16.7.2008 | 11:16
"I have been a bad boy"
Í gćr hitti ég heimsfrćgan hljóđfćraleikara og átti viđ hann orđastađ. Hann heitir Ronnie Wood og spilar á gítar međ félögum sínum í sveitinni Rolling Stones. Ţannig var mál međ vexti ađ ég tefli skák einu sinni í viku á einu á kaffihúsinu hér í Bath.
Sá sem ég tefli viđ var eitt sinn "suđ-vesturlands" meistari hér í Englandi. En ţađ segir í sjálfu sér ekkert um styrkleika hans ţví Englendingar hafa aldrei haft orđ á sér fyrir ađ vera snjallir skákmenn frekar enn ađ ţeir geti spilađ handbolta. Eiginlega eru ţeir ekki góđir í íţróttum nema ţeim sem ţeir hafa fundiđ upp sjálfir, eins og fótbolta, Krikket og Rugby:
Viđ nćsta borđ á kaffihúsinu sátu tveir menn ađ spjalla. Ég kannađist viđ annan ţeirra, írskan skartgripasala sem stundar ţetta kaffihús mikiđ. Hinn var lítill og pervisinn eldri mađur međ svart litađ hár sem var klippt eins og Rod Stewart hafđi ţađ í gamla daga. Hann var klćddur eins og unglingur, í ţröngar svartar gallabuxur, í eldrauđum bol, svörtum jakka og í rauđum strigaskóm. Fötin vor greinilega ný. Andlitiđ var rúnum rist og leđurbrúnt og minnti mig á andlit gamalla indíána frá norđur Ameríku.
Ég vissi ađ ég átti ađ ţekkja ţennan mann en ég kom honum ekki strax fyrir mig. Ţegar hann stóđ upp og skrapp á salerniđ, notađi ég tćkifćriđ til ađ spyrja skartgripasalan hver hann vćri. Jú, ţetta er Ronnie Wood sagđi hann.
Hér hafa blöđin veriđ uppfull af fréttum um ađ Ronnie vćri týndur og hefđi stungiđ af eftir ađ myndir náđust af honum í félagi viđ unga stúlku.
Ţar sem félagi minn var ókominn fćrđi ég mig yfir á borđiđ hjá Íranum og ţegar Ronnie kom til baka tókum viđ ađ spjalla.
Hann sagđist vera nýkominn frá Írlandi, hefđi flogiđ til Bristol ţá fyrr um morguninn. Hann sagđist eiga litla íbúđ í grenndinni og hann vćri á leiđinni ţangađ.
Hann spurđi mig hvort ég vćri Hollenskur. - Nei Íslenskur.
Vá, svalt (Cool) svo hló hann eins og hann vćri fyrsti mađurinn sem hafđi sagt ţennan brandara.
Hvađ ertu ađ gera hér, spurđi hann. Búa til tónlistarvideo, svarađi ég. Hefurđu búiđ til video fyrir einhverja frćga? - Já Frans Ferdinand, svarađi ég.
Hefurđu komiđ til Íslands spurđi ég.- Já ţađ held ég, flott land.
Ţekkirđu einhvern á Íslandi.
Já, ég hef hitt Björk.
Hvađ varstu ađ gera á Írlandi?
Hann brosti. "Ég er búinn ađ vera slćmur strákur".
Fyrir framan hann á borđinu hafđi hann rađađ smámunum upp úr vösum sínum. Ipot, sími, tóbaksumslag, pappírshylki. Hann byrjađi ađ vefja sér sígarettu, ţrćlvanur greinilega.
Viltu reykja, spurđi hann.
Nei, takk ég er nýhćttur. Annars reykti ég bara vindla. -
Ţú getur alveg fengiđ vindil sagđi hann. Nei takk.
Ég virti hann fyrir mér. Undarlegt hvernig frćgt fólk sem mađur er margbúinn ađ sjá á myndum og í sjónvarpi, virkar ţar miklu stćrra en ţađ er í raunveruleikanum. Írinn var ađ tala í síma á međan ég spjallađi viđ Ronnie.
Síminn á borđinu hringdi. Rionnie leit á númeriđ og ákvađ ađ svara. Ţetta var einhver nákominn ađ spyrja hvort allt vćri í lagi međ hann og hvar hann vćri.
Nú birtist skákfélagi minn svo ég stóđ upp. Ronnie stóđ upp líka, setti dóttiđ sitt í jakkavasana, tók í höndin á Íranum og mér og skundađi á braut.
Meginflokkur: Dćgurmál | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:00 | Facebook
Athugasemdir
Cool!
Mađur er bara alveg mát!
Júlíus Valsson, 16.7.2008 kl. 11:44
Ef ţetta er ekki krúttasaga ţá veit ég ekki hvađ...
Edda Agnarsdóttir, 16.7.2008 kl. 11:47
Vá... nú á ég ekki orđ. Hann hefur ekki veriđ međ rússnesku kokkteiltćluna međ sér í Bađi?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.7.2008 kl. 11:59
Hólmdís Hjartardóttir, 16.7.2008 kl. 12:27
Nei Vilhjálmur :)
Svanur Gísli Ţorkelsson, 16.7.2008 kl. 13:04
Svalt...
Gulli litli, 16.7.2008 kl. 13:56
Vá frábćrt...og alveg í ţínum anda ađ tćkla ţetta af ćđruleysi og međ stćl..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 16.7.2008 kl. 14:09
Vóóóó ... nú yrđi bóndi minn grćnn af öfund ef hann lćsi ţessa fćrslu, hann er forfallinn Stones-ađdáandi.
Ég hef stundum fariđ međ honum á tónleika međ ţeim - síđast í O2 höllinni í London í fyrra. Ţeir voru ţrusugóđir.
Gaman ađ fá ţig fyrir bloggvin.
Ólína Kjerúlf Ţorvarđardóttir, 16.7.2008 kl. 14:28
Takk fyrir innlitiđ og athugasemdirnar gott fólk og sömuleiđis Ólína :)
Svanur Gísli Ţorkelsson, 16.7.2008 kl. 20:05
Vá ţetta slćr allar selbitasögur út af borđinu.
Ógeđslega kúl, ţú mitt í hringuđinni og heimurinn stendur á öndinni út af karlinum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2008 kl. 22:36
Ekki vissi ég ađ ţú vćrir međ skákbakteríu?
Snorri Bergz, 17.7.2008 kl. 11:12
Fćrslan er ferlega svöl. Bath er falleg borg og svo ólík öđrum borgum Englands. Bestu Núpsverjakveđjur.
Sigrún Jónsdóttir, 17.7.2008 kl. 13:15
ég er svo hallćrisleg ađ ég hló ađ brandaranum. Cool. Hef aldrei heyrt hann áđur. Í alvöru!
Svo sannarlega lítur mađurinn út eins og indíáni.
Jóna Á. Gísladóttir, 17.7.2008 kl. 14:05
Já, Snorri, mađur mćđist í mörgu :)
Sigrún mín; Ţú hefur ekkert breyst nema ađ ţetta sé gömul mynd af ţér, gaman ađ heyra frá ţér :)
Jóna; Velkominn :)
Svanur Gísli Ţorkelsson, 17.7.2008 kl. 14:13
Kćra Jenný, takk fyrir ađ auglýsa "skúbbiđ". Eiginlega áttađi ég mig ekki á ţví ađ ţetta vćri skúbb fyrr en ţú sagđir ţađ :
Svanur Gísli Ţorkelsson, 17.7.2008 kl. 14:15
Ţú verđur eiginlega ađ blanda ţér í umrćđuna á blogginu hennar Jennýjar... Ţar er veriđ ađ skipuleggja nánustu framtíđ ţína međ innrás í huga!
Lára Hanna Einarsdóttir, 17.7.2008 kl. 14:38
Ţetta er sko frábćr saga.
Lilja Guđrún Ţorvaldsdóttir, 17.7.2008 kl. 15:23
Sveinn; Ég var nú bara ađ tala í hálfkćringi. Short var auđvitađ frábćr og einnig Adams.
Svanur Gísli Ţorkelsson, 17.7.2008 kl. 15:56
Svanur: Nú er ađ vopnast, ţú ert fyrirfram ađvarađur, vér erum á leiđinni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2008 kl. 16:09
Komdu fagnandi Jenný mín međ eins marga og ţú getur dregiđ međ ţér á alvöru Bloggblót í Bath.
Svanur Gísli Ţorkelsson, 17.7.2008 kl. 16:15
Bloggblót í Bath... líst vel á ţađ. Viđ leigjum rútu, stelpurnar - ef einhver fćst til ađ keyra vitlausu megin!
Lára Hanna Einarsdóttir, 17.7.2008 kl. 16:22
Lára; Nóg af hvorutvegja, rútum og bílstjórum ađ hafa hér. (Er međ rútupróf sjálfur :)
Svanur Gísli Ţorkelsson, 17.7.2008 kl. 17:02
Sćll Svanur,
Skemmtileg saga. Gaman ađ sjá ţig ţó á vefnum sé.
kv. bestar
Tóti
Ţórarinn Ólafsson (IP-tala skráđ) 18.7.2008 kl. 00:46
Sćll Tóti og takk fyrir inlitiđ. Og aftur á móti, gaman ađ heyra ađeins frá ţér. Biđ ađ heilsa fjölsk :)
Svanur Gísli Ţorkelsson, 18.7.2008 kl. 02:04
Ţađ er aldeilis :)
Svanur Gísli Ţorkelsson, 19.7.2008 kl. 19:25
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.