Trúir þú á skrímsli.....eða villisvín?

Af og til, sérstaklega um sumarmánuðina þegar svo kölluð gúrkutíð hjá fréttamönnum gengur í garð, berast fréttir af skrímslum. Íslendingar eru auðvitað löngu hættir að trúa á tilvist ómennskra óvætta en hafa samt gaman að því að velta fyrir sér þessum fyrirbærum. Allavega eru fjölmiðlarnir okkar ekki alveg ónæmir fyrir þessum fréttum s.b. frétt um skrímsli sem fannst á Montauk ströndinni í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Óskar Þorkels. bloggvinur minn benti mér á fyrstu myndina af þessu hræi löngu áður en byrjað var að blogga um hana. En hér koma nýjar myndir af því og það fer ekki milli mála að hvað sem skepnan heitir, er hún karlkyns.

4135926441359272

Það sem gerir margar af þessum fréttamyndum svo "áhugaverðar" er hversu óskýrar flestar þeirra  eru og fólk getur því gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn. Samt eru alltaf einhverjir sem taka þessum "fréttum" alvarlega, þrátt fyrir að oftast nær komi í ljós að um falsanir og gabb hafi verið að ræða. Ég fann myndir af nokkrum af frægustu "skrímslunum" og við skulum byrja á "Stórfót" sem býr í Bandaríkjunum og heill iðnaður hefur sprottið upp í kring um. Ekki ber að ruglast á honum og Jetti, snjómanninum ógurlega sem býr í Himalajafjöllum. Þessi fræga kvikmynd af Stórfót var tekin  af P. Patterson nokkrum árið 1967 og enn hefur ekki verið sannað að sé fölsuð ;)

 

Frægasta skrímsli allra tíma er samt Nessi, Lagarfljótsormur þeirra í Skotlandi. Nokkrar ljósmyndir hafa náðst hefur af henni í Loch Ness vatni, enda þarf nokkuð til svo að ferðamannastraumurinn þangað haldist og goðgögnin deyi ekki út. Hér eru tvær bestu myndirnar af Nessí.nessieloch_ness_1_lg

MONSTER_1_Auðvitað reka á land víðs vegar um heiminn leifar af hvölum og það þarf ekki mikið til að þau verði af ógnvænlegum skrímslum eins og þetta ferlíki sem rak á fjörur í Fortune Flóa á Nýfundnalandi 2001.

 

 

augustineSæskrímsli hverskonar hafa verið vinsælt söguefni frá örófi og það hefur ekki skemmt fyrir þeim þegar myndir eins og þessar birtast í heimspressunni. Hér ku vera á ferð risastór kolkrabbi sem rak á land í St. Augustine, Florida, árið 1896.

 

four_mile_globsterÞá varð til nýtt heiti á sæskrímsli þegar þetta ferlíki rak á land í Tasmaníu árið 1997. Það var kallað "Globster" eða "Leðjan". Hér reyndust þó aðeins um rotnandi hvalsleifar vera að ræða.

Á netinu úir og grúir af skrímslasögum og óvættum. Í Mexíkó hræðist fólk ekkert meir en hið ógurlega Chupacabras sem er einskonar  Skolli eða jafnvel Skuggabaldur. Í suðurríkjum Bandaríkjanna eru margir sannfærðir um að svokallaður Lirfumaður (Mothman) sé á sveimi.

Íslendingar voru hér áður fyrr litlu betri og Suggabaldur og Skolli, Finngálkn og Fjörulalli, nykur og sækýr, eru allt sér-íslensk heiti á sér íslenskum skrímslum.

 Víttt og breitt um heiminn búa skrímslin og það væri til þess að æra óstöðugan að telja þau upp hér. Málið er náttúrulega að flest reynast þó, þegar upp er staðið, öllu skaðlausari en sjálfur maðurinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Flott samantekt hjá þér, ég vissi að þú mundir gera þessu góð skil.

Þess meira sem ég horfi á þetta dýr sem rak á fjörur bandaríkjanna um daginn þá sýnist mér að þetta sé tapír eða fölsun :).. vígtennurnar fara samt svolítið á skjön við tapír..   

Óskar Þorkelsson, 4.8.2008 kl. 21:10

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Rostungurinn sem er að velta sér norður á Hornströndum er raunverulegur............

Hólmdís Hjartardóttir, 4.8.2008 kl. 21:15

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.8.2008 kl. 21:20

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

HA. hvaða rostungur???? Ertu viss um að það sé ekki ísbjörn Hólmdís?

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.8.2008 kl. 21:22

5 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Veistu að ég sá Nessý næstum því einu sinni..... já, hlæðu bara. Ég stóð uppí rústum kastala við Logh Ness, sem mig minnir að heiti Urguhart..... það er lítil vík við rústirnar og þar lyftist vatnið á töluvert stóru hringlaga svæði, ca 3x3 metrum. (Þetta var ekki ósvipað og í auglýsingu þar sem bíll kom uppúr vatni, bílþakið slétti yfirborð vatnsins rétt áður en það sást koma uppúr.) En það kom bara ekkert uppúr Logh Ness, heldur virtist hluturinn (Nessý) fara niður aftur og það komu smá öldur sem mynduðu hring og skullu saman í miðju hringsins.

Marta Gunnarsdóttir, 4.8.2008 kl. 22:18

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

RUV sýndi mynd í kvöld af rostungi sem heldur sig vestra!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 4.8.2008 kl. 22:35

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

HEHEHEHE Martamín. Gott hjá þér.Í  Urguhart þar sem þeir framleiða ódýra whiskeyið :)

Hinricus, Mikið víst, alltaf að finnast nýjar tegundir og aðrar að deyja út á meðan þú lest þetta :( 

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.8.2008 kl. 22:36

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég missti af því Hólmdís. Er það orðið fréttnæmt ef rostungar láta sjá sig við strendur landsins eða voru þetta bara svona fallegar myndir eins og Frissi er vanur að taka og sýndar eru af og til?

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.8.2008 kl. 22:39

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Megalodon hefur eitt stórt vandamál við það að felast.. hann er allt of stór !   Þessi hákarl lifði þegar hafið var hlýrra en það er í dag og gjöfulla af stórri veiðibráð.. Hvít háfurinn er sennilega sá hákarl sem kemst næstur Megalodon í hátterni.. og hann er "bara" 1/5 af Megalodon.. á hverju ætti Megalodon að lifa td ?

Óskar Þorkelsson, 4.8.2008 kl. 22:58

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hverju ætti hann að lifa á :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.8.2008 kl. 23:14

11 Smámynd: Skattborgari

Svanur. Fallegur hákarl hver vill koma með mér og synda með honum? Ég er lélegur í sundi hef ekki synt í 5 ár þarft bara að synda hraðar en ég til að lifa af.

Það er til fullt af óuppgvöuðum tegundum og við erum að finna nýjar tegundir á hverjum degi enn í dag þó að það sé ótrúlegt að trúa því. Meira að segja á stöðum þar sem að vísindamenn héldu að það væri ekkert líf að finna.  

Skattborgari, 5.8.2008 kl. 00:22

12 identicon

Ég sá strax að þetta var fake... það kom fram í gær .. man ekki hvar, að þetta er einhver prakkaraskapur

DoctorE (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 08:05

13 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Mér fannst loðdýrið nú bara kostulegur brandari..

Trúi ég á skrímsli eða villisvín..

Nei en ég trúi á skörunga og karlrembusvín... nóg til af þeim um allan heim. 

Brynjar Jóhannsson, 5.8.2008 kl. 08:28

14 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

DrE; Ertu ð meina Montauk hræið? Er þetta ekki bara sjálfdautt dýr af einhverri svínaættinni?

Brynjar; Hvað er samhengið á milli skörunga og karlrembusvína ????

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.8.2008 kl. 12:12

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Með þetta Mountauk dæmi er erfitt að segja.  Gæti eiginlega verið allur fjárinn.

En með Lagarfljótsorminn, þá hefur fullt af fólki séð hann alveg fram á þennan dag

Umfjöllun hér: http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=470707

M.a. heill bekkur í Hallormstað og kennari sem sá fyrirbærið um 2000.

Samt ein kenning sem virkar sennileg (allavega til útskýringar að einhverju leiti) sem innifelur að gas safnist fyrir á botni fljótsins (í ýmsum gróðurleifum minnir mig) sem leysist svo úr læðingi á stundum og geti jafnvel átt til að spýtast uppá yfirborðið  (þe. gróðurleifar + gas) í slöngulaga formi)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.8.2008 kl. 15:03

16 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta er eins líkleg skýring og annað sem ég hef heyrt Ómar Bjarki.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.8.2008 kl. 17:39

17 identicon

Ég trúi á villisvín

Brúnkolla (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 17:57

18 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég líka, í laumi :) Brúnkolla.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.8.2008 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband