Ísland kristið og löngu numið fyrir landnám...

Þegar að Rómarveldi liðaðist í sundur hófust upplausnartímar í Evrópu. Það var óöld og vargöld og kristni sem hafði verið að festa rætur sínar víðast hvar átti undir högg að sækja. Segja má að eini öruggi gríðarstaður kristinna á þessum tíma í Evrópu hafi verið á Írlandi en þaðan átti kristni eftir að rísa úr öskunni og breiðast aftur út um álfuna. -

kollabudir1Á þessum tíma var algengt að írskir guðsmenn tækju sér bólfestu á eyðieyjum og öðrum stöðum sem ekki voru fjölfarnir. Þeir byggðu sér grjótkofa sem flestir voru með sama sniði og sjá má enn í upprunalegri mynd t.d. á eyjunni Iona. Guðsmenn þessir voru kallaðir Papar á Bretlandseyjum jafnt sem hérlendis. Um það vitna nafngiftir eins Pabbey í Ytri Hebrides, Papa Vestray, ein af afskekktustu eyjum Orkneyja, Papa Stour á Shetlandseyjum og svo auðvitað Papey í Álftafirði.

Fyrir skömmu sá ég rústir svipaðra bigginga í Cornwall og þá rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði séð teikningar af bústöðum Papa eða Kolla á Kollabúðum í Þorskafirði. Teikningarnar voru í bók eftir Árna Óla og vildi Árni meina að enn væru þessar rústir sjáanlegar að Kollabúðum. Víst er að Papar voru einnig kallaðir Kollar af landnámsmönnum og eru fjölmörg örnefni á Íslandi sem rekja má til þeirra. 

(Nú væri fróðlegt vita ef einhver vissi til hvort þessar minjar séu til eða/og hafi verið rannsakaðar.) Meðal þeirra eru;

580-kollabudirKollafjörður á Ströndum Kollafjörður á BarðaströndKollafjörður við Faxaflóa  og Kollabúðir

Má af þessu ætla að kristnir menn (Kollar, Papar) hafi verið hér all-fjölmennir löngu fyrir daga Ingólfs Arnasonar og félaga.

Eitt er víst að Hrafna-Flóki fann ekki landið fyrstur manna eins og gjarnan er kennt í skólabókunum.

Árið 330 fk. sigldi landkönnuður að nafni Pytheas frá Marseilles í Frakklandi í norðurátt til að kanna þau lönd sem þar kynnu að liggja. Hann sigldi í kring um Bretlandseyjar og ritaði um þá ferð í bók sem nú er týnd en hann kallaði "Um hafið". Hann héllt síðan í norðurátt þar sem hann fann eyju sem hann kallaði Thule eða Ultima Thule.  Eyjan var í sex daga siglingu frá nirstu strönd Bretlands og einn dag frá "enda heimsins". Það er talið líklegt að þessi eyja hafi verið  Ísland.

stbrendan_200Þá eru einnig til á Írlandi sagan af heilögum Brendan  (Navigatio Brendani), sem fæddur var 484.  Hann er sagður hafa siglt með fjölda lærisveina til að heimsækja trúbræður sínar á fjarlægum eyjum. Sagan segir að hann hafi fundið "Paradís" sem gæti hafa verið meginland Ameríku. Ólíklegt er að hann hafi komist þangað án þess að rekast á Ísland á leiðinni.

Í formála að Landnámu segir svo;

Í aldarfarsbók þeirri, er Beda prestur heilagur gerði, er getið eylands þess er Thile heitir og á bókum er sagt, að liggi sex dægra sigling í norður frá Bretlandi; þar sagði hann eigi koma dag á vetur og eigi nótt á sumar, þá er dagur er sem lengstur. Til þess ætla vitrir menn það haft, að Ísland sé Thile kallað, að það er víða á landinu, er sól skín um nætur, þá er dagur er sem lengstur, en það er víða um daga, er sól sér eigi, þá er nótt er sem lengst. En Beda prestur andaðist sjö hundruð þrjátigi og fimm árum eftir holdgan dróttins vors, að því er ritað er, og meir en hundraði ára fyrr en Ísland byggðist af Norðmönnum.

Elsta örugga heimildin um tilvist Íslands er landfræðirit (De mensura orbis terrae) eftir Dicuilus, írskan munk, frá árinu 825, þar sem staðháttum hér er lýst þannig að það getur einungis átt við um Ísland. Ari fróði segir frá því í Íslendingabók að hér hafi verið fyrir á Íslandi er það var numið, keltneskir menn, kristnir sem hann kallar papa. Þeir vildu ekki dvelja hér með heiðnum mönnum og fóru því af landinu hið bráðasta. Ari segir þá hafa skilið eftir bækur írskar, bjöllur og bagla og hafi þannig mátt ráða að þeir væru írskir einsetumenn.

Margir hafa bent á að ólíklegt sé að einsetumenn skilji eftir sig það sem þeim þótti helgast, jafnvel þótt þeir hafi haft hraðan á að forða sér, nema að lífi þeirr hafi hreinlega verið ógnað.

Engar fornleifar hafa fundist sem styðja frásögn Ara en nokkuð er um örnefni tengd Pöpum sem óbeint staðfesta tilvist þeirra hér á landi auk örnefnana sem tengjast Kollum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Erlingur; Þetta með Biblíuna er áhugavert. Hver og hvar var hún þýdd?

Guðlaug; Mikið rétt, Kollaförður er til í Færeyjum. Kollarnir komu örugglega fyrst þangað og svo hingað enda Fjáreyjar aðeins steinsnar frá Shetlandseyjum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 18.6.2008 kl. 20:27

2 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Takk fyrir góðan pistil. Fróðlegur að venju.
Talið er sannað að Papar hafi dvalið, eða í það haft viðkomu á Heimaey. Á Heimaslóð má finna smá grein um Papakrossinn í Heimakletti.

Aðalsteinn Baldursson, 18.6.2008 kl. 22:23

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Athyglisverður pistill. Mér vitanlega eru engar menjar um papa á islandi aðrar en sögusagnir. Það sem ég sé einna helst að þessum sögusögnum er.. hvernig komust þeir til íslands því á þessum tíma á írlandi 700-850 voru þeir ekki mikið að sigla milli landa svo vitað sé og skipakostur þeirra frekar dapur, mest húðkeipar og bátar til strandsiglinga.

En eitt er pottþétt og það er að 30- 35 % af þeim sem komu til íslands á landnámsöld voru kristnir, ramm-katholskt fólk frá bretlandseyjum.. og þeir voru ekki þrælar.

Óskar Þorkelsson, 18.6.2008 kl. 23:00

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

http://www.rcahms.gov.uk/papar/

Óskar Þorkelsson, 18.6.2008 kl. 23:07

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Aðalsteinn; Einmitt, takk fyrir að minna á krossinn.

Þrymur; Það getur hafa verið bókin sem ég sá myndina í fyrir margt löngu, frekar en einni GRÚSK bókinni.

Óskar; Kenningin er að "Kuða" skinnbátarnir hafi verið hentugir til að flytja í búfénað og menn yfir Atlantsála. Slíka húðfleytu byggðu einhverjir fyrir nokkrum árum og sigldu til Ameríku með viðkomu í Færeyjum og í Vestmannaeyjum ef ég man rétt. Þeir gerðu þetta einmitt til að sanna að Brendan hefði getað fundið meginlandið þar vestra. Takk fyrir linkinn :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 18.6.2008 kl. 23:43

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

jú ég vissi um þessa báta Svanur, en þótt einhverjir hafi siglt þeim til íslands á gervihnattaöld þá finnst mér einhvernveginn ótrúlegt að þetta hafi í raun verið gert á þessum tíma og með þeirri bátatækni sem menn "telja" (því þetta er alls ekki vitað) að irar hafi haft. við erum að tala um ótalferðir milli íslands og írlands á einhverjum hundruð árum því eðli sínu samkvæmt þá fjölguðu þessir einsetumenn sér ekki..

Við td vitum (staðreynd)að víkingar silgdu til ameríku en við vitum ekki að papar gátu siglt á milli landa eða yfir höfuð "ratað".. en það gerir þetta svo skemmtilegt.

Óskar Þorkelsson, 18.6.2008 kl. 23:50

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

c_users_svanur_gisli_orkels_pictures_kristni_brendan_german_manuscript_jpg_w180h257.jpgÞeir studdust við lýsingar frá 9. öld við gerð þessa húðbáts. Ég sá þessa fleytu í Færeyjum á sínum tíma og hún virtist nokkuð öflug. En var ekki veðurfar líka mildara á þessum tíma og sjórinn hlýrri en seinna varð? Víst er að þeir fóru án þess að hiksta milli Færeyja og Shetlandseyja.

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.6.2008 kl. 00:03

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Veðurfar var mildara rétt er það.. það vantar enn tæpar 2 gráður upp á að við náum sama hitastigi á íslandi árið 2008 og það var að meðaltali árið 800-1000..

Þessu hafði ég ekki velt fyrir mér, sumarið mánuði lengur og veðurfar mildara.. gæti gengið.

Óskar Þorkelsson, 19.6.2008 kl. 00:16

9 identicon

Rámar í að hafa lesiðað Papar hafi alls ekki verið einsetumenn, iðkað trú og trúboð en verið óvígðir, hvorki prestar né munkar, og því mátt giftast.

Annars er til vel rökstudd kenning um að hér hafi ekki aðeins verið papar við komu vikinganna, heldur hafi á Íslandi verið yfir 20 þúsund manna byggð kristinna manna (orthodox) og hafi verið hér í 300 ár þegar Ingólfur og félagar komu.

Er ekki líklegt að kúðar hafi siglt upp Kúðafljót??

Sigurvin (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 22:13

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Sigurvin. Veistu hver setti fram þessa kenningu um 20.000 manna byggð fyrir landnám Ingólfs? Mig rámar í þetta en man ekki hver þetta var.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.6.2008 kl. 22:36

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já gaman væri að sjá þessa kenningu..  hljómar voðalega svipað og þessi með kaleikinn á hálendinu.

Ef við erum raunsæir þá er augljóst að þetta er ekki líkleg kenning.. eða hvað.

Óskar Þorkelsson, 21.6.2008 kl. 23:28

12 identicon

Sæll

Það ver Árni Óla í bókinni "Landnámið fyrir landnám" sem nefnd er hér fyrir ofan. Hef lesið eitthvað fleira um þetta efni en man ekki í augnablikinu hvar.

Sigurvin

Sigurvin Einarsson (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 23:29

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Óskar; Nei mér finnst þessi kenning ekki líkleg vegna þess að jafnvel þótt "landnámsmenn" hefðu gert sér far um að segja ekki frá þessu fólki, hefði örugglega varðveitast um það heimildir hjá Írum. 20.000 manns mundu líka hafa skilið eftir sig ummerki og fornleifafræðingar hafa ekkert fundið, utan minjanna í Herjólfsdal sem styðja kenninguna um massíft landnám fyrir landnám.

Sigurvin; Takk fyrir þetta. Þessi bók hefur einmitt verið nefnd til sögunnar hér áður. Ef þú finnur meira þá vertu í bandi :

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.6.2008 kl. 23:43

14 identicon

Sælir

Enn riðst ég hér inn (sorry) því þessi umræða er dálítið merkileg fyrir það að hún snýst um það hvort landnámssagan (Landnáma/ísl.bók) sé sögufölsun eins og Árni Óla heldur fram í sinni bók.

 Þessi kenning á ekkert skilt við kaleikinn á hálendinu sem virðist byggja eingöngu á tilgátum. ÁÓ færir fram mörg rök og hér eru ein þeirra:

Landnámið stóð yfir 870-930. Landnámsmenn voru 400 (Landnáma) skipin sem komu voru um 240. Hafi verið 30 manns á hverju skipi (talið líklegt) hafa landnámsmenn og þeirra lið verið 7.200. (Norski sagnfræðingurinn P.A. Munck telur þá hafa verið 6.000)

1007 reið Snorri Goði til Borgarfjarðar að hefna Víga Styrs. Útfrá fjölda "vígfærra" í þessari orustu og áætluðu hlutfalli vígfærra af heildarfjölda fær ÁÓ það út að landsmenn hafi þá verið 72.000 en miðað við eðlilega fjölgun "landnámsmannanna" hefðu þeir átt að vera 17000. Hér munar gífurlega miklu, hvaðan kom allt þetta fólk??

1096 var fyrsta manntalið gert. Bændur voru taldir svo rukka mætti þá um tíundina (tíundarlögin). Efnaðir bændur (tíundarskildir) voru 4.560. Dr. Björn M. Olsen Taldi að 17 manns fylgdu hverjum bónda og landsmenn væru því 77.520. Það er útilokað að "landnámsmennirnir" hafi getað fjölgað sér svona mikið.

Sigurvin (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 19:00

15 Smámynd: Óskar Þorkelsson

landnámið stóð yfir í tæp 60 ár, 870-930.  Það er talið að fjöldi þeirra sem komu til landsins á þessum tíma hafi verið um 500-1000 manns á ári.. að meðaltali.  Þetta gera um 16-34 skip á ári sem er alls ekki ósennilegt.. Þetta útskýrir 72000 manns ágætlega held ég.  skipakomur til íslands á þessum árum voru mun fleiri en bara landnámsskip og jafnvel talið að menn hafi leigt skip til að láta flytja sig yfir hafið ásamt því að viðskipti voru blómleg á þessum tíma.. fiskur til norges og timbur tilbaka.

Óskar Þorkelsson, 22.6.2008 kl. 19:43

16 identicon

Þessar tölur um skipa og fólksflutninga eru seinni tíma ágiskanir byggðar á mannfjöldanum í landinu. Landnáma er nákvæm heimild hvað varðar landnámsmenn frá Noregi, hver einasti þeirra talinn upp, hvaðan hann kom og af hvaða ættum hann var. Það virðist útilokað að fjöldi Norðmanna hafi numið land án þess að þeirra væri getið í bókinni.

Sigurvin (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 21:59

17 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ingólfur var landnámsmaður hér í gullbringu og kjós og reyndar austurfyrir fjall.. en í 50 ár eftir komu hans var landi hans skipt upp á milli ættingja  hans sem komu síðar og bandamanna hans frá noregi.. það er enginn ástæða til þess að ætla ða svo hafi ekki verið hjá öðrum landnámsmönnum. fyrstu landnámsmennirnir eignuðu sér eða helguðu sér gríðarstórt land til þess einmitt að geta tekið við bandamönnum og ættingjum heiman frá... Þeir urðu hálfgerðir jarlar yfir sínu landnámi.. það er útbreiddur miskilningur að menn hafi bara eignað sér litla jörð til kotbúskapar.. svo var alls ekki.

Stór hluti landnámsmanna kom frá bretlandseyjum, allt að 25 % og þeir voru ramm-kaþólskir.. komu sem sagt ekki frá noregi.

Óskar Þorkelsson, 22.6.2008 kl. 22:20

18 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta er afar áhugaverð umræða hjá ykkur drengir og ég fylgist með af áhuga. Sem stendur er ég fjarri mínum bókum og get ekki lesið mig til um þetta og vitnað í eftir þörfum. Ég man samt eftir bók eða grein sem ég held að "Skuggi" hafi skrifað sem fjallaði um landnámsmenn sem ekki eru nefndir í Landnámu eða Hauksbók. Var þar m.a. minnst á Kolskegg í Krýsuvík og framlag hans til upptöku enska letursins í stað rúna. - Rámar ykkur eitthvað í þetta. Svo eru það auðvitað minjarnar í Herjólfsdal sem ekki passa alveg við Landnámssöguna hvað tímasetningu varðar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.6.2008 kl. 22:33

19 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sæll Svanur

Landnáma var skrifuð sirka 300 árum eftir landnám og sennilega verið "keypt" af höfðingjum þess tíma á 10 og 11 öld til þess að tryggja sín landaréttindi og völd. Margra landnáma er alls ekki getið í þeirri bók og margur höfðinginn fallinn í gleymsku eftir að hafa tapað sínum jörðum í bardaga við sér öflugri nágranna og landnámsmenn.

Ég er ekki svo kunnugur að ég þekki til Kolskeggs.

Óskar Þorkelsson, 22.6.2008 kl. 22:45

20 identicon

Fyrst þú nefnir landnám Ingólfs.. 

Hvers vegna nam Ingólfur land að Brynjudalsá en ekki inn í Hvalfjarðarbotn sem virðist liggja beinna við.? Jú, í Botni bjó Ávangur "írskur maður" og við hann hefur Ingólfur samið eins og við þá Svartkel og Hvamm-Þóri sem einnig bjuggu í landnámi Ingólfs þegar hann mætti á staðinn.

Hvers vegna byrjaði Ingólfur á því að byggja skála í Skálafelli?  Varðstöð??

Sigurvin (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 23:05

21 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þú ert að vitna í Landnámu tel ég Sigurvin, kafla 14.

Landnáma er skrifuð eins og ég sagði áður um 300 árum eftir þessa atburði og þá til þess að tryggja lönd þáverandi höfðingja.

Óskar Þorkelsson, 22.6.2008 kl. 23:12

22 identicon

Hversvegna var Landnáma skrifuð? Til að tryggja rétt höfðingjanna eða af öðrum ástæðum?

Kenning ÁÓ:  Upp komu deilur milli Kelta og Norðmanna um rétt til landsins sem hafði verið "numið" hátt í 300 árum fyrr. Ari var fenginn til að skrifa bókina til að taka af allan vafa um að Norðmenn hefðu numið það. Ekki mátti minnast á keltnesku landnemana þar og þar af leiðandi voru þeir máðir útúr sögunni. Keltnesku landnemarnir sem höfðu fengið að halda jörðum sínum fengu norræn nöfn. Það eru þeir landnámsmenn sem hafa enga ættfærslu í bókinni.

Sigurvin (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 23:28

23 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta er góð spurning Sigurvin :)  Það er gaman að velta sér upp úr þessu en erfitt að finna út hvað er rétt og hvað er rangt. 

Óskar Þorkelsson, 22.6.2008 kl. 23:32

24 identicon

Sæll Svanur

Getur verið að Kolskeggur sá sem þig rámar í sé Kolskeggur "hinn vitri" Ásbjarnarson. Hann skrifaði fyrstu landnámsbókina. En hann var ekki frá Krísuvík heldur Húsavík eystri.

Minjarnar í Herjólfsdal eru ekki einu óútskýrðu minjarnar. Hvað með hellana við Rangá eða Borgarvirki? Var það virki innfæddra til að verjast árásum víkinganna. Hvers vegna hefur enginn "skráð sig" fyrir þessu merkilega mannvirki og eignað sér heiðurinn af því?

sigurvin (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 00:12

25 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigurvin; Nei ekki held ég að hann hafi verið að meina Kolskegg vitra. Jochum Eggertsson (Skuggi) bendlaði þennan Kolskegg við Krýsa og launhelgar Kýrusar. Sagði hann vera fyrirmyndina af orðinu "kölski"  fyrir fordæðuhátt sinn o.s.f.r.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.6.2008 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband