Hvers vegna er ég hommi?

John_Barrowman_Hvers vegna er ég hommi? Er ástæðan líffræðileg, félagsleg eða uppeldisleg. Þetta eru spurninginarnar sem John Barrowman leggur upp með að svara í klukkustundar löngum sjónvarpsþætti sem sýndur var í gær á BBC One.

Barrowman nokkuð þekktur sjónvarpsleikari meðal Breta og annarsstaðar þar sem þátturinn Torchwood er sýndur. Hann segist hafa vitað það frá níu ára aldri að hann væri hommi og langaði að fá að vita hvers vegna. Í sjónvarpsþættinum gengur John undir mörg mismunandi próf og kemst að því að heili hans starfar eins og kvenmanns og kynhvöt hans líka.

Eftir að hafa komist að því að ekki er uppeldislegum ástæðum til að dreifa og ekki genískum heldur, kemst hann að þeirri niðurstöðu að orsakir samkynhneigðar hans megi rekja til þess að  hann á eldri bróður og að móður hans hafði misst fóstur (dreng) áður en hún átti John. Þetta kann að hafa valdið því að John fékk ekki nægt  testosterone á meðgöngutímanum.

Rannsóknir sýna að samkynhneigð er 30% algengari hjá körlum sem eiga eldri bróðir eða bræður.

Ástæðan er sem sagt líffræðileg og hefur með hormónaflæði móðurinnar á meðgöngutímanum að gera. Líkur eru sagðar á að testosterone framleiðsla móðurinnar minnki á meðgöngu seinni sveinbarna og það geti haft þau áhrif að heili þeirra og kynhneigð þroskist eins og hjá kvenmönnum. 

Ég veit ekki hversu marktækar niðurstöður Johns eru fyrir aðra homma en þær hljóta að gefa ákveðnar vísbendingar. Þessar niðurstöður vekja líka spurningar um hvort foreldrar (mæður) sem  vilja eignast gagnkynhneigð börn, geti tryggt það með hormónagjöfum eftir að kyn barnsins hefur verið greint.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Ekki veit ég hversu marktækt þetta er, enda hef ég ekki kynnt mér þessi fræði. Einn að mínum bestu vinum er hommi og hann á engan bróður þannig að þetta á í það minnsta ekki við um hann.

Aðalsteinn Baldursson, 25.7.2008 kl. 20:24

2 Smámynd: Skattborgari

Hvað er kynhvöt sem er spurnig sem ég held að verði seint svarað.  Áhugaverð pæling held að við fáum seint raunhæfa niðrustöðu. Það eru örugglega margar ástæður. Fólk hefur líka mis mikla kynþörf.

Skattborgari, 25.7.2008 kl. 20:35

3 Smámynd: Sigurður Rósant

Nýlega rakst ég á grein í dönsku blaði þar sem greint var frá niðurstöðum rannsókna Karolinska Háskólans í Stokkhólmi.

Niðurstöðurnar leiddu í ljós að heili homma og kvenna væri ekki symmetrískur. Það er vinstri heilahelmingur ekki jafn stór og hægri heilahelmingur.

Lessur væru hins vegar með symmetrískan heila eins og karlmennirnir en að auki virkari stöðvar sem stjórna fínhreyfingum.

Trúlega verður hægt að breyta kynhneigð manna í framtíðinni með því að breyta starfsemi heilans eða ákveðinna stöðva heilans.

Sigurður Rósant, 25.7.2008 kl. 23:14

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þetta eru mjög athyglisverðar niðurstöður.....ég veit líka að mjög hátt hlutfall af hommum og lesbíum hafa farið í áfengismeðferð og sumir þeirra orðið gagnkynhneigðir eftir að út er komið, í þeim tilfellum vill það fólk meina að það hafi verið hömlulausara í neyslunni.....man eftir nokkrum einstaklingum sem ég þekki bara á meðan ég skrifa þetta.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 25.7.2008 kl. 23:23

5 identicon

Þýðir þetta að mannskepnan hafi ekkert val eða stjórn á gjörðum sínum, og sé tilneyd til að þjóna því sem að líkaminn gefi boð um.

Ingó (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 10:17

6 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Ekki það að ég sé á móti vísindarannsóknum en notum fjármunina frekar í að rannsaka sjúkdóma hjá mönnum.

Gunnar Skúli Ármannsson, 26.7.2008 kl. 11:36

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Gunnar; Það er til fólk sem heldur því fram að samkynhneigð sé "sjúkdómur".  Eins og  fram kom í þessu sjónvarpsþætti eru leiddar líkur að því að um röskun á hormónaferli í móðukviði sé að ræða. Er það sjúkdómur?

Sigurður; Nákvæmlega þetta sem þú segir kom líka fram í þættinum. Spurningin er hvort hægt er að breyta fullþroskuðum heila og hvort ekki þurfi að grípa fyrr inn í, ef á annað borð þess sé óskað.

Aðalsteinn;Það sem mér fannst vanta í þáttinn voru niðurstöður um aðra homma. En þetta var allt á frekar persónulegum nótum og þess vegna ekki hægt að draga neinar alhæfingar af þessu.

Skatti; Mér finnst endilega að fólk eigi að geta fengið svör við þessum spurningum, sérstaklega í samhengi við það sem Hrafnhildurkemur inn á eða hvort kynhneigðin hefur með aðra þætti að gera.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.7.2008 kl. 12:55

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

 Sælir Galdrar; Að fólk geti "skilað" barni sem er heyrnarlaust er fáheyrð sjálfselska og sú ein huggunin harmi gegn að líklegra er betra að halda áfram að vera munaðarlaus heldur en að alast upp hjá slíku fólki.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.7.2008 kl. 23:41

9 Smámynd: Jón Grétar Sigurjónsson

Það hefði verið áhugavert að sjá þennan þátt, maður verður að leyta hann uppi á youtube. Annars var mjög áhugaverð grein í Scientific American fyrir ekki svo löngu síðan þar sem höfundarnir færa ansi góð rök fyrir því að samkynhneigð sé eðlileg í mörgum dýrategundum og það megi alveg búast við því að viss hluti tegundarinnar sé samkynhneigður. Fyrir þá sem hafa áhuga á þessu má finna greinina hér: http://www.sciam.com/article.cfm?id=bisexual-species&print=true

Jón Grétar Sigurjónsson, 27.7.2008 kl. 13:00

10 identicon

Þetta er svolítið ótrúlegur pistill. Finnst fólki í lagi að koma í veg fyrir að börn verði samkynhneigð með hormónagjöf en sama fólki finnst ljótt að skila heyrnalausu barni.

Hrafnhildur: Áfengismeðferðin sem þú ert að tala um hlýtur að vera hjá Krossinum. Þar er fólk "afhommað" með markvissum hætti. ég þekki hundruði homma og lesbía en engan sem hefur orðig ósamkynhneigður aftur eftir áfengismeðferð.

Það er alveg rétt sem Galdrar segir að fullt af fólki leiðist út í ofneyslu til að flýja samkynhneigð sína.  Þetta fólk hefur því miður ekki komist að því að það er yndislegt að vera til ef maður áttar sig á að hamingjan felst í að vera bara eins og maður er, hvernig sem maður er. Ég sem er lesbía myndi alls ekki vilja breyta því. Ég er stolt af samkynhneigð minni og fagna henni. 

Samkynhneigð er ekki sjúkdómur en fordómar eru "sick".

Lifið heil

Kristín Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 09:13

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Kristín og þakka þér góða athugasemd.

Finnst þér ekki eðlilegt að kyn og kynhneigð fari saman ef þess er kostur eða finnst þér það algjört aukaatriði?

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.7.2008 kl. 09:21

12 identicon

Nei. Mér innst það ekkert eðlilegt. Ég lít nefnilega ekki á samkynhneigð sem óeðlilega. Ég lít svo á að samkynhneigðir, tvíkynhneigðir, gagnkynhneigðir og transgender séu allir hluti af hinum mennska regnboga og að við eigum að fagna hverju barni sem fæðist hvernig sem kynhneigð þess reynist svo vera.

Kristín Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 09:32

13 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Kristín, þetta fólk sem ég þekki fór í meðferð hjá SÁÁ en ekki krossinum, þeir eru ekki ófáir innann AA samtakanna sem töldu sig vera samkynhneigða á meðan á neyslu stóð en í meðferð og eftir meðferð áttuðu sig á því að svo var ekki, ofdrykkju fylgir gjarnan hömluleysi á öllum sviðum, ekki bara á áfengi og lyfjum. Með þessu er ég ekki að opinbera fordóma gagnvart samkynhneygðum enda margir af mínum bestu og kærustu vinum og fjölskyldumeðlimum samkynhneygt fólk, heldur einungis að benda á að ekki er allt sem sýnist.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.7.2008 kl. 10:14

14 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kristin: Hvad finnst ther um tha sem vilja fa leidrettingu a kyni sinu med tilheyrandi adgerdum. Finnst ther ad ef haegt er ad koma i veg fyrir thorf fyrir slikar adgerdir tha eigi samt ekki ad gera tad?

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.7.2008 kl. 10:19

15 identicon

Sæl Hrafnhildur.

Takk fyrir útskýringuna. Ég hef reyndar aldrei heyrt af  fólki sem breytir úr samkynhneigð í gagnkynhneigð eftir meðferð en það getur auðvitað vel verið að fólk geri allavega kynferðislegar tilraunir á meðan á neyslu stendur. Gott að heyra að þú ert ekki fordómafull gagnvart samkynhneigðum. það eru víst nógu margir um það. 

Svanur. Ég þekki fólk sem hefur óskað eftir leiðréttingu á kyni  og veit nokkurn veginn hvað þarf að ganga í gegnum til að það náist. Ef þú hefur einhverjar skotheldar lausnir væri frábært að heyra þær. 

Kristín Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 10:32

16 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kristin; Thad er ekkert skothelt i thessu. Nidurstada Barrowmanns var ad kynhneygd hans orsakadist af hormonaskorti i medgongu. Ef thad er rett er e.t.v. haegt ad koma i veg fyrir liffraedilegar orsakir samkynhneigdar, og fyrra folki theirri raunagongu sem kynskiptiadgerd hefur i for med ser.> thad er allt og sumt. 

Ad leggja ad jofnu ad skila heyrnarlausu barni og ihuga moguleika a ad koma i veg fyrir omaeldar raunir t.d. kynskiptinga, finnst mer einkennileg afstada.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.7.2008 kl. 10:41

17 identicon

Svanur.  Lífið er ekki svart og hvítt og ekki heldur líf samkynhneigðra og transgender fólks, en hvort sem samkynhneigð er vegna líffræðilegra orsaka eða ekki finnst mér ekki skipta máli. Ég vil ekki gera lítið úr raunum transgenduer fólks og get ekki ímyndað mér hvernig það er að fæðast í röngum líkama. En samkynhneigð er ekki sjúkdómur og þarf því ekki að fyrirbyggja.

Kristín Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 11:47

18 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kristín; Það er ekki verið að halda því fram að samkynhneigð sé sjúkdómur. Það er verið að halda því fram að fólk hafi e.t.v. möguleika á að hafa áhrif á það  að kyn og kynhneigð fari líffræðilega saman ef fólk óskar þess. Þú ert að segja að það sé óeðlilegt að fólk óski þess og finnst slíkt bera vitni umfordóma. samt erum við  sammála um að það væri æskilegt, ef það er mögulegt, að stuðla að því að fólk fæðist ekki "í röngum líkama" eins og þú orðar það og lýsir eftir  "skotheldum lausnum" sem ég hef því miður ekki. En svo mikið er víst að ef það er satt að magn testosterone í legi móður á meðgöngutímanum hafi áhrif á þróun heilans og kynhneigðar eins og fram kom í þessum þætti, er mögulegt að stjórna því.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.7.2008 kl. 12:15

19 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Galdrar: það eru alveg örugglega til dæmi um hvort tveggja þ.e.a.s. fólk sem afneitar kynhneigð sinni ( þó í áfengismeðferð sé) og fólk sem kemst að annarri niðurstöðu eftir meðferð, þ.e. finnst það ekki vera samkynhneigt, reyndar þekki ég vel bæði dæmin. Mér finnst þessi umræða mjög þörf, það er til fullt af samkynhneigðu fólki sem er ekki sátt við að vera það, ekki endilega útaf fordómum samfélagsins og  ef það finnast úrræði fyrir það fólk,þá er það frábært, með því er ekki verið að dissa þá sem eru fullkomlega sáttir við að vera samkynhneigðir.

Mér finnst að sama hver vandi fólks er þá eiga að vera í boði ýmsar leiðir. Ég get tekið dæmi af öðru, ( er með því ekki líkja samkynhneigð við sjúkdóm) Það eru t.d. ekki allir alkahólistar sem fara í meðferð, mjög margir þjást af kvíðaröskunum ýmis konar eða geðkvillum og nota áfengi og eða önnur vímuefni til að losna frá vanlíðan en með réttri meðferð hjá læknum hafa losnað við eða náð tökum á vandanum/sjúkdómnum, hegðun og atferli alkahólista og manneskju með kvíðaröskun getur verið keimlík en þó dugar ekki sama meðferð, ég veit ekki hvort ég næ að gera mig skiljanlega.....kemur í ljós :-)

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.7.2008 kl. 13:38

20 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Galdrar; Þakka þér frábærar athugasemdir. Ég veit að Hrafnhildur á eftir að svara þér líka, en ég vildi bara koma þessu að.

Kristín; Ég vil líka nota tækifærið og þakka þér þín innlegg. Kann að vera að við séum ekki alveg að sjá allt með sömu gleraugunum, en mér þykir samt gott að fá svona veruleika tjékk öðru hvoru.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.7.2008 kl. 15:11

21 identicon

Ég þakka ykkur öllum sömuleiðis fyrir mjög áhugaverða umræðu. 

Hafið það gott í dag 

Kristín Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 10:03

22 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Gat ekki svarað fyrr útaf bilun í kerfi...Galdrar ég er alveg sammála þér með að sterkt fylgni er á milli geðraskanna ýmiskonar og ofneyslu á vímugjöfum, það þarf opnari umræðu um það líka, ekki veitir af að  útrýma fordómum á því sviðinu....takk annars  öll fyrir áhugaverða umræðu....:-)

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.7.2008 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband