Demi-guðir á Íslandi fyrir 38 árum. Varst þú þar?

alla1970 þegar hippamenningin stóð sem hæst hér á Íslandi, komu demi-guðirnir í Led Zeppelin til landsins og léku fyrir 2.5% af þjóðinni, (meðal hans undirritaðan) sem var ekki minna en 5000 manns í Laugardagshöll. Ferðin til Íslands hafði varanleg áhrif á sveitina því á meðan dvöl hennar stóð á landinu samdi Robert Plant textan við eitt þeirra frægasta lag Immigrant song.

Úr Söngleiknum "ÉG elska alla"  

Robert sagði í viðtali um tilurð textans; We went to Iceland, and it made you think of Vikings and big ships... and John Bonham's stomach... and bang, there it was - Immigrant Song!

Textinn fjallar að sjálfsögðu um Ísland og Leif Eiríksson og var frumflutt á tónleikum Í Bath á Englandi,  aðeins sex dögum eftir tónleikana á Íslandi.  Lagið kom út á plötu þeirra Led Zeppilin III og var yfirleitt opnunarlag þeirra á tónleikum eftir það. Hér kemur þessi frægi texti sem sýruhausarnir brutu svo mikið heilann yfir "hvað þýddi í raun og veru".

Ah, ah,Led_Zeppelin_on_stage_1977
We come from the land of the ice and snow,
from the midnight sun where the hot springs blow.
The hammer of the gods
Will drive our ships to new lands,
To fight the horde, singing and crying:
Valhalla, I am coming!
On we sweep with threshing oar,
Our only goal will be the western shore.
Ah, ah,
We come from the land of the ice and snow,
from the midnight sun where the hot springs blow.
How soft your fields so green,
Can whisper tales of gore,
Of how we calmed the tides of war.
We are your overlords.
On we sweep with threshing oar,
Our only goal will be the western shore.
So now youd better stop and rebuild all your ruins,
For peace and trust can win the day
Despite of all your losing.

Hér er sjónvarpsfréttin af komu þeirra til landsins og viðtal við Robert Plant.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Ekki var ég nú þar, sökum ungs aldurs.  Heldur ekki í Saltvík, eða Glaumbæ...

Hins vegar man ég vel hvað mér fannst svalt að geta sagt "Immigrant Song, well it´s actually about Iceland", nokkrum árum seinna, þegar franskir hippar ætluðu að fara að kynna mig fyrir Led Zeppelin í þeirri trú að stelpa frá þessu litla skrýtna landi gæti ómögulega vitað hverjir það væru... 

Hildur Helga Sigurðardóttir, 6.7.2008 kl. 17:34

2 Smámynd: Gulli litli

Þetta eru töffarar.

Gulli litli, 6.7.2008 kl. 17:38

3 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Því miður var ég ekki á tónleikum Led Zeppelin en plöturnar þeirra voru spilaðar lengi á eftir og það ekki á lágu nótunum. Moody Blues voru samt alltaf í meiri metum hjá mér.

Marta Gunnarsdóttir, 6.7.2008 kl. 20:53

4 identicon


Ég var aðeins níu ára þegar þeir spiluðu í Höllinni.  Eitthvað var ég að sniglast þarna fyrir utan á hjólinu mínu.  Heyrði vel óminn af hljóðfæraleiknum en þetta heillaði mig svo sem ekki.  Mig minnir þó að veðrið hafi verið allþokkalegt.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 23:41

5 Smámynd: Kreppumaður

Missit af tónleikunum vegna þrjósku.  Ég neitaði að koma í heiminn fyrr en tveimur árum síðar.

Kreppumaður, 7.7.2008 kl. 01:55

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég var þar.  Jájá á svölum og ólétt í þokkabót.

Annars er ég að lesa sögu Zeppelin og þar kemur fram að Immigrant song hafi orðið til og reyndar verið spilaður fyrir Íslandsför.  Að lagið hafi orðið til vegna áhuga Plant á víkingum.

Svo segir bókin en hitt er flottara.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.7.2008 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband