3.8.2008 | 00:53
Sprengingin mikla
Fyrir næstum því 30 árum dvaldist ég nokkur ár í Kanada. Ég bjó skammt frá hafnarborginni Halfiax í Nova Scotíu sem á sér merka sögu. þar voru t.d. greftruð þau lík sem fundust fljótandi í sjónum eftir að Titanic sökk og enn koma ættingjar til borgarinnar til að vitja grafa þeirra.
Í Halfax átti sér stað stærsta og mesta sprenging sem orðið hefur af manavöldum fyrr og síðar fyrir utan kjarnorkusprengjurnar. Sumstaðar niður við höfnina má enn sjá ummerki eftir þessa ógnar sprengingu.
Atburðirnir áttu sér 6. Desember árið 1917 í Halifax-höfn. Franska vöruskipið Mont-Blanc, drekkhlaðið af sprengiefni sem ætlað var til notkunar í heimstyrjöldinni sem þá geisaði í Evrópu, rakst á norska flutningaskipið Imo sem fullt var af hjálpargögnum einnig ætluðum til notkunar í styrjöldinni.
Áreksturinn var í þrengingunum sem finna má innst í höfninni, með þeim afleiðingum að eldur kom upp í Mont-Blanc. Tuttugu og fimm mínútum síðar sprakk Mont-Blanc í loft upp með skelfilegum afleiðingum.
Talið er að um 2000 manns hafi látist í sprengingunni, flestir af völdum hrynjandi bygginga og elda sem upp komu í borginni. Yfir 9000 manns særðist. Sprengingin orsakði flóðöldu sem jafnaði við jörðu allar byggingar í tveggja ferkílómetra radíus. Skipið hvarf og hlutum úr því rigndi niður í margra kílómetra fjarlægð ásamt upprifnum járnbrautarteinum, brotum úr lestarvögnum og bílum. Daginn eftir sprenginguna snjóaði talsvert sem gerði öllu hjálpastarfi erfitt fyrir.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:59 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 786807
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hárrétt Hippó. :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 3.8.2008 kl. 09:00
maður hefur lesið lauslega um þessa sprengingu og séð þætti á discovery channel um sama efni.. samt gerir maður sér enga grein fyrir þeim ofurkrafti sem þarna var á ferð.. og eiginlega ótrúlegt að skipið skuli hafa sprungið í einni samfelldri sprengingu.. sem bendir til þess að menn hafi ekki hlaðið skipið rétt.. hvað veit ég svo sem :)
Mig minnir að svipaður atburður hafi átt sér stað í bandarískri flotahöfn í seinni heimstyrjöld..
Óskar Þorkelsson, 3.8.2008 kl. 12:19
Takk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2008 kl. 12:21
Heyrðu, ein spurning ótengd efni færslunnar: keyrðir þú ekki leigubíl í Eyjum fyrir ca. 20 árum? Ég held ég hafi setið í hvítum Bens sem þú keyrðir, smá skoðunartúr, upp á hraun og svona.....
Mundi (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 12:32
Takk fyrir fróðleik
Hólmdís Hjartardóttir, 3.8.2008 kl. 13:04
Sæll Mundi. ÞAð getur passað. Ég vann sem leiðsögumaður í Eyjum í mörg ár og einn veturinn leysti ég m.a. af á leigubíl.
Svanur Gísli Þorkelsson, 3.8.2008 kl. 13:04
Það að flytja sprengiefni er alltaf hættulegt því að mörg þeirra eru mjög óstöðug oft þarf ekki nema smá stöðurafmagn til að koma sprengingu af stað.
Kveðja Sakttborgari
Skattborgari, 3.8.2008 kl. 13:24
Þetta hefur verið virkilega stór sprenging.
Skattborgari, 3.8.2008 kl. 13:25
Þessi saga hefur alveg farið framhjá mér þar til núna. Fróðóðleg lesning. Takk fyrir mig.
Marta Gunnarsdóttir, 3.8.2008 kl. 13:29
ég bjó þarna líka, þ.e. í Nova Scotia, og man vel eftir að hafa lesið um þessa sprengingu og skoðað verksummerki sem enn sjást. merkilegt að sagan um svona risastórt slys sé ekki þekktari en raun ber vitni.
Elísabet Arnardóttir (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 17:54
Kemur umræðuefninu ekkert við;
Hvenær var hætt að tala um "Nýja Skotland" (í stað Nova Scotia) eins og var venjulega í frétta-annála bókunum: "Aldirnar....." ("Öldin sautjánda", "Öldin átjánda" o.s.frv.) ?
Ef ég man rétt, þá er heitið: "Nova Scotia" latína, en landaheiti ens og "New-Zealand" (Nýja-Sjáland), "New York","New Hampshire" eru öll á ensku og fæst þýdd yfir á íslensku af okkur, nema Nýja-Sjáland).
Hinsvegar er "Nova Scotia" aldrei nefnd "New Scotland" á ensku.
Svanur Gísli; Þú sem allt veist, seg frá....
Gleðilegan Verslunardag Frímanna, Björn bóndi ïJð
Sigurbjörn Friðriksson, 3.8.2008 kl. 18:23
Þetta er góð spurning Sigurbjörn, hvers vegna ekki Nýja Skotland. Við þýddum áður nafnið York og kölluðum það Jórvík og einhverstaðar heyrði ég sérviskulega talað um Nýju Jórvík (New York) . Nova Zeelandia var víst landið kallað upphaflega af Evróoumönnum og Nýja Sjáland lá beint við því við þektum vel Sjáland í Niðurlöndum þ.e. Hollandi. -
En eins og þú segir, aldrei "Nýja Skotland". Hvað hefði gerst ef héraðið hefi heitið á ensku "New Scotland" er ekki gott að segja. Kannski var það ógurleg virðing fyrir latínunni sem varð til þess að við dirfðumst ekki að þýða heitið. Eða kannski nægði fyrir okkur að vita um Nýfundnaland, þar sem allur fiskurinn var :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 3.8.2008 kl. 18:46
FLOTT
GULLI (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.