15.6.2008 | 16:13
Hver á heiminn?
Sú var tíðin að voldugustu menn og konur heimsins voru þjóðhöfðingjar landanna. Skipti einu hvaða titla þeir báru, Konungar og drottningar, Keisarar og keisaraynjur þeirra, Kalífar og krónprinsar, allt voru þetta auðugustu og valdamestu einstaklingar hvers tíma. Á seinni hluta 19 aldar fór þetta að breytast og eftir fyrstu heimstyrjöldina voru völd flestra einvalda fyrir bí.
Samt er allavega eitt konungsdæmi sem þessar fullyrðingar mínar eiga ekki við. Völd þess hafa minkað en ekki eignir.
Elísabet önnur Englandsdrottning og þjóðhöfðingi 31 fylkja og landsvæða á mesta land allra í heiminum. Hún á 6.600 milljón ekrur af landi eða einn sjötta af landi jarðarinnar.
Hún er eina manneskjan sem á heilu löndin og þar á meðal lönd sem ekki eru heimalönd hennar. Landareign hennar er aðskilin embætti hennar sem þjóðhöfðingja.
Verðmæti landareigna hennar er metið á £17,600,000,000,000. sem gerir hana auðveldlega ríkusta einstakling jarðarinnar.
Samt er engin auðveld leið til að áætla verðmæti eignar hennar. Ef reiknað er er með 5000 dollurum á ekru sem var gjaldið sem Rússlandskeisari fékk fyrir Alaska á sínum tíma og Frakkar fyrir Lousíana fylki í Bandaríkjunum er verðmæti landa hennar metið á $33,000,000,000,000
Stærstu landareignir hennar eru í Kanada, sem er annað stærsta land heimsins eða 2,467 milljónir ekra. Ástralia, er sjöunda stærsta land heims með 1,900 milljónir ekra, Papua Nýju Geníu með 114 milljónir ekra, Nyja Sjáland með 66 milljónir ekra og Bretland með 60 milljónir ekra.
Næst-stærsti landeigandi heims er Rússneska ríkið , þar á eftir kemur Kínverska ríkið, þá Bandaríkin og í fimmta sæti er konungur Sádi Arabíu.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:41 | Facebook
Athugasemdir
Hvernig skilgreinirðu eign? Ef þú átt land þá máttu selja það eins og þú vilt og leigja það og henda fólki af því ef það hentar þér. Má Elisabeh selja landið sitt eða leigja það út? Innheimtir hún arð af því?
Skattborgari, 15.6.2008 kl. 18:04
Góð spurning Skatti. Hún hefur tekjur af löndum sínum, svo er víst og sjálfsagt gæti hún selt lönd ef hún vildi. En eins og þú varst fljótur að koma auga á er þetta loðið.
Svanur Gísli Þorkelsson, 15.6.2008 kl. 23:46
Efa að hún gæti selt Kanada. Getur hún kannski rekið allt fólkið af bretlandi og selt það hæstbjóðanda? Ef ég ætti heila blokk þá gæti ég það.
Skattborgari, 16.6.2008 kl. 00:14
Hent fólkinu úr blokinni og selt hana svo.
Skattborgari, 16.6.2008 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.