Yngsta móðir heims

medinaStundum heyrir maður sögur sem eru svo ótrúlegar að maður afskrifar þær sem flökkusögur án umhugsunar. Þannig var um söguna af Linu Medinu, ungu stúlkunni frá Perú sem sögð er yngsta móðir heimsins. En hún reyndist sönn. Hér er ágrip af sögunni. 

Nafn hennar var Lina Medina og hún átti heima í Andesfjöllum í Perú, nánar tiltekið þorpi sem heitir Tiktapó. Foreldrar hennar héldu til að byrja með að hún hefði stórt innvortis æxli og var hún um síðir lögð inn á sjúkrahús í Líma.  Þar ól hún þriggja kg. sveinbarn sem tekið var með keisaraskurði. Lina átti barn sitt þann 14. Maí árið 1939 og var þá sjálf aðeins fimm ára gömul.

Ekki hægt segja flestir í vantrú. Hvernig getur fimm ára stúlka haft það sem nauðsynlegt telst líkamlega til að ala barn.

Faðir Linu var handtekin og haldið um tíma grunaður um sifjaspell en var fljótlega sleppt vegna skort á sönnunum. Yfirvöldum tókst aldrei að feðra barnið og Lina sagði aldrei frá því hver hafði gert henni barnið. Margir gerðu ráð fyrir að faðir hennar væri sökudólgurinn án þess að taka til þess tillit að margir aðrir karlmenn sem bjuggu í grennd við hana gátu hafa átt við hana mök.  Medina 2

Við læknisrannsóknina sem Lina undirgekkst eftir fæðinguna kom í ljós að hún hafði haft tíðir frá því að hún var þriggja ára. Læknirinn sem annaðist hana, Escomel að nafni, sagði að hún væri haldin sjaldgæfum hormónasjúkdómi sem gerði hana líkamlega kynferðislega bráðþroska. Að öðru leiti var hún eins og aðrar stúlkur og vildi t.d. frekar leika sér að dúkkunni sinni en við eigið barn.

Geardo sonur Linu var alinn upp í þeirri trú að hann væri bróðir hennar og var orðin tíu ára þegar hann komst að sannleikanum eftir að hafa verið strítt í skólanum á því að systir hans væri mamma hans. Fertugur að aldri dó Gerardo úr beinmergsjúkdómi.  Lina gifti sig mörgum árum seinna og eignaðist þá annan son 38 átta ára að aldri.

Í læknaskýrslu Linu er til þess tekið að hún var að fullu kynþroska og með fullþroskuð brjóst. Þótt hún hafi verið að öðru leiti bæði líkamlega og andlega fimm ára. Læknarnir sögðu að ekki væri útilokað að kynþroski hennar gæti hafa stuðlað að "misnotkun" hennar og að hún hafi sýnt merki kynlöngunar sjálf.

Fyrri myndin sýnir Linu þegar hún var sjö og hálfan mánuð á leið  og hin myndir er tekin þegar Gerado var ellefu mánaða.  

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ótrúlegt.

Edda Agnarsdóttir, 4.7.2008 kl. 12:04

2 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Ég myndi frekar segja óhugnanlegt. Það er með ólíkindum hvað menn geta lagst lágt.

Aðalsteinn Baldursson, 5.7.2008 kl. 01:17

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jæa bæði ótrúlegt og óhugnanlegt, satt er það. Ég held að orð ykkar Edda og Aðalsteinn séu afar lýsandi fyrir viðarög flestra sem heyra um þetta skrýtna "fyrirbæri" sem aðallega hefur verið fjallað um í læknaritum til þessa. Sjaldan eða aldrei hafa jafn margir skoðað hjá mér færslu og sjaldan færri gert athugasemd. Málið kemur inn á margt í einu, og er í hugum margra afar viðkvæmt. Sumt hefur verið mjög í umræðunni hér í bloggheimum upp á síðkastið og því lét ég kylfu ráða kasti við að birta færsluna þótt ég væri ekki alveg viss um að það væri tilhlýðilegt. Hún vekur óefað upp siðferðilegar, læknisfræðilegar, þjóðháttafræðilegar og menningarlegar spurningar sem erfitt er að bregðast við í fljótu bragði nema með einmitt þeim orðum sem þið notið. Takk fyrir það.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.7.2008 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband