Mahatma

Hverju breytir það fyrir hina dauðu, hina munaðarlausu og heimilislausu hvort sturluð eyðileggingin var framin í nafni einræðis eða í heilögu nafni frelsis og lýðræðis?
Mahatma Gandhi

Allir þekkja nafn hans og í grófum dráttum sögu hans og fyrir hvað hann stóð. Ég hef verið að dunda mér við að þýða fleygustu spakmæli hans og birti þau hér með ykkur vonandi til jafnmikils yndisauka og þau eru mér.

gandhiÁ þeirri stundu sem þrællinn ákveður að hann sé ekki lengur þræll, falla fjötrar hans. Hann frelsar sjálfan sig og vísar öðrum veginn. Frelsi og þrældómur er huglægt ástand.

Mahatma Gandhi

Ofbeldisleysi er fyrsta grein trúar minnar. Það er líka síðasta grein trúarjátningar minnar.  

Mahatma Gandhi

Mín auðmjúka skoðun er sú að andstaða við hið illa er eins mikil skylda og stuðningur við hið góða.

Mahatma Gandhi

Það gæti verið góð hugmynd. Mahatma Gandhi
Svar við spurningunni hvað honum fyndist um nútíma menningu.

Hatur er aðeins hægt að yfirstíga með ást.

Mahatma Gandhi

Ást gerir aldrei kröfur, en gefur ávallt; ástin þjáist aldrei, sýnir aldrei vanþóknun, hefnir sín aldrei. Þar sem ást er er líf; hatur leiðir til eyðingar.

Mahatma Gandhi

Gandhi%20playing%20with%20a%20childÞú mátt ekki missa trúna á mannkynið. Mannkynið er úthaf; þótt nokkrir dropar þess séu mengaðir, er allt hafið það ekki.

Mahatma Gandhi

Auga fyrir auga gerir heiminn blindan.

Mahatma Gandhi

Hugleysingi getur ekki sýnt ást; það eru forréttindi hinna huguðu.

Mahatma Gandhi

Ef þú hefur höndlað sannleikann verður að miðla honum af ást, annars verður bæði boðskapnum og þér sem flytur hann hafnað.

Mahatma Gandhi

Ástin er sterkasta aflið í heiminum og um leið það auðmjúkasta.

Mahatma Gandhi

Sigur sem  fæst með ofbeldi er ósigur vegna þess að hann er ekki varanlegur.

Mahatma Gandhi

Allt sem þú gerir er ómerkilegt, en það er afar mikilvægt að þú gerir það.

Mahatma Gandhi

Hinir veiku geta ekki fyrirgefið. Fyrirgefning er eiginleiki hinna sterku.

Mahatma Gandhi

Það þarf að taka langan tíma til að mynda með sér fullvissu og þegar hún er mynduð verður að verja hana gegn ofureflinu.

Mahatma Gandhi

Það er ekki viturlegt að vera viss um visku sína. Það er gott að minnast þess að hinir sterkustu geta veikst og hinir vitrustu haft rangt fyrir sér.

Mahatma Gandhi

Miðaðu ætíð að því að hafa fullt samræmi á milli hugsanna, orða og gjörða þinna. leitastu við að hreinsa hugsannir þínar og allt mun ganga að óskum.

Mahatma Gandhi

Svo fremi sem þú færð  innri hjálp og værð frá hlutnum, skaltu halda honum.

Mahatma Gandhi

Frelsi er ekki þess virði að hafa nema það feli í sér frelsi til að gera mistök.

Mahatma Gandhi

Gandhi%20with%20Indira%20GandhiHamingja er þá hugsun, orð og gjörðir eru í samræmi.

Mahatma Gandhi

Ég trúi á jafnrétti fyrir alla nema blaðamenn og ljósmyndara.

Mahatma Gandhi

Ég vil frelsi til að tjá að fullu persónuleika minn.  

Mahatma Gandhi

Heiðarlegur ágreiningur er oft eðlilegt merki um árangur.

Mahatma Gandhi

Iðjuleysi er yndislegt en samt afar streituvaldandi ástand. Við verðum að hafast eitthvað að til að vera hamingjusöm.

Mahatma Gandhi

Það er betra að sýna ofbeldi ef ofbeldi er í hjörtum okkar en að klæðast kufli ofbeldisleysi til að fela getuleysið.

Mahatma Gandhi

Trú...Verður að styðjast við skynsemi, þegar hún verður blind, deyr hún.

Mahatma Gandhi

Það er skylda allra siðmenntaðra karla og kvenna að lesa helgirit heimsins með ákveðinni samúð. Ef við ætlumst til að okkar trú sé virt verðum við að virða trú annarra og þess vegna er vinsamleg könnun annarra trúarbragða heimsins heilög skylda.

Mahatma Gandhi

Vertu sjálfur sú umbreyting sem þú vilt sjá í heiminum.

Mahatma Gandhi

Allt mannkyn er ein sameinuð og ósundrandi fjölskylda og hvert okkar er ábyrgt fyrir misgjörðum hvers annars. Ég get ekki aðskilið mig frá hinni illgjörnustu sál.

Mahatma Gandhi

Veikgeðja sál er réttlát fyrir tilviljun. Sterk og ofbeldislaus sál er óréttlát fyrir tilviljun. Mahatma Gandhi

NEI, sem er sagt af innstu sannfæringu er meira og betra en JÁ sem sagt er til að geðjast öðrum eða, það sem verra er, til að forðast vandræði.

Mahatma Gandhi

Menn verða oft að því sem þeir trúa að þeir séu. Ef ég ekki trúi að ég geti gert eitthvað, mun ég ekki geta það. En ef ég trúi, get ég aflað mér getunnar til að gera hlutinn, jafnvel þótt í upphafi ég hafi verið án hennar.

Mahatma Gandhi

gandhi%20with%20nehruAlögunarhæfni er ekki getan til að herma eftir. Hún er getan til að spyrna við og meðtaka. Mahatma Gandhi
Ég er tilbúinn til að deyja, en það er ekki til málstaður sem ég er tilbúinn að drepa fyrir. Mahatma Gandhi

Mitt mesta vopn er þögul bæn.

Mahatma Gandhi

Það eru fjöldi verka okkar sem gleðja Guð heldur gæði þeirra.

Mahatma Gandhi

Ef við viljum byggja varanlegan frið verðum við byrja á börnunum.

Mahatma Gandhi

Ofbeldisleysi sem er dyggð hjartans verður ekki til með að höfða til heilans.

Mahatma Gandhi

Þegar ég örvænti, rifja ég upp að í gegnum alla söguna hefur sannleikurinn og ástin ávallt borið sigur úr býtum. Til hafa verið harðstjórar og morðingjar sem virtust ósigrandi um tíma, en að lokum falla þeir alltaf,- hugsaðu um það, ALLTAF.

Mahatma Gandhi

Fullnægingin fellst í viðleitninni, ekki í verklokum, full viðleitni er fullur sigur.

Mahatma Gandhi

Í þögulli afstöðu finnur sálin hinn upplýsta veg og tálsýn og blekking leysist upp í tærleika. Lif okkar er löng og erfið leit að sannleika.
Mahatma Gandhi

Engin menning getur lifað ef hún leitast við að einangra sig.

Mahatma Gandhi

Meðvitandi eða ómeðvitandi veitum við öll einhverja þjónustu. Ef við venjum okkur á að veita þess þjónustu meðvitað, mun þrá okkar til að þjóna vaxa að styrk og ekki bara gera okkur hamingjusöm heldur allan heiminn.

Mahatma Gandhi

Hvert okkar verður að finna frið innar með sér. Til að friður sé raunverulegur verður hann að vera óháður ytri aðstæðum.

Mahatma Gandhi

Heiðarleiki og auðsöfnun fara ekki saman.

Mahatma Gandhi

Það er fólk í heiminum sem er svo hungrað að Guð getur ekki birst þeim nema í formi brauðs.

Mahatma Gandhi

Gandhi%20with%20his%20friendBæn er ekki bón.Hún er löngun sálarinnar. Hún er daglegur vitnisburður um veikleika okkar. Það er betra að bæn sé einlæg og án orða en orðuð án einlægni.

Mahatma Gandhi

Styrkur felst ekki í líkamsburðum. Hann felst í óbugandi vilja.

Mahatma Gandhi

 Besta leiðin til að finna sjálfan sig er að týna sér í þjónustu við aðra.

Mahatma Gandhi

Dauðasyndirnar sjö eru; ríkidæmi án vinnu, vellíðan án samvisku, þekking án manngilda, viðskipti án siðgæðis, vísindi á mennski, tilbeiðsla án fórna og stjórnmál án grundvallarreglna.

Mahatma Gandhi

Líf mitt er órofa heild, og allar mínar eigindir blandast hver annarri; og þær eiga allar uppsprettu sína í óseðjandi ást til mankynsins.

Mahatma Gandhi

Lífið hefur upp á miklu meira að bjóða en bara að draga úr hraða þess.

Mahatma Gandhi

Þeir geta ekki tekið í burtu virðingu okkar ef við sýnum þeim hana ekki.

Mahatma Gandhi

Þeir sem vita hvernig á að hugsa þurfa enga kennara.

Mahatma Gandhi

Sannleikurinn skaðar aldrei réttlátan málstað.

Mahatma Gandhi

Fórn sem veldur þeim sem færir hana sorg er engin fórn. Sönn fórn léttir hugann og færir friðartilfinningu og gleði. Buddha forðaðist allar nautnir í lífinu vegna þess að þær voru honum sársaukafullar.

Mahatma Gandhi

Réttlæti mun veitast þeim sem eiga það skilið vegna styrks þeirra.

Mahatma Gandhi

Ég nam fyrstu grundvallarreglur ofbeldisleysis í hjónabandi mínu.

Mahatma Gandhi

Ég býð þér frið. Ég býð þér ást. Ég býð þér vináttu. Ég sé fegurð þína. Ég heyri bónir þínar. Ég finn það sem þú finnur. Viska mín flæðir frá efstu uppsprettu. Ég helsa þeirri uppsprettu í þér. Látum oss vinna saman í einingu og ást.

Mahatma Gandhi

Ef kristnir menn mundu lifa eftir kenningum Krists eins og þær koma fyrir í Biblíunni, mundi allt Indland vera kristið í dag.

Mahatma Gandhi

Friður mun ekki komast á af vopnaskaki heldur vegna réttlætis í framkvæmd óvopnaðra þjóða gegn öllum líkum.

Mahatma Gandhi

Lifðu í dag eins og þú munir deyja á morgunn.

Mahatma Gandhi

Menn segja að ég sé dýrlingur sem hefur týnt sér í stjórnmálum. Staðreyndin er að ég er stjórnmálamaður sem er að reyna að vera dýrlingur.

Mahatma Gandhi

Martyr%20GandhiGallar mínir og mistök eru jafn miklar guðsgjafir og árangur minn og hæfileikar og ég legg hvorutveggja að fótum Hans.

Mahatma Gandhi

 
 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Flott færsla.  ÞAð sem kom mér á óvart þegar ég fór til Indlands var að hann var ekki mjög vinsæll þar, líkalega er fólkið illa upplýst þar sem ég var.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 15.7.2008 kl. 23:35

2 Smámynd: Sigurður Rósant

Merkilegt hve vel gefnir menn geta afvegaleiðst með því að trúa því að hægt sé að sigra villidýr með kærleikanum einum saman.

Að glíma við spillt og ruglað hugarfar mannanna er eins og að berjast við ísbirni. Dugir ekkert nema þaulskipuð og öguð vinnubrögð. Ekkert bænamjálm.

Sigurður Rósant, 15.7.2008 kl. 23:39

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Sigurður ég er ekki sammála þér.  Ef við minkum myndina og tökum minna samfélag þá sést greinilega að ofbeldi borgar sig aldrei en kærleikur og andleg samvinna skilar miklu betri árangri.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 16.7.2008 kl. 00:00

4 Smámynd: Skattborgari

Þetta er allt saman fallega hgsað hjá honum myndi óska þess að þetta ætti alltaf við sem það á sem betur fer mjög oft við. sumir skilja því miður ekkert nema ofbeldi.

Skattborgari, 16.7.2008 kl. 01:20

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Svanur..

takk fyrir þetta dásamlega innlegg um minn uppáhalds Valdaleiðtoga. Fyrir mér eru orð hans engu síðri en orð jeúsúsar krists og fyrir mér væri alveg jafn mikið hægt að segja að orð hans séu guðleg. Svo sönn eru þau fyrir mér. 

Sigurður Rósant..

þessi maður náði að sameina allt indland með þessum fallega friðarboðskapi sínum. Fyrir mér er Gandi merkasti leiðtogi allra tíma.Ef pólitískir leiðtogar í dag væru í námunda við þetta mikilmenni þá væri heimurinn í dag miklu betri.

Svanur mig langar að bæta einni settningu sem mig minnir að Gandí á einnig af hafa sagt. Þú leiðréttir mig ef þetta sé rangt hjá mér.

" á slæmum tímum eiga góðir menn að vera í fangelsi" 

Brynjar Jóhannsson, 16.7.2008 kl. 02:46

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Veistu það Svanur...þú ert by far uppáhaldsbloggarinn minn! Mér líður allta pínu betri, vitrari og/eða fróðari eftir að koma hérna við!

Sem betur fer eru ekki margir bloggarar sem hafa svona mikið og þarft að segja. Maður gerði þá ekki annað en að liggja yfir færslum

Skrilljón þakkir fyrir mig :)

Heiða B. Heiðars, 16.7.2008 kl. 03:36

7 Smámynd: Sigurður Rósant

Hverju áorkaði Gandhi í raun og veru? Sameinaði Indland úr hvaða sundrung í hvaða sameiningu? Hefur boðskapur hans breytt fjölskyldumynstri í Indlandi? Eru ekki 5000 brúðarbrennur á ári eitthvað sem lagaðist aldrei? Sýruskvettur í andlit kvenna. Er það merki um kærleik og andlega samvinnu sem hann kom á?

Nei, því miður. Hann breytti engu fremur Khomeni sem "bjargaði" þjóð sinni undan áhrifum Bandaríkjamanna.

Nelson Mandela hefur heldur ekki breytt neinu með sínum kærleiksboðskap í Afríku. Desmond Tutu ekki heldur. Allt hjálparstarf í rugli og spillingu gagnvart alþýðu manna.

Ekki má minnast á hve Kínverjum tókst vel að hjálpa sínu fólki í náttúruhamförunum. Þeir hafa ekki á sér yfirbragð kærleikans og mannúðarsjónarmiða. Þá eru öll verk þeirra dæmd af hinu illa.

Ef heiminum væri stjórnað með sömu taktík og Kínverjar gera, þá væri meiri jöfnuður meðal fólks í dag og færri kraftaverkaloddarar eins og Benny Hinn og Todd Bentley Smella hér.

Ekki mæli ég þó með kommúnismanum sem slíkum.

Sigurður Rósant, 16.7.2008 kl. 07:53

8 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Sigurður Indland er ekki eins og ísland, það er eins og evrópa.  Svo stórt að það er ekki hægt að ætlast til að einn maður geti breytt öllu þar.

Á flestum stöðum í Indlandi eru konur mjög sterkar, það er frekar að fólk sé illa trítað ef það er í undirstéttum.

Kína er nú ekki land til fyrirmyndar en þú hefur kannski ekki fylgst með hvað er að gerast í Tíbet eða finnst þér kannski í lagi að útríma slíka "kærleiks og kraftaverkaloddara" 

Það er rosaleg spylling í kína og eins og þú segir ekki eru þeir þekktir fyrir kærleika og mannúðarsjónarmið.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 16.7.2008 kl. 09:10

9 Smámynd: Sigurður Rósant

Þegar ég skrapp til Indlands og þú að verða 9 ára stúlka, Nanna, þá bjuggu Brahmanar, æðsta stétt Hindúa í víggirtum einbýlishúsum með flotta bíla fyrir utan sínar villur.

Millistéttarfólk bjó í steinsteyptum blokkum, tilbúin undir múrvinnu, án rennandi vatns en með rafmagnsköplum fyrir útvarp og sjónvarp.

Fátækasta fólkið bjó í hreysum búin til úr því sem hirt var af ruslahaugum. Salerni þeirra var næsti pollur eða skurður. Vatni var dælt úr sameiginlegri vatnsæð með handknúinni brunndælu.

Daglaun verkafólks í byggingavinnu voru 60 rúpíur, eða sem nam 10 salmónellusýktum skyndibitamáltíðum. Var þetta skárra þegar þú kíktir þarna við?

Rúmur milljarður manna í Indlandi nær aldrei að nálgast þau lífsgæði sem Evrópubúar hafa náð. Mannfjölgunin er óleysanlegt vandamál undirstéttanna.

Sigurður Rósant, 16.7.2008 kl. 10:28

10 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Sagði aldrei að lífgæðin þar væru góð.  Ég veit ekki hvað þú heldur að ég sé gömul en ég þekki ágetlega til þar enda er systir mín með fyrirtæki þar og fer oft á ári.

Veit að þar er fólk með mjög mikla penninga og aftur á móti fólk með næstum enga penninga.  Ástandið er eins en það er nákvæmlega svona líka í kína sem þú dásamaðir.

Mannfjölgunin er óleysanlegur vandi það var það sem að segja.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 16.7.2008 kl. 10:36

11 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sigurður Rósant

Hverju breitti Jesú á meðan hann lifði ?

Ef eitt stikki keisari að Nafni Konstantínus hefði ekki tekið upp á því að frelsast .. værum við líklega nátturutrúar en ekki tilbiðjandi mann sem er sárkvalin á krossinum.  

Brynjar Jóhannsson, 16.7.2008 kl. 11:01

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég þakka öllum fyrir þeirra athugasemdir.

Sínum augum lítur hver á silfrið sannast hér enn og aftur. Ég hef samt aldrei getað skilið þá áráttu að lasta það góða vegna þess að eitthvað annað er vont.

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.7.2008 kl. 20:11

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ansi fulyrðingaglaður karlinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.7.2008 kl. 20:57

14 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já, Jón enda segir hann, "

NEI, sem er sagt af innstu sannfæringu er meira og betra en JÁ sem sagt er til að geðjast öðrum eða, það sem verra er, til að forðast vandræði.

Minnti mig strax á þig :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.7.2008 kl. 21:12

15 Smámynd: Sigurður Rósant

Hví spyrð þú mig um Jesús, Brynjar?

Ég hef ekkert nema hálfkveðnar misvísandi vísur um þann mann. Var ekki ein á þá leið að hann hefði breytt vatni í vín?

Eftir margra ára pælingar hef ég samt séð að Jesús braut á bak aftur kverkatak Gyðingdóms á alþýðu manna og opnaði leið trúleysis eða trúfrjálsra manna þó að hann hafi ekki ætlað sér það.

Við trúfrjálir, vantrúaðir, trúleysingjar og skurðgoðadýrkendur höfum æ síðan átt vinsamleg samskipti við kristna menn. Svona oftast nær. Þess vegna höfum við þróast í átt til þess sem við höfum náð í dag.

Þessi kokkteill kom Evrópumönnum og Ameríkumönnum að verulegu gagni.

Sigurður Rósant, 17.7.2008 kl. 00:11

16 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sigurður

Ástæða þess að ég nefndi þann ágæta mann að nafni Jesú var vegna þess að hann minnir mig um margt á Gandí. 

Ég efast ekki að krissi Kallin hafi verið mætur maður en þykir mér kraftaverkabúningurinn sem hann klæddur var í oft ansi "íslendingasögulegur". Eina sem ég er að benda á að ef Konstandínus Keisari hefði ekki tekið upp á því að frelsast þá væri krossarinn líklega ekki sú goðsagnavera sem hann er í dag. Ég er að benda á það að vegna manngæsku sinnar var jesú krossfestur en vegna manngæsku sinnar var Gandi skotinn. Munurinn á Ghandí og jesú var sá að Ghandí tókst að sameina eina stærstu þjóð heims í baráttu gegn kúgun Breta á meðan Aðhangendur Krissa karlsins voru rétt eða yfir tvö þúsund talsins ( að mér skylst ekki áræðanleg heimild). Það var raun vegna útbreiðslu trúar eftir dauða hans sem að kristnin naut þeirra gríðalegu vinsælda sem hún hefður til dagsins í dag. 

Brynjar Jóhannsson, 18.7.2008 kl. 05:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband