Fjölþjóðleg fjölskylda Baracks Obama

obama-family-paternal-sideVerði Barack Hussein Obama kosinn forseti Bandaríkjanna í haust, mun hann verða fyrsti forsetinn með alþjóðleg fjölskyldutengsl sem spanna fjórar heimsálfur.

Foreldrar og fósturfaðir

obama-mom-high-school-year-book-photo_thumbnailMóðir Obama; Stanley Ann DUNHAMvar fædd 27. Nóvember 1942í  Wichita, Kansas og lést 7. Nóvember 1995 af legkrabbameini. Hún hóf háskólanám sitt við Háskólann á Hawaii árið 1960. Þar hitti hún fyrri mann sinn; Barack Hussein OBAMA eldri. Hann og Stanley Ann DUNHAM voru gefin saman árið 1960 á Hawaii og áttu saman Barack Hussein OBAMA yngri, f. 4. Ágúst 1961.

barack-obama-srBarack Hussein OBAMA eldri var fæddur 1936 í Nyangoma-Kogelo, Siaya Héraði í  Kenya. Hann lést í bílslysi  í  Nairobi í  Kenyaárið 1982. Hann skildi eftir sig þrjár eiginkonur, sex syni og eina dóttur. Öll börn hans búa í Bretlandi  eða í Bandaríkjunum nema eitt.  Einn bræðranna lést árið 1984 og er grafinn í þorpinu  Nyangoma-Kogelo, Siaya héraði í  Kenya.

Systkini

Fjölskyldusaga Obama yngri er dálítið flókin. Svo virðist sem faðir hans hafi þegar verið giftur þegar hann gekk að eiga Stanley Ann móður hans. Hann átti konu í Kenýa, Kezia að nafni. Að sögn Stanley Ann höfðu þau Obama eldri og Kezia verið gefin saman af öldungum þorps þeirra en engin skjöl voru til að sanna það. Með Kezia átti Obama eldri tvö börn, Roy og Auma, sem bæði starfa núna við félagsþjónustuna í Berkshire í Englandi.

Það hefur verið til þess tekið eftir að Obama yngri tryggði sér forsetaefnisútnefninguna að hálf bróðir hans Roy er trúaður múslími. Hann er sagður hafa snúið baki við lífsstíl veturlandabúa eftir bitra reynslu og horfið aftur til trúar föður síns og afa og Afrískra gilda.

Þegar Obamavar tveggja ára skildu foreldrar hans. Faðir hans fluttist til Connecticut til að halda áfram menntun sinni. Þegar að Obama eldri lauk námi sínu við Harvard og héllt til baka til Kenýa var þriðja kona hans Ruth (Bandarísk) í för með honum. Sú ól honum tvo syni og einn að þeim lést í mótorhjólaslysi. Obama eldri hélt áfram að hitta Kezia fyrstu konu sína eftir komu sína heim.

obamas-family-stepfather-mom-half-sisterÞegar Obama yngri var sex ára giftist móðir hans Lolo Soetro, frá Indónesíu. Árið 1967 þegar að óeirðir miklar brutust út þar í landi, missti Soetro námspassann sinn og þau hjónin urðu að flytjast til Jakarta. Þar var hálf-systir Obama, Maya Soetro fædd.

Fjórum árum seinna sendi Stanley Ann son sinn til Bandaríkjanna til að búa hjá Afa sínum og Ömmu.

Barack Obama yngri  útskrifaðist frá Columbia Háskóla og síðan Harvard Law School, þar sem hann hitti konuefni sitt Michelle Robinson. Þau eiga tvær dætur; Malia og Sasha.

Afar og ömmur 

Föður afi Obama yngri hét Hussein Onyango OBAMA og var fæddur árið 1895 en lést árið 1979. Áður en hann gerðist ráðsettur matreiðslumaður fyrir trúboða í Nairobi, ferðaðist hann víða og barðist m.a. fyrir Bretland í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann heimsótti Evrópu og Indland og bjó um tíma í Zanzibar þar sem hann yfirgaf Kristna trú og gerðist múslími. Hussein Onyango OBAMA átti margar konur. Fyrsta kona hans Helima bar honum engin börn. Með annarri konu sinni Akuma eignaðist hann Söru Obama, Barrack Hussein Obama eldri og Auma Obama.

obamas-grandmother-sarah-hussein-obama-kenyaÞriðja kona Onyangos var Sarah og er sú sögð vera amma Obama foretaefnis. Hún sér að mestu leiti um fjölskylduna eftir að Akuma lést langt um aldur fram.

Móðurafi Obama yngri hét Stanley Armour DUNHAM og var fæddur 23. Mars 1918 í Kansas og lést 8. Febrúar 1992 í Honolulu á Hawaii. Hann er jarðsettur í  Punchbowl National Grafreitinum í Honolulu, Hawaii.

Móðuramma Obama hét Madelyn Lee PAYNE og var fædd 1922 í Wichita, Kansas. Hún er enn á lífi og býr í  Oahu á Hawaii.

Stanley Armour DUNHAM og Madelyn Lee PAYNE voru gefin saman 5. May 1940.obamas-mother-ann-with-parents-stanley-madelyn-dunham


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Fróðleg lesning.

Það verður gaman að sjá hvernig fer í komandi kosningum. Ég vona að Obama nái kosningu því að það mun þá væntanlega mikið breytast í USA. Ég er hinsvegar hræddur um að bandaríkjamenn séu ekki tilbúnir til að kjósa yfir sig svartan forseta. Þetta verður spennandi.

Aðalsteinn Baldursson, 22.7.2008 kl. 22:38

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Aðalsteinn. Þetta er nú meinið, Bandaríkjamenn vilja allt nema konu í forsetahlutverkið og þegar hún er ekki lengur ógn, vilja þeir allt nema svertingja, jafnvel mann sem barðist í Viet Nam og var það tekinn til fanga en segist samt kunna að vinna stríð. Vittu til, við eigum eftir að sjá eldri forseta ráða í USA en Regan, því miður.

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.7.2008 kl. 23:14

3 identicon

Fróðleikshorn Svans :) hér finn ég allt sem mig vantaði að vita og líka það sem ég vissi ekki að ég vissi ekki og vantaði þ.a.l. að vita !

Dáist að þér fyrir dugnaðinn, fróðleg lesning.

Kærar þakkir fyrir mig!

kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 23:31

4 Smámynd: Kolgrima

Flókin fjölskylda, jafnvel á íslenskan mælikvarða! Fróðleg lesning, takk.

Kolgrima, 23.7.2008 kl. 00:12

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta var athyglisverð lesning.  Hef ekki séð þetta sett fram svona skilmerkilega á neinum fréttamiðli hér heima.  Ég held líka að þú hafir rétt fyrir þér um væntanlegt val Bandaríkjamanna á forseta.

Sigrún Jónsdóttir, 23.7.2008 kl. 00:14

6 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Jesse Ventura, fyrrum ríkisstjóri Minnesota, sagði í viðtali hjá Jay Leno að ríkisstarfsmenn í USA yrðu að láta af störfum fyrir aldurssakir í kring um 65 ára aldurinn en valdamesti maður landsins má vera kominn með annan fótinn í gröfina.

Aðalsteinn Baldursson, 23.7.2008 kl. 00:21

7 Smámynd: Skattborgari

Þetta kalla ég flokin fjölskyldubönd hlýtur að vera skrýtið að koma á ættarmót Obama fjölskyldunar.

held að hann verði góður forseti sem skilji hver eru vandamál heimsins mun betur en Georg runni. Gott að hann þekki til annara trúarbragða getur sett sig í spor annara þjóða mun betur en Bush eða Clinton 

Góð grein kveðja Skattborgari  

Skattborgari, 23.7.2008 kl. 00:24

8 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Já, skýr og fróðlegur pistill. Myndirnar líka góðar. Mér hefur dottið í hug að ef Obama kemst of nálægt forsetastólnum þá reyni einhver að koma honum yfir móðuna miklu, vegna þess að hann er svartur. Bandaríkjamenn nota byssur of oft til að sýna meiningu sína og hafa gert það af minna tilefni.

Marta Gunnarsdóttir, 23.7.2008 kl. 02:04

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sammál Mörtu...........hann verður skotinn...............samt vona ég að hann verði forseti............ekkert er betra í stöðunni

Hólmdís Hjartardóttir, 23.7.2008 kl. 02:37

10 Smámynd: egvania

Svanur, takk fyrir skemmtilega og fróðlega lesningu, hér kemur það fram sem ég hafði ekki hugmynd um.

Ég er örugg á því að hann verður ekki næsti forseti, Bandaríkjamenn eru ekki svo fjarri fordómunum að þeir kjósi hann sem forseta.

Ef svo vill til að verði, þá kemur einhver honum fyrir kattarnef.

egvania, 23.7.2008 kl. 08:51

11 identicon

Já skemmtileg grein, en ég ætla að koma með smá spádóm.

Obama mun verða forseti. En eitthvað mun koma fyrir Obama og Hillary verður forseti.

En síðan héld ég að það skipti nánast engu máli hver verður forseti B.N.A. þetta er bara spurning um hvaða ríku þrýsti hópar eru á bakvið þessa menn.

Kveðja Ingó.

Ingó (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 11:08

12 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

mjög áhugavert !

ég vona að hann vinni kosningarnar .

kh

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 11:22

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Heill og sæll Svanur Gísli.

ER svolítið hissa á að fólk hafi að því er virðist ekki heyrt eða lesið flest af þessu sem þú skrifar um hérna, mjög mikið og ýtarlega verið fjallað um Obama hérlendis sem víðar allan þann tíma sem forkosningarnar stóðu yfir. En engu að síður góð grein hjá þér og fróðleg samantekt á þessu helsta um hann og fjölskylduna.

Mig langar þó að taka út punkt sem mikið var og er sja´lfsagt enn umræddur og umdeildur í Bandaríkjunum, þ.e. meiri eða minni áherslan á uppruna hans og þar með litarhátt.

H'er hjá þér og svosem víðar, kemur þessi skoðun fram eða spá til að mynda, að fyrr eða síðar verði hann myrtur eða tilraun gerð til þess og þá væntanlega af einvherjum kynþáttahatara. (eða e.t.v. að undirlagi einhverra slíkra) Hins vegar hafa aðrir bent á og ég skrifaði dálítið sjálfur um, er að þrátt fyrir dökkan húðlitin, er það í raun það eina sem Obama getur beinlínis samsamað sig svarta kynstofninum, því að öðru leiti er allt hans líf mótað meira af hans hvítu rótum og þeim á hann flest sameiginlegt, en eiginlega ekkert þeim blökku!

Hann er því ekki eins og við segjum og meinum þá fullum fetum, SVERTINGI eða BLÖKKUMAÐUR, miklu frekar og sannlegar hvítur mið- eða efri miðstéttar amerískur karlmaður!

Eða, sem auðvitað er hið réttasta ef við viljum yfir höfuð tala um samsetningu hans, að nefna hann einfaldlega Kynblending!

Nái hann svo í komandi baráttu, að sigla byr beggja, spila á það til skiptis eftir ríkjum, eins og honum ´tokst í það heila bærilega gegn frú Hillary, þá á hann mjög góða möguleika á að sigra og verða forseti. Þó þarf auðvitað margt annað að takast hjá honum líka, smíða sér til dæmis trúverðuga og traustvekjandi stefnu varðandi utanríkismál, sem hann er einmitt núna á fullu við sem kunnugt er, en til upprifjunar var það einmitt eitt af því sama sem George Bush yngri var legið á hálsi í upphafi, lítill áhugi og þekking á utanríkismálum.(allir þekkja sjálfsagt einhverja brandara líka um þá hluti og hreinlega vanþekkingu sem karlinn sýndi á landafræði)

Magnús Geir Guðmundsson, 23.7.2008 kl. 13:43

14 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Guðbjörg; þetta blogg er nú kannski meira svona afþreyingarblogg þessa dagana. En gott ef þú finnur eitthvað sem þér finnst gaman að.

Kolgríma; Einmitt það sem mér datt í hug. Við íslendingar köllum ekki allt ömmu okkar þegar kemur að venslatengslum og Obama mundi sóma sig vel á meðal vor :)

Sigrún; Ég var líka að spá í það hvort eitthvað hefði verið birt um fjölskyldu hans fyrir utan að Roy hálfbróðir hans væri múslími sem mörgum finnst aðalmálið :)

Marta, Hólmdís, Ásgerður, Ingó; Martin Luther King og Kennedy bræður koma upp í hugann um leið og minnst er á Obama einmitt af þessum ástæðum sem Marta nefnir.

Steinunn; Af þeim hundruðum sem eru í framboði til forsetakosninganna í US 2008 er Obama talinn sigurstranglegastur um þessar mundir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.7.2008 kl. 13:52

15 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Magnús Geir og takk fyrir athugasemdina.

Sjálfsagt hafa þessi atriði öll komið fram í íslenskum fjölmiðlum fyrr, saman og í sitt hvoru lagi.

Það er einhver viðleitni hjá fólki til þess að gera svart fólk sem kemst til áhrifa í USA hvítt. Þetta var gert við svörtu söngvarana á sínum tíma þegar þeir urðu fyrst vinsælir. Fullyrt var að Harry Belafonte væri ekki svartur sem dæmi.  

Mikið var gert úr "skoskum ættum" Colins Powels forvera Condoleezu Rice í starfi, á sínum tíma. Tryggð hans við málstað svartra í USA var dregin í efa þegar hann var heiðraður af Elísabetu Bretadrottningu og hann sagður hvítasti negrinn í Washington.

Ef að ekki er hægt að draga dul áhörundslitin er látið mikið með afneitun hinna svörtu á viðkomandi.

Til dæmis fékk Condoleeeza að heyra það frá sínu fólki. Dálkahöfundur  Washington Post, Eugene Robinson spyr árið 2005; "Hvernig gat heimsmynd Rice orðið svona mikið öðruvísi en flestra svartra Ameríkana"

Margir aðrir hafa bent á bilið milli Condaleezu og samfélags svartra í USA  og því lýst sem "meira en skrýtnu - og hún sýni þess  merki  að vera áttavillt því að  svört kona sem ekki kann að tala við svart fólk hafi takmarkað gildi fyrir ríkisstjórn sem á fáa svarta vini. "

Af-svertun Obama hefur staðið í nokkurn tíma og virðist færast í aukana eftir því sem á líður kosningabaráttuna. Hann er búinn að afneyta prestinum sínum og flestir talsmenn hans eru hvítir.

Kannski er þetta nauðsynlegt fyrir hann til að ná kosningu í haust, en eitt er víst að þótt hann hafi frá sex ára aldri alist upp hjá hvítum móðurforeldrum sínum, er konan hans svört, börnin hans eru svört og hann sjálfur svertingi að hálfu (kynþáttalega séð). Staðreynd sem ætti að vera honum til framdráttar ef allt væri eðlilegt, frekar en hitt. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.7.2008 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband