðu og eigur þess teknar án dóms og laga og nú .  Á síðasta ári fundust skjöl með fyrirskipunum til öryggissveita landsins, og annarra, um að skrásetja alla bahá´ía í Íran og skila skránni til yfirvalda.

Atburðir þeir sem hér er lýst eiga mikið sameiginlegt með atburðum á Balkansskaganum, í aðdraganda þjóðernishreinsana sem þar urðu á 10. áratug síðustu aldar, og atburðum í aðdraganda þjóðarmorðanna í Rwanda árið 1994.  Romeo Dallaire, sem stýrði fjársveltri og einangraðri hersveit S.Þ. í Rwanda, meðan þjóðamorðin voru á síðasta undirbúningsstigi þar og meðan þau voru framkvæmd, hefur varað við því að hætta sé á því að bahá´íarnir í Íran verði þurrkaðir út.

Hins vegar er ekki endilega sömu sögu að segja um öll íslömsk ríki.  Í Egyptalandi hafa bahá´íar reyndar þurft að sæta ofsóknum nýverið en þeir náðu að fara fyrir dómstóla þarlendis og fá hlut sinn réttann.  Í mörgum íslömskum ríkjum eru bahá´íar ekki ofsóttir þótt þeir bahá´í trúin sé ekki viðurkennd sem trú.  Það er hins vegar vaxandi fjöldi íslamskra ríkja sem nú fylkja sér með Kínverjum, Rússum og mörgum Afríkuríkjum, um þá skoðun að mannréttindamál, þ.m.t. hvernig stjórnvöld meðhöndla þegana sína, séu innanríkismál og öðrum ríkjum jafnt sem Sameinuðu Þjóðunum sé og eigi að vera óheimilt að skipta sér af slíku.  Þetta er þróun sem er verulega hættuleg að mínu mati.

Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 00:33

6 identicon

Skipulögð trúarbrögð = Hið illa

Alveg sama hver tilgangur þeirra er þá leiða þá ávalt til ills, fyrr eða síðar..

Eigum við ekki að fara læra af reynslunni og láta þetta eiga sig ?

Eða á að berja hausnum við steininn aðeins lengur  ?  Held það því miður..

Menn munu segja að þetta sé ekki trúarbrögðunum sjálfum að kenna og bla bla ...

Tinni (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 11:31

7 identicon

Svo ég útskýri aðeins..

Þá segja trúaðir að tilgangur trúarbragða sé góður,  það séu einstakir einstaklingarnir sem hegði sér illa...

Því er til að svara, að trúarbrögðin eru ekkert annað en það fólk er þau stunda. Það er á engan hátt hægt að kljúfa þetta tvennt í sundur því ekkert fólk engin trúarbrögð. Alveg sama hvað stendur í verklýsingunni (sannleiksbók viðkomandi trúarhóps).  Leiðir ávalt til hörmunga fyrir mannkynið.

Nú kann Svanur að segja að sín trú hafi ekki verið bendluð við neitt illt því sé hún best.

Svar: Kannski ekki enn,  enda fámenn og ung trú.. Gefum þessu nokkra tugi ára og fleiri áhangendur, þá gerist það..

 Þá segja þeir trúuðu gjarna að ef það væri ekki út af trúnni þá væri bara drepið af annarri ástæðu...

Svar: Já alveg örugglega en svo skal ekki böl bæta með því að benda á annað verra..!!

Tinni (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 11:49

8 identicon

Ég má til með að höggva í sömu knérrunn og deila með ykkur skrifum Epicurus, þar sem hann fæst við hið illa.

Is God willing to prevent evil, but not able?

then is he impotent.

Is he able, but not willing?

then is he malevolent.

Is he both able and willing?

whence then is evil?

Is he neither able nor willing?

Then why call him God?"

Tinni (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 13:47

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Tinni: Fyrst, Epicurusar rökvillufenið eina ferðina enn.

1. Guð sem hægt er að láta standa reiknisskil gjörða sinna er ekki Guð. Guð hlýtur að standa ofar sköpun sinni og verður ekki spurður gjörða sinna.

2. Guð sem að kemur í veg fyrir illt þannig að heimurinn er algóður, er heimur stöðnunar og þar með aldauða. Eingöngu er hægt að skilgreina gott með hliðsjón af hinu illa og ef það er ekki til, er heldur ekki um neitt gott að ræða.

3. Leið Guðs til lífs og vaxtar af eigin rammleik, er að gefa manninum frjálsan vilja til að velja og hafna. Náttúran er hvorki ill né góð því hún er viljalaus. Mennirnir og viðbrögð þeirra við náttúrunni og verkum hvors annars eru annað hvort ill eða góð, eftir því hvað þeir velja.

Líkt og maður sem kynnist barni sem stöðugt pissar undir á nótunni og  fullyrðir að þannig sé barnið og þannig muni það ætíð verða, horfir þú á trúarbrögð mannsins. Reynslan er til að læra af henni og vissulega mun maðurinn fyrr eða síðar hætta sínum bernskubrekum og takast að rækta trú sína á Guð án deilna við náungann.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.8.2008 kl. 15:25

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Búddisminn er fínn .. þekki ekki bahái

Óskar Þorkelsson, 11.8.2008 kl. 16:45

11 identicon

Svanur!  Epicurus fer ekki með rökvillu. Skilgreining þín á Guði er hinsvegar rökvilla, þ.e. pkt. 1 - 3, sem aftur fær þig til trúa hinu gagnstæða.

Guð er í senn allt og ekkert eða óskilgreinanlegur. Því getur þú ekki skilgreint hann/það á nokkurn hátt. 

Þeir sem trúa á Guð telja að hann standi bara fyrir hið góða en hugleiða ekki þann möguleika að hann kann einnig að standa fyrir hið illa... Eins og þú bendir á að án hins illa er ekki hægt að skilgreina hið góða.. 

Sá sem heldur því fram að Guð sé illur hefur því jafn rétt fyrir sér og sá er segir að hann sé góður...  ekki satt?.

Sem aftur leiðir okkur til þess að algóður, almáttugur og alvitur Guð, er ein stór RÖKVILLA. 

Guð er því ekkert..  Epicurus hefur rétt fyrir sér..

Tinni (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 17:19

12 identicon

Svanur ég deili einungis bjartsýni þinni á að mannkynið muni læra af mistökum sínum ef það kemst yfir það trúa á óskilgreinanlegan Guð..

Fyrirbæri sem krefst takmarkalausrar aðdáunar mannkyns, sem er þó í senn óútskýrt og óskilgreinanlegt mun ætið verða bitbein mannskepnunnar þá er hver telur sig hafa hinn rétta skilning á Guði.

Tinni (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 17:29

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Epicurus gengur út frá tilvist Guðs í sinni rökfærslu og það geri ég líka.Rökfærsla hans gengur út á að skilgreina eðli Guðs og er röng af því að hann setur manninn á sama stall og Guð og vegur hann og metur með sömu gildum og hann mundi vega og meta menn.  

Ég sagði aldrei að Guð væri að öllu leiti óþekkjanlegur. Hann er þekkjanlegur að því marki sem takmarkaður hugur skilur hið ótakmarkaða.  Hið illa er aðeins til sem mannleg viðmiðun um hvort þú ert að fara eftir vilja hans eða ekki. Þér er frjálst að fara ekki eftir vilja Guðs. Hann hefur gefið þér það frelsi. Þú tekur afleiðingunum af því eins og þú tekur afleiðingunum af að fara eftir því.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.8.2008 kl. 18:48

14 identicon

.

Svanur! getur þú ekki séð, eða áttað þig á, hversu hrokafullt það er hjá þér að þykjast vita hvað Guð er? Sérðu virkilega ekki hættuna sem í því felst?  

  • Ert þú þess umkominn að segja mér eða örðum hver er vilji Guðs er?
  • Getur þú sagt með fullri vissu að þú lútir, í einu og öllu, meintum vilja Guðs ?
  • Ert þú þess umkominn að segja mér og öðrum hvaða afleiðingar það hefur að fara ekki að vilja Guðs?

Tinni (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 21:35

15 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Tinni. Ég sé enga hættu fólgna í því að trúa á Guð, Tinni. Ég er ekki boðberi Guðs, þótt ég trúi á tilvist hans. Það er engin hroki í því að trúa á Guð, það felur í sér ákveðna afstöðu til hins óþekkta sem er að hafa hugrekki til að kanna það og afstöðu til hins óþekkjanlega, sem er innsti kjarni Guðs.  Ég get ekki sagt að ég lúti í einu og öllu vilja Guðs, þá væri ég fullkominn maður sem ég er ekki. Ég get aðeins gert mitt besta. Ég get sagt þér það sem ég veit um afleiðingarnar af að fylgja ekki boðum Guðs.

Við lifum við þær hnattrænt í dag, styrjaldir, hungur,mengun, græðgi, sjálfselska, efnishyggja, þar sem enginn er ábyrgur og stöðugt er bent á að þetta sé bara eðli mannsins og þess vegna eðlileg. Því hafna ég og kalla bjögun á manneðlinu af óhlýðni við Guð.

Efnishyggjumenn sem hafa tekið við ráðsmennsku heimsins hafa farið verr með hann en nokkru sinni er hægt að kenna trúuðu fólki um. Milljónir á milljónir ofan af mannslífum hafa verið fórnardýr guðlausra efnishyggju stjórnenda, sem sumir hafa vafið um sig skikkju trúar og trúarbragða, en opinberast á endanum sem guðlausir efnishyggjuprelátar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.8.2008 kl. 22:37

16 identicon

 Svanur! Ég tel mig vita hvað þú ert að þú ert að reyna að segja mér en getur þú ekki séð hætturnar sem ég er að benda þér á?

Svanur: Tinni. Ég sé enga hættu fólgna í því að trúa á Guð, Tinni. Ég er ekki boðberi Guðs, þótt ég trúi á tilvist hans.

Ég sagði að þú teldir þig vita hver Guð væri. Í því tel ég að hættan og hrokinn, sé fólginn.  

Svanur: það felur í sér ákveðna afstöðu til hins óþekkta sem er að hafa hugrekki til að kanna það og afstöðu til hins óþekkjanlega, sem er innsti kjarni Guðs.

Þú veist það, að sjálfsögðu, að taka afstöðu til hins óþekkta án þess að þekkja það getur verið hættulegt. T.d. ef þú sæir aðeins framhluta býflugunnar og tækir þar með afstöðu til allrar flugunnar á þeim grundvelli. Það er vissulega hugrekki að setja fluguna upp í munninn á þér, en það er hættulegt.  Á sama hátt kann það að vera hættulegt að taka sér meint orð Guðs í munn, því þú þekkir hann/það ekki..  Þú getur heldur ekki kannað hið óþekkjanlega, hvað sem þú rembist..  Þú getur myndað þér skoðun á því sbr. áður en slíkt kann að leiða til ógæfu..

Svanur: Efnishyggjumenn sem hafa tekið við ráðsmennsku heimsins hafa farið verr með hann en nokkru sinni er hægt að kenna trúuðu fólki um.

Er ekki viss um að Bush sé sammála þér..  Hann telur, rétt eins og þú, að hann viti hver vilji Guðs sé.  Hann talar meira segja við hann.. 

Svanur sérðu þetta ekki??   Það hefur hver sína skoðun á Guði og allar eru réttar. Ég hef sagt það oft áður,  Guð á sér enga tilvist utan huga þess er á hann trúir. Þ.v.s. Guð er mjög líklega hugarburður. Hættan felst svo í því að hægt er að nota hugarburðinn til komast inn í huga þess trúaða, með það að markmiði að fá hann til að framkvæma ýmsa hluti er hann ella hefði ekki gert.  Það er erfitt fyrir þann trúaða að verjast slíkri árás þar sem Guð er óskilgreinanlegur...

Tinni (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 09:28

17 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Éf gef áður á þessu bloggi fjallað ýtarlega um hvernig ég lít á trú og hvernig hún tengist eða öllu er mótandi fyrir afstöðu okkar til hluta. Hér kemur smá úrdráttur; 

Við höfum öll í okkur eðlislæga þrá til að tengjast öllu, að óendanleika alheimsins  meðtöldum. Þetta er eðlileg hliðarverkun þess að hafa vitund. Þar sem okkur finnst við vera ein og ótengd öllu öðru í alheiminum, erum við knúin til að komast að því hvar við stöndum gagnvart öllu öðru sem er til, einnig því sem er óþekkt eða óþekkjanlegt.

Með trú er í stórum dráttum átt við afstöðu okkar til þess sem ekki er hægt að vita eða hins óþekkta og gerir okkur kleift að nálgast það á þann hátt að þekking okkar á því verður meiri. Trú er afar sérstakt samspil getunnar til að þekkja og getunnar til að elska. Í eðli sínu er trú það að elska hið óþekkta eða hið óþekkjanlega – að laðast að hinu óþekkta og getan til að nálgast það.

Um leið og þekking getur að sjálfsögðu leitt til ofurdirfsku eins og dæmið þitt um býfluguna sýnir, er þekkingarleitin hluti af manninum. Orð Guðs til mannsins hafa ætíð haft þann tilgang að fleyta honum lengra í ferð og gera siðmenningu hans stighækkandi. Þótt hið óþekkjanlega verði aldrei að fullu kannað er ekkert sem stöðvar okkur í að  taka til þess afstöðu á grundvelli þess sem þó er vitað. Guð verður aldrei að fullu þekktur, en við þekkjum vilja hans fyrir okkur því hann hefur Guð opinberað okkur í trúarbrögðum sínum.

Ég sé líka hvað þú ert að fara Tinni og hef ákveðna samúð eð þínum sjónarmiðum því ég hef áður haft svipuð viðhorf. - Lífsskoðanir manna skipta máli því þær móta gjörðir þeirra. Lífskoðanir sem afneyta tilvisst Guðs á þeirri forsendu að maðurinn get ekki skilið hann að fullu, er að setja Guð jafnfætis mönnum og þá er engin ástæða til að kalla hann Guð. Um leið verður þér ekkert æðra og þú verður þinn eigin Guð. Það finnst mér hættuleg afstaða.

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.8.2008 kl. 10:51

18 identicon

Mér finnst alltaf merkilegt þegar að trúlausir eru að setja út á trúað fólk, hvernig það fylgir guði sínum í blindni. (samkvæmt trúlausum). þegar trúlausir leggja sömu trú á vísindin og vísindamenn sína.

Eins þegar að trúlausir saka trúaða einstakling um hin ýmsu illskuverk, sem er alveg rétt að ýmis illvirki hafa verið framin í nafni trúarinnar. En eins gætti sá sem trúir á guð sakað vísindamenn um ýmis illskuverk í nafni vísindanna.

Þannig að ég held að trúaðir og trúlausir séu jafn sekir um hin ýmsu illvirki og við ættu frekar að reyna að bæta heimin eins og við getum.

Ingó (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 11:32

19 identicon

Svanur:  Ég þakka þér fyrir svörin þó þau hafi ekki dugað til að sannfæra mig. Þú svarar af yfirvegun,  stillingu og ert málefnalegur. Fyrir það ber að þakka.  Ég hef sömuleiðis samúð með þínum viðhorfum. Ég tel að þú sért einn af örfáum einstaklingum sem ekki myndu misbeita valdi trúarinnar..  Ég segi það á grundvelli skrifa þinna sem ekki fela í sér nokkurn hatursáróður.

Ingó: Mér finnst alltaf merkilegt þegar að trúlausir eru að setja út á trúað fólk, hvernig það fylgir guði sínum í blindni. (samkvæmt trúlausum). þegar trúlausir leggja sömu trú á vísindin og vísindamenn sína.

Ég ætla ekki að fara stofna til annarra langloku með því að svara Ingó en ég bara verð:  Þessi fullyrðing er akkúrat kolröng þ.e. trúlausir leggja einmitt ekki sömu trú á vísindin og trúaðir á Guð.. hér er himin og haf á milli. Trúaði fylgja guði sínum í blindni vegna þess að tilvist hans er algerlega ósönnuð..  Það er ekki einu sinni til vísbending um tilvist hans. Það er ekki nóg bara að fullyrða að Guð sé til það verður að færa á það óyggjandi sönnur..  Slíkt hefur ekki komið fram. Trúaðir keppast hinsvegar við að bera á borð gervisannanir um að Guð hafi gert hitt og þetta, en það eru algerlega ósannaðar fullyrðingar eins og með teketilinn á sporbaug í kringum Mars þ.e. ómögulegt að afsanna fullyrðinguna.

Ingó: Eins þegar að trúlausir saka trúaða einstakling um hin ýmsu illskuverk, sem er alveg rétt að ýmis illvirki hafa verið framin í nafni trúarinnar. En eins gætti sá sem trúir á guð sakað vísindamenn um ýmis illskuverk í nafni vísindanna.

Ekki ætla ég að fara í samkeppni um hvort trúaðir eða vísindamenn hafi drepið fleiri á þessari Jörð.  Tel þó að í fæstum tilvikum hafi vísindamenn beinlínis stofnað til styrjalda. Valdið hefur verið þjóðhöfðingja sem oftast eru trúaðir..

Hinsvegar eru trúarbragðastríð e-h það tilgangslausasta af öllu því sem tilgangslaust er.  Þ.e. út af ímynduðu fólki og Guðum..  Eða svona álíka að heilu löndin færu í stríð vegna Harry Potters og James Bond..  Allt saman skáldsagnapersónur..  Ef það er ekki það allra ömurlegasta í fara mannskepnunnar þá veit ég ekki hvað..

Við skulum bæta heiminn án aðstoðar frá ímynduðum vinum

Tinni (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 09:31

20 identicon

kæri Tinni

Það sem að hin trúaði gæti bent á er að vísindin hafa skapað ýmis gereyðingar vopn og allavega vopn sem að hafa verið notuð og eru notuð í dag til þess að valda sem mestri eyðingu.

Af þessari ástæðu gættu trúaðir farið fram á það að banna ætti vísindin, þar sem þau hafa valdið mikili eymd með sköpun sinni.

Ég held að það skipti ekki neinu máli hvort einstaklingarnir séu trúaðir eða trúlausir þegar einstaklingur ákveður að fremja illvirki í hvaða mynd sem það er. við eigum altaf að standa upp og mótmæla ranglætinu.

Ingó (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 11:13

21 identicon

Ingó: Það sem að hin trúaði gæti bent á er að vísindin hafa skapað ýmis gereyðingar vopn og allavega vopn sem að hafa verið notuð og eru notuð í dag til þess að valda sem mestri eyðingu.

Hvor er hættulegri byssan eða maðurinn sem heldur henni?

Það skiptir öllu máli hvort einstaklingurinn trúir á ímyndaðan vin....  það segir okkur allt um rökhugsun viðkomandi.

Tinni (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 12:05

22 identicon

Hefði kannski átt að orða þetta svona:

Hvor er gerandinn sá er heldur á byssunni eða sá er hannaði byssuna?

Ingó einnig getur þú spurt þig þessara samviskuspurningar:

Ef þú stæðir frammi fyrir manni sem miðaði á þig byssu. Ef þú hefðir um það val að sá er héldi á byssunni væri:

  1. Mjög trúaður maður, þ.e. eins trúaður og hægt er að vera og 100% sannfærður um tilvist Guðs.
  2. Hvorki né, þ.e. trúir jafnmikið á tilvist Guðs eins og ekki.
  3. Trúleysingi, eða eins sannfærður um að ekki sé til Guð eins og hægt er að vera.

Hvern þessara þriggja manna mundir þú velja til halda á byssunni, hefðir þú engar aðrar upplýsingar til að byggja á?

Tinni (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 14:32

23 identicon

Svarið er nú mjög einfalt ef ég mætti ráða þá myndi ég helst vilja að engin af þessum einstaklingum heldi byssu að mér.

En ég held að það skipti engu máli hvort viðkomandi sé trúaður eða ekki upp á það að gera að viðkomandi myndi hleypa af byssunni. Það fer algjörlega eftir andlegu heilbrigði hjá viðkomandi einstaklingi.

En til að svara spurningunni Tinni þá hugsa ég að ég ætti auðveldara með að sanfæra 100% trúaða einstaklingin um að hleypa ekki af byssunni.

Þú spurðir hvort "Hvor er hættulegri byssan eða maðurinn sem heldur henni?" það er einmit þetta sem ég vildi benda á það er ekki hægt að setja vísinda mannin í fangelsi fyrir það að einhver notaði uppfiningu hans í vondum tilgangi, er það ekki allveg eins með trúarbrögðin. Ýmsir aðilar nota þau til þess að græða á þeim sér í hag og oft á brenglaðan hátt.

Ingó (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband