Rannsókn hvarfs Madeleine McCann hætt í Portúgal

_44525721_maddie_pa226bNýjustu fréttir frá Portúgal herma að yfirsaksóknari í Madeleine McCann málinu hyggist tilkynna að rannsókn málsins verði hætt að hálfu yfirvalda þar í landi. McCann hjónin munu eflaust ekki láta af leit sinni og halda áfram að auglýsa eftir stúlkunni sinni.

Síðan að Medeleine hvarf hafa hátt í eitt þúsund börn (undir 14 ára aldri) horfið í Bretlandi og ekkert til þeirra spurst. Þrátt fyrir hina yfirgripsmiklu leit sem gerð var að Madeleine og þá heimsathygli sem hún vakti  og að hún hafi að hluta til verið réttlætt með því að segja að athyglin mundi koma öðrum hvarfsmálum til góða, þekkja fáir nöfn þeirra hundruða sem horfið hafa  síðan Medeleine hvarf. Ekkert bendir til að fjölmiðlafárið í kring um hvarfið eða eftirmálar þess hafi komið að gagni við að beina athygli fólks að barnahvörfum svo þau mættu verða fátíðari.

Það sem eftir stendur er þetta;Madeleine-McCann

Líkt og McCann hjónunum  fyrr á þessu ári, hefur Robert Murat, sem grunaður var um tíma að eiga aðild að hvarfinu, nýlega verið dæmdar háar skaðabætur (600.000 pund)  og afsökunaryfirlýsingar frá 11 fréttablöðum, Sun, Daily Express, Sunday Express, Daily Star, Daily Mail, London Evening Standard, Metro, Daily Mirror, Sunday Mirror, News of the World og the Scotsman og Sky sjónvarpsstöðinni fyrir að vera ranglega opnberlega ásakaður um að eiga sök á hvarfi Madeleine.

McCann hjónunum voru dæmdar í bætur 550.00 pund í leitarsjóð Medeleine.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Þessar tölur um barnshvörfin eru hræðilegar. Hvað í ósköpunum er í gangi? (Geri ekki ráð fyrir að þú hafir svarið, þó þú vitir ansi margt.) Hvað búa margar milljónir á Bretlandseyjum og hvað megum við þá gera ráð fyrir mörgum barnshvörfum hér á Íslandi ef ástandið væri eins hér?  

Marta Gunnarsdóttir, 21.7.2008 kl. 14:14

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Marta. Það búa rúmar 60.000.000 á Bretlandseyjum. Stór hluti þessara barna hefur hlaupist að heiman og aðal orsökin er sögð vera heimilis-ofbeldi, eiturlyfjaneysla og alkóhólismi. - Miðað við íslenska höfðatölu 300.000 mundu þetta vera 5 börn.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.7.2008 kl. 14:35

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

5 börn eru 5 of mikið.

Ég má ekki hugsa til þessarar litlu telpu (og annarra barna reyndar sem illa er farið með) án þess að fá kökk í hálsinn.

Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.7.2008 kl. 14:59

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Börn flýja líka heimilis aðstæður á Íslandi eins og annars staðar, það koma upp nokkur tilfelli á hverju ári..

Ég tek mjög nærri mér slæmar aðstæður barna, maður er svo hryllilega vanmáttugur.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.7.2008 kl. 16:52

5 Smámynd: egvania

Þetta er skelfing hvernig komið er fyrir Madeleine litlu og öllum þessum börnum sem hverfa sporlaust.

Mig vantar orð til að geta tjáð tilfinningar mínar svo vel fari til foreldra þessara barna.

Þetta að vita ekki hvar barnið er niðurkomið og fá aldrei að vita um afdrif þess er verra en að fá barnið dáið í hendur og geta lagt blessun sína og tár yfir það.

Fengið það algóðum Guði til varðveislu.

egvania, 21.7.2008 kl. 20:59

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sérstakt mál í alla staði - óþægilegt að sjá þessar tölur á barnshvörfum í Bretlandi og  að Madeline málið skuli ekki hafa áhrif til batnaðar.

Edda Agnarsdóttir, 21.7.2008 kl. 21:17

7 identicon

Hvernig getur guð leyft svona. Ég skil þetta ekki, börnin hafa ekki val kost, þetta er fullorðnum einstaklingum að kenna, hvernig á þetta að þjóna andlegum þroska þessara barna sem eru jafnvel misnotuð líkamlega og andlega.

þessi börn hafa ekkert val. Þetta er ein ástæða þess að maður efast um tilvist algóðs guðs sem á að fylgjast með öllu hér.

Ingó (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 14:00

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Ingó og þakka þér athugasemdina.

Þú kemur inn á mál sem varðar kjarna allra trúarbragða, þ.e. annarsvegar; ábyrgð okkar mannanna gagnvart sakleysingjunum og þeim sem minna mega sín og hinsvegar; af hverju Guð leysir okkur ekki undan þeirri ábyrgð og passar upp á það sjálfur að allt sé gott í heiminum. Það sem sagt kostar þjáningu að hafa frjálsan vilja. En svo kemur á móti að ef Guð er réttlátur, sem ég trúi að hann sé, mun réttlæti hans og náðargjafir skila sér, áður en yfir lýkur, þótt það sé ekki alltaf auðsætt. - Tilfinningarnar segja okkur að skiljanlega að barnsrán séu óásættanleg  og þær ættu að brýna okkur til að gera það sem við getum til að koma í veg fyrir þau, frekar en að benda fingri á almættið. -

Eins og Hrafnhildur segir finnst okkur við vera vanmáttug og ekki geta neitt. Auðvitað er þetta eins og með allt annað, við getum bara ræktað eigin garð.

Jenný, Ásgerður og Edda; eins og ávallt kærar þakkir

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.7.2008 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband