Leikkonan eilífa...

bacalllauren_bacallHún hefur þegar leikið í um 130 kvikmyndum um ævina. Undanfarin 10 ár hefur hún leikið í a.m.k. einni kvikmynd árlega og nú er verið að leggja síðustu hönd á næstu kvikmynd hennar Wide blue Yonder.

Hún var fædd 16. Sept. árið 1924 í New York og gefið nafnið Betty Joan Perske. Hún var aðeins 19 ára þegar hún fékk fyrsta hlutverkið sitt og það var aðalhlutverk á móti mesta karlkyns kvikmyndastjörnu þess tíma;  Humfrey Bogart. Myndin hét; To have and to have not og árið var 1944 og hún hafði tekið sér nýtt nafn, Lauren Bacall.

svmarriage11Hún er þektust fyrir film noir myndirnar; The Big Sleep (1946) og Dark Passage (1947) og sem grín-myndina  How to Marry a Millionaire.(1953)   

Árið 1981 var hún valin Kona ársins í USA en  kunnust er hún samt fyrir að vera eiginkona Humfrey Bogarts sem hún giftist 1945 og lék síðan á móti honum í fjölda kvikmynda.

Eftir að hafa hjúkrað Bogie sem barðist við krabba, á banalegunni, lét hún hafa þetta eftir sér;  "Ég setti feril minn á bakhelluna þegar ég giftist Bogie. Þegar hann lést kaus ég að yfirgefa Kaliforníu, því þá var lífi mínu lokið".   -   Þetta var árið 1957.

Lista yfir kvikmyndir hennar er að finna hér.

Og helstu atriði ævi hennar er að finna hér.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heiðursfélagi í ofurskutlufélaginu þessi kona!

Hef ekki undan að lesa frá þér maður, hvaðan færðu þessa orku?

kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 13:17

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Guðbjörg; Það er hún svo sannarlega.

Orkan kemur úr lind sem heitir, "humm, þetta er áhugavert" :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 7.8.2008 kl. 13:48

3 identicon

Ég skil, verð að taka mig á og vera áhugasamari um hitt og þetta- sem ég að öllu jöfnu er, bara ekki þessa dagana!

hmmmmm............:)

kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband