Þeldökkur forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum á síðustu öld

Dizzy-Gillespie-and-Ella-Fitzgerald-at-Paradise-Detroit-1947-Print-C12158443 Mikið er látið með þá staðreynd að Barack Obama sé fyrsti svarti maðurinn sem nær að tryggja sér útnefningu sem forsetaefni í Bandaríkjunum. Í öllu fjölmiðlafárinu gleymist að hann er alls ekki fyrsti þeldökki maðurinn til að gefa kost á sér til embættisins þótt ekki hafi fylgt útnefning annars af stærstu stjórnmálaflokkunum. Fyrsti þeldökki maðurinn sem það gerði og eitthvað kvað að, var vafalaust djass-snillingurinn Dizzy Gillespie.

Fyrri hluti sjöunda ártugarins voru miklir róstur tímar í sögu Bandaríkjanna. Svartir menn og konur reyndu að varpa af sér oki aldanna og ná fram almennu jafnrétti. Árið 1964 boðaði Dizzy Gillespie, sem þegar var orðinn heimsfrægur sem upphafsmaður Bebops Jass, að hann gæfi kost á sér til forsetaembættisins. Framboðið var vitaskuld sjálfstætt en vakti samt mikla athygli, umtalvert meiri en þau hundruðin fá, sem jafnan bjóða sig fram við hverjar forsetakosningar.

Megin andstæðingar Dizzy voru  Lyndon Johnson fyrir Demókrata og Barry Goldwater fyrir Repúblikana.

Dizzy lofaði því að ef hann næði kosningu mundi hann endurnefna "Hvíta húsið" "Blues-Húsið", hann mundi útnefna Ray Charles Yfirbókasafnsvörð Þingsins, Miles Davis að yfirmanni CIA og gera sjálfan Malcom X að dómsmálaráðherra. Varaforsetaefni hans yrði Phyllis Diller grínisti og forsetaritari sjálfur Duke Ellington.  Eins og sjá má var framboðið hálfgert grín, en öllu gríni fylgir nokkur alvara. Dizzy gaf út plötu í tilefni framboðsins og breytti einu af sínu kunnasta lagi  "Salt Peanuts" í kosningasöng.

Dizzy var ótvírætt einn af merkustu tónlistarmönnum Bandaríkjanna á síðustu öld. Hann var eins og fyrr er getið upphafsmaður Bebop-djassins og mótandi nútíma djass í félagi við Charly Parker, Jelly Roll Morton og Roy Eldridge.  DizzyDizzy spilaði á trompet og var auðþekktur fyrir íkonískt 45 gráðu beygjuna á því, þannig að hornið stóð beint út í loftið. Sagan segir að trompetið hans hafi orðið fyrir hnjaski á tónleikaferðalagi 1953 og upp frá því hafi Dzzy heillast af hljóminum og ekki viljað sjá annað eftir það.

 

dizzy1Dizzy Gillespie gerðist Bahá'í árið 1970 og var einn þekktasti áhangandi þeirrar trúar. Ég var svo heppinn að kynnast Dizzy aðeins þegar hann kom til Íslands og hélt tónleika fyrir fullu húsi í Háskólabíó 1984 að mig minnir. Ég kunni aldrei að meta djass og langt fram eftir æfi þoldi ég ekki nema léttustu útgáfur hans. Að hitta Dizzy breytti þar litlu um, en það var samt skemmtilegt að hitta þennan mikla tónlistarmann og sjá hann þenja út gúlinn eins og blöðruselur, nokkuð sem engin hefur leikið eftir honum fyrr eða síðar.

Síðustu tónleikar Dizzy voru áætlaðir í Carnegie Hall í New York 1992. Um sama leiti komu Bahaiar hvaðanæva að úr heiminum saman í borginni til að minnast þess að hundrað ár voru liðin frá andláti stofnanda trúarinnar Bahá´u´lláh. Tónleikarnir voru í tilefni 75 ára afmælis Dizzy og framlag hans til minningarhátíðarinnar. Meðal þeirra sem prýddu hljómsveit hans voru Jon Faddis, Marvin "Doc" Holladay, James Moody, Paquito D´Rivera, Mike Longo Tríóið, Ben Brown og Mickey Roker. Því  miður tókst Dizzy ekki að taka þátt í tónleikunum þar sem hann lá fyrir dauðanum af völdum Krabbameins. Í gagnrýni um tónleikana var m.a þetta sagt;

"En hver tónlistarmannanna lék af hjartans list fyrir hann, vitandi að hann mundi aldrei leika aftur. Hver þeirra minntist vinar síns, þessarar stóru sálar og mikla frömuðar á svið djass tónlistarinnar"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Afar fróðlegt...

Gulli litli, 27.7.2008 kl. 11:44

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta vissi ég ekki.  Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.7.2008 kl. 14:04

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Takk fyri skemmtilega og fræðandi færslu.

Georg P Sveinbjörnsson, 27.7.2008 kl. 14:20

4 identicon

Ótrulegt hvernig Dizzy tekst að plása kinnarnar svona út.

Ætli hann hafi byrjað ungur að æfa sig til að fá kinnarnar svona.

Ingó (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 14:25

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

jei....þetta er örugglega fyrsta færslan þar sem ég veit það sem þú veist.....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.7.2008 kl. 23:25

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Enn og aftur þakka ég ykkur öllum athugasemdirnar :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.7.2008 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband