Japönsk Jaðarmenning, Harajuku, Ganguro og Gothic Lólíta

00%20-%20Harajuku%20fashion%20(gas%20mask) Japan er mörgum dularfullt land jafnvel óskiljanlegt þótt þeir heimsæki landið og dvelji þar um tíma. Japönsk menning er afar gömul og rótgróin en á henni byggja fjölmörg ný menningarleg fyrirbæri sem stundum er talað um sem jaðar-menningu.

Eitt að þeim fyrirbærum er Harajuku. Harajuku er samheiti fyrir unglinga menningu/tísku og er kennt við ákveðið svæði í Tókío. Harajuku skiptist í nokkrar undirdeildir en hér er um að ræða stúlkur aðallega (90%) á aldrinum 14-25 sem klæða sig á ákveðinn hátt og tileinka sér ákveðið hlutverk sem fylgir búningnum.

Harajuku þýðir bókstaflega "sá sem dvelur á grasinu" sem er túlkað á mörgum öðrum málum sem flækingstíska. Fyrir utan að klæða sig á vissan hátt gengur lífið út á að hittast, spjalla saman og láta taka af sér myndir. Þótt Goth ímyndin sé vestræn hafa Goth Lólíturnar takmarkaðan áhuga á vestrænni Goth-tónlist. Margar tilheyra vaxandi hópi ungra kvenna sem delur innanhúss í margar vikur í senn og tala ekki við nokkurn mann en koma síðan út til að viðra sig í búningnum sínum. 0000000harajuku-fashion-01-20-07-017Út eru gefin sérstök tískublöð fyrir stúlkurnar og til er meira að segja svo kölluð Goth Lolita Biblía.

Undirgreinar Harajuko eru fjölmargar og hafa sumar hverjar aðrar undirgreinar eins og t.d. Ganguro(stelpurnar) útlitið. Frægasta og vinsælasta útlitið um þessar mundir og allt frá 1999 þegar það kom fyrst fram er Lolítu útlitið. Til eru margar útfærslur á því, Gothic Lólíta er þar af vinsælust. Á netinu er að finna fjölmargar skemmtilegar greinar um þessa litríku jaðarmenningu Japana en af því ég hef ekki séð mikið um fyrirbærið á Íslensku datt mér í hug að vekja athygli á því hér. 001_-_Harajuku_Goths


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er frábært og skemmtilegt að lesa.  Hef aldrei heyrt um þetta.

Ertu ekki með meiri fróðleik?

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2008 kl. 00:47

2 Smámynd: Skattborgari

Þetta er áhugavert hef ekki heyrt um þetta áður. Þetta sýnir svart á hvítu hvað heimurinn er fjölbreytilegur.

Skattborgari, 9.6.2008 kl. 00:57

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hef heyrt um þetta áður en aldrei sett mig almennilega inn í þetta...yngsta dóttir mín sem er á sextánda ári er mikil áhugamanneskja um allt sem sker sig á einhvern hátt frá svokölluðu" normi" bara það að setja sig inn í hennar áhugasvið víkkar sjóndeildarhringinn hjá mér, mannlífið er alveg frábærlega fjölbreytt og áhugavert..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.6.2008 kl. 01:19

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ertu að meina um Harajuku Jenný?

Svanur Gísli Þorkelsson, 9.6.2008 kl. 02:17

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kurr, vertu ávallt velkomin :)

Skattborgari; Einmitt það sem ég hugsaði. Fjölbreytnin er svo skemmtileg.

Hrafnhildur; Endilega að örva sjálfstæðið hjá henni. Sjálfstæðið er einmitt það sem þessir Japönsku krakkar eru að reyna að sýna.

Svanur Gísli Þorkelsson, 9.6.2008 kl. 02:22

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svanur, ég er að meina hvað sem er af ólíkum kúltúrum sem bjáni eins og ég veit ekkert um. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2008 kl. 07:26

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jenný mín.

Það er eflaust hægt að kalla þig fullt af fínum nöfnum, en bjáni passar bara ekki.

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 9.6.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband