Um Drúída Í tilefni af sumarsólstöðum

stukeleys_druidÍ dag eru sumarsólstöður og lengstur dagur á norðurhvelinu. Það er haldið upp á þennan dag af hópi fólks sem kennir sig við trú Drúída. Sjóðríkur seiðkarl er okkur flestum kunnur úr teiknimyndasögunum um Ástrík. Persóna Sjóðríks minnir mjög á hugmyndir fólks um svokallaða Drúída sem voru sambland af seiðkörlum, prestum og samfélagsleiðtogum á keltneska menningarsvæðinu í Evrópu fyrir 2000 árum. Einnig hefur verið bent á að hlutverk Drúíta hafi verið ekki ólíkt því sem Goðar höfðu á Íslandi fyrir kristnitöku. Heimildir um átrúnað Drúída eru ekki margar en sú elsta og helsta kemur frá Júlíusi Cesari sjálfum. Hann skrifaði um fólkið og hætti þeirra sem hann mætti á landvinningaferðum sínum og meðal þeirra voru Drúídar (Druid). Cesar skrifaði m.a;

Öll þjóð Gaulverja iðkar af ástundun helgiaðhald og þess vegna stunda þeir sem sýktir eru af alvarlegri sjúkdómum og þeir sem eiga á hættu að falla í orrustum, mannfórnir eða heita því að færa slíkar fórnir og nota Drúída til að hafa umsjón með athöfninni. Þeir trúa því að miklileiki eilífra guða verði ekki að fullu hylltur nema þeim sé fórnað mannslífi og í opinberu lífi jafnt sem einkalífi sínu framfylgja þeir fórnarlögum að einhverju tagi.  Aðrir nota risastór líkneski og eru limir þess ofnir úr tággreinum og þeir fylltir af lifandi fólki sem síðan er borinn að eldur í hverjum mennirnir farast. Þeir trúa að að aftökur þeirra sem gerst hafa sekir um þjófnað og rán eða aðra glæpi, sé þóknanleg hinum ódauðlegu guðum en þegar þeim er ekki til að dreifa grípa þeir til fórna saklauss fólks.

Julius Cesar, "De Bello Gallico", VI, 13

Stonehenge-and-the-DruidsAf skrifum Cesars má ráða að tvær stéttir ráðamanna hafi tíðkast meðal Gaulverja. Aðra kallaði hann equites eða aðalsmenn og hina disciplina eða prestastétt. Prestastéttin varðveitti hin fornu óskrifuðu lög og dæmdu eftir þeim þegar á þurfti að halda. Versta hegningin var talin ef maður var gerður útlægur og burtrækur. Drúídadómurinn gekk ekki í erfðir en þeir þurftu ekki að gegna herþjónustu og voru undanþegnir sköttum. Cesar segir að það hafi tekið 20 ár að þjálfa og kenna nýjum Drúídum.

Cesar segir að megin kenning þeirra hafi verð að "sálir deyja ekki heldur fari eftir dauðan í annan líkama"

Druids,_in_the_early_morning_glow_of_the_sunÁ átjándu öld spratt upp mikill áhugi á Drúídum og trúarbrögðum þeirra og urðu margir til að skrifa um þá. Mest af því sem nútíma Drúídar styðjast við í átrúnaði sínum er hreinn skáldskapur sé miðað við það litla sem vitað er um forn-Drúída.

Mistilsteins skurður, eykarlundir, Stonhenge og jurtaseiðir eru meðal þeirra launhelga sem fólk setur í samband við nútíma Drúída en engar heimildir eru fyrir að þeir hafi nokkuð haft með þá að gera í raun og veru.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Nei, Sjóðríkur er alveg óhultur Grétar Eir, fyrir múraragengjunum. Frímúrar eins og John Wood og sonur hans sem voru afar þekktir arkitektar í Englandi á átjándu öld þegar að frímúrarareglur héldu fundi á hverjum pup, voru einnig miklir aðdáendur fornar keltneskrar menningar og blönduðu táknum og symbolum sem voru alþekkt úr miðaldasögunni inn í byggingar sínar. Sum hver komu úr gömlum skjaldarmerkjum, önnur úr goðsögnum en þau voru tekin upp í dulspeki frímúrara þar sem þau runnu saman við alkemíuna og Hermatísku fræðin sem voru undirstaða hennar til að byrja með. 

Drúída reglur svokallaðar eru seinnitíma kokteill þessarar svokölluðu dulspeki og ritúala.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.6.2008 kl. 21:46

2 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Áhugaverð lesning... hef ekki haft tíma til að setjast niur undanfarið til að lesa hjá þér en þetta var skemmtilega kvöldlesning... takk fyrir hana...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 20.6.2008 kl. 23:32

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Erlingur. Ég kíkti á linkinn en fann ekkert. Reyni aftur seinna :)

Margrét; Takk fyrir innlitið :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.6.2008 kl. 00:13

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Frímúrara.. free masons , leynifélag múrara og arkitekta frá miðöldum.. taldir hafa verið afkomendur eða eftirstöðvar Templara riddara sem voru útrýmt á 13 öld aðs kipan franska kóngsins sem ásældis auð þeirra..

Druidar dóu út á svipuðum tíma og kristur kom í þennan heim.. ég er ekki alvg  að sjá tengingu þarna á milli.. kristni og drúida.

Óskar Þorkelsson, 22.6.2008 kl. 20:33

5 identicon

Mig minnir endilega að Drúidar séu til í dag á Sýrlandi.

Linda Björk Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 16:54

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Linda.

Þú átt örugglega við Drúsa eða Druze sem er sértrúarflokkur út úr Íslam.

Takk fyrir innlitið.

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.6.2008 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband