Trúir þú á drauga - Frægasta Draugaljósmyndin

Fredy JacksonÞetta er án efa þekktasta draugamynd í heimi. Myndin er tekin árið 1919 en var ekki birt opinberlega fyrr en árið 1975. Myndin var tekin af Sir. Victor Goddard foringja í breska flughernum. Ljósmyndin er af flugsveit Sir Goddards sem þjónað hafði um borð í HMS DAEDALUS í fyrri heimsstyrjöldinni. Á myndinni birtist auka andlit að hálfu hulið en samt afar greinilegt. Á bak við flugmanninn sem er fjórði frá vinstri í efstu röð er að sjá andlit manns sem ekki átti að vera á myndinni. Það er sagt vera af manni sem hét Freddy Jackson, flugvirkja sem dáið hafði tveimur dögum áður en ljósmyndin var tekin, þegar að flugvélarhreyfill skall í höfuð hans. Útför Freddy var gerð sama dag og myndin var tekin. Allir meðlimir sveitarinnar sem fengu myndina eða sáu hana staðfestu að þetta væri andlit andlit Freddys.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Það eru til fullt af myndum um drauga þar sem það er ervitt að halda öðru fram en sanni tilvist þeirra.

Skattborgari, 11.7.2008 kl. 00:35

2 Smámynd: Skattborgari

Ég er hlutlaus vill fá 100%sannanir sem ég mun sennilega ekki fá næstu 20árin allavega kannski aldrei.

Skattborgari, 11.7.2008 kl. 00:37

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Skatti.

Ertu kominn með nýtt nick eða er þetta þitt rétta nafn :)

Það er ekkert hægt að sanna í þessu myndamáli held ég. Sumt er bara svo skemmtilega dularfullt að maður tekur eftir því. Ekki að þessi mynd t.d. segi eitt eða neitt um tilvist anda eða drauga. Fyrir mig er hún bara tákn um að margt er skrýtið í kýrhausnum. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.7.2008 kl. 01:02

4 Smámynd: Skattborgari

Kíktu á nýjustu færsluna hjá mér þá sérðu af hverju ég er með þetta nafn. Er að sýna fram á hvað það er auðvelt að skrifa undir með fölsku nafni.

Kveðja skattborgari 

Skattborgari, 11.7.2008 kl. 01:04

5 Smámynd: Halla Rut

Helstu skýringar manna á svona myndum er að myndir voru oft teknar ofaní hvora aðra..... Veit lítið hvernig það virkar en las um það fyrir einhverju síðan í vísindablaði.

Halla Rut , 11.7.2008 kl. 01:20

6 Smámynd: Skattborgari

Myndavélar voru ófullkomari í gamla daga og það getur verið að það hafi hluti af eldri mynd verið í vélinni þegar að ný var tekin. Ljós smitast á milli eða eitthvað svoleiðis ekki spyrja mig hvernig google.com ef einhver nennir fletta því upp.

Skattborgari, 11.7.2008 kl. 01:23

7 Smámynd: Halla Rut

Og kannski laug hann því bara að hann væri dauður...

Halla Rut , 11.7.2008 kl. 01:29

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hæ Halla. Já það eru ansi margir búnir að rýna í þessa mynd og á dögum fótósjopps virkar hún ekki trúverðug. Samt hefur ekki komið fram sennileg skýring á þessari mynd. Við Ofanítökum mundu aðrir hlutar myndarinnar hafa sést líka. Ef Gobbard hefur falsað myndina þá er það gert með óþekktri aðferð. -

Ég hef séð íslenska mynd af reiðhesti á spretti með knapa. Í faxi hestsins sést greinilega andlit sem mér var sagt að væri af látnum afa knapans. - Það sem gerði myndina svo merkilega var að andlitið var myndað af hvernig faxið féll í vindinum. Auðvitað algjör tilviljun en einkennileg tilviljun samt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.7.2008 kl. 01:39

9 Smámynd: Gulli litli

Halla, thad á aldrei ad eydileggja góda sögu med snnleikanum! Er ad lesa íslenskar thjódsögur núna sem eru uppfullar af draugagangi og gæsahúd. Bara gaman...

Gulli litli, 11.7.2008 kl. 04:35

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gaman að þessu. sennilega hefur þetta verið plasma sem oft er á sveimi löngu eftir að við sálin

er farinn á hærri plön. það er þess vegna sem ég ætla að láta brenna mig þeger ég fer, ekkert plasma að á sveimi eftir mig, og plasma sem hefur enga vitund :O9

kær kveðja

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 08:04

11 Smámynd: Sigurður Rósant

Mér sýnist þetta vera mynd af sama manninum, en án húfu. Á þessum tíma voru myndir festar á glerplötur og lýsingin tók lengri tíma en gerist í dag. Hann gæti hafa mætt á síðustu stundu til myndatökunnar.

Aftari myndin þegar hann er ekki alveg búinn að stilla sér upp og húfulaus. Sú fremri þegar hann er búinn að setja húfuna á höfuð sér og stendur kyrr nógu lengi til að festast á glerplötu-filmuna.

Svona kúnstir er meira að segja hægt að leika eftir í dag, en þetta atvik hefur verið óviljandi gert. Myndin er síðan birt 56 árum síðar og þeir fáu sem eftir voru lifandi úr hópnum búnir að tapa talsvert af minni sínu er "dómnefnd" ber undir þá þessa spurningu.

En þetta er ein aðferð til að ala á trú manna um framhaldslíf.

Sigurður Rósant, 11.7.2008 kl. 08:59

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Gulli, alveg sammála. Stundum er betra að láta söguna standa :)

Steinunn, áttu við svona útfrymi eins og margir miðlar hafa sagst geta kallað fram?

Sigurður; Já mikið satt, það væri ekki mikill vandi að sjoppa svona mynd í dag. En tilgáta þín um að þetta sé sami maðurinn og sá sem er með húfuna fyrir framan er einnig áhugaverð. Ég treysti mér samt ekki til að segja til um það.

Þegar ég var að setja greinina saman gerðist dálítið undarlegt. Þegar ég var að stafa nafn Freddys og kominn að ainu í Jacksson, festist takkinn á tölvunni niðri og áður en ég gat náð að stoppa hann voru komin fleiri hundruð a á síðuna. Þetta er nýleg tölva og svona hefur aldrei gerst fyrr. Ég verð að viðurkenna að það fór svolítið um mig :)

Guðlaug; manstu hvað þú sást þessa mynd. Ég er nokkuð viss um að hún hafi verið í einkaeign hjá afasystur minni sem bjó á Bergþórugötunni í Rvk.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.7.2008 kl. 10:35

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Framliðnir geta verið á stjái meðal okkar.  Ekki spurning.  Hvað nákvæmlega er þar að ske  er þó vandi um að segja.  Svo margt sem maður skilur ekki í jarðlífinu.

Merkileg mynd þarna að ofan. 

(Var ekki þekktur íslendingur sem látinn kom fram á mynd? Ég er bara orðinn svo gleyminn að ég man ekki almennilega söguna i kringum það og hvort einhverjar "eðlilegar" skýringar fengust.  Sá myndina einhverntíman fyrir löngu í bók)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.7.2008 kl. 11:16

14 Smámynd: Sigurður Rósant

Rétt athugað hjá þér Jack. Hins vegar er erfitt fyrir okkur að dæma um þetta tilvik. Við þurfum eiginlega að hafa bæði glerplötuna og frumritið af þessari mynd til að geta dæmt um þetta.

Ef glerplatan er glötuð eins og oft gerðist með þær eldfimu plastfilmur sem geymdar voru með þessum glerplötum síðar, þá er einnig möguleiki að frummyndin sé glötuð, en einmitt hún gæti verið "redúceruð" til að fela "draugana sem þú nefnir réttilega.

Sem sagt. Allt annað en vera að handan.

Sigurður Rósant, 11.7.2008 kl. 11:24

15 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Góðar sögur eru auðvitað gulls ígildi. En þetta er ekki saga. Þetta er spurning um trúverðuleika tiltekinnar ljósmyndar en fyrst og fremst spurning um það hvort menn lifi líkamsdauðann og geti birst í raun og veru á ljósmyndum. Það er umræðuefni sem verðskuldar alvöru diskúsjónir.

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.7.2008 kl. 11:29

16 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Skemmtilegt.  Ég tók eitt sinn video af kanínunni minni með webcam og sendi til dóttir systir minnar.  Ég fékk fljótlega póst til baka frá systur minni sem sagðist sjá ljósveru á myndinni.

Dæmi hver fyrir sig hér er video-ið

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.7.2008 kl. 11:40

17 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

úpps vitlaus linkur. þessi er réttur hér

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.7.2008 kl. 11:42

18 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigurður Þór; Rétt líka og nú hafa Jack, Ómar og Sigurður einmitt lagt sitt af mörkum þar um.

Nanna; Takk fyrir glampa-linkinn. Líkist dálítið konu sem situr á rúminu :)

Ómar; Manstu hver þetta átti að vera?

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.7.2008 kl. 12:31

19 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Svanur ég tók samt nokkur fleirri video og þessi glampi var ekki á þeim myndum.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.7.2008 kl. 13:04

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sko, eins og ég man þetta, birtist andlit á mynd... og hvort sumum þótti það ekki líkjast Séra Haraldi Níelssyni (en hann var einmitt mjög framalega í sálarrannsóknum á Íslandi)  En ég veit ekki... kannski er ég farinn að bulla bara einhverja vitleysu.

Prófaði að leita á netinu.  Fann ekkert um þetta.  Fann aðeins mynd af Móra á Draugasetursvefsíðunni (sem væri fróðlegt að fá frekari upplýsingar um) og svo er minst á mynd frá Viðfirði sem átti að sýna eitthvað.

Hugsa að ég verði að fara á bókasafn til að rifja myndina sem ég hef í huga upp.  Því ég er alveg viss um að ég sá hana fyrir margt löngu og endileg finst mér að, allavega einhverjir, hafi viljað tengja hana við séra Harald.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.7.2008 kl. 15:16

21 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Stór spurning Svanur hvort að þetta sé draugur eða ekki. 

Ég þori nú ekki lengur að segja að ég trúi á æðri tilvist og hallist að því að það sé til andaheimur því mér finnst þá eins og margir guðleysingjar áliti mig rugludall eða geðsjúkling.

Brynjar Jóhannsson, 11.7.2008 kl. 15:23

22 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Nanna, ég horfði á myndbandið þitt aftur og sé að glampinn færist ekki úr stað. Ljósvera eða glampi, ekki gott að segja. Hvað hafa aðrir sagt?

Ómar; Mig rámar í þetta líka en er því miður fjarri bókasöfnum og eigin bókum þessa stundina. Þú lætur vita ef þú finnur myndina því það er gaman að bera þetta saman. Flestar myndir eru svo óskýrar að það er hægt að afskrifa þær (ef þú ert þannig sinnaður) sem eitthvað annað en yfirnáttúrulegt. Þessi mynd af Freddy er svo skýr að annað hvort er hún "fake" eða raunveruleg.

Brynjar; Það þýðir nú ekkert að vera að pæla í því hvað aðrir segja um það sem manni finnst. Þetta er eins og með þá sem eru neikvæðir og þá sem eru jákvæðir, þeir skiptast nánast jafnt 50% 50% og þeir neikvæðu hafa jafn oft rétt fyrir sér og þeir jákvæðu, eini munurinn er að það er meira gaman hjá þeim jákvæðu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.7.2008 kl. 17:22

23 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Guðlaug; Takk fyrir þetta. Kannski var þetta sama myndin sem frænka mín hefur þá sennilega klippt út úr dagatalinu og rammað inn.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.7.2008 kl. 17:44

24 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

ég hef svo sem ekkert velt mér mikið upp úr þessu myndbandi, bara svolítið gaman af því finnst mér.  En eins og þú segir líklegast er þetta glampi eða einhvers  konar lýsing.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.7.2008 kl. 18:21

25 Smámynd: Skattborgari

Í mörgum tilfellum þegar eitthvað svona kemur á myndir þá er oft um ljós að ræða sem hefur speglast eða eitthvað svipað sem er ervitt að sanna 100% hvað um er að ræða.

Skattborgari, 11.7.2008 kl. 20:05

26 Smámynd: Kreppumaður

Svona sagnfræði höfðar til mín!

Kreppumaður, 11.7.2008 kl. 21:28

27 identicon

Þetta er í besta falli fake, shopped með photoshop síns tíma :)
Það er mjög fyndið að draugar skuli alltaf vera í fötum hehehe

P.S. Draugar eru ekki til

DoctorE (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 22:05

28 Smámynd: Halla Rut

Sammála Gulla hér fyrir ofan.

Halla Rut , 11.7.2008 kl. 23:06

29 Smámynd: Sigurður Rósant

En ef ég sem trúfrjáls maður slaka nú verulega á tortryggni minni gagnvart birtingu Freddy Jacksons á mynd sem Sir Victor Gobbard eða Goddard er sagður hafa tekið og segist tilbúinn að samþykkja að þarna hafi Freddy gerst svo skemmtilegur að láta sjá sig á myndinni.

Þá vaknar sú spurning hjá mér, hvers vegna framliðnir sýna sig alltaf (oftast) eins og þeir séu í feluleik? Hafa trúaðir einhverja skýringu á því? Eru þeir að búa til myndagátur?

Sigurður Rósant, 12.7.2008 kl. 00:25

30 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigurður; Þetta var meinleg villa og segir margt um hvernig við sjáum stundum það sem við viljum sjá í  stað þess sem í raun og veru er. Ég las alltaf Goddard (nú leiðrétt) þegar það stóð greinilega Gobbard. En ég kann engar skýringar á þessari fælni drauga við að láta sjá sig skýrt og greinilega, né kann ég skýringu á hvervegna þeir eru klæddir eins og DrE  bendir á og finnst gera þá grunsamlega.

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.7.2008 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband