19.6.2008 | 00:12
Það bíða fleiri en kristnir
Þótt að margir kristnir söfnuðir haldi því lítt á lofti, þá hefur flest kristið fólk heyrt að endurkomu Krists er vænst. Aðventistar (advent/bið) eru t.d. kristinn sértrúarflokkur sem stofnaður var af fólki sem var sannfært um að endukoman væri yfirvofandi um miðbik 19. aldar. Það sem færi kannski vita er að öll stærstu trúarbrögð heimsins og mörg hinna smærri einnig, hafa álíka spádóma að finna í sínum trúarritum. Sex megin trúarbrögð himins eiga sér spádóma um komu alheimslegs boðbera sem birtast mun í fyllingu tímans. Spádómarnir eru nánast samhljóða um að jörðin muni ganga í gegn um miklar þrengingar og síðan muni koma tímabil friðar og einingar sem verður leitt inn af þessum mikla boðbera. Boðberinn ber ýmiss nöfn eftir því hvaða trúarbrögð er um að ræða. Hindúatrú, ein af elstu trúarbrögðum heims kom fram í Indlandi fyrir rúmum 3000 árum FK. Boðberi trúarbragðanna hét Krishna og helgirit hans Bagdavagita. Hinn fyrirheitni, sá er mundi birtast í lok Kalí Yuga tímabilsins, eða "öld lasta," mundi bera nafnið Kalki. Miðað við að Gyðingdómur hefjist með Móses hófst hann 1400 FK. í Egiptalandi. Helgirit Gyðinga heitir Tóra og hinn fyrirheitni Messías. Zaraþústratrú hófst um 1200 FK. og er kennd við Zaraþústra sem kom fram í Persíu. Helgirit hans heitir Zend-Avesta og hinn lofaði kallast í henni Saoshyant, eða sá sem gera mun tilveruna dýrðlega. Búdda lifði 563-483 FK. og bjó í Indlandi og Tíbet. Helgrit Búddisma heita Tripitaka og Mahayana og í þeim er hinn lofaði nefndur Matreya (Elskandi) Bodhisativa (Vinur) Næst í tímaröðinni er kristni og um loforð Krists um að koma aftur á dómsdegi er okkur flestum kunnugt. Múhameð 570-632 EK. kom fram í Arabíu og opinberun hans er sögð geymd í Kóraninum. Íslam er hinn lofaði nefndur tveimur nöfnum eftir því hvaða grein Íslam þú tilheyrir, í Suni grein er hann kallaður Qaim en meðal Sihita Mahdi. Mahdi, er nafn síðasta af tólf Imamum Islam, þeim er hófust með Ali tengdasyni Muhameðs. Imamarnir voru taldir réttskipaðir valdhafa eftir Múhameð. Sá tólfti, Mahdi hvarf ungur að árum og var sagður koma aftur á dögum endalokana
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:15 | Facebook
Athugasemdir
Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins!
ÆvarAndi (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 00:19
Þannig eru bara allir spádómar... ekkert nýtt, þetta er uppskriftin
BTW
DoctorE (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 12:32
Og þangað til mannkynið vex upp úr því að þurfa á einhvers konar "spámönnum" að halda, þá munu einhverjir koma fram sem boða að þeir séu sérstyaklega útvaldir sem leiðtogar. Kannski verður Tom Cruise, hinn útvaldi Vísindakirkjunnar kominn í hóp þeirra sem upplognar helgisagnir verða skrifaðar um eftir nokkrar aldir.
Púkinn, 19.6.2008 kl. 13:24
Nú þegar er búið að skrifa upplognar bækur í kílómetravís um L. Ron Hubbard stofnanda Scientology, því trúa margir.
Hebbi (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 15:28
Mismunadi trúarbrögð eiga allavega þetta sameiginlegt með mismunandi útfærslu.
Takk fyrir áhugaverða greins Svanur
Skattborgari, 19.6.2008 kl. 19:04
Ja, ég sem trúfrjáls maður bíð bara rólegur eftir niðurstöðum rannsókna á starfsemi heilans, hvað varðar trúar- og lygaþörf manna.
Nú var t.d. verið að birta niðurstöður rannsókna (í Karolinska Universitetet i Sverige) á stærð heilahvela með tilliti til kynhneigðar. Í stuttu máli leiddu rannsóknir í ljós að heili karlmanna og lesbískra kvenna er með bæði heilahvelin jafn stór. En heili kvenna og homma er með mis stór heilahvel "asymmetriske hjerner"
Enn fremur kom í ljós að heili lesbískra og homma virka svipað á svæði heilans sem nefnt er "amygdala" sem stjórna þeim hreyfingum sem fær fólk til að flýja eða taka til fótanna.
Svo ekki er langt í að uppvíst verður hvað stjórnar því hvernig afstöðu fólk tekur í lífi sínu.
Ef kaþólskir og múslimir koma ekki í veg fyrir birtingu slíkra niðurstaða. Gæti verið flokkað sem guðlast.
Sigurður Rósant, 19.6.2008 kl. 19:15
Fallega hugsað Guðlaug.
"Þegar maðurinn er orðið svo upphafinn af sjálfum sér og þykist ekki þurfa á Guði að halda, þú munu endalokin vera nær."
Þetta mætti líka orða svona: Þegar maðurinn er farinn að stjórna gjörðum sínum svo skynsamlega að hann þykist ekki þurfa á nikótíni, áfengi og fíkniefnum að halda, þá munu endalok lífshamingjunnar nálgast.
Sigurður Rósant, 19.6.2008 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.