Hvers virði eru kennarar, svona eftir á að hyggja?

Ef að við viljum sjá og skilja hvort við höfum þroskast eitthvað eftir að við erum orðin fullorðin, ( það er ekkert sjálfgefið að þroski fylgi ára og hrukkufjölda) ættum við að bera saman afstöðu okkar til kennaranna okkar, eins og hún var þegar þeir kenndu okkur og hvernig hún er núna þegar við óskum þess eins að við hefðum verið betri nemendur.

image004Ef þú sérð núna að kennarar eru mikilvægasta starfstétt í heimi á eftir bændum, er þér ekki alls varnað. Ef þú skilur að Þeir einir kunna að láta bókvitið í askana og án þeirra yrði heimurinn aftur miðaldadimmur og án yls, ertu að nálgast þann skilning á kennurum sem eðlilegur getur talist.

Ef þú hvorki sérð eða skilur þetta, skaltu ekki hafa hátt og láta sem ekkert sé. Þetta kemur kannski.

Ég skrifa þessar laufléttu hugrenningar vegna þess að einn af kennurunum mínum kom í heimsókn á bloggsíðuna mína í kvöld.

Mér varð hugsað til hlutskiptis þeirra sem í raun eru ábyrgir fyrir því hvernig við hugsum. Kennararnir mínir komu og fóru, gerðu það sem þeim var falið að gera án þess að ég þakkaði þeim neitt fyrir það sérstaklega. Þeir voru flestir í mínum augum óvinurinn sem stöðugt reyndu að fá þig til að gera það sem þig langaði ekki að gera. Bara að ég hefði farið eftir þeim, en ekki mér. -

Gylfi Guðmundsson var íslenskukennarinn minn í tvo vetur í Gagnfræðaskóla Keflavíkur fyrir margt löngu og ég á honum margt að þakka. Fyrir utan að vera frábær kennari eins og ferill hans ber vitni um, sagði hann mér fyrstur frá Stapadrauginum, útskýrði fyrir mér falið gildi ljóðagerðar, gerði íslensk orð spennandi og felldi mig ekki í málfræði þrátt fyrir slælegan árangur minn á prófunum. Takk fyrir það allt Gylfi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Ég væri bara nokkud ánægdur ef einhver minna fyrrverandi kennara vildi kannast vid mig í dag, fyrir utan Brynju sem býr á Þorbjargarstödum ásamt frænda mínum og allri sinni Þolinmædi.....hún kannast alltaf vid mig..

Gulli litli, 8.8.2008 kl. 01:16

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mínir kennarar eru eins og perlur á bandi sem ég hef safnað í áranna rás.  Flestir sko.

Þeir sem settu spor sín á mig gleymast aldrei.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.8.2008 kl. 07:37

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Góðir kennarar eru gulls ígildi og gleymast aldrei af þeim sem kynntust þeim í skólagöngu sinni..

Óskar Þorkelsson, 8.8.2008 kl. 07:59

4 identicon

Falleg færsla.. takk fyrir

Bára (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 10:00

5 Smámynd: Brattur

Já, góðir kennarar geta haft áhrif sem duga alla ævi... ég hef reynt það...

Brattur, 8.8.2008 kl. 11:03

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Úff, mínir kennarar voru eins misjafnir og þeir voru margir. sumir framúrskarandi og skyldu eftir sig hluti sem verða með mér alltaf, aðrir voru þannig að þeim er best að gleyma um aldur og ævi..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 8.8.2008 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband