Nöldur og fordómar kynslóðanna

Vandamálið við brandara um gamalt fólk er að þeir ýta undir og styðja klisjuna að gamalt fólk geri lítið annað en að bíða eftir því að deyja. Unglingum t.d. þykir afar óþægilegt að tala um gamalt fólk og leiða það hjá sér að ef allt gengur að óskum endum við öll einmitt þannig.

Í sjálfu sér finnst mér ekkert að því að segja brandara um gamlingja, svo fremi sem við sjáum þá ekki sjálfa sem brandara. Á því er mikill munur.

Tveir gamlir öldungar sátu á bekk og ræddust við.

Ég er orðin svo gamall, sagði annar þeirra, að ég get ekki lengur pissað í einni bunu. Þetta kemur í rykkjum og skrykkjum og það tekur mig venjulega 10 mínútur að klára.

Vildi ég að ég væri svona heppinn, svaraði hinn. Á hverjum morgni klukkan sjö, stendur úr mér bunan, kraftmikil eins og úr stóðhesti.

Hvað er að því?, spurði sá fyrri.

Ég vakna ekki fyrr en klukkan hálf átta.

mtv_logo

Það er hjákátlegt að horfa á náföla og búlemíu-granna semi-rokkara stramma hrátt sama gripið út í gegn á gítarinn og væla með sundurlausar setningar um tímarit og sígarettur í míkrófóninn. Undan hvaða hlandvotu tímaskekkju rekkju skriðu þessir gæjar? Lögin eru “flatliners” sem  ekki krefjast neins til að flytja annars en óréttlætanlegs og óforskammaðs sjálfsálits. Hálflukt augun og klesst hárið eru ímynd drug-indúseraðs meðvitundarleysis sem greinilega er nauðsynlegt til að þrauka í gegn um þessa reynslu. Og þegar hryllingnum loks líkur má merkja á töktunum að þessir herrar telja sig hafa farið með ódauðlegt listaverk. 

MTV-VMA-2007-David-Lachapelle-Photo-Shoot 

Sama listræna illgresið kemur úr barka svörtu drengjanna úr slömmum stórborga  Ameríku. Þeir hópast enn saman til að ryðja úr sér óskiljanlegri orðasúpu í takt við trommuheila og vilja meina að það sé tónlist. Þeir láta mynda sig í þröngum húsasundum, skúmaskotum eða stigagöngum klæddir í hólkvíðar treyjur til að fela hamborgara-mittis-skvapið, með buxurnar á hælunum samkvæmt þreyttri tísku sem varð til í fangelsum Bandaríkjanna fyrir margt löngu, þar sem beltisólar og reimar eru fjarlægðar til að viðkomandi hengi sig ekki í þeim. Allt í kring um þá dilla ungar druslulega klæddar stúlkur lendunum sínum og nudda þeim upp að piltunum eins og breima kettir. Þær haga sér raunar í fullu samræmi við textann sem drengirnir fara með, (sem þó er ekki hægt að skilja nema þú fáir hann á prenti) en hann er fullur af niðurlægjandi kenningum um kvenfólk. Jó bró handahreyfingarnar og stöðugt kynfærakáf drengjanna eru eflaust í þeirra huga nauðsynleg kultúrísk auðkenni, en eru í raun hallærislegir og afdankaðir götustælar sem tjá vanmátt og pirring hins óupplýsta og kúgaða manns.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafdís Lilja Pétursdóttir

Það gleður andann og upplyftir honum innlit dagsins.

Njóttu dagsins.

Hafdís Lilja Pétursdóttir, 20.7.2008 kl. 09:54

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Mér fannst hreyfimyndin þín all óþægileg. Ágætt að rifja upp hvað mér fannst leiðinlegt þegar hún móðir mín var sífellt að ota mér á unglingsárunum til ömmu og afa, sérstaklega eftir að þau urðu lasburða og voru því mun óskiljanlegri en áður. Kannast við þetta syndrúm frá eigin börnum.

 Horfði á Mandela tónleikana frá Hide Park í norska sjónvarpinu og þar kom einn söngvarinn/rappari fram í appelsína gula ameríska fangabúningnum ásamt föruneyti. Það leit hinsvegar ekki út sem prótest eða samhugur, heldur rosalega töff.

Edda Agnarsdóttir, 20.7.2008 kl. 12:44

3 Smámynd: Skattborgari

Góður brandari hjá þér. Hreyfimyndin átti vel við greinina og var virkilega góð. Þessi svertingja tónlist í stórborgunum í Banadaríkjunum er virkilega léleg. Góð grein Svanur.

Skattborgari, 20.7.2008 kl. 13:59

4 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Góðan dag.´

Ég umgengst aldraða og það er eitt af því sem ekki fer hjá okkur þegar við eldumst, það er húmorinn. Öldruðum finnst gaman að heyra góða brandara og eitthvað sem maður ætti að nota meira í heimsóknum.  Eðlilega gerist ekki eins mikið hjá þeim sem fara lítið vegna heilsubrest og eru orðnir háðir ummönnum annarra. Þannig að höldum uppi spjalli og hendum inn einum laufléttum inn á milli.   Hafðu það gott Svanur og takk fyrir að vera svona duglegur að skrifa.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 20.7.2008 kl. 16:31

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég vann nú á elliheimili til nokkra ára og verð ég að segja þá skoðunn mína að mörg gamalmennanna voru orðin ansi þreitt á lífinu og var það þeirra helsta ósk að fá að fara yfir þokinu miklu. Það var orðið örmagagna vegna slæmrar heilsu og gerði það nú ekkert annað en að bíða dauðans.

T.D er mér kona minnisstæð sem var komin út úr heiminum blessuninin og þuldi alltaf sömu settninguna..

"ó góði guð leyfðu mér nú að deyja--- ó góði guð leyfðu mér nú að deyja"

Eitt skipti eftir að hún hafði margendurtekið þessa ósk sína án þess að Almáttugur yrði við bóninni hennar þá heyrðist í henni.

"Farðu þá í rass og rófu"

Brynjar Jóhannsson, 20.7.2008 kl. 17:09

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Húmor er gott "meðal" og án húmors væri vinnan mín afar sorgleg en ég vinn með Alzheimers sjúklinga.  Það er rétt hjá þér Svanur að það er ekki sama hvernig húmor er notaður og mér hefur reyndar alltaf fundist húmor á kostnað annarra lélegur húmor.  Húmor gamla fólksins er ekkert öðruvísi en minn en það er kannski af því að ég telst frekar ......gömul sjálf

Sigrún Jónsdóttir, 20.7.2008 kl. 20:04

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Two elderly women were out driving in a large car - both could barely see over the dashboard. As they were cruising along, they came to an intersection. The stoplight was red, but they just went on through. The woman in the passenger seat thought to herself "I must be losing it. I could have sworn we just went through a red light." After a few more minutes, they came to another intersection and the light was red again. Again, they went right through. The woman in the passenger seat was almost sure that the light had been red but was really concerned that she was losing it.
She was getting nervous. At the next intersection, sure enough, the light was red and they went on through. So, she turned to the other woman and said, "Mildred, did you know that we just ran through three red lights in a row? You could have killed us both!"
Mildred turned to her and said, "Oh, crap, am I driving ?"

Óskar Þorkelsson, 20.7.2008 kl. 23:46

8 identicon

Enn og aftur er ég stödd hér á síðunni þinni, alltaf gaman að lesa eftir þig !

kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 00:45

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þakka ykkur fyrir athygasemdirnar. Þær eru svo miklu betri en nöldrið í mér :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.7.2008 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband