Fjöll

iceland2Hér um slóðir (suður England) eru fá fjöll að finna. Landslagið er auðvelt fyrir augað, líðandi hæðir og hólar, ásar og kambar en engin alvöru fjöll. Alla vega ekki eins og augun rembast við að meðtaka hvar sem þú ert staddur á Íslandi. Hvergi þessir stóru dalir á hvolfi eins og skáldið orðaði það. Ég held að allir íslendingar elski fjöll. Maður tarf ekki að vera með neina króníska fjalladellu til þess, okkur þykir einfaldlega vænt um fjöllin.

Kannski er það vegna þess að við horfum á þau verða til eins og t.d. Heklu sem er enn að stækka og hækka. Eða kannski er það vegna þess að þú eru svo táknræn fyrir líf okkar, þetta söðuga ströggl upp á móti við að komast af, eða klífa tindinn eins nú þykir best. Öll okkar bestu skáld yrkja um fjöll og allir listmálarar mála þau. Flest gallerí á Íslandi eru full af mismunandi góðum tilraunum til að fanga þau á striga. Sumir mála sama fjallið aftur og aftur eins og Stórval gerði.

það er líka eitthvað svo himneskt við fjöllin.

hekla3Þeir sem dveljast á fjöllum langdvölum fá á augun fjarrænt augnaráð eins og þeir séu ekki allir þar sem þeir eru séðir. Það er ekki að furða að þjóðirnar sem fyrstar þróuðu með sér hugmyndina af guðum töldu heimili þeirra vera á fjallstindum. Ólympus er gott dæmi um það. Seinna þegar mennirnir fóru að trúa á einn Guð, birtist hann þeim upp á fjalli eins og gerðist þegar Móses fékk boðorðin frá honum forðum.

Ef til vill eru hugmyndir okkar um andlegt upp og niður, himnaríki og helvíti grundvallaðar á upplifun okkar  af fjöllum. Þar erum við eins frjáls og hægt er að vera, hugurinn eins skýr og mögulegt er og við verðum eins vídsýn og við ættum að vera á jafnsléttu.

Alla vega sakna ég fjalla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrea

oh hvað ég skil þig! Maður tekur fjöllum sem sjálfsögðum hlut þangað til maður hefur þau ekki í kringum sig

Andrea, 24.6.2008 kl. 15:33

2 Smámynd: Gulli litli

Án fjalla er ég áttavilltur, alla vega í dk.

Gulli litli, 24.6.2008 kl. 15:52

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég elska fjöll....þegar ég var í Finnlandi í skólanum þá voru það fjöllin sem ég saknaði hvað sárast frá íslandi.....ég var að kafna úr innilokunarkennd vegna allra trjánna. Er langt í að þú komir til landsins???

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.6.2008 kl. 17:02

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég elska fjöllin, sérstaklega Esjunna, hún er aldrei eins, litbrigðin svo ótrúlega breytileg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.6.2008 kl. 17:19

5 Smámynd: Skattborgari

Fjöll brjóta lansdlagið upp og gera það allt öðruvísi. Þú venst því sem þú elst upp við og finnst annað vera skrýtið.

Skattborgari, 24.6.2008 kl. 20:06

6 identicon

Ég tek undir með þér, ég sakna fjalla! Ég bý í Perth í Ástralíu sem er umkringd stórkostlegri náttúru - en hér eru engin fjöll.

Ásdís H. Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 00:15

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Smukke som Himmelbjerget  :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.6.2008 kl. 01:11

8 Smámynd: Gulli litli

já eda Öskjuhlídin......hmmm..

Gulli litli, 25.6.2008 kl. 01:38

9 identicon

esjan minnir mig á ævafornt dýr sem liggur og hvílir þunglamalegan skrokkinn, séð úr fjarlægð er hún með fjólubláan skráp, ég elska fjöll og kvíði fyrir að flytja til atlanta þar sem ekki eru fjöll og ekki sé ég flóann minn bara hamborgararassinn á nágrannanum! falleg færsla hjá þér.

FjallaBlæti (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 10:55

10 Smámynd: Halla Rut

Fjöll er flott.

Halla Rut , 25.6.2008 kl. 13:13

11 Smámynd: Kreppumaður

Fjöll er bara önnur hlið á fólki.

Kreppumaður, 26.6.2008 kl. 05:33

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þakka öllum sem orð lögðu í belg um fjöllin okkar fagurblá.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.6.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband