Pete Doherty, villingur og snillingur

Pete Doherty er stundum kallaður síðasti rómantíski rokkarinn, drengurinn sem lítur út eins og bróðir ákveðinnar kvennkyns teiknimyndarfígúru frá upphafi síðustu aldar og síðast en ekki síst, dóparinn sem allir elska að hneykslast á. Mér er nokkuð sama hvað fólk segir um piltinn því eitt verður ekki af honum skafið að mínu mati; hann er frábært ljóðpete_dohertyskáld. Ég valdi eitt af ljóðum hans til að snara á íslensku. Það er án titils og fjallar um það sem Pete er kærast, vímuna.

Vakna upp á lífi á aurugum járnfylltum ströndum Lundúna

sjóðandi undir

pollum regns

votu sápuvatni

Fitzrovia sullar í holunum

á gangstéttarbrúnum hennar

um leið og ég renni fimmara

í þvalan hanska

og renn af gangstéttinni

við "Kebabish Borgina"

Sleiki sleiki steiktan kjúlla spjall

rotna tennurnar við að sprauta upp?

Hvað um mínar.

Í hinum sæta draumi

segir hið skælda bros mitt

af of mörgum sorglegum kveðjustundum,

ekki lengur halló.

(Vesturbærinn er hrúga að riðgandi laufum og tómum augnagotum járns)


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Kúl.....

Gulli litli, 18.7.2008 kl. 15:30

2 Smámynd: egvania

He,he.

egvania, 18.7.2008 kl. 21:14

3 Smámynd: Sammý

Elsku Svan, gamli vin. Þessi síða er snilld. Ég vissi að þú værir ekki dauður. ( hélt það á tímabili ,sorrý ) Sjónarhorn þín og viðhorf gagnvart mannkyninu hefur alltaf heillað mig. Þrátt fyrir að ekki vorum við alltaf sammála. Ég hafði og kannski hef enn takmarkað  sjónarhorn á mannskeppnuna en ég vildi og vil alltaf gefa henni annan sjéns. Þrátt fyrir þá möguleika sem við höfum til að skemma fyrir okkur. Ég VEIT að þegar kemur að því allra heilaga þá hikum við. Er Guð til eða ekki ?? Hver getur svarað því ???? Ekki ég, getur þú ??? Reyndar hef ég ekki lesið alla pisla þína en dagurinn er ekki enn á enda. Ég fæ séns . ehaggi ??? eins og krakkarnir segja ........ og ég verða að lesa pislana betur. Það´sér hver heilvita maður... heehehehh Guð blessi þig Bæji . SammÝ

Sammý , 18.7.2008 kl. 21:38

4 Smámynd: Kreppumaður

Svanur: þetta er enska útgáfan af mér.

Bara leiðinlegri.  Og ekki jafn skáldleg. 

Og ekki jafn vel gift (eins og ég var og verð eftir mánuð)!

Svo ég stel af honum öllum brúðkaupum með Moss. Á minn hátt. 

Kreppumaður, 19.7.2008 kl. 04:50

5 Smámynd: Kreppumaður

En hver vill svo sem ekki yrkja um vímuna?  Ef ég væri alvöru skáld mundi ég vera eins og Pete (nema bara í skugga Egils) með mínar höfuðlausnir um kókaínið!

Kreppumaður, 20.7.2008 kl. 04:49

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Að yrkja um vímuna er eins að yrkja um tröll. Þú mærir þau af því þú verður Kreppumaður.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.7.2008 kl. 07:16

7 Smámynd: Kreppumaður

Snjallt, Svanur, snjallt.

Og jafnvel ég er ekki jafn slæmur og Pete. 

Kreppumaður, 22.7.2008 kl. 05:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband