13.6.2008 | 01:33
Mic Mac Indjánar
Fyrir allt of löngu síđan dvaldist ég um hríđ međal Mic Mac Indíána á sérlendu ţeirra í Eskasoni í norđaustur hluta Nova Skotia Kanada. Ég rifjađi ţessa dvöl upp í huganum ţegar ég sá í fréttum ađ ríkisstjórnin í Kanada hefđi beđiđ Indíánaţjóđirnar ţar í landi (ţ.e. ţćr sem eftir eru) afsökunar á yfirgangi og óréttlátu framferđi yfirvalda gagnvart ţeim.
Mic Mac Indíánar eru forn ţjóđ sem hefur átt sér ađsetur í Nova Scotia og međfram ströndum norđur Kanada síđan "manneskjan var sköpuđ" eins arfsögn ţeirra segir. Ţeir eru sagđir hafa fundiđ upp Íshokkí sem ţeir segja sama leikinn og ísknattleik norrćnna manna til forna. Segja ţeir leikinn svo svipađan ađ norrćnir menn (Íslendingar) hljóti ađ hafa lćrt hann af Mic Mac indíánum á ferđum sínum vestur um haf fyrr á öldum. Ţađ verđur ađ segjast ađ rökin fyrir ţessu, sem er ađ finna á tenglinum hér á síđunni merktur "Knattleikur" helg íţrótt, eru afar sannfćrandi.
Í Eskasoni dvaldist ég hjá ţáverandi höfđingja sérlendunnar og var hann eini Mic Mac Indíáninn sem vitađ var um ađ hefđi náđ ađ mennta sig ađ ráđi og hafđi hann náđ í mastersgráđu frá háskóla í Halifax. Á sérlendunni bjuggu um 1500 manns og voru ţeir flestir illa haldnir af alkóhólisma og öđrum kvillum sem ţeirri sýki getur fylgt. Ég man ađ fyrstu dagana sá ég aldrei edrú mann eđa konu á götum bćjarins. Allir nema höfđinginn og kona hans voru á stöđugu fylliríi. - Höfđinginn sagđi mér ađ allir vćru á bótum frá ríkinu og allar bćtur fćru í ađ kaupa bjór. Börn og unglingar voru ekki undantekningar og allir reyktu.
Ţegar ég hafđi dvalist í rétt rúma viku međal Mic Maccanna bárust mér ţćr fréttir frá Íslandi ađ fađir minn hefđi látist á sjúkrabeđi. Ég sagđi konu höfđingjans fréttirnar sem ekki beiđ bođanna en hóf ađ elda súpu mikla í stórum potti. Ekki leiđ á löngu fyrr en fólk fór ađ drífa ađ. Ég hef ekki hugmynd um hvernig fréttirnar af láti föđur míns bárust svona fljótt út á međal fólksins, en ţađ var allt komiđ til ađ sýna mér samúđ sína og dveljast međ mér í smá tíma. Stofa höfđingjahjónanna var stór og ţegar best lét voru rúmlega 50 manns ađ sötra súpu á milli ţess sem ţau fullvissuđu mig um ađ fađir minn vćri nú á betri stađ í andaheimum ţar sem ég mundi hitta hann ţegar sá tími kćmi. Nćstu ţrjá daga hélt ţessu fram frá hádegi og fram á kvöld. Ég er viss um ađ meira en helmingur ţorpsbúa kom ađ heimsćkja mig á ţeim tíma. Og ţađ ótrúlega var ađ ţađ sást ekki vín á nokkrum manni.
Saga Indíána norđur Ameríku eftir landnám hvíta mannsins er ţyrnum stráđ. Ég ćtla ekki ađ tíunda hana hér enda hvorki efni né ađstćđur til. En ég get ekki annađ en fyllst samúđ međ málstađ ţeirra ţegar ţeir reyna ađ skýra hversvegna svo margir ţeirra hafa ekki náđ ađ samlaga sig háttum hvíta mannsins og látiđ menningu sína og mannlega reisn í skiptum fyrir deyfilyfiđ góđa alkóhól.
Meginflokkur: Trúmál og siđferđi | Aukaflokkar: Ferđalög, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
HÁ = "Haw, um waynuma" eđa "Halló, er einhver hér" á Hopi Indíána-máli.
Getur líka veriđ fjall í Vestmanneyjum :)
Takk fyrir ţađ Ţorvaldur
Svanur Gísli Ţorkelsson, 13.6.2008 kl. 02:02
Svona enda oft frumbyggjar, Frumbyggjar Ástralíu eru í bullandi áfengisneyslu og lifa á velferđartékkum í stórum stíl viđrast ekki geta ađlagast breytingum. Af hverju ćtli margir frumbyggjar endi sem alkar vćri gaman ađ vita ţađ.
Skattborgari, 13.6.2008 kl. 02:16
Ţađ mun vera spurning um hversu löng vín"menning" ţjóđa er ţegar kemur ađ ţoli á alkahólisma. Grćnlendingar eiga til dćmis ekki langa sögu um umgengni viđ vín, sama gildir um Indíána. Dćmi um hiđ gagnstćđa eru ţá t.d. Ítalir og Spánverjar. Hvađ sem rétt er í ţessu.
En ég hef svo mikla samúđ međ ţessu fólki.
Takk fyrir pistlana ţína.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.6.2008 kl. 07:13
Hér átti ađ standa "ţol á alkahóli".
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.6.2008 kl. 07:14
áhugaverđ frásögn en um leiđ svo sorglegt ađ hugsa um félagslegar ađstćđur fólksins...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.6.2008 kl. 12:11
Ţađ er sorglegt ađ sjá hvađ "menning" hvíta mannsins hefur gert fyrir frumbyggja víđa um heim. Ég fór fyrir allnokkrum árum í dagsferđ til Grćnlands og ţar ţótti mér sorglegt ađ sjá einstaklinga sem voru dauđadrukknir og kepptust viđ ađ reyna ađ ná í sopa hjá okkur ferđamönnunum. Frumbyggjar á Grćnlandi, N-Ameríku, S-Ameríku, Ástralíu og víđar hafa einmitt margir hverjir fariđ illa út úr "menningu" hvíta mannsins. Ég ćtla ţví ađ vona ađ mönnum beri gćfa til ađ láta nýfundna ćttbálka í S-Ameríku í friđi svo ađ ekki verđi fariđ ađ bera í ţá sjúkdóma ýmsa sem ţeir ekki ţekkja í dag.
Ađalsteinn Baldursson, 13.6.2008 kl. 12:20
Já, eg sá ađeins lauslega minnst á ţetta í frétt hjá RUV, ţe. afsökunarbeiđnina. (fréttir annarsstađar hafa ţá fariđ fram hjá mér
Í fréttinni er sagt eitthvađ á ţá leiđ ađ börn frumbyggja hafi veriđ neydd í kristna heiavistaskóla og ţau ţar sćtt misţyrmingum og misnotkun.
Máliđ er ađ ţetta virđist bara miklu miklu verra en fréttin á ruv gefur í skyn. Eg rakst á umfjöllun um efniđ af tilviljun fyrir nokkrum mánuđum.
Gúgliđ Genocide in Canada.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.6.2008 kl. 14:15
Mér skilst ađ náttúruvaliđ hafi einfaldlega gert Evrópumönnum auđveldara ađ umgangast vín. Frumbyggjarnir hafa náttúrulega einungis umgengist vín frá ţví ţeir fyrst hittu Evrópumenn og ţví ekki enn ţróađ međ sér áfengisónćmi.
Andri Snćbjörnsson (IP-tala skráđ) 13.6.2008 kl. 15:37
Saga Indíána í BNA er svo sannarlega ţyrnum stráđ. Eins og sagan um Trail of Tears. Ţú ćttir Svanur, ađ segja frá henni viđ hentugleika. Ţegar ţeir hvítu ráku Idíánana alla leiđ frá Klettafjöllum niđur til Flórída.
365, 13.6.2008 kl. 15:47
Sjálfstćđismenn í BNA drápu meirihlutann af frumbyggjunum til ţess ađ komast yfir landiđ ţeirra.
Keyptu síđan ţađ sem eftir var fyrir áfengi eftir ađ ţeir voru búnir ađ kenna ţeim ađ meta "eldvatniđ."
Sjálfstćđismenn á Íslandi voru vinsamlegri. Ţeir slógu bara eignarhaldi á lífsbjörg fólksins í sjávarbyggđunum; skiptu henni á milli góđvina en drápu ekki nokkurn mann.
Ţ.e.a.s. ekki í beinum skilningi.
Árni Gunnarsson, 13.6.2008 kl. 17:53
Skatti, Jenný, Ađalsteinn og Andri Snćkoma öll inn á sama máliđ, ţ.e. ţol frumbyggja viđ alkóhóli og engri hefđ fyrir vínneyslu í samfélögum ţeirra. Einhverjar rannsóknir hafa veriđ gerđar á ţessu. Niđurstađa ţeirra hefur jafnan veriđ á ţann veg ađ veigamestu ţćttirnir séu menningarlegir og tengdir sjálfsmynd viđkomandi.
Svanur Gísli Ţorkelsson, 13.6.2008 kl. 18:08
365;Ţađ vćri gaman einhvern tíman ađ gera ţessu betri skil :)
Árni Gunnarsson; Ég held ađ "sjálfstćđa" fólkiđ í ţessari jöfnu hafi veriđ Indíánarnir sjálfir :) - Bćđi konungssinnar og ađskilnađarsinnar landnema áttu sinn ţátt í raunarsögu frumbyggja norđur Ameríku.
Svanur Gísli Ţorkelsson, 13.6.2008 kl. 18:16
Ég hneigist til ađ halda mig viđ ţá skođun ađ frumbyggjar Norđur Ameríku hafi átt sitt land í hefđbundnum skilningi ţess hugtaks. Og ég lít svo á ađ ţar hafi hvítir ínnflytjendur framiđ ţjóđarmorđ og útrýmingarherferđ í ójöfnum leik.
Ţađ vekur mér furđu ef svo er komiđ ađ ég sé orđinn einn um ţá skođun.
Árni Gunnarsson, 13.6.2008 kl. 19:33
Árni Gunnars, Ţađ er mín skođun líka og nokkuđ óumdeilt ađ ég held.
En hverja kallar ţú "sjálfstćđismenn" í BNA?
Svanur Gísli Ţorkelsson, 13.6.2008 kl. 19:57
Af ţví ţetta er í grunninn sami klúbburinn: Sjálftökulögmáliđ; ég er sterkari en ţú!
Ţetta er líka kallađ lögmál frumskógarins.
Árni Gunnarsson, 13.6.2008 kl. 21:58
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.