Sacha Baron Cohen

sacha_baron_cohen1Hver kynslóð á sér sínar hetjur og fyrirmyndir, sína uppáhalds tónlist og hljóðfæraleika,  leikara og grínista.  Allt frá því að Charles Chaplin reið á vaðið í túlkun sinni á flækingnum broslega og brjóstumkennanlega, hefur heimurinn notið grínleikaranna,  sem hafa gert heiminn ögn þolanlegri með því að birta okkur skoplega spegilmynd af honum. Margir grínarar láta sér nægja að fleyta sér á yfirborðinu og er það mest í mun að framkalla hlátur. En svo eru þeir sem dýpra kafa, stinga á graftrakýlunum í samfélaginu og fá okkur til að horfa á sjálf okkur í spéspeglinum. Fremstur meðal þeirra í dag er að mínu mati Sacha Baron Cohen.  

Sacha_Baron_CohenSacha Baron Cohen (f. 1971 í Englandi) varð fyrst frægur fyrir sköpun sína á karakternum Ali G, hip-hop gervigangster sem í viðtölum sínum við mektarfólkið opinberaði fordóma þess og stundum fáfræði með afar eftirminnilegum hætti. 

untitledNæsta fígúra  Sacha Baron Cohen er Austurríski og samkynhneigði tískublaðamaðurinn Bruno sem ekkert virtist heilagt. Hann leggur fyrir viðmælendur sínar spurningar sem sýna greinilega hversu afmörkuð sjónarhorn þeirra eru við yfirborðsmennsku tískuheimsins.

sacha_cohenHann hélt áfram á sömu braut sem Kasakstaneski fréttaritarinn Borat sem ferðaðist um Ameríku og fletti ofan af kynþáttafordómum Bandaríkjamanna og fáfræði þeirra um menningu annarra landa.

 

Hér er myndband 9 mín. þar sem Sacha ræðir við David Letterman um karakterana sína

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk fyrir að fá mig til að skellihlæja mitt í leikhúsi fáránleikans:) Baróninn er alger snillingur, þarf að finna þessa USA útgáfu af Ali G.

Birgitta Jónsdóttir, 22.7.2008 kl. 12:48

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ali G I love the SOB

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2008 kl. 14:06

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hahaha.... ég verð að sjá hann sem austurrískan tískufrömuð. Hillarious

Heiða B. Heiðars, 23.7.2008 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband