Er kominn tími á að kirkjan segi skilið við ríkið? Spurningar, spurningar.....

gaykiss1110_415x275Hvað hafa prestar með að "staðfesta" samvistir fólks að gera? Ég hélt að prestar gæfu fólk saman í hjónaband?

Öllum er ljóst að það  er ekki réttlætanlegt að skikka presta þjóðkirkjunnar með lögum til þess að framkvæma vígslur sem þeir telja að brjóti í bága við trú sína. En hversvegna er verið að blanda þeim inn í eitthvað secular skráningar-apparat?

Eða er sú staðreynd að prestar þiggja laun sín af ríkinu, þyngri á metunum en trúarleg sannfæring þeirra sjálfra? Er verið að reyna að sætta fólk með því að skipta út orðunum að "gefa saman í hjónaband" fyrr "að staðfesta sambúð"?

Einu gildu rök þeirra sem vilja skikka presta með lögum til að gefa saman samkynhneigð pör í hjónaband eins og t.d. Siðmennt vill, eru að þeir séu hluti af þjónustugeira samfélagsins og sem ríkisstarfsfólki geti þeir ekki neitað fólki um þjónustu á grundvelli sinna persónulegu skoðana. -

051219_gaymarriage_hmed_4p_hmediumEf þessi rök halda er sannarlega kominn tími til að kirkja og ríki skilji að skiptum eða að kirkjan leggi sjálfa sig niður sem trúarlega stofnun.

Samkvæmt slíkri túlkun er Kirkjan ekkert annað en þjónustustofnun og um hana gilda lög og reglugerðir Alþingis. Hvað stendur í Biblíunni er aukaatriði.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það kemur ekkert annað til greina en að aðskilja ríki og kirkju.  Þetta er fáránleg tímaskekkja á tímum sem kallast eiga upplýstir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2008 kl. 13:14

2 Smámynd: Frikkinn

Aðskilnað hið fyrsta, óeðlilegt að einni kirkjudeild sé hyglað framfyrir aðrar.

Frikkinn, 11.6.2008 kl. 13:33

3 Smámynd: Sigurður Árnason

Trúarbrögð eiga að vera persónuleg og eiga því ekkert að koma nálægt reglum ríkisins.

Sigurður Árnason, 11.6.2008 kl. 20:14

4 Smámynd: Skattborgari

Það á að aðskilja ríki og kirkju. Það er verið að mismuna trúfélögum með því að vera með ríkiskirkju.

Hef ekkert á móti því að samkynhneigðir fái að gifta sig það er komið árið 2008. 

Skattborgari, 11.6.2008 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband