Hungur herjar á Eþíópíu

ethiopia Það er að gerast aftur. Myndir af börnum með útþanda maga, fluguger í andlitinu og með dauðaslikjuna í stórrum augunum

Eþíópía sendur á barmi hungursneyðar og í þetta sinn af völdum uppskerubrests og óreglu á veðurfari. 2.4 mill. manna eru taldar ofurseldar hungurvofunni ef þjóðir heimsins koma ekki til hjálpar á næstu dögum. tareknge

Matarverð hefur þrefaldast í landinu og næsta uppskeru ekki að vænta fyrr en eftir þrjá mánuði. Bandaríkin gáfu 15.mllj. dollara til hjálparstarfsemi sem er andvirði einnar sprengjueldflaugar.

Sómalía og Kenýa berjast enn við hungrið þar sem þúsundir manna þjást úr næringarskorti. Hvar eru íslenskir fjölmiðlar, ég hef ekki séð eina einustu frétt um Eþíópíu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Góð spurning væri gaman að vita það.

Það er hægt að sjá frá hvaða landi fjölmiðilinn er af því hvernig er fjalað um ákveðin málefni. Þeir ná ekki athygli vestrænna fjölmiðla greinilega.

Þarf að gera eitthvað 15Miljónir dala er ekki neitt fyrir bandarikin. 

Skattborgari, 13.6.2008 kl. 20:13

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hef heldur ekki heyrt eða lesið  neitt um ástandið.....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.6.2008 kl. 20:27

3 Smámynd: SeeingRed

Merkilega mikið fálæti hjá fjölmiðlunum...eins og fyrir svo mörgu öðru sem ætti að fjalla mikið um en er ekki.

SeeingRed, 13.6.2008 kl. 23:01

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, þetta lítur ekki vel út.  Er ekki talað um að veðurfar verði alltaf óhagstæðara og óhagstæðara til ræktunar og matvælaframleiðslu við rætur Sahara sunnanverða (annars hef eg ekkert kynnt mér þetta ítarlega)

En með íslenska fjölmiðla og erlendar fréttir... þá hafa þeir örugglega nóg með að fjalla um lítil eða stór brjóst á einhverri frægri konu út í Ameríku og afleiðingar þess á hjónabandið (eg er ekki að ljúga þessu, það var einhver svona frétt í einhverjum fjölmiðli fyrir stuttu) 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.6.2008 kl. 00:06

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Skatti, Hrafnhildur og SeeingRed; Þeir eru bara svona seinir á sér. Þetta hlýtur að koma fram fljótlega.

Þetta er náttúrulega týpískt fyrir hvernig málefni Afríku ganga fyrir sig. Það er ekki fyrr en allt er orðið um seinan að farið er að gera eitthvað og þá er það venjulega of lítið.

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.6.2008 kl. 00:12

6 Smámynd: Zaraþústra

Þetta er ekki bara Afríka, nýlega mótmæltu menn í Mexíkó háu verði á tortillum.  Auk þess er áætlaða að 12.1% Bandaríkjamanna séu í vandræðum með matarinnkaup (þ.e. sumir eiga eftir að verða matarlausir í lok mánaðar, þurfa að sleppa máltíðum o.s.frv.).  Þá eru menn í vandræðum víða í Asíu einnig, enginn er raunar undanskilin þó menn séu auðvitað í mestu vandræðum í Afríku þar sem helmingur mánaðarkaupsins fer gjarnan i matarinnkaup.  Ég skrifaði smá viðbót við þessa grein þína, ekkert merkilegt enda gefst mér aldrei tími til að skrifa neitt að viti.

Zaraþústra, 14.6.2008 kl. 02:39

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Víst er að matvælaverð hefur alstaðar hækkað Zaraþústra og eru til þess nokkrar ástæður, uppskerbrestir víða um heim er meðal þeirra. Meira að segja er ræktun maís og soja til lífræns eldneytis talin spila þar inn í. Þá koma inn hamfarveður eins og í Burma og afar rýr uppskera bænda í S-Ameríku. - En eins og Ómar Bjarki minnist á eru Jaðarlönd Sahara i sérflokki.

Gott að þú gafst þér tíma til að kafa aðeins í málin.

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.6.2008 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband