29.7.2008 | 23:47
Fyrsta útvarpsviðtalið við The Beatles
Þegar að viðtalið fór fram voru Bítlarnir í förum á milli Liverpool og Hamborgar og Ringó Starr var svo nýr í bandinu að hann telur vist sína þar í vikum. Viðtalið er tekið skömmu efir að fyrsta lagið þeirra 'Love Me Do,' er sett í spilun og áður en 'Please Please Me' er fullgert.
Bítlarnir höfðu sem sagt aldrei upplifað að eiga lag í fyrsta sæti vesældarlistans þegar þetta viðtal er tekið en það var gert 28. Október 1962 í Hulme Hall í Port Sunlight, Wirral í Englandi.
Viðtalið er tekið fyrir Radio Clatterbridge, af Monty Lister þáttastjórnanda og svo koma aukaspurningar frá Malcolm Threadgill og Peter Smethurst.
MONTY:Það er afar ánægjulegt að heilsa hér og nú rísandi Merseyside hljómsveit sem kallar sig Yhe Beatles. Ég þekki nöfn þeirra og bú ætla ég að gera mitt besta við að láta andlitin passa við þau. Þú ert John Lennon, er það ekki?
JOHN: "Já , það er rétt."
MONTY:"Hvað gerir þú í hljómsveitinni, John?"
JOHN:"Ég spila á munnhörpu, ritma gítar og raddir. kalla þeir það ekki raddir?"
MONTY:"Svo er það Paul McCartney. Það ert þú?"
PAUL:"Jeh, það er ég, Jeh."
MONTY: "Og hvað gerir þú?"
PAUL:"Spila á bassagítar og uh... syng? ...Held ég! Svo segja þeir."
MONTY: "Það er fyrir utan röddun?"
PAUL: "Hérna...já , já."
MONTY:"Þá er það George Harrison."
GEORGE: "Komdu sæll"
MONTY: "Komdu sæll. Hvað gerir þú?"
GEORGE:"Uh, aðal gítaristi og svona söngur"
MONTY:"Sem aðalgítaristi ertu þá líka einskonar leiðtogi bandsins eða..?"
GEORGE:"Nei, nei, bara....Sjáðu til...hinn gítarinn spilar rithma, Ching, ching, ching, sjáðu til."
PAUL:"Hann spilar sólóin, sjáðu til. John er reyndar talsmaður bandsins."
MONTY:"Og þarna einhversstaðar fyrir aftan, hér, eins og í hljómsveitinni þar sem hann gerir mikinn hávaða, Ringo Starr."
RINGO: "Halló."
MONTY: "Þú ert nýr í hópnum ekki svo Ringo?"
RINGO:"Já, umm, níu vikna núna."
MONTY:"Varst með þegar 'Love Me Do' var hljóðritað?"
RINGO:"Já, ég er á plötunni. Ég er á skífunni".
(Hljómsveitin hlær)
RINGO: (Í skoplegum tón) "það er niðurritað, skaltu vita"
MONTY:"Hérna hmmm"
RINGO: "Ég er trommuleikarinn!"
(Hlátur)
MONTY: "Hvaða árásarvopn hefur þú þarna? Eru þetta trommukjuðar?"
RINGO: "Hérna. þetta eru....tvo prik sem ég fann. Ég er nýbúin að kaupa þau, því við erum, sjáðu til, að fara burt."
MONTY: "Þegar þú segist vera að fara burtu, leiðir það að annarri spurningu,. Hvert eruð þið að fara? "
RINGO:"Þýskalands. Hamborgar. Í tvær vikur."
MONTY: "Þið eruð þekktir þarna og búið að bóka ykkur ekki satt?"
RINGO: "Ja, strákarnir hafa verið þarna svo lítið, sjáðu til. Ég hef komið þarna með öðrum hljómsveitum, en þetta er í fyrsta sinn með Bítlunum."
MONTY:"Paul, segðu okkur. Hvernig komust þið að í Þýskalandi"
PAUL: " Ja, það var gert í gegnum gamla umbann okkar."
(Hlátur)
PAUL:(hlær) "Við fórum þarna fyrst á vegum náunga sem var umbinn okkar. Hann heitir Hr. Allan Williams og sá líka um Jacaranda klúbbinn í Liverpool. Hann kom þessu sambandi á og við bara mættum á okkar..."
JOHN: "Gasi."
PAUL: "Gasi... (hlær)
JOHN: "...eins og þeir segja."
PAUL: "Eins og þeir segja, eftirá, veistu. Og við höfum bara verið að fara fram og til baka, fram og til baka."
MONTY: (undrandi) "Þið eruð sem sagt ekkert uppteknir?"
PAUL: "Ja, jú, eiginlega. Já. við höfum verið örfættir í öllu þessu stríði ."
(hlátur)
MONTY:"George, varstu alinn upp í Liverpool?"
GEORGE:"Já, hingað til."
MONTY: "Hvar?"
GEORGE:"Ja, borinn í Wavertree og barnfæddur í Wavertree og Speke-- Þar sem flugvélarnar eru, þú veist."
MONTY: "Eruð þið þá allir 'Liverpool týpur?"
RINGO: "Já"
JOHN:"Uh... týpur, já."
PAUL:"Oh Jeh."
RINGO:"Liverpool-týpaðir Paul, þar."
MONTY:"Hérna, mér var sagt að þið hefðu verið í sama skóla og Ron Wycherley..."
RINGO:"Ronald. Já."
MONTY:"...núna Billy Fury."
RINGO:"Í Saint Sylus."
MONTY: "Hvar?"
RINGO:"Saint Sylus."
JOHN: "Er það?"
RINGO:"Ekki var það Dingle Bay eins og þú sagðir í Musical Express."
PAUL:"Nei, það var rangt. Saint Sylus skólinn."
MONTY:"Mig langar núna að kynna fyrir ykkur ungan plötusnúð. Hann heitir Malcolm Threadgill og er sextán ára gamall. Ég er viss um að hann hefur áhuga á að spyrja spurninga frá sjónarhóli táninganna.
MALCOLM: "Mér skilst að þið hafið gert aðra hljóðritanir á undan þeim þýsku?"
PAUL:"Jeh."
MALCOLM: "Hverjar voru þær?"
PAUL:"Ja, við gerðum ekki...Fyrsta var hljóðritun með náunga sem heitir Tony Sheridan. Við vorum allir að vinna í klúbb sem heitir Top Ten Club í Hamborg. Við hljóðrituðum með honum lag sem heitir 'My Bonnie,' sem náði fimmta sæti á þýska listanum.
JOHN:"Ach tung!"
PAUL:(hlær) "En það náði ekki langt hér um slóðir, eins og þú veist. Þetta var ekki góð plata, en Þjóðverjunum líkaði svolítið við hana. Svo hljóðrituðum við ósungið lag sem var sett á markað í Frakklandi á plötu hjá Tony Sheridan sem George og John sömdu sjálfir. það lag var ekki sett á markað hér. Ég fékk eitt eintak. það var allt og sumt. Það náði ekki langt.
MALCOLM:"Þið sömduð 'P.S. I Love You' og 'Love Me Do' sjálfir, ekki satt? Hver ykkar semur lögin?"
PAUL:"JA, ég og John. Við semjum lögin saman. Þetta er ...svona..Við skrifuðum undir samninga og hvað ætti að segja, sem mundi ....
JOHN: "Öllu er jafnt skipt."
PAUL:"jeh, -öllu jafnt skipt, höfundarréttur og svoleiðis, þannig að við semjum mest efnið saman. George samdi ósungna lagið, eins og það er kallað. En aðallega eru það John og ég. Við höfum samið yfir hundrað lög og við notum ekki helminginn af þeim, veistu. Það bara vildi þannig til að við útsettum 'Love Me Do' og spiluðum það fyrir hljóðritunargengið, ...og 'P.S. I Love You,' og uhh, Þeim virtist líka lögin, svo við hljóðrituðum þau."
MALCOLM:"Ætlið þið að hljóðrita meira af eigin efni?"
JOHN:"Ja, við hljóðrituðum annað lag eftir okkur á meðan við vorum þarna niðfrá, en því er ekki lokið enn. Svo, við munum taka það með okkur í næsta sinn og sjá hvernig þeim líkar við það þá. "
(löng þögn)
JOHN: (í gríni) "Jæja...Þetta er allt og sumt!"
(hlátur)
MONTY:"Mig langar að spyrja ykkur að því....og við erum að taka þetta upp hér í Hume Hall, Port Sunlight-- Komuð þið nokkru sinni hingað áður enn þið urðuð frægir. Ég á við, þekkið þið þetta hverfi?
PAUL:"Ja, við spiluðum hérna, uhh... Ég veit ekki hvað þú átt við með frægir,veistu?"
(hlátur)
PAUL:"Ef það er að vera frægur að komast á þýska vinsældarlistann, höfum við verið þar, við vorum hér fyrir tveimur mánuðum. Við höfum verið hér tvisvar, er það ekki."
JOHN:"Ég á ættingja hérna. Rock Ferry."
MONTY: "Er það?"
JOHN:"Já. Oh, beggja megin hafs, veistu."
PAUL:"Jeh, ég á ættingja í Claughton Village-- Upton Road."
RINGO: (í gríni) "Ég á vin í Birkenhead!"
(hlátur)
MONTY: "Ég vildi að ég ætti það."
GEORGE: (í gríni) "Ég þekki mann í Chester!"
(hlátur)
MONTY:"Jæja, það er mjög hættulegt að segja svona. Það er geðveikrahæli hérna félagi. Peter Smethurst er héðan og lýtur út fyrir að vera að springa af spurningum."
PETER:"Aðeins ein spurning sem mig langar að spyrja. Ég er viss um að allir eru að pæla í henni. Hvernig fannst ykkur að koma fram í fyrsta sinn í sjónvarpinu?
PAUL:"Ja, eins og það kann að hljóma undarlega, þá héldum við allir að við mundum verða skít nervusir. Allir sögðu, þið allt í einu, þegar þið sjáið myndavélarnar, gerið þið ykkur grein fyrir að tvær milljónir manna eru að horfa á ykkur, því tvær milljónir horfðu á þáttinn 'People And Places' sem við tókum þátt í ... heyrðum við seinna. En, svo skrýtið sem það er nú, föttuðum við það ekki. Við hugsuðum ekki um það einu sinni. Og það var miklu auðveldara að gera þennan sjónvarpsþátt en það er að spila í útvarpsþætti. Það tekur samt á taugarnar, en það var mun auðveldara en útvarpið, vegna þess að í útvarpinu var fullur salur af áheyrendum. "
MONTY: "Finnst ykkur það taka á taugarnar það sem þið eruð að gera núna?"
(hlátur)
PAUL:(í gríni ) "jeh, Jeh."
MONTY:"Á Cleaver Sjúkrahúsinu, viss plata í Parlophone-- beðið er um aðalhliðina . Kannski að sjálfir Bítlarnir vilji segja okkur hvað kemur næst? "
PAUL:"Jeh. Jæja ég held að það verði 'Love Me Do.'"
JOHN:"Parlophone R4949."
(hlátur)
PAUL:"'Love Me Do.'"
MONTY:"Ég er viss um að svarið sem þeir vilja er P.S. I love you!"
PAUL:"Jeh."
Þetta viðtal var umritað af audio flexi-diski og má finna á frummálinu í 1986 bók Mark Lewisohn' The Beatles Live'
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:54 | Facebook
Athugasemdir
Er þad satt sem ég heyri ad Bítlarnir séu hættir?...
Gulli litli, 30.7.2008 kl. 00:13
HEhehehe, gvöð...
Svanur Gísli Þorkelsson, 30.7.2008 kl. 00:15
takk fyrir þetta.
Ég hlustaði á nánast alla seriu bítlanna með Ingolfi margeirs... Bylting bítlanna sem var endursýnd fyrir stuttu síða. Þetta var einmitt sá hluti sem ég hlustaði minst á. Það sem mér finnst áhugavert hvernig þetta band þróast úr hálfgerðu Boy bandi í eitthvað mesta stórvirki heimssögunar....
Kannski ekki nema von .. þar sem þeir voru með þrjá snillinga innanborðs.... Ef ekki bara fjóra því mér finst Ringo Starr rosalega smekklegur trommuleikari sem gerði fáranlega mikið fyrir bandið með sínum minimalíska en oft á tíðum sérstaka trommuleik.
Brynjar Jóhannsson, 30.7.2008 kl. 00:39
Sæll Brynjar
Það náttúrulega drýpur af þeim öllum sjarmi og skemmtilegheit. Maður heyrir stundum hljómsveitastráka reyna að kópera þetta cool og um leið þrælfyndna viðmót sem John og Ringo voru svo þekktir fyrir, en þeir komast ekki með tærnar þar sem Bítlarnir hafa hælana. Þeir dansa i hringi í kring um þetta nörd sem er að taka viðtalið við þá hér, en hafa samt sans fyrir því samt að vera kurteisir.
Svanur Gísli Þorkelsson, 30.7.2008 kl. 00:56
Gaman að lesa þetta í morgunsárið. Við vorum heppin, sem ólumst upp í Bítlaumhverfinu. Frábær húmor og tónlistin meiriháttar
Sigrún Jónsdóttir, 30.7.2008 kl. 09:40
Ég hlustaði líka á alla frábæru bítlaþættina hans Ingólfs Margeirssonar og það tvisvar. Eins og Brynjar, þá er ég mjög hrifinn af trommuleik Ringos, en hann var greinilega róaður niður í svona minimaliskan trommuleik, því að á hljómleikaupptökum frá Hamborg ( fást á diskum í fremur lélegum hljómgæðum ), þá fer Ringo alveg hamförum.
Stefán (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.