Hér er Guð um Dyaus Pitar, frá Zeus til Júpiters

fingerstouchblbrsmÉg varð snemma þeirrar skoðunar að ef til væri Guð, væri það sami Guð sem fólk tilbað hvar sem það var statt á jörðinni og hvaða nafni sem það nefndi Hann. Ég varð þess einnig fullviss að þessi sami Guð hafði verið ákallaður allt frá því að heili mannsins varð nægjanlega stór til að geta rúmað hugsun um hann og málfærin nógu þroskuð til að nefna hann.

Hinn upphaflegi Guð Aria var þekktur var meðal allra Indó-Evrópskra þjóða. Nafn hans var Dyaus Pitar (Guðlegi Faðir) sem er sama og gríska heitið Zeus Pater, eða  Júpiter og Desus á Latínu. Forn-germönsku er nöfn hans eru Tiu eða Ziu, og á norsku Tyr. Önnur nöfn hans voru; Hinn himneski (Á sanskrít Varuna, grísku Ouranos) eða Vinurinn (sanskrít Mitra, persnesku Mithra). Með líkingum og dæmisögum var öðrum nöfnum smá saman bætt við. Hann var kallaður „Sunna“ „ Hinn máttugi“ og  „Vörður reglunar“.  Hinn helgi logi eða eldur“ (Á sanskrít Agni, á Latínu Ignis, á Grísku Hagnos), sem notaður var við tilbeiðslu og fórna,  vakti með fólki sterkar kenndir og honum voru fljótlega eignaðir guðlegir eiginleikar. People%20Listening%20Around%20Globe

Víst er að söguþulir krydduðu sögur sínar og eignuðu Guði ýmsar mannlegar kenndir. Sögurnar voru kryddaðar með ást og afbrýðisemi, stríði og drykkjulátum og goðsagnirnar urðu til. Jörðin varð að brúður Guðs og dró sem slík að sér eigin fylgjendur sem tilbáðu hana sem „himnadrottninguna“ sem brátt varð einnig að frjósemigyðju. Þar sem ritmál var ekki til og engir spámenn Guðs komu fram til að viðhalda átrúnaði hans, varð til fjölgyðistrú. Jafnvel í sterkum eingyðistrúarbrögðum eins og Gyðingdómi, Kristni og Íslam er hægt að finna dæmi um hversu fljótt eingyðistrú spillist og verður að fjölgyðistrú. Fjölgyðistrú á meðal Grikkja og Aría eru vitnisburður um uppfinningasemi sagnaþula en ekki sönnun um að eingyðistrú til forna hafi ekki verið ástunduð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Fólk notar trúarbröð til að skýra hluti sem það skilur ekki. Ætli fólk hafi byrjað að trúa á guði útaf því að það skildi ekki ýmsa hluti svo hafa trúarbrögðin breyst með tímanum. Góð grein hjá þér Svanur.

Skattborgari, 10.7.2008 kl. 23:26

2 Smámynd: egvania

Svanur, ég er á sama máli og þú við tilbiðjum öll eina og sama Guðinn það sem skilur á milli er það hvað við köllum Hann.

egvania, 12.7.2008 kl. 11:22

3 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Við tilbiðjum ekki öll einn og sama guðinn, því sum okkar tilbiðja engan guð. notum ekki trúabrögð til að skýra hluti sem við skiljum ekki, heldur annað hvort sættum við okkur við að við skiljum ekki allt, eða reynum að finna raunverulega skýringu. Ég meina ekki að það sé neitt betra, bara að við erum líka til sem ekki tilbiðjum nokkurn guð.

takk fyrir skemmtilegan pistil

Ásta Kristín Norrman, 12.7.2008 kl. 22:56

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Skatta og Ásgerði þakka ég athugasemdirnar.

Ásta reit;.."bara að við erum líka til sem ekki tilbiðjum nokkurn guð."

Satt er það Ásta og ég hef ekkert við það að athuga. Þeir sem ekki þurfa neina skýringu á tilgangi lífsins eða finnst þeir geti sjálfir ákvarðað hann, er enginn þörf á Guði. Þeir beina hvötum sínum til að þekkja og elska í annan farveg en til Guðs eða að einhverju efnislegu væntanlega. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.7.2008 kl. 23:32

5 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Alveg rétt

Ásta Kristín Norrman, 13.7.2008 kl. 06:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband