Móðir og dóttir sem ólíkt hafast að

pattyMargir muna eflaust margir eftir því þegar að Patriciu Hearst; barnabarni bandaríska blaðakóngsins og auðjöfursins William Randolph Hearst, var rænt árið 1974. Patricia  var þá háskólanemi við  Berkeley í Kaliforníu og var rænt af hópi ný-biltingarsinna sem kallaði sig The Symbionese Liberation Army (SLA). Í tvo mánuði, að hennar eigin sögn, var henni haldið fanginni í skáp og hún "heilaþvegin" af þessum litla hóp sem beindi spjótum sínum aðallega að auðjöfrum í Bandaríkjunum sem þeir álitu megin óvini sína.

Hearst fjölskyldan varð við vissum kröfum hópsins og greiddi sem lausnargjald eina milljón dollara í formi vista sem dreift var meðal fátækra. Þrátt fyrir það náðist ekki að frelsa Patty og nokkru seinna sendi hópurinn fjölmiðlum mynd af henni vopnaðri vélbyssu ásamt yfirlýsingu þess efnis að hún hefði sjálfviljug gengist byltingarhópnum á hönd.

Hún tók sér nafnið "Tania" (til heiðurs eiginkonu Che Guevara) og átti síðan þátt í að ræna banka í San Francisco þar sem teknar voru frægar myndir af henni við verknaðinn. Í stað þess að vera fórnarlamb, var hún sett á lista Alríkislögreglunnar (F.B.I.)  yfir 10 mestu glæpamenn Bandaríkjanna.

Seinna á árinu 1974 kom til átaka milli lögreglu og S.L.A. hópsins þar sem flestir meðlimir hans féllu fyrir byssukúlum lögreglunnar. Einhvern veginn tókst Patty að flýja ásamt forsprökkunum  Bill og Emily Harris. Í rúmt ár fór hún huldu höfði og aðstoðaði aðra meðlimi hópsins sem einnig voru á flótta.

sexy-lydia-hearstHearst var að lokum handtekin árið 1975 og fundin sek um bankarán. Henni var sleppt fyrir tilstilli  Jimmy Carters forseta 1979. Eftir það hélt hún sig að mestu til hlés. Hún gifti sig og eignaðist börn, skrifaði endurminningar sínar og kom stöku sinnum fram í kvikmyndum undir dulnefni. Árið 2001 var hún að fullu náðuð af Bill Clinton forseta.

Í réttarhöldunum sem haldin voru yfir henni var verjandi hennar F. Lee Bailey sem seinna náði aðeins betri árangri þegar hann varði   O.J. Simpson og fékk hann sýknaðan af morðákæru.

Nú hefur dóttur Patty Hearst; Lydiu Hearst, skotið all-snögglega upp á alþjóðlega stjörnuhimininn. Hún er fyrirsæta og gat sér fyrst gott orð þegar hún vann með Stephen Meisel ljósmyndara fyrir Apríl 2004 heftið af ítalska Vogue blaðinu. Síðan þá hefur hún unnið með sumum af fremstu ljósmyndurum  heims eins og Mario Testino, Mark Abrams og Terry Richardson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Já, var þetta 1974? Ég man svooo vel eftir þessu, ég var þá aðeins 14 ára. Mér finnst eins og þetta hefði getað verið fyrir 10 árum þess vegna. Svona er tíminn fljótur að líða er maður lítur til baka.

Þær eiga það alltént sameiginlegt mæðgurnar, að þær eru afar  fallegar báðar tvær.

Bestu kveðjur inn í Verslunarmannahelgina!

Rúna Guðfinnsdóttir, 31.7.2008 kl. 21:00

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

P. Hearst var sögð með Stokkhólmsheilkennið.

Hólmdís Hjartardóttir, 1.8.2008 kl. 02:00

3 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Já, eftir að Patriciu var rænt, heyrði ég fyrst af þessu Stokkhólmsheilkenni, það er alveg furðulegt fyrirbæri. Gaman að fá framhald sögunnar hjá þér.

Marta Gunnarsdóttir, 1.8.2008 kl. 09:48

4 Smámynd: Jens Guð

  Ævisaga kellu er áreiðanlega áhugaverð.

Jens Guð, 1.8.2008 kl. 10:34

5 Smámynd: 365

Stokkhólmsheilkennið, er það að þýðast þann sem rændi og sætta sig við, hvaðan er nafnið dregið?

365, 1.8.2008 kl. 14:53

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

áhugavert. Var ekki nema 6  ára þegar þetta gerðist og man ekki eftir þessum atburði. En hér er hægt að lesa um hvaðan nafnið er dregið:

http://en.wikipedia.org/wiki/Stockholm_syndrome

Jóna Á. Gísladóttir, 1.8.2008 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband