Sprengingin mikla

halifax_explosionFyrir næstum því 30 árum dvaldist ég nokkur ár í Kanada. Ég bjó skammt frá hafnarborginni Halfiax í Nova Scotíu sem á sér merka sögu. þar voru t.d. greftruð þau lík sem fundust fljótandi í sjónum eftir að Titanic sökk og enn koma ættingjar til borgarinnar til að vitja grafa þeirra.

c001833Í Halfax átti sér stað stærsta og mesta sprenging sem orðið hefur af manavöldum fyrr og síðar fyrir utan kjarnorkusprengjurnar.  Sumstaðar niður við höfnina má enn sjá ummerki eftir þessa ógnar sprengingu.

imoAtburðirnir áttu sér 6. Desember árið 1917 í Halifax-höfn.  Franska vöruskipið Mont-Blanc, drekkhlaðið af sprengiefni sem ætlað var til notkunar í heimstyrjöldinni sem þá geisaði í Evrópu, rakst á norska flutningaskipið Imo sem fullt var af hjálpargögnum einnig ætluðum til notkunar í styrjöldinni.

Áreksturinn var í þrengingunum sem finna má innst í höfninni, með þeim afleiðingum að eldur kom upp í Mont-Blanc. Tuttugu og fimm mínútum síðar sprakk Mont-Blanc í loft upp með skelfilegum afleiðingum. c001833

Talið er að um 2000 manns hafi látist í sprengingunni, flestir af völdum hrynjandi bygginga og elda sem upp komu í borginni. Yfir 9000 manns særðist. Sprengingin orsakði flóðöldu sem jafnaði við jörðu allar byggingar í tveggja ferkílómetra radíus. Skipið hvarf og hlutum úr því rigndi niður í margra kílómetra fjarlægð ásamt upprifnum járnbrautarteinum, brotum úr lestarvögnum og bílum.  Daginn eftir sprenginguna snjóaði talsvert sem gerði öllu hjálpastarfi erfitt fyrir. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hárrétt Hippó. :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.8.2008 kl. 09:00

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

maður hefur lesið lauslega um þessa sprengingu og séð þætti á discovery channel um sama efni.. samt gerir maður sér enga grein fyrir þeim ofurkrafti sem þarna var á ferð.. og eiginlega ótrúlegt að skipið skuli hafa sprungið í einni samfelldri sprengingu.. sem bendir til þess að menn hafi ekki hlaðið skipið rétt..  hvað veit ég svo sem :)

Mig minnir að svipaður atburður hafi átt sér stað í bandarískri flotahöfn í seinni heimstyrjöld..  

Óskar Þorkelsson, 3.8.2008 kl. 12:19

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2008 kl. 12:21

4 identicon

Heyrðu, ein spurning ótengd efni færslunnar: keyrðir þú ekki leigubíl í Eyjum fyrir ca. 20 árum? Ég held ég hafi setið í hvítum Bens sem þú keyrðir, smá skoðunartúr, upp á hraun og svona.....

Mundi (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 12:32

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir fróðleik

Hólmdís Hjartardóttir, 3.8.2008 kl. 13:04

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Mundi. ÞAð getur passað. Ég vann sem leiðsögumaður í Eyjum í mörg ár og einn veturinn leysti ég m.a. af á leigubíl.

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.8.2008 kl. 13:04

7 Smámynd: Skattborgari

Það að flytja sprengiefni er alltaf hættulegt því að mörg þeirra eru mjög óstöðug oft þarf ekki nema smá stöðurafmagn til að koma sprengingu af stað.

Kveðja Sakttborgari 

Skattborgari, 3.8.2008 kl. 13:24

8 Smámynd: Skattborgari

Þetta hefur verið virkilega stór sprenging.

Skattborgari, 3.8.2008 kl. 13:25

9 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Þessi saga hefur alveg farið framhjá mér þar til núna. Fróðóðleg lesning. Takk fyrir mig.

Marta Gunnarsdóttir, 3.8.2008 kl. 13:29

10 identicon

ég bjó þarna líka, þ.e. í Nova Scotia, og man vel eftir að hafa lesið um þessa sprengingu og skoðað verksummerki sem enn sjást.  merkilegt að sagan um svona risastórt slys sé ekki þekktari en raun ber vitni.

Elísabet Arnardóttir (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 17:54

11 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Kemur umræðuefninu ekkert við;

Hvenær var hætt að tala um "Nýja Skotland" (í stað Nova Scotia) eins og var venjulega í frétta-annála bókunum: "Aldirnar....." ("Öldin sautjánda", "Öldin átjánda" o.s.frv.) ?

Ef ég man rétt, þá er heitið: "Nova Scotia" latína, en landaheiti ens og "New-Zealand" (Nýja-Sjáland), "New York","New Hampshire" eru öll á ensku og fæst þýdd yfir á íslensku af okkur, nema Nýja-Sjáland).

Hinsvegar er "Nova Scotia" aldrei nefnd "New Scotland" á ensku.

Svanur Gísli;    Þú sem allt veist, seg frá....

Gleðilegan Verslunardag Frímanna,  Björn bóndi   ïJð

Sigurbjörn Friðriksson, 3.8.2008 kl. 18:23

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta er góð spurning Sigurbjörn, hvers vegna ekki Nýja Skotland. Við þýddum áður nafnið York og kölluðum það Jórvík og einhverstaðar heyrði ég sérviskulega talað um Nýju Jórvík (New York) . Nova Zeelandia var víst landið kallað upphaflega af Evróoumönnum og Nýja Sjáland lá beint við því við þektum vel Sjáland í Niðurlöndum þ.e. Hollandi. -

En eins og þú segir, aldrei "Nýja Skotland". Hvað hefði gerst ef héraðið hefi heitið á ensku "New Scotland" er ekki gott að segja. Kannski var það ógurleg virðing fyrir latínunni sem varð til þess að við dirfðumst ekki að þýða heitið. Eða kannski nægði fyrir okkur að vita um Nýfundnaland, þar sem allur fiskurinn var :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.8.2008 kl. 18:46

13 identicon

FLOTT

GULLI (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband