Atburðir á Íslandi hrella Evrópubúa

000000hekla1980Árið 1150 FK  flýðu þúsundir íbúa norður-Skotlands suður á bóginn.  Miklir Bólstrar af ryki og ösku lögðust yfir landið og gerðu það óbyggilegt í langan tíma. Öll uppskera eyðilagðist og jarðvegurinn varð eitraður í mörg ár.

15 þorp á eyjunni Uist lögðust gjörsamlega í eyði og  á Strah hálendinu voru yfir 80 bæir  yfirgefnir. Flóttamennirnir lentu í átökum við þá sem byggðu landið sunnar og margir þeirra hafa lagst á flótta sjálfir. Þessir fólksflutningar gjörbreyttu  ásjónu landsins því við Eildon hæð á skosku landamærunum, í Broxmouth og í Lothian byggðu menn virki mikil til að verjast ágangi flóttafólksins að norðan. Enn sunnar byggðu menn rammgerðar girðingar um býli sín í sama tilgangi. Ástæða alls þessa; mikið eldgos í fjallinu Heklu á Íslandi.

00000french-revolution-2Árin 1784-1789 urðu miklir uppskerubrestir í stórum hluta Evrópu og Asíu. Að lokum fengu bændur í Frakklandi nóg af sulti og seyru og þrömmuðu til Parísar til að mótmæla aðgerðarleysi Konungs við útbreiddum matarskorti. Þeir réðust á Bastilluna í París og það sem sagan þekkir sem "Franska byltingin" hófst. 

Um áhrif hennar er óþarft að fjölyrða hér. Nægir að vitna til gamans í orð Ho Chi Minh er hann var spurður um hver hann teldi áhrif frönsku byltingarinnar vera á mankynssöguna varaði hann ; "það er of snemmt að segja til um það".  

Ástæða uppskerubrestsins er m.a. rakin til mikilla eldsumbrota í Lakagýg á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Skemmtilegt að vita að eldgos á Íslandi hafa haft svona mikill áhrif á mörgum stöðum langt í burtu og hafi komið frönsku byltingunni af stað.  Allaf jafn gaman að lesa bloggið þitt Svanur.

Skattborgari, 12.6.2008 kl. 19:51

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Skatti og Kurr; Já litla Ísland alltaf í miðju heimsviðburða :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.6.2008 kl. 23:37

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

gaman að lesa þetta

Hólmdís Hjartardóttir, 13.6.2008 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband