Fimm konur

d7b66a6a3ba13821Í afar óformlegri skoðanakönnun sem ég gerði hér á blogginu fyrir skömmu, bað ég fólk um að nefna fimm merkustu konur mannkynssögunnar. Tilgangurinn var að kanna hvort konur hefðu sér jafn skýrar fyrirmyndir og karlar.  í þrjátíu og fimm athugasemdum voru fjöldi kvenna tilnefndur og margar hverjar að mínu mati þess afar verðugar.

Án málalenginga var þetta útkoman.

Í fyrsta sæti lenti fyrrverandi forseti Lýðveldisins Frú Vigdís Finnbogadóttir.

Annað sætið verma fjórar konur, allar með jafn margar tilnefningar; drottning forn-Egyptalands Kleópatra, ungmærin franska, Jóhanna af Örk, albanska nunnan sem starfaði mest á Indlandi, Móðir Teresa og  mannréttinda baráttukonan bandaríska Rósa Parks.

Í þriðja sæti lenti kvennaréttindafrömuðurinn Bríet Bjarnhéðinsdóttir.

Í fjórða sæti hafnaði breska hjúkrunarkonan Forence Nghtingale.

Og fimmta sætinu deila pólski Nóbelsverðlaunahafinn Marie Curie og Katarína Mikla keisaraynja af Rússlandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Mjög eðlilegt að fröken Vígdís fyrverandi forseti var efst. Nokkur nöfn sem ég hef aldrei heyrt áður en kannast vel við sum eins og Katrínu Miklu, Jóhönnu af Örk, Móðir Theresa og Kleópötru. Fleiri nöfn þekki ég ekki nógu vel til að tjá mig um þær.

Skattborgari, 17.7.2008 kl. 21:05

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Vigdís Finnbogadóttir er eitt af mínum átrúnaðargoðum, skiljanlegt að hún lenti efst, enda er hún ein áhrifaríkasta kona í heimi - á eftir henni kemur Oprah Winfrey...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 17.7.2008 kl. 21:42

3 identicon

Vigdís var frábær forseti og er enn að vinna mikilvæg verkefni en nú á alþjóðavísu.

Farðu vel með þig!

Jonina Ben (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband