Fimm merkustu konur allra tíma

elizabeth_levina_teerlingmotherofgodTeresaPrincess_of_Walesd7b66a6a3ba13821

Umræðan um jafnrétti heldur áfram sem betur fer því margir segjast sjá þess merki að enn hafi ekki náðst fullt jafnrétti kynja á Íslandi þrátt fyrir löggjöf og reglugerðir sem áttu að tryggja það. Hvað veldur?  Er t.d. möguleiki að konum skorti fyrirmyndir?

Þegar spurt er; hverja þú mundir telja fimm merkustu karlmenn heims, fyrr og síðar, skortir ekki svörin hvorki hjá körlum eða konum.

Kristur og Napóleon, Gandhi og Alexander Mikli, Sókrates og Shakespeare eru meðal þeirra sem títt eru nefndir. Af nægu er að taka, stórmennin eru mörg og skoðanir manna fjölbreyttar.

En ef fólk er beðið að nefna fimm merkustu konur allra tíma, vefst mörgum tunga um tönn. Þegar búið er að nefna mömmu og eiginkonuna koma yfirleitt þekktar leikkonur eða stjórnmálakonur síðustu aldar helst upp í hugann.

Til að sanna eða afsanna þessa kenningu langar mig að efna til smá könnunar meðal lesenda þessa pistils. Ég skora á ykkur að nefna í réttri röð þær sem ykkur finnst vera fimm merkustu konur allra tíma. Ekki er nauðsynlegt að rökstyðja svarið sérstaklega en ef konurnar eru ekki kunnar er vel við hæfi að birta stutta skýringu. Fróðlegt verður einnig að sjá, ef þátttakan verður góð, muninn á þeim sem karlar velja og þeim sem konur velja. Ef ástæða er til mun ég vinna úr svörunum og birta þær niðurstöður fljótlega.

Indira Ghandicurie070627_thatcher_vmed_12p_wideccleopatra_Alexandrina-Victoria-Hanover

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

1. Tina Turner

2. Eva Cassidy 

3. Eilsabet taylor

4. joan of ark

5. Mamma 

Brynjar Jóhannsson, 5.7.2008 kl. 13:14

2 identicon

Þetta er ákaflega vel til fundið hjá þér!

Merkustu konurnar að mínu mati:

1. Vigdís Finnbogadóttir

2. Vigdís Grímsdóttir

3. Bríet Bjarnhéðinsdóttir

4. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

5. Hillary Clinton

ErlaHlynsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 15:50

3 Smámynd: Snorri Bergz

1. Ólafía Jóhannsdóttir, Theresa nunna, mamma, amma og amma. Málið dautt.

Snorri Bergz, 5.7.2008 kl. 16:33

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

mamma, Florence Nightinggale. Vigdís Finnbogadóttir, Indira Gandhi, Benasir Bhutto

Hólmdís Hjartardóttir, 5.7.2008 kl. 17:11

5 identicon

Í tímaröð:

Cleopatra

Jóhanna af Örk

Florence Nightingale

Victoría bretadrottning

Bríet Bjarnhéðinsdóttir

Kolbrún Sig (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 18:23

6 identicon

Suzy Quatro

Chrissy Hynde

Ann og Mary Wilson

Ellý Vilhjálms 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 19:44

7 Smámynd: Gulli litli

Mér finnst eins og vanti Pamelu Anderson á listann........

Gulli litli, 5.7.2008 kl. 19:45

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

1.María Magdalena, 2.móðir Teresa, 3.Jóhanna af Örk, 4.Róslin, 5. Ég !

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.7.2008 kl. 21:38

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Helena frá Trjóu..

María Magdalena

Hallgerður Langbrók

Florence nightengale

johanna af örk

allt saman konur sem breyttu veraldarsögunni .. mismikið þó.

Óskar Þorkelsson, 5.7.2008 kl. 21:38

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he ég og Jóhanna erum sammála í 2 af 5 og sendum inn á sömu mínútu :)

Óskar Þorkelsson, 5.7.2008 kl. 21:39

11 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Cleopatra
Florence Nightangel
Marie Curie
Jóhanna af Örk
Katrín Mikla

Jón Aðalsteinn Jónsson, 5.7.2008 kl. 22:02

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

1. Ísabella I - Fyrir að senda Kólumbus til indlands með því að sigla vestur sem varð til þess að Ameríka "fannst"

2. Rosa Parks - Fyrir að segja nei þegar hún var beðin um að standa upp.

3. Simone de Beauvoir - Fyrir merkileg og tímamótandi skrif sín varðani konur "maður fæðist ekki kona, heldur verður kona"

4. Marilyn Monroe - Fyrir gyðjukennd áhrif sín á seinni hluta 20.aldar.

5. Katrín Mikla - Fyrir að ríkja 34 ár í Rússlandi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.7.2008 kl. 22:57

13 identicon

Elísabet bretadrottning

Emma Goldman

Rosa Parks

Bríet Bjarnhéðinsdóttir

Patti Smith

Guðmundur (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 00:35

14 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þakka öllum sem Þegar hafa tjáð sig. Nú fer þetta að verða svolítið spennandi og ákveðnar línur jafnfram að myndast. Aftur hvet ég alla sem þetta lesa til að taka þátt í þessu því þetta er afar fróðlegt. Lýtt þekkt nöfn  (fyrir utan mömmur og ömmur) eru farin að sjást og það er frábært.

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.7.2008 kl. 00:53

15 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Ég skal taka þátt ef þið skammið mig ekki fyrir að vita líklega ekki hvernig á að skrifa sum nöfnin... les og skrifblinda mín er þar um að kenna...

Móðir jörð litla líkneskið af óheirilega fallegri konu

María Magdalena fyrir byrtuna sem hún ber

Jóhanna af Örk... þvílíkt kvenndi...

Vigdís Finnboga...

Hólmfríður Guðmundsdóttir kennari/skólastjóri 

Margrét Ingibjörg Lindquist, 6.7.2008 kl. 03:42

16 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Í engri ákv. röð:
Florence Nightingale.
Rosa Parks.
Vigdís Finnbogadóttir.
Guðríður Þorbjarnardóttir.
Indira Gandhi.

Hvort að þetta séu fimm merkustu konur allra tíma er umdeilanlegt en þessar allar eiga sinn sess á lista sem þessum. Að vísu á það við um fjölmargar aðrar en ég læt þetta duga.

Aðalsteinn Baldursson, 6.7.2008 kl. 04:28

17 Smámynd: Rebekka

Í engri sérstakri röð:

Rosa Parks

Kleópatra

Emmeline Pankhurst

Marie Curie

Elísabet I Bretadrottning

Rebekka, 6.7.2008 kl. 09:55

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

1. Alice Paul (sú sem var í forsvari fyrir amerísku súfragetturnar sem náðu fram kosningarétti bandarískra kvenna).

2. Vigdís Finnbogadóttir.

3. Móðir Theresa.

4. Briet Bjarnhéðinsdóttir.

5. Tyrkja Gudda.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.7.2008 kl. 11:07

19 identicon

Hér er minn listi:

Marie Currié, Astrid Lindgren, Rosa Parks, Elísabet fyrsta Englandsdrottning og Indira Ghandi

Anna

Anna (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 11:49

20 Smámynd: Hlynur Hallsson

Rosa Luxemburg fær mitt atkvæði. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 6.7.2008 kl. 11:55

21 identicon

Góð hugmynd sem fær mann til að hugsa, eins og þú bendir á, hvort okkur vanti meiri og fjölbreytari kvenfyrirmyndir.  En þegar maður hugsar málið aðeins betur þá koma ýmsar merkar konur upp í hugann.  Þar sem vér Íslendingar (karlar sem konur) höfum kannski ekki haft mikil áhrif á veraldarsöguna þá ætla ég að taka mér það bessaleyfi og nefna fimm erlendar og fimm íslenskar konur.  Vona að fyrirgefist sú framhleypni :-) 

Af erlendum koma fyrst í hugann: Móðir Theresa, Rosa Park, Elísabet núverandi bretadrottning, Florence Nightingale, Margrét Thatcher

Af íslenskum: Vigdís Finnbogadóttir, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Björk, Rannveig Rist og síðast en alls ekki síst Þórunn Helgadóttir sem stýrir ABC hjálparstarfinu í Kenya

Ása (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 12:51

22 identicon

Vigdís Finnbogadóttir, Rosa Parks, Alice Paul, Rachel Carson (Raddir vorsins þagna), Ang San Suu Kyi (Myanmar)

Flottar sterkar konur

kv. Ásta

Ásta (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 22:26

23 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég verð að vera með:

  • Vigdís Finnbogadóttir.
  • Ayaan hirsi ali.
  • Móðir Theresa.
  • Konan mín hún Eva
  • Margot wallström

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.7.2008 kl. 23:28

24 Smámynd: Kreppumaður

Það væri freistandi að segja: allar þær konur sem hafa umborið mig lengur en tvo klukkutíma!

En ég segi: 

1.  Eva:  fyrir að stuðla að falli mannsins.

2.  Boudicca (stafað samkvæmt Agricola Tacius):  hefndi eiginmanns síns með uppreisn gegn Rómverjum á Bretlandi.

3.  Joan (Agnes): sem varð fyrst og ein kvenna til þess að verða páfi 855-858, þótt að margir efist um sannleiksgildi heimilda um það.

4.  Hallgerður Höskuldsdóttir og Bergþóra Skarphéðinsdóttir: fyrir að vera stoltustu og hefnigjörnustu konur allra tíma og etja körlunum í kringum sig í botnlausa vitleysu.

5.  Astred Lindgren og Tove Jansson: fyrir að auðga ímyndunarafl mitt og fegra bernsku minningar mínar. 

Kreppumaður, 7.7.2008 kl. 02:24

25 identicon

merkustu konunar fyrir mér er líklega

Katarína mikla

Elísabet fyrsta

Kleópatra

María skotadrottning

Vigdís Finnbogadóttir

Ingó (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 11:48

26 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Kreppumaður!  Þarna varstu góður!!

Kv.

Björn bóndi.

´

Sigurbjörn Friðriksson, 8.7.2008 kl. 12:00

27 Smámynd: Andrea

Allt vaðandi í góðum konum hérna!
Móðir Theresa mætti vera þarna líka

En mér finnst þetta svo fróðlegt að ég er upptekin við að gúggla þær konur hérna sem ég þekki engin deili á! Og þær eru sko nokkrar!
Frábært framtak Svanur

Andrea, 8.7.2008 kl. 12:23

28 identicon

Rétt hjá Birni bónda; Kreppumaður hefur óvenjulega skoðun á "merkilegheitum" kvenna.  En Lucrezia Borgia sló þó Hallgerði og Bergþóru við nokkrum hundruð árum seinna....

Kolbrún Sig (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 15:25

29 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Rosa Parks

Patti Smith

Vigdís Finnbogadóttir

Margrét Pála Ólafsdóttir

Björk

 ...allar fyrir að storka  rykföllnum gildum sem máttu og mega missa sín.

Georg P Sveinbjörnsson, 10.7.2008 kl. 03:08

30 Smámynd: Svartagall

Kleópatra

Jóhanna af Örk

Jane Austen

Marie Curie

Simone de Beauvoir

Svartagall, 10.7.2008 kl. 10:21

31 Smámynd: Eydís Hentze Pétursdóttir

Jeannine Parvati Baker - Fyrir að vera nútíma kven- og móðurgyðja

Simone de Beauvoir - Af augljósum ástæðum

María Mey - Af augljósum ástæðum

Vigdís Finnbogadóttir - Af augljósum ástæðum

Rosa Parks - Fyrir að sitja sem fastast

Eydís Hentze Pétursdóttir, 10.7.2008 kl. 13:29

32 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Marie Curie verður að vera á þessum lista, sem og a.m.k. einhver af kvenréttindakonum 19. aldar s.s. Rosa Luxemburg, Emmeline Pankhurst eða Clara Zetkins.

Kristján Hrannar Pálsson, 10.7.2008 kl. 14:16

33 identicon

Ekki í sérstakri röð

Vigdís Finnbogadóttir

Hallgerður og Bergþóra

Bríet

Theresa

Cleopatra

.. svo gæti maður nefnt svo margar sem hafa haft veruleg áhrif á söguna en þetta eru þær sem komu fyrst uppí hugann

Alma (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 14:27

34 Smámynd: Skattborgari

Best að komameð nokkrar hugmyndir í engri sérstakri röð

Vígdís fingbogadóttir 

Móðir Theresa 

Katrín mikla

 Járnfrúin (man ekki nafnið í augnablikinu)

Cleopatra 

Skattborgari, 10.7.2008 kl. 23:01

35 Smámynd: Guðmundur Pálsson

 Eftirfarandi konur eru að mínu áliti merkustu konur mannkynssögunnar.  , takið þessu aðein smeð bros á vör. Aðeins sú fyrsta er raunverulega fremst þeirra allra auðvitað en hinar eru allar hnífjafnar.

1 María kona Jósefs og móðir Krists.

2. Hin venjulega kona, íslensk eða erlend sem hefur ekket nafn en sinnir fjölskyldu og börnum af ástúð. Konan sem tengir alla saman, verndar, huggar og hefur tíma. Konan sem konur fyrirlíta - en menn elska.

3. Móðir Theresa, albanska konan sem sinnti hverjum sem þurfti á henni að halda.

4. Móðir mín, venjuleg kona en ein sú snjallasta sem um getur.

5. Konan mín. Ég á ekki orð.

Konur hafa áhrif á mannkynsöguna með því að hafa áhrif á persónur ( sjaldnast atburði) sem breyta rás sögunnar. Enginn karlmaður getur komið í stað konu  - og þeirrra áhrifa sem hún hefur. Konur eru snillingar. Þetta er hin eilífa kvennabylting sem enginn getur stöðvað.

Guðmundur Pálsson, 10.7.2008 kl. 23:08

36 Smámynd: Guðjón Ó.

Konan mín

Móðir mín

Elísabet I bretadrotting

Florence Nightingale

Eva

Guðjón Ó., 11.7.2008 kl. 22:02

37 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hvað er svona merkilegt við eiginkonurnar ykkar annað en það að þær völdu ykkur sem eiginmenn ?  eru þessar færslur til þess að ganga í augun á þeim ?  frekar aumt ef þið spurjið mig.. sem þig gerið eflaust ekki. 

Óskar Þorkelsson, 11.7.2008 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband