Frí-hlaup

freerunninglogo_qjpreviewthÁ uppvaxtarárunum í Keflavík var það vinsæl dægradvöl mín og félaga minna að klífa stillansa og lesa sig upp steypuvíra utan á hálfbyggðum byggingum sem meira en nóg var af á þeim tíma. Þá var stokkið ofan af húsþökum, riðlast á girðingum og sveiflað sér á snúrustaurum og handriðum. Þá sóttumst við eftir að komast í veiðafærageymslur, verksmiðjuloft og jafnvel báta sem stóðu á búkkum niður í gamla slippnum. Einhvernvegin lagðist þessi árátta samt af að mestu um leið og við lukum barnaskólanum.

610x

Nú sé ég að hálf fullorðnir menn víðsvegar um heiminn hafa tekið þessa bæja og borga iðju okkar smádrengjanna og gert að alþjóðlegri íþróttagrein. Hún kallast á alþjóðamálinu Free running. Haldin eru mót í helstu heimsborgunum og keppt í klifri og glæfra stökkum um metorð og titla. Íþróttin varð fræg þegar að nokkrir iðkendur hennar voru notaðir í James Bond mynd fyrir nokkrum árum en síðan hefur hópur þeirra vaxið jafnt og þétt. Ég veit ekki til að frí-hlaup sé stundað á Íslandi en ef svo er væri gaman að heyra af því.

800px-Freerunning-imageexample


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Áhugavert allt er hægt að kalla íþróttir í dag. Þessi íþróttagrein þarf ekki ríkistyrki eins og þessi ***** fótbolti og aðrar ******boltaíþróttir.

Skattborgari, 21.6.2008 kl. 02:44

2 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Einhverjir hafa verið að prófa þetta hér á landi. Þetta mydband sannar það t.d. Þessi á kannski nokkuð langt í land með að verða eins og þeir bestu en æfingin skapar meistarann. Ekki satt?

Aðalsteinn Baldursson, 21.6.2008 kl. 03:36

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er nýtt craze að ögra lífinu og náttúrulögmálunum.  Hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.6.2008 kl. 10:29

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Aðalsteinn. Var að renna í gegnum myndbandið. Eins og þú segir, æfingin skapar meistarann. Davíð er greinilega fimur peyi og  fer góð heljarstökk en þarf að gera þetta fjölbreyttara til að jafnast á við það sem er að gerast í keppnum.

Takk fyrir linkinn :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.6.2008 kl. 14:58

5 Smámynd: Skattborgari

flott myndband virkilega sniðugt allavega áhugaverðara en margar aðrar Íþróttir í dag.

Skattborgari, 22.6.2008 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband