Masada mun aldrei aftur falla

Fyrir framan mig liggur lítil gul mósaík flís. Fyrir 2000 árum var hún hluti af stórri mósaík-mynd sem  lögð var undir hásæti Heródesar Júdeukonungs í móttökusal sumarhallar hans á Masada. Ég fann hana árið 1988 þegar enn var verið að grafa upp fornleifarnar á fjallinu. Á minnismerkinu sem sendur á fjallinu eru þessi orð rituð.

Hugrökku og tryggu félagar! Fyrir löngu sórum við þess eið að þjóna hvorki rómverjum eða öðrum utan Guðs sem einn er sannur og réttlátur Drottinn mannkyns. Sá tími er upprunnin að við erum krafnir þess að sanna ásetning okkar og þau verk okkar að við gengumst aldrei undir þrældóm, jafnvel þótt hann væri okkur óskaðlegur.  Við munum ekki velja þrældóm nú og með honum þá refsingu sem mun tákna endi alls ef við  lifandi föllum í hendur hins rómverska guðs sem gefið hefur okkur þessi forréttindi að deyja göfugir og sem frjálsir menn og yfirgefa þessa veröld sem frjálsir menn í föruneyti eiginkvenna okkar og barna. Ben-Yair's

MasadaMasada er 400 metra hátt fjall sem stendur skammt frá Dauða hafinu Í Ísrael. Heródes (73-4 fk.) konungur sem ekki var vinsæll af sínu fólki byggði sér rammgerða sumarhöll uppi á fjallinu og hugðist nota hana sem virki ef í harðbakkann sló. Eftir daga Heródusar var aðstaðan notuð sem rómversk varðstöð eða virki. Upp á fjallið liggur einstigi og ef nægar vistir voru til staðar gat tiltölulega fámennt lið varist þar all lengi.

Það er merkilegt að hvergi er minnst á frægustu atburði tengdum Masada í Talmudum gyðinga en frásögnin hefur varðveist í heimildum frá Josephusi Flaviusi.

 

Árið 66 ek. kom til mikilla uppreisnar gyðinga gegn setuliði rómverja í landinu. Meðal hópa uppreisnarmanna voru þeir sem kallaðir voru Zealottar og einnig þeir sem Sicarii voru nefndir. Nafn þeirra er dregið af latneska orðinu sicarius sem merkir rýtingur. Sicarii  stunduðu morð á almannafæri og notuðu til þess rýtinga. Þeir minna um margt á hryðjuverkahópa samtímans. Uppreisnin var kveðin niður og íbúar Jerusalem flestir drepnir eða hnepptir í þrældóm. Um 1000 manns, aðallega meðlimir Sicarrii samtakanna og fjölskyldur þeirra, tókst að flýja og ná virkinu á Masada á sitt vald.  Masada_bathhouse_caldarium_reconstruction_tb_n011100_wr

Elazar ben Ya'ir foringi þeirra skipulagði varnir virkisins og tókst þeim að verjast umsátri rómverska hersins í sjö ár. Virkið féll ekki fyrr en rómverjar tóku á það ráð að byggja með aðstoð þræla breiða gangbraut úr grjóti og jarðvegi upp að brún fjallsins. - Þegar að róverskir hermenn rufu loks veggi virkisins fundu þeir enga á lífi utan tveggja kvenna og fimm barna. Höfðu allir aðrir verjendur virkisins 936 að tölu,  drepið hvern annan eða framið sjálfsmorð, frekar en að gefa sig Rómverjum á vald.

 

 

spiegel_keremshalom

 

Þegar að Moshe Dayan var yfirmaður Ísraelska hersins tók hann upp á því að sverja hermenn sína inn í herinn með því að láta þá fara með eið á Masada eftir að hafa gengið blysför  eftir krákustiginu sem upp á fjallið liggur. Í eiðnum kemur fyrir setningin fræga; "Masada mun aldrei aftur falla"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert nú meiri drama-drottningin!

Jóhann (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 01:17

2 Smámynd: Skattborgari

Áhugavert deyja frekar en að gefast upp er þannig ennþá í dag. Margir í seinni heimstyrjöldinni frömdu sjálfsmorð í staðinn fyrir að vera teknir til fanga.

Skattborgari, 14.6.2008 kl. 01:23

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Verðugt er það og gott að minnast þessara atburða, mikilla örlaga og hetjulegrar baráttu. Sumir vanþekkingarmenn ímynda sér, að Gyðingar hafi ekki verið þróuð siðmenningarþjóð, tala jafnan um þá sem frumstæða hirðingja, en borgarmenningu höfðu þeir og margvíslega verkkunnáttu, m.a. til hervarna, þótt þeir hafi ekki haft roð við tækni og hervaldi Rómverja.

Þú mættir auka þetta aðeins með ártölum og tengja það eyðingu Jerúsalem, sem Jesús spáði fyrir um, "á helgum stað," skv. Mt. 24.15, "þar, er ekki skyldi," skv. Mk.13.14), en það var í raun hluti af ógæfu Gyðinga, útlegð þeirra og dreifingu út um heimsbyggðina, að þeir fóru út í þessar uppreisnir. Sagan lifir þó eftirminnilega.

Jón Valur Jensson, 14.6.2008 kl. 10:08

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Skatti; Ertu að meina gyðinga? Málið er að í Gyðingdóm er lagst mjög gegn sjálfsvígum. Þess vagna hafa sagnfræðingar bent á að hafi hópurinn á Masada ætlað að farga sér hljóti þeir að hafa deytt hvern annan.

Jón Valur:

Vissulega eru svona grein aðeins til að vekja athygli á atburðinum sem verður svo, ef vel til tekst  til, til að fólk kynnir sér málin nánar ef það hefur áhuga.

Þetta atriði með spádóma Krists og uppreisn Gyðinga og dreifingu þeirra í kjölfarið er vandmeðfarið því margir Kristnir menn litu á örlög Gyðinga sem beina afleiðingu af því að þeir höfnuðu Kristi og að með eyðileggingu helgidómsins og falli Jerúsalem hafi þeir verið að taka út óumflýjanlegar afleiðingar gjörða sinna. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.6.2008 kl. 11:00

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jóhann; Já finnst þér það :) Þetta eru nú svolítið dramatískir atburðir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.6.2008 kl. 11:03

6 Smámynd: AK-72

Hmm, takk fyrir að minna mig á að ég á þættina stórgóðu á DVD enn í plasti upp á hillu, sem skörtuðu þeiim Peter Strauss og Peter O'Toole ásamt David Warner. Held að maður fari og taki plastið utan af vegna þessar góðu greinar þinnar.

AK-72, 14.6.2008 kl. 19:33

7 Smámynd: Skattborgari

Var að tala um hermenn í seinni heimstyrjöldinni og araba sem drepa sig í staðinn fyrir að vera teknir til fanga.

Skattborgari, 14.6.2008 kl. 20:22

8 Smámynd: Sigurður Rósant

Miðað við þann ásetning sem Islamistar sýna þessa dagana tekst þeim örugglega að gjöreyða Ísraelsríki og stórum hluta íbúa þess. Ekki spurning hvort, heldur hvenær. Spurning hvort þeir hlífa Allsherjarhúsi Réttvísinnar í Haífa. Eyða því sennilega í leiðinni og stofna til Super Holocost á múslimum um allan heim.

Sigurður Rósant, 14.6.2008 kl. 20:38

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigurður reit; Það gereyðir enginn ríki sem ræður yfir kjarnavopnum. Heimsmiðstöð Bahai samfélagsins er örugglega ekki ónæm fyrir árásum frekar en aðrir hlutar Ísraels þótt Hisbolla flaugar sem lent hafa í Haifa hafi fram að þessu ekki lent á henni.

Hvaðan koma þessar hugmyndir þínar um "Super Holocost á múslimum um allan heim." 

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.6.2008 kl. 22:51

10 Smámynd: Sigurður Rósant

Þú hefur sjálfsagt einhvern pata af kenningum Karls Marx, Hitlers, Maós og Múhameðs. Allir þessir kallar stefndu að heimsyfirráðum eins og lesa má um í kverum þeirra.

Þrír þessara sem komu löngu á eftir Múhameð voru hugsjónamenn á sviði stjórnmála og voru hugmyndir þeirra ekki langlífar. Múhameð tókst að gera sínar hugmyndir að trúaratriðum sem festust í hugum fólks eins og Syphilis.

Múslimum tókst að sýkja börn sín á þessum hugmyndum og neyða alla til að sýna hollustu við hugmyndirnar í verki. Þau verk eru orðin æ sýnilegri og minna hrollvekjandi á manneskju haldna sárasótt. Styttist í að manneskjan sýni einkenni heilasyphilis sem kallar fram brjálæðisleg einkenni.

Hugmyndir mínar um "Super Holocost á muslimum" koma sem "Oriental sull" úr sögu Evrópubúa á síðustu öld og úr hvatningarorðum Kóransins sem flestir hafa heyrt og lesið aftur og aftur síðustu misseri.

Þá er þér það morgunljóst, Svanur.

Sigurður Rósant, 14.6.2008 kl. 23:31

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Allt hið merkilegasta.  Eru þeir ekki enn að sverja eiða þarna uppi hermennirnir, allaveg hluti þeirra.

En með atburði þessa er þá ekki pínulítil ástæða til að:

1. Setja smá spurningarmerki við áræðanleika sögunnar.  Að sögn Jósepusar heyrði hann söguna frá  2 einstaklingum sem lifðu af, (það út af fyrir sig þarf ekki endilega að vera neikvætt heldur gefur færi á spurningarmerki)  auk þess sem athygli vekur að ekki er minnst á atburðinn í td Talmudum.

2. Að þó saga Jósepusar sé tekin þokkalega góð og gild... er þá sagan nokkuð mikið um  hetjulega baráttu og vörn uppreisnarmanna gegn Rómverska hernum.

  þe. á seinni tímum hefur verið gert sem mest úr hetjulegri langri baráttu við að verja fjallið.  Svæði og sögn hefur orðið nokkurskonar symbol og tákn fyrir baráttu ísraels o.s.frv... en í rauninni fjallar saga Jósepusar ekkert voðalega mikið um það.

Nú tek eg fram að ég er enginn sérfræðingur um viðfangsefnið.  Þetta eru svona atriði sem ég hef rekist á...og kom mér nokkuð á óvart því ég hélt að allt væri efnið hafið yfir nokkurn vafa o.s.frv.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.6.2008 kl. 00:06

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ómar Bjarki;

Hafi hópurinn verið meðlimir Sicarii er óvíst að Talmútusemjarar mundu hafa fjallað um það, sérstaklega ef hópurinn framdi allur sjálfsvíg.

Sagan er hetjusaga núorðið engin vafi. Hvort hún var það upphaflega, saman ber sjálfvígsútfærsluna er deilt um. Sjálfsvíg var alls ekki hetjulegur dauðdagi að mati Gyðinga eftir því sem ég kemst næst.

Jósepus sem var hallur undir rómverja kann hins vegar að hafa sett á söguna "heigulsstimpil" til að þóknast sínum herrum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.6.2008 kl. 00:40

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigurður Rósant. Einmitt morgunljóst.

Lýsing þín á múslimum minnir um margt á það sem stóð í dreifibæklingum í þýskalandi um 1939 þegar farið var að smala öllum þessu "sýkta pakki" saman upp í lestarnar til útrýmingarbúðanna. Sýfilis var einmitt einn af þeim sjúkdómum sem þeir voru sagðir vera haldnir og vera merki um úrkynjun þeirra.

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.6.2008 kl. 00:52

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Svanur: Já já.  Þetta er alltaf spurningi með forna texta hvernig höfundurinn hugsaði.  Ætlaði hann að gefa raunsanna lýsingu, var hann að þóknast einhverjum með að hafa textann svona og svona o.s.frv o.s.frv.

Td. að hann minnist ekkert á að þeir á fjallinu hafi reynt að trufla veggsmíðina með gagnárásum.  Annars sá eg því haldið fram að veggurinn væri ekki eins mikið mannvirki og talið hefði verið.   Aðalega klettur undir sem bætt hefði verið ofaná.

Annars er hér grein sem mér finnst snarplega skrifuð:

http://www.bibleinterp.com/articles/masadamyth1.htm

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.6.2008 kl. 01:09

15 Smámynd: Sigurður Rósant

Annars minnir þessi atburður í Masada á atburð í Jonestown 18. nóvember 1978, er rúmlega 900 manns tóku inn blásýru. Margir gerðu það sjálfviljugir en aðrir tilneyddir.

Þessi litli hópur í Masada hefur trúlega verið einhver öfgahópur í líkingu við söfnuð Jim Jones. sem tókst að blekkja háttsetta stjórnendur Bandaríkjaþings, ekki ósvipað því sem Guðmundi í Byrginu tókst nýverið á svo eftirminnilegan máta.

Látið ekki blekkjast af fagurgala trúboðanna.

Með kveðju hins trúfrjálsa

Sigurður Rósant, 15.6.2008 kl. 12:17

16 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta er ekki fyrsti pistill þinn með "pseudósagnfræði".

Það er ekkert skrítið að Mishnah og Gemara, tveir hlutar Talmud, séu ekki með upplýsingar um Masada. Þessi rit eru tekin saman 200-500 árum eftir Krists burð, en byggja á miklu eldri munnlegri hefð, hinum munnlega Talmud. Ef ábúendur Masada hafa verið uppreisnarhópur, sem einnig herjaði á aðra gyðinga, er ekki nema von að þeir hafi gleymst. Slíkir hópar gleymast venjulega. Þeir geta ekki skrifað sögu sína þegar þeir eru búnir að drepa hvern annan. Samkvæmt Jósefusi drápu Sicarii 700 manns (gyðinga) í Ein Gedi, áður en þeir féllu á Masada.

Á meðal beinagrindanna á Masada eru örugglega Rómverjar, og svínabein fundust einnig við rannsóknir Yadins, sem bendir til þess, að ef þetta voru "Sicarii", þá voru þeir að minnsta kosti ekki rétttrúnaðargyðingar.

Mæli ég með því að lesendur þínir kynni sér þetta.

Jósefus er eina ÓLJÓSA heimild okkar um "Sicarii", kutana, og aðeins sumir fræðimenn leyfa sér að túlka að þeir hafi stundað hryðjuverk líkt og Palestínumenn gera í dag.  En er hryðjuverki beint gegn ofuraflinu (Rómverjum)? Ég hélt, Svanur, að hryðjuverk væri þegar saklaust fólk og börn í strætó, eða í tveimur háhýsum í New York er drepið á heigulssaman hátt. Þú virðist ekki vera á þeirri skoðun frekar en fyrri daginn

Menn ættu heldur ekki að vera að stela fornminjum í annarra manna löndum eins og þú gerðir. Skilaðu aftur gula mósaíkbrotinu sem menn hafa örugglega verið að leita að, svo púsluspilið gengi upp.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.6.2008 kl. 12:38

17 Smámynd: Sigurður Rósant

Jón Valur - "Verðugt er það og gott að minnast þessara atburða, mikilla örlaga og hetjulegrar baráttu."

Svo tekur þú undir með þessum öfgatrúaða söfnuði, Jón Valur. Ég hélt að þú værir vandaðri að virðingu þinni en hér kemur fram.

Ég get svo sem vel skilið að þú styðjir háfjallafólkið í Tíbet undir stjórn hins ósvífna Dalaí Lama í vanþekkingu þinni. Það eru ekki allir sem sjá í gegnum þann einræðissegg sem stýrir vösku liði kúgara og pedófólía í hinum mörgu kytrum mustera hans safnaðar.

Svanur, ekki hvarflaði að mér að ræna flís úr Lótusmusteri Bahæja í Nýju Delí eða Taj Mahal Mógúlanna í Agra, er ég átti þar leið um 1986.

Það er ekki skrýtið þó Írönsk stjórnvöld séu að handsama ykkar fyrirmenn ef siðgæðið er ekki upp á fleiri flísar.

Með kveðju hins trúfrjálsa

Sigurður Rósant, 15.6.2008 kl. 15:51

18 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Vilhjálmur; Hvað ert þú að bulla um gerfisagnfræði. Þó að grein mín hafi ekki tekið til allra hluta sem vitað er um atburðina á Masada eftir 66 ek, þá er það sem fram kemur rétt.  Ætlunin var að vekja athygli, ekki að efna til einhverrar pissukeppni í sagnfræði sem virðist vera eina leiðin fyrir þig að nálgast hlutina.

Að því sögu, er Þín viðbót er ágæt og alveg í samræmi við mínar heimildir.

Hvað flísina varðar, var hún ekki tekin ófrjáslri hendi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.6.2008 kl. 16:28

19 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigurður Rósant; Glósur þínar um ofsóknirnar á hendur Baháium í Íran eru einkum ósmekklegar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.6.2008 kl. 16:32

20 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mér þykir leitt að þú takir þessu svona, en þegar menn eru að bera á borð upplýsingar um mikilvægan stað eins og Masada, þá er hægt að gera það með virðingu.

Fornleifafræði og sagnfræði, sem eru mínar greinar, eru ekki nein pizzukeppnni. En ef út í pizzur er farið, þá býr maður annað hvort til alvöru pizzu, eða eitthvað óæti sem á endanum stenst ekki. Þetta var bara slöpp pizza hjá þér í dag, og það var hún líka um daginn í greininni um Reis. Allt kjaftæðið um tyrkjafóbíuna í þeirri færslu var út í hött. Myndirnar voru af skipum frá 16. öld, og myndin af múslíminum var af "márískum" sendimanni í Lundúnum, og svona mætti lengi telja.

Það er alveg hægt að vera nákvæmur á bloggi. WWW færir mönnum þann möguleika, en sjálfsgagnrýni verður líka að vera fyrir hendi.

Hvorki Ísrael eða Júdea munu falla aftur. Þar hafðir þú rétt fyrir þér.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.6.2008 kl. 20:23

21 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Vilhjálmur Örn; Hvernig átti ég að taka þessu öðruvísi? Ég er alveg viss um að ég gerði þér til geðs með að bregðast við þessu skensi þínu.  Fornleifafræði og sagnfræði geta verið "þínar" greinar Vilhjálmur Örn en varla hefur þú einkaleyfi á þeim. Og það verður að segjast að sumt sem ég hef séð eftir sjálfan þig er afar umdeilanlegt í besta lagi og ekki bætir hrokkinn og yfirlætið sem einkennir skrif þín.

Ég ítreka að það sem kemur fram í grein minni um Masada var allt rétt.

Myndirnar með Reis greininni voru "myndskreyting" enda ekki með texta.  En jafnvel sem slíkar, þá ætti þér að vera það kunnug, sagnfræðingnum og alles, að 16. aldar skip voru notuð á 17 öld í ríkum mæli, ekki hvað síst af sjóræningjum.

Um hræðslu íslendinga við endurkomu sjóræningjanna er ekki einu orði ýkt. Ef þú hefur einhverjar upplýsingar um annað, þá skaltu koma með þær.

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.6.2008 kl. 21:12

22 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er mjög góð færsla hjá Svani.  Alveg til fyrir myndar.  Auðvitað er ekki hægt að taka tillit til allra þátta í jafn stuttum texta í máli sem hefur í rauninni jafn marga fleti og Masada dæmið.  Það sem Svanur gerir afar vel með efnistökum sínum að hann vekur forvitni,  textinn settur þannig fram að hvetur áhugasama um að rannsaka nánar sjálfir o.s.frv. (greinin um tyrkjaránið var einnig afbragðsgóð)

En Vilhjálmur: Ertu á því að hetjusagan um vörn Masada hafi verið kokkuð upp á sínum tíma af Síonistum í propagandaskyni til að efla baráttuanda innávið og skapa sameiningartákn(og etv til að selja útávið til að rómantísksera Ísrealsríki)  ?

Þe. að saga Jósepusar fjalli mest lítið um slíka hetjudáð heldur alveg eins um vafasama einstaklinga sem leituðu skjóls uppá klettinum og var í rauninni landhreisun að vera lausir við.... eða hvað ?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.6.2008 kl. 21:19

23 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Fornleifar eru oft notaðar af ungum þjóðum til að sýna og sanna eitthvað. Sérstaklega af þjóðum, sem greinilega þurfa að sanna allt það sem grundvallar tilvist þeirra. Uppihald gyðinga i fangabúðum nasista og tilraun til að granda gyðingaþjóðinni nokkrum árum áður hafði mikið að segja. Niðurstöður varðandi Masada hafa verið notaðar of fjálglega og fornleifafræðingurinn Yigal Yadin var barn síns tíma og rómantíker sem ætlaði sér að sýna fram á að frásögn Jósefusar hefði verið rétt, líkt og þegar sumir íslenskir kollegar mínir grófu með Íslendingasögurnar í einni hendinni og skóflu í hinni.

Ómar, Baráttuandinn innávið var alveg nógur í Ísrael. En eins og menn hafa Þingvöll til að skunda á, halda menn upp á Masada með ungviðið til að styrkja andann í þeirri skálmöld sem hefur verið beint gegn Ísrael síðan 1948 - með hjálp sófamorðingja, gyðingahatara og vinstrimanna á Vesturlöndum. Enginn herjar á þá sem skunda á Þingvöll, þó þeir gegni hlutverki meðal þjóðanna. Sumir eru heppnir.

Svanur, fyrst þú ásakar fólk um hroka og allt illt, verð ég að benda þér á, að ef bein Rómverja hafa fundist á Masada, og bein svína þar á meðal, þá er frásögn þín röng og byggir á gömlum og tvíræðum niðurstöðum. Það er ekki hroki að benda mönnum á slíkt. 

Það er hins vegar hroki að bregðast illa við nýjum upplýsingum. Sérstaklega þegar meira en líklegt er að ekki sé fundinn því nein stoð að "terroristar" gyðinga, sem þér er svo annt að ræða um og líkja saman við illmenni nútímans sem þú styður, hafi drepið sig og sína í miklum mæli á Masada.

Lesið vinsamlegast: http://www.religiousstudies.uncc.edu/jdtabor/masada.html

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.6.2008 kl. 22:38

24 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.6.2008 kl. 22:48

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sig. Rósant, orð þín dæma sig sjálf, og ekki var þetta fallegt frá þér.

Jón Valur Jensson, 15.6.2008 kl. 23:10

26 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, það er mart í þessu.  Yigael Yadin hafði tekið sér fleira fyrir hendur en fornleifafræði.  Var í Haganah hópnum og snemma framalega í flokki í IDF og endaði sem Chief of Staff í nokkur ár.  Hann sagði meir að segja sjálfur að stjórnvöld hefðu beitt hann þrýstingi í samb. við beinin... að tengja þau við hetjurnar á fjallinu.

En hvað um það  Ben Yehuda segir að þeir hafi bara búið hetjusöguna til si sona:

He views the story of Masada as a modern legend. According to his book Sacrificing Truth, the rendition of Josephus was embellished before and after the establishment of the State of Israel. Based on transcripts of the 1963-65 archaeological dig, he claims that the team, led by a former chief of staff of the Israel Defense Force, fraudulently misrepresented findings and artifacts to fit within a pre-scripted narrative.

http://en.wikipedia.org/wiki/Nachman_Ben-Yehuda

Það er nú samt sem áður nokkuð íronískt að í upphafi og eftir stofnun ríkisins skuli þetta hafa verið gert að symboli og hafið upp til skýjanna... Masada (Ísrael) skal aldrei falla again...þegar í rauninni var kannski um að ræða óaldarmenn höfðust við þar uppi og féllu að lokum (en það er kannski ljótt að segja svona)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.6.2008 kl. 01:38

27 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ómar Bjarki, við vitum ekkert um það. En rannsóknirnar voru ekki nógu góðar og Jósefus er ekki heimild sem ég myndi nota eins og Svanur gerir.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.6.2008 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband