17. Júní, ekki dagur ofur-vantrúaðra?

 17juni

17. Júní, fána og blöðrudagur, þjóðsöngurinn og fjallkonan, andlitsmálning og stúdentahúfur, lúðrasveitir, skátar og blómsveigar. Dagurinn sem Jón Sig. og Íslenska lýðveldið eiga afmæli. Bærilegur dagur fyrir flesta skyldi maður halda. En hvað um þá sem við getum kallað ofur-vantrúaða. Þeir hljóta að vera pirraðir á að sitja undir blaktandi fánum með krosstákninu, tákni sem þeir líta helst á sem rómverskt pyntingartæki. Auk þess eru litir fánans, litir elds, íss, hafs og himins líka aðallitir kristinnar trúar. Hinn hvíti litur himnaríkis, sá rauði fyrir ást og fórn og sá blái litur hreinleika.

Það er ekki nóg með að ofur-vantrúaðir verði að láta sér lynda fánana, heldur verða þeir að taka sér í munn orð sem eru þeim tóm vitleysa, þ.e.  ef og þegar þeir syngja Þjóðsönginn. Þá tilbiðja þeir Guð vors lands og hafa yfir að eigin mati allskyns bábiljur um heilaga herskara og þess háttar í ofaná lag.

Arnason-front Fjallkonan sem gæti verið eina heimsbarns-tákn þjóðarinnar og hafið yfir trúarkenningar, lumar samt í frumteikningu á heiðnum táknum og jafnvel kristnum. (Sjá hrafn á öxl og krossa á skjölum) Þetta Þjóðfélag er líkast til svo mengað trú og trúartáknum að það getur verið ómögulegt fyrir ofur-vantrúaða að aka þátt í hátíðarhöldum eins og 17. Júní án þess að vera málstaðnum ótrúir.

darth_vader_

Kannski verður þetta til að ofur-vantrúaðir flýja í auknum mæli inn í svarthöfða-búningana sína við þessi tækifæri. Jedakirkjan boðar nefnilega ákaflega sambærilegan boðskap og ég hef rekið mig á í máli ofur-vantrúaða. Þeir álíta m.a. að það sé manninum meðfætt að geta greint gott frá illu. Það eina sem þurfi til að vera góður, sé að hlusta á samviskuna. Eins og ofur-vantrúaðir láta þeir sér í léttu rúmi liggja hvernig samviskan mótast. Kristin eða önnur trúarleg gildi þurfa þar ekkert að koma að.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Finnst þér virkilega þörf á því að ýkja og skrumskæla málstað okkar vantrúaðra?  Erum við ekki skýr yfirleitt?

Nei, fáninn truflar mig ekki neitt.

Já, Þjóðsöngurinn er vonlaus.  Það finnst það lang flestum.

"Fjallkonan"!  Vertu ekki með þetta rugl. 

 Eins og ofur-vantrúaðir láta þeir sér í léttu rúmi liggja hvernig samviskan mótast.

Hvað ertu að reyna að segja hér? 

Matthías Ásgeirsson, 16.6.2008 kl. 15:10

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Matthías.

Hver er skrumskælingin?

Ég er að segja að samviskan mótast af umhverfinu, umhverfið er gegnsýrt gildum ríkjandi trúarbragða. Það er ekkert til sem heitir "samviska" án  siðaboðskapar og hann er ekki úr lausu lofti gripinn. Allann siðaboðskap má á endanum rekja til trúarbragða. Að afneita þeim sem áhrifavaldi, hvort sem manni líkar betur eða verr við boðskapinn stenst einfaldlega ekki hugmyndasöguna.

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.6.2008 kl. 15:27

3 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Af hverju í ósköpunum ertu að reyna að gera 17. júní kristilegan dag og bauna á vantrúaða í kjölfarið?  Þetta er hjákátlegt.

Allann siðaboðskap má á endanum rekja til trúarbragða

Svona fullyrðingar er bara hægt að rökstyðja með lygum eða útúrsnúningum.  Með sama hætti er hægt að rekja allt  til trúarbragða. Þá er umræðan á villigötum.

  Að afneita þeim sem áhrifavaldi

Hver gerir það?

Að eigna trúarbrögðum allan siðaboðskap stenst hvorki hugmyndasögu né heilbrigða skynsemi. 

Matthías Ásgeirsson, 16.6.2008 kl. 15:51

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Matthías; Róaðu þig nú aðeins. Það er enginn að gera 17. júní að öðru en hann er. Hvernig getur 17. Júní verið ókristilegur miðað við allt þetta fánastand, þjóðsöng, messur og ljóðalestur þar sem Guð er bæði ákallaður og mærður.

Það sem ég er að vekja athyli á er hversu ósecular hann er þegar farið er ofaní saumana á því sem við segjum og gerum þann dag. Ef þú lest eitthvað annað út úr þessu, ertu á villigötum. Eða eisn og þú segir sjálfur ;Þjóðsöngurinn er vonlaus. Ég veit ekki af hverju þér ætti að þykja krossfáninn eitthvað betri.

Umræðan er þegar komin á villigötur ef þú ætlar að reyna að draga samasem merki milli siðaboðskaps og alls annars. Hvaða lygar og útúrsnúninga ertu annars að fjasa um?

Eina baunið í þessum skrifum er á þá sem klæðast svarthöfðabúningum við hátíðleg tækifæri til að vekja athygli á fáránleika prestaskrúðans. Þar eru miklir grínkallar á ferð sem kunna eflaust að taka smá bauni. - En öllu gíni fylgir nokkur alvara og mín skrif eru þar engin undantekning.

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.6.2008 kl. 16:28

5 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hvernig getur 17. Júní verið ókristilegur miðað við allt þetta fánastand,

Vegna þess að þessi dagur hefur ekkert með kristni að gera.  Flóknara er það ekki.

 Ef þú lest eitthvað annað út úr þessu, ertu á villigötum.

Ég les gamla þreytta ofnotaða frasa um trúleysingja.

 Ég veit ekki af hverju þér ætti að þykja krossfáninn eitthvað betri.

Vegna þess að þetta tákn truflar mig ósköp lítið.   Þetta eru tvær línur sem liggja þvert á hvora aðra.

Skrif þín eru því miður bara heimskuleg.  Það er það eina sem ég get sagt um þau.

Til hamingju með það. 

Matthías Ásgeirsson, 16.6.2008 kl. 16:46

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já þarna kannast ég við þig Matthías. Þar sem um augljóst trúartákn er að ræða eða krossinn, sérð þú tvær línur sem liggja þvert á aðra. En það er gott að krossinn truflar þig ekki? Ef ég væri þú, mundi ég ekki leggja mig eftir að svara "heimskulegum" skrifum. Það er miklu betra að rífast við sjálfan sig eins og þú gerir á blogginu hans Bjarna Harðar.  Gleðilegan 17. Júní :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.6.2008 kl. 17:06

7 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Það er miklu betra að rífast við sjálfan sig eins og þú gerir á blogginu hans Bjarna Harðar."

Hvernig rífst ég við mig sjálfan þar?  Um þetta, sem þú ert að gera hér, bloggaði ég um daginn.

Af hverju ertu að tala um að ég þurfi að "róa mig"?  Má ég ekki svara þér?

Matthías Ásgeirsson, 16.6.2008 kl. 17:43

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Auðvitað máttu svara Matthías og eins oft og þú vilt, en eins og þú segir á blogginu þínu er betra að gera það ekki með þessu offorsi eins og þú réttilega nefnir svona málfluttning.

Þú kallar staðhæfingar mínar sem þú ert ekki sammála heimskulegar, hjákátlegar,  ýkjur og  skrumskælingar  sem ekki hægt að rökstyðja nema með lygum eða útúrsnúningum. Þegar svona er komið er ráð að róa sig Matthías.  

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.6.2008 kl. 18:02

9 identicon

Fáninn pirrar mig ekki neitt, ég geng meira að segja með kross um hálsinn sem mér var gefinn, hann táknar ekkert trúarlegt fyrir mér.

Þjóðsöngurinn er ekki þjóðsöngur, hann fjallar 100% um guð ríkiskirkjunnar en ekkert um ísland.

Ég er ekki vantrúaður, ég er ekki trúaður, ég er ekki ofurvantrúaður; ég er bara ég og trú fyrir mér er ekkert nema vitleysa.

DoctorE (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 21:39

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll DrE. Er eitthvað "trúartákn" sem truflar þig?

Ef þú trúir ekki neinu, segirðu þá aldrei "því trúi ég" eða "Því trúi ég nú alls ekki"? Það sem ég á við, notar þú ekki þessa skilgreiningu yfir höfuð eða bara í einhverri ákveðinni merkingu?

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.6.2008 kl. 22:15

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þorvaldur; Þú ert að lýsa reynslu og afstöðu sem ég er viss um að margir trúlausir hafa. Þitt innlegg er gott mótvægi við öfganna sem svo oft grípur umræðuna. Takk fyrir þetta.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.6.2008 kl. 10:30

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Guðlaug.

Já, einmitt það sem ég var að benda á í greininni. Hluti af hinni kristnu arfleifð sem landinu fylgir og margir vilja afneita.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.6.2008 kl. 10:35

13 identicon

Áfram Ísland ! Með fána sinn og þjóðsöng, þó ég hefði kosið annan, bæði texta og lag.

Ef það eru einhverjir hér á landi sem ekki geta sætt sig við fánann okkar og annað sem Íslandi viðkemur, þá er þeim frjálst að yfirgefa landið fyrir fullt og allt.

Mér og mínum að meinalausu. átthagafjötrarnir þeir fornu hafa verið gerðir dauðir og ómerkir og ykkur er frjálst að velja ykkur þann bústað sem ykkur hugnast.

En Ísland lifi, einsog áður. Með gögnum og gæðum, og óblíðum náttúruöflum og núna innrás frá Grænlandi í líki bjarndýra.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 10:36

14 Smámynd: Sigurður Rósant

Það gæti hins vegar truflað Bahæja ef þeim yrði boðið að flytja smá hugvekju á bak við ræðupúlt.

Trúlegast myndu þeir standa fyrir framan púltið. Hinn trúfrjálsi myndi standa bak við púltið eins og hinn kristni.

Tek undir orð trúlausra hér að ofan, en vil bæta því við að trúariðkun sem hefur í för með sér innrætingu úreltra gilda í saklausar barnssálir er jafn viðbjóðslegt og óbeinar reykingar, fíkniefnaneysla og aðrir miður fagrir ósiðir mannanna.

Ég spái því umfram spámanninn Baháúllah, að trúarinnræting verði bönnuð börnum innan lögræðisaldurs, ekki seinna en árið 2099.

Með kveðju hins trúfrjálsa

Sigurður Rósant, 17.6.2008 kl. 11:29

15 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigurður Rósant;

Þær eru vinalegar og málefnalegar frá þér kveðjurnar eins og vanalega. Eigðu góðan dag.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.6.2008 kl. 12:10

16 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigrún Jóna:

Hvað finnst þér athugavert við Þjóðsönginn?

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.6.2008 kl. 12:12

17 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigurður Rósant; Ég tek eftir því að þú ert af og til í færslum þínum eitthvað að tuða um ræðupúlt í tengslum bið Bahaia. Lestu þig til um málið áður en þú ferð að tjá þig um hluti sem þú augljóslega veist ekkert um.  Ræðupúltin sem þú átt líklega við  eru predikunarstólar líkt og í moskum eða bænahúsum. Þeir eru bannaðir í tilbeiðsluhúsum okkar. Í trúnni ríkir skoðanajafnrétti og engin hefur rétt til að túlka kenningarnar fyrir aðra eða hefur leyfi til að predika yfir öðrum líkt og gert er úr moskum og kirkjum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.6.2008 kl. 12:22

18 Smámynd: Sigurður Rósant

Já, til hamingju með daginn. Gleymdi góðu kveðjunni.

Aldrei verið söngmaður góður og gæti aldrei lagt það á mín aumu raddbönd að iðka þjóðsönginn. Syng frekar "Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn...." í staðinn. Finnst hann þjóðlegur og lýsa léttleika Íslendinga.

Þjóðsöngurinn hefur mér alltaf fundist leiðinlegur og niðurdrepandi. Bæði textinn og lagið. Það fannst mér líka þau ár sem ég trúði á drauga, álfa og Jesúm Krist.

En ég á hins vegar mynd af mjög háttsettum Bahæja þar sem hann talar á bak við ræðupúlt í Lótus Musteri Bahæja við vígslu þess í desember 1986.

Einnig á ég mynd af íslenska fánanum á sviði Háskólabíós, þar sem trúleysingjar og trúaðir ferma borgaralega allstóran hóp unglinga.

Svo það er víða gerð undantekning á fundamentalismanum.

Borgar Bahæsamfélagið þennan flutning á ísbirnunum í dag?

Með hátíðarkveðju

Sigurður Rósant, 17.6.2008 kl. 12:25

19 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ræðustandur á gólfi er ekki sama og púlt, Sigurður. Vertu ekki með þess útúrsnúninga.

Þetta með ísbjörnin: Ertu nokkuð að missa það gamli?

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.6.2008 kl. 12:44

20 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Af hverju ertu að spá í þessu á öðrum forsendum en að biðja um rifrildi? Ekki beint kristileg framkoma.

Róbert Þórhallsson, 17.6.2008 kl. 14:20

21 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Við hvern og um hvað ætti svo sem að rífast Róbert? Fólk segir bara sínar skoðannir og svoleiðis gengur umræðan.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.6.2008 kl. 17:01

22 identicon

Svanur. Mér finnst þjóðsöngurinn líkari sálmi og líka erfitt lag, sem var samið fyrir þennan sálm.

fullt af góðum ættjarðartextum sem skemmtilegra er að syngja við öll tækifæri.

en ég beygi mig undir þá sem völdu þetta fyrir land og þjóð.

Og get þar að auki sungið hann, sem er meira en sagt er m þorra þjóðarinnar.

Og þar er eitt sem ég set fyrir mig.

Þjóðsöngurinn á að vera þjóðinni tamur og lagið líka.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 18:00

23 Smámynd: Sigurður Rósant

Já, góð lausn hjá Bahæjum - "Ræðustandur á gólfi er ekki sama og púlt," Ekki vissi ég af þessu. Predikunarstóll - ræðupúlt - ræðustandur. Auðvitað, Baháúllah bannaði aldrei ræðustand úr svo til gegnsæu plasti.

En þú ert nú svo fróður um marga hluti Svanur. Hvers vegna breyttu ráðamenn þjóðarinnar heiti nokkurra daga í vikunni, þ.e. Týrsdags, Óðinsdags, Þórsdags og Frjádags (eða Freyjudags) í þessi ljótu hlutlausu heiti, þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag og föstudag?

Fóru þessi heiti fornra guða Íslendinga og annarra Norrænna þjóða eitthvað meira í taugarnar á ráðamönnum Íslands en t.d. Dana? sbr. Tirsdag, Onsdag, Torsdag og Fredag.

Sigurður Rósant, 17.6.2008 kl. 18:34

24 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigurður  Rósant; Þér ætti að vera það ljóst núna að Bahaiar eru ekki að hengja sig í neinar kreddur. Meiningin var alltaf með þessum ræðustólsbanni að losa fólk við predikunarstílinn enda engir prestar í trúnni.

Jú alveg rétt hjá þér með heiti dagana. Það var sjálfur Jón Ögmundsson (1052-1121) sem gerði sér far um að eyða sem mestu af áhrifum Ásatrúarinnar á menningu landsins og lét því breyta nöfnunum á þessum fjórum dögum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.6.2008 kl. 19:14

25 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigrún. Maður hefur svo sem heyrt þetta áður, en ég verða að segja að ljóðið er afar fallegt þótt lagið soldið drungalegt. En það eru flestir þjóðsöngvar landanna líka.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.6.2008 kl. 19:17

26 Smámynd: Sigurður Rósant

En fer engum sögum af því hvort þessi dagaheiti  hafi farið í taugarnar á honum Jóni Ögmundssyni? Eða hefur þeim heimildum ekki verið haldið til haga?

Sennilega hefur ekki mátt skrifa neitt gagnrýnivert á skinn gagnvart þeim kaþólska fremur en Múhameð eða Ímámum nútímans.

Meiningin var alltaf með þessum ræðustólsbanni að losa fólk við predikunarstílinn enda engir prestar í trúnni.

Það hefur nú ekki tekist og tekst aldrei. Það er alltaf einhver sem tekur forystuna eða er settur æðri öðrum. Það er bara eðli mannlegra samskipta eins og hjá dýrunum.

En ég samhryggist þér með hve illa tókst með Flótta-Björn.

Sigurður Rósant, 17.6.2008 kl. 19:47

27 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þorvaldur Guðmundsson upphefur sinnuleysið, hann má það mín vegna.  Hann mætti samt kynna sér hvað þessir heitu trúleysingjar eru að gera.

Matthías Ásgeirsson, 18.6.2008 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband