Hvernig á að búa til gott te

  1. Fyllið ketilinn af köldu fersku vatni. tea
  2. Hitið ílátið og látið tepokann í bollann eða tekönnuna.
  3. Látið vatnið sjóða og hellið því síðan í bollann eða tekönnuna og hrærið í.
  4. Bíðið í  2-3 mínútur og allt upp í sex mínútur ef tekannan er stór. Þessi bið er mikilvægasti þáttur tegerðar. Teið er ekki tilbúið þótt bæði litur og kaffín hafi borist út í vatnið nánast strax. Sjálft bragð tesins tekur lengstan tíma að berast út í vatnið. Nauðsynlegt er að halda teinu heitu þann tíma sem beðið er eftir bragðinu.
  5. Hellið teinu í bolla (ef tekanna er notuð) 
  6. Næst er sett sætuefni (sykur, hunang) í teið ef þú notar það á annað borð og hrært í. Ef þú notar mjólk er henni bætt í síðast og aftur hrært í. 

 Ef þú ert ekki sammála þessu þá getur þú spreytt þig á tegerðarprófinu hér.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Te er gott en kaffið er best.

Skattborgari, 7.7.2008 kl. 19:38

2 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Ég er ekki alveg sammála þér núna Svanur. Þegar te er lagað í tepotti (könnu) á að setja mjólkina í bollann á undan teinu. Það er kannski dálítið annað mál þegar teið er lagað beint í bollann.

Aðalsteinn Baldursson, 8.7.2008 kl. 01:21

3 identicon

Ég er kaffifíkill mikill en ég drekk samt te daglega og laga það einmitt á mjög svo svipaðan hátt og þú lýsir. Tek undir að biðin eftir bragðinu er mikilvæg.

Ragga (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 07:56

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

te er gott, ég nota alltaf laust te !

kveðja til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 8.7.2008 kl. 10:43

5 Smámynd: egvania

Ó, nei Svanur minn ég drekk bara kaffi og er mjög svo sérvitur, ég vil hafa það bragðmikið.

 Female Coffee Drinker 





egvania, 8.7.2008 kl. 11:34

6 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Þakka skemmtilega uppskrift að tei. Þetta er skemmtileg "serímónía" við að vanda sig við að dekra við sjálfan sig.  Ég drekk oft te og þá með smurðu brauði með osti og/eða sultu (rabarbara). Það hef gert frá því ég var rétt kominn á táningaaldurinn.  Ég er mjög hrifinn af Earl Grey tegundinni, þessari með viðbætta ilmefninu.  Annars bara Melroses, þetta venjulega.

Hinsvegar; fyrir kaffifíkla (ég er einn af þeim), þá er lykillinn að góðu kaffi sá, að vatnið sem er notað í uppáhellinguna sé ekki yfr 80°C.  Ef vatnið er látið sjóða, þá að leyfa því að kólna niður í u.þ.b. þessar 80°C. 

Hví þessar serímóníur?  Jú, þá verður kaffið ekki beizkt.  Vissar beizkar olíur sem eru í kaffibaununum, losna þá ekki úr læðingi, en kaffínið er í bollanum með góða bragðinu.  Þetta lærði ég í Austurríki og Þýskalandi þar sem bestu kaffihúsin eru.

Vesgú!

Björn bóndi.

´

Sigurbjörn Friðriksson, 8.7.2008 kl. 11:39

7 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Ein viðbót - fyrir Ásgerði Einarsdóttur.  Ólíkt því sem ég hélt, þá hefur hitastigið á vatninu ekkert með styrkleik kaffisins að gera.  Ég er nefnilega með "togarakaffisstyrkleika" í uppáhaldi hjá mér - en - óbeizkt.

Björn bóndi.

´   

Sigurbjörn Friðriksson, 8.7.2008 kl. 11:43

8 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Hinsvegar nota ég alltaf sjóandi vatn í tebruggunina mína - því er gott að hita bollann fyrirfram líka!

Kveðja aftur,

Björn bóndi.

´ 

Sigurbjörn Friðriksson, 8.7.2008 kl. 11:48

9 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

5. orð átti að vera sjóðandi.

Kk, Bb.

´ 

Sigurbjörn Friðriksson, 8.7.2008 kl. 11:49

10 identicon

Drekk ekki kaffi en stundum te, alls ekki setja mjólk í teið mitt það eiðileggur teið.

kveðja Ingó

Ingó (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 11:54

11 Smámynd: Skattborgari

Það skiptir miklu máli að nota te sem þér líkar við. Ég er mikill kaffidrykkjumaður drekk upp undir 1.5lítra á dag og finnst sumt kaffi æðislegt en annað vont það sama á við um te.

Skattborgari, 12.7.2008 kl. 22:20

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir athugasemdirnar bæði te og kaffi drykkjufólk. Langaði aðallega að koma þessu með bragðið á framfæri, því ég hef drukkið svo mikið af bragðlitlu te yfir ævina, enda allt og óþolinmóður.

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.7.2008 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband