Bloggið er besti spegillinn

IndiaSnakeEPA_468x659Í Íran eru fleiri bloggarar miðað við íbúafjölda en í nokkru öðru landi í heiminum. Ef maður vill vita hvað er raunverulega að gerast meðal almennings í Íran, þarf maður ekki að gera annað en að skoða bloggin þeirra. -

Simbabve er lokað land. Þangað inn er ekki einu sinni fréttamönum hleypt. En vilji maður vita hvað almenningur er að hugsa, getur maður lesið bloggin þeirra sem upplifa daglega skefjalausar þvinganir og ofsóknir Mr. Mugabe forseta.

Bloggið er að verða áhrifaríkari og áreiðanlegri miðill en flestar fréttastofur. Áhrif bloggsíðna er einnig að aukast í pólitíkinni. Obama þakkar árangur sinn í USA m.a. vel stýrðri net og blogg herferð. Hér á Íslandi er vegur bloggsins alltaf að aukast og í næstu kosningum á bloggsíðum eftir að fjölga til muna. Geta bloggsins til að gefa almenningi rödd er óumdeilanleg. Stjórnvöld sem ekki átta sig á hvernig skoðanir mótast og straumlínulaga sig í umræðunni í bloggheimum eru illa utangátta.

Það er samt tvennt sem er afar umdeilt er í tengslum við bloggið, sérstaklega í bloggsamfélögum eins og hér á blog.is. Hið fyrra lýtur að nafnlausum bloggurum og nafnlausum athugasemdum þeirra sem ekki einu sinni hafa bloggsíðu. Þótt þetta gangi ágætlega í mörgum tilfellum, eru samt dæmi þess að einstaklingar senda frá sér hluti sem eru á mörkum velsæmis í skjóli nafnleyndar.

Hið seinna er hversu mikil ósvífni getur hlaupið í umræðurnar og athugasemdafærslunnar. Stundum eru athugasemdir svo rætnar að fólk hefur hvað eftir annað lýst því yfir að það hyggist hætta bloggum sínum vegna rætinna athugasemda.

Hvoru tveggja eru vandamál sem verður að þola, alla vega sem stendur. Internetið í heild er miðill þar sem í raun ekkert hamlar annað en siðferðiskennd fólks bæði hvað varðar hvaða efni er sett upp og hvað er lesið og skoðað.

Ef ég vil þeysa gandreið um bloggsíður og skilja eftir mig nafnlausa slóð af dónalegum athugasemdum getir ekkert stöðvað mig í því, svo fremi sem eigendur  bloggsíðanna hafa ekki sett einhver takmörk sjálfir á síðuna, sem fæstir vilja gera. - E.t.v. mun þróast í bloggheimum blogg-siðferði rétt eins og borðsiðir, sem flestir munu halda sig við.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Það góða við bloggið er að það geta allir sagt það sem þeim dettur í hug. Það er stundum ágætt að tala nafnlaust ef maður vill koma með mjög óvinsæla skoðun á framfæri. Það á að leyfa allt svo lengi sem að ekki er verið að gera persónu árasir eða hóta ofbeldi.

Það hafa allar skoðanir rétt á sér hversu heimskuleg sem manni kann að finnast hún.

Það er bara gott að allir geta sagt sína skoðun. Skoðana kúgun er af hinu slæma. 

Kveðja skattborgari. 

Skattborgari, 22.6.2008 kl. 20:09

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mjög góð færsla.
Bloggið opnar svo marga heima, þögult fólk sem þorir aldrei að opna munn, þess vitandi að þau yrðu kannski töluð/tröðkuð niður með orðum. Getur hér skrifað skoðanir sínar um hitt og þetta, og svarað til baka, og fá tíma til þess að hugsa sig um tvisvar til að svara. Til þess eins að segja ekki einhverja vitleysu eða eitthvað hrikalega niðurlægjandi á sinn kostnað.

Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.6.2008 kl. 20:36

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þegar ég byrjaði að blogga fyrst var ég gapandi af undrun yfir þeim dónaskap sem sumir geta látið út úr sér.....auðvitað hafa allir rétt á því að tjá sig en það er hægt að gera það án þess að vera með persónulegt skítkast við fólk. Þetta er frábær miðill og frábær vettvangur til að skiptast á skoðunum sína sig og kynnast öðrum, vonandi slípast dónarnir til og tileinka sér mannasiði....þeir eru nefnilega svo leiðinleigir í umgegni.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 22.6.2008 kl. 21:59

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Skatti; Við erum sammála þarna eins og oft áður.

Rósalín; Auðvitað er ólæsi mikið vandamál en því fyrr sem tæknin nær að verulegu marki til Suður-Ameríku, Afríku og vissra Asíu landa, því betra, því þá munu milljónir manna fá rödd sem fram að þessu hefur verið þögul. - Takk fyrir innlitið og gott innlegg :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.6.2008 kl. 22:00

5 Smámynd: Skattborgari

Við eigum margar skoðanir sameiginlegar Svanu en erum ósammála um annað. Það er bara gott þú svarar ekki með skítkasti heldur rökum eins og er best að gera.

Skattborgari, 22.6.2008 kl. 22:14

6 identicon

Svanur skrifar:  "Ef ég vil þeysa gandreið um bloggsíður og skilja eftir mig nafnlausa slóð af dónalegum athugasemdum getir ekkert stöðvað mig í því, svo fremi sem eigendur  bloggsíðanna hafa ekki sett einhver takmörk sjálfir á síðuna, sem fæstir vilja gera. - E.t.v. mun þróast í bloggheimum blogg-siðferði rétt eins og borðsiðir, sem flestir munu halda sig við".

Undir nafni eða nafnlaust.  Tómeitó, Tómato.

marco (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 00:43

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hvort sem er marco.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.6.2008 kl. 00:50

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir þessi skrif, gott að velta fyrir sér kostum og göllum bloggsins. Bloggsiðferði er eitthvað sem þarf að vera regla frekar en að hver og einn finni það hjá sjálfum sér. Ég hef lítið umburðarlyndi fyrir dónaskap á mínu bloggi og læt það hverfa undireins og ég verð vör við það.

Hvað með myndina sem fylgir þessum skrifum? Er hún táknmynd eitthvers sem þú varst að skrifa um eða er þetta bar óhugnanleg  mynd til að vekja eftirtekt?

Edda Agnarsdóttir, 23.6.2008 kl. 00:53

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Edda og takk fyrir innlitið.

Myndin er eiginlega eins og ég skynja fólk sem maður þekkir ekki neitt en kemur dembandi yfir mann skömmum og hrakyrðum á persónulegum nótum.(sammála hún er óhugnanleg)   

Ég hef heyrt marga aðra lýsa þessari reynslu og stundum vita þeir ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Ég hef meira að segja séð fólk reyna að hefna sín seinna eftir að hafa farið illa út úr rökræðum á einhverjum þræði.  

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.6.2008 kl. 01:07

10 Smámynd: Skattborgari

Sumt fólk er fífl því miður. Ef maður svara öllum með kurteisi og passar að láta ekkert frá sér sem er hægt að túlka sem árásir þá er oft hægt að koma í veg fyrir rifrildi. Það er oft mun auðveldar að stoppa þau af strax en vonlaust þegar þau eru kominn af stað.

Skattborgari, 23.6.2008 kl. 01:10

11 Smámynd: Skattborgari

Falleg mynd eingu að síður.

Skattborgari, 23.6.2008 kl. 01:10

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Bryndís og takk fyrir innlitið.

Ég er líka nokkuð sáttur við netið og ekki hvað síst bloggið sem mér finnst vera orðin mikilvægasti upplýsingamiðillinn í dag. Allar fréttir t.d. sem ég sé í sjónvarpi er ég þegar búin að lesa um nokkur áður en sjónvarpið  kemur með þær.

Ég hef lesið talvert eftir þig á netinu og séð að þú ert hvergi smeyk við að láta þínar skoðanir í ljós. Það hlýtur að draga að sér misjafnlega vinsamleg viðbrögð, svo þú talar örugglega af reynslu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.6.2008 kl. 01:54

13 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Getur þú gefið mér upp heimild fyrir því að bloggarar séu fjölmennastir í Íran miðað við höfðatölu?Mér finnst það satt að segja afar ótrúlegt

Hér er statistik yfir miðausturlönd Middle East

Hér er listi yfir mest sóttu vefi í  Iran

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 23.6.2008 kl. 02:30

14 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Salvör. Athygli mín var vakin á þessu mikla bloggi Írana í viðtalsþætti á BBC hjá Victoria Derbyshire. Í Íran búa rúmlega 70 millj. manna. Fyrir þremur árum bloggaði meira en 1% þjóðarinnar eða rúmalega 700.000 mans. en þá voru talin vera 100 millj. blogg í heiminum. síðan hefur fjöldi blogga í Íran tvöfaldast ef marka má Victoria Derbyshire og eru þar nú 1.45millj. blogg fyrir utan Írönsk blogg sem haldið er úti á erlendum netþjónum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.6.2008 kl. 02:58

15 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Góð færsla, áhugaverð mynd hehe. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 23.6.2008 kl. 03:01

16 identicon

Sæll Svanur.

Fín færsla,sem segir mér meira en ég vissi í gær. Þannig er og á BLOGGIÐ að vera. Við skiftumst á skoðunum og upplýsingum.

Ég held að þessir svokallaðir dóna og persónuníðingar á Blogginu,renni ósjálfrátt út af Blogginu.

þakka upplýsingarnar.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 03:45

17 identicon

Ertu voða sár Svanur.  Því miður þá uppskerð þú bara eins og þú sáir í þessum efnum eins og öðrum.

Þú virðist eiga gott með að sjá sortann í sálu þeirra sem andmæla þér.  (Kannski hefur Allah opinberað þér hann).

Myndin hér að ofan lýsir þinni paranoju betur en nokkurn tímann viðmælendum þínum.  Þessa mynd hefur þú dregið upp af öðru fólki án þess að spara það og helst þegar búið er að pakka þér saman málefnalega.

Mér finnast órar um formyrkvaðar sálir fólks mun alvarlegri en ásakanir um aulahátt og holhljóm í málflutningi þess.

marco (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 11:48

18 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Nanna; Takk fyrir innlitið, já myndin er stór hluti af færslunni.

Þórarinn: Það er mín niðurstaða líka.

marco: Já myndin er dálítið dramatísk :)

Kurr; Takk fyrir mig :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.6.2008 kl. 12:23

19 identicon

Þú ert ansi myrkur í máli Marco. ég sá ekki betur en svo að Svanur væri aðeins að setja fram hugleiðingar sínar en ekki að tala um neinn ákveðinn.

Það að þú takir þessu svona segir nú kannski ýmislegt. 

. (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 13:46

20 identicon

Jakob.  Kannski er ég alveg að gjörmisskilja þetta hjá Svani.  Ég held samt ekki.

Þú hlýtur að eiga við að ég sé ómyrkur í máli því myrkur í máli get ég varla talist málandi skrattann á vegginn með kolsvörtum litum svo að það hálfa væri helmingi meira en nóg, kannski.

marco (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 17:07

21 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Einar: Satt segirðu og ekki er allt það skítkast sem tekið er sem skítkasti og öfugt.

marco: Þetta er alveg skýrt hjá þér og ekki hægt að misskilja...

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.6.2008 kl. 18:29

22 Smámynd: Sigurður Rósant

Ég held, Svanur, að okkur hætti til að ofmeta áhrif bloggsins. Hér kíkja inn örfáir einstaklingar. Flestir leggja ekkert til málanna, aðrir senda hallelújabænir eða kvitta fyrir sig og segja já og amen.

Bloggsíðum einstaklinga má líkja við litlar kaffistofur eða gallerí víðs vegar um borg og bý, þar sem örfáar sálir kíkja inn af og til. Sumir oftar en aðrir eins og gengur. Kíkja smá stund á listaverkin eða setjast og fá sér kaffitár. Segja eitthvað um listaverkin eða leggja eitthvað til málanna um dægurþrasið.

Samfélagið verður ekki mikið vart við svona spjall. Þannig sé ég þetta.

Með kveðju

Sigurður Rósant, 23.6.2008 kl. 19:38

23 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Sigurður;  Nú kannast ég við þig Siggi, þekkti þig ekki fyrr en á þessari nýju mynd.

Má vera að hér á Íslandi sé hlutverk bloggsins eins og þú lýsir því í flestum tilfellum. En það eru undantekningar og þær vísa veginn. Blöðin birta orðið greinar úr bloggheimum og miðað við að rúm 6000 manns er t.d. skráð á blog.is þar sem aðsóknin að vinsælustu bloggunum er meira en 1000 manns á dag, er það svipað og best gerist í löndum á boð við USA og Bretland þar sem vitnað er í bloggara með þekkar síður, bæði í sjónvarpi og útvarpi. Það eru auðvitað mest pólitískt blogg og fréttaskýringar. Frægt er bloggið hjá Raghda, íraska bloggaranum sem lýsti daglegu lífi í Bagdad á allt annan hátt en við sáum í fréttamyndum o.s.f.r.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.6.2008 kl. 19:57

24 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Ég held að mun fleiri líti inn á bloggsíður en menn átta sig á. Fæstir skilja eftir sig nokkur komment, heldur læðast bara um og líta í kring um sig.

Aðalsteinn Baldursson, 24.6.2008 kl. 00:04

25 identicon

Þú hlýtur að eiga við að ég sé ómyrkur í máli því myrkur í máli get ég varla talist málandi skrattann á vegginn með kolsvörtum litum svo að það hálfa væri helmingi meira en nóg, kannski.

Já maður er ekki alveg með þessa orðhætti í lagi :) 

. (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband