Getur þú svarað þessu?

Ég veit að bæði drepa saklaust fólk þótt þau séu misjafnlega stórvirk. Ég veit líka að þau eru gerð úr mismunandi efnum og líta ekki eins út. En þrátt fyrir allt þetta, er ég ekki viss um hver munurinn á þeim er.

Getur einhver sagt mér hver er munurinn;

á þessu   

Stealth-bomber     

 og þessu?

bomber3a                                                                

 

 

         

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þetta er góð samlíking hjá þér! það er bara að flugmaðurinn í þessum svakalegu sprengjuflugvélum hættir ekki lífi sínu. Og lifir af.

Sprengjan sem maðurinn er með um mittið er ca. eins og ein sprengja af öllum þeim fjölda sem flugvélinn er að henda á fólk þarna...

USA er stærsta herveldi í heimi og það er svo sem alveg hægt að líkja saman hernaði og hryðjuverkum..spurninginn er bara hvað nöfn fólk vill setja á skipulagt manndráp.

Óskar Arnórsson, 8.6.2008 kl. 08:52

2 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Hvortu tveggja er slæmt. En þegar einhver bindur sprengju um sig miðjan og labbar vísvitandi inn í mannþröng og reynir að taka sem flesta með sér inn í eilífðina er það hryðjuverk í mínum huga og á ekkert skylt við trú. Ég veit ekki til þess að nein trú sem iðkuð er í heiminum í dag boði það að saklausir borgarar séu myrtir. Það er minnihluta-öfgahópar sem að slíku trúa, múslimar jafnt sem kristnir, því miður

Aðalsteinn Baldursson, 8.6.2008 kl. 09:45

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nákvæmlega enginn munur.  Nada, nothing, ingenting, OOOOO.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.6.2008 kl. 10:50

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Aumkunarvert athæfi í báðum tilfellum, held samt jafnvel að ég fyrirlíti þann sem laumast lítilmótlega um háloftin og varpar sprengjum á óbreitta borgar ennþá meira en sjálfsmorðssprengjufólkið sem á þó enga virðingu skilið heldur fyrir lágkúrulega iðju sína.

Georg P Sveinbjörnsson, 8.6.2008 kl. 11:47

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Óskar Arnórs reit;" ...spurningin er bara hvað nöfn fólk vill setja á skipulagt manndráp."

Þú átt væntanlega við að hryðjuverkamaður í dag er frelsishetja á morgun, saman ber t.d. Ben Gurion sem var eftirlýstur á sínum tíma af Bretum fyrir hryðjuverk en varð fyrsti forsætisráðherra Ísraels og ferlishetja landsins?

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.6.2008 kl. 14:07

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þakka þér Þorvaldur; Sérð þú einhvern annan mun en "tæknilegan" ? Ég á auðvitað við siðferðislegan mun?

Georg, Hippókrates, Aðalsteinn og Jenný, takk fyrir ykkar færslur.

Mér þykir afar fróðlegt að sjá að þeir sem hafa tjáð sig hér, þótt eflaust séu það ekki nógu margir til að hægt sé að tala um almennt álit, finnst báðar sprengjuaðferðirnar vera slæmar og jafn rangar siðferðislega.

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.6.2008 kl. 14:15

7 Smámynd: Sigurður Rósant

Efri myndin sýnir baráttuaðferðir Vesturveldanna gegn skoðanakúgun, einræði og Islamisma.

Neðri myndir sýnir baráttuaðferðir Islamista gegn tjáningarfrelsi, lýðræði og Kapítalisma. Gæti verið mynd af konu sem neyðist til að deyja, því henni hefur verið nauðgað og þar með fær hún enga hjálp frá sínum nánustu eða samfélaginu eins og svo vel er lýst í bókinni "Frjáls" eftir Ayaan Hirsi Ali.

Bara nokkuð góðar ljósmyndir.

Sigurður Rósant, 8.6.2008 kl. 14:44

8 Smámynd: Skattborgari

Eini munurinn er að hinn er með flugvél sem er kostuð af stóru herveldi og kostar mikið af peningum þess vegna er það álitið í lagi. En sjálfsmorðssprengju maðurinn á ekki pening og getur þess vegna ekki komið sinni skoðun á framfæri þess vegna er hann kallaður hryðjuverkamaður.

Sprengjur úr flugvél og aðili sem sprengja sig í loft eini munurinn er að hinn er studdur af ríki en hinn ekki bæði vopnin drepa. 

Hver er munurinn að senda ófulkomið flugskeyti yfir landamæri eða rústa heilu hverfunum með fulkomun flugskeytum?

Það sem skiptir máli er hvorn aðilann þú styður. 

Skattborgari, 8.6.2008 kl. 14:44

9 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Í grundvallaratriðum er enginn munur á aðgerðum stríðsmanna - tilgangurinn er að drepa fólk. Hópar og herir grípa til þeirra vopna sem þeim eru tiltæk. Bandaríkjamenn hafa sprengjuvélar, skriðdreka, eldflaugar og njósnahnetti sem segja þeim allt um óvininn. Beltisberinn notar þessa aðferð þar sem hann hefur ekki annað stórtækara.

En hvers vegna er flugmaðurinn að varpa sprengjum og hvers vegna er maðurinn með sprengjubeltið reiðubúinn í þessa aðgerð? Við upplifum þetta miklu sterkar sem hryðjuverk þegar sprengjuberinn gengur að hópi vegfarenda og spengir sjálfan sig og nærstadda í tætlur. Flugmaðurinn tilheyrir ríkisreknu apparati sem er hluti af menningu flestar þjóða. Meðtekið form til að drepa, vekur jafnvel aðdáun vegna stærðar og afkasta. En þetta endar á sama punkti: dauða og eyðileggingu.

Hippókrates sér mikinn mun á gerendunum - en er munur á málstað mannanna?

Kanski er beltisberinn með réttlátari málstað - hann getur tilheyrt þjóð sem hefur verið svipt öllum réttindum til mannsæmandi lífs og á ekkert eftir nema örvæntinguna. Og flugmaðurinn getur verið útsendari þeirra sem hafa svipt hann framtíðinni.

Hjálmtýr V Heiðdal, 8.6.2008 kl. 14:47

10 Smámynd: Skattborgari

Það er rétt að aðilar sem eru í stríði nota þau vopn sem eru tiltæk. Af hverju ætli það sé alltaf sagt að sá sem notar dýr og fullkominn vopn sé í lagi en sá sem notar fátækra vopn kallaður hryðjuverkamaður?

EF ég drep menn með nýjustu hríðskotaríflinum sem til er er það þá í lagi en er ég hryðjuvekamaður ef ég nota skambyssu frá seinni heimstyrjöldinni til að drepa?

Skattborgari, 8.6.2008 kl. 14:53

11 Smámynd: Skattborgari

Hippókrates drepa sprengjur úr flugvélum ekki líka óbreytta borgara í stórum stíl?

Skattborgari, 8.6.2008 kl. 15:01

12 Smámynd: Skattborgari

Nei í raun drepa bæði vopnin aðalega óbreytta borgara því miður. Hve oft heyrir maður ekki um að sprengjur frá Bandaríkjum lendi á óbreyttum borgurum allavega oft en það eru miklu fleiri tilvik sem það kemur ekki fram. En alltaf ef aðili sprengir sig í loft upp innan um fólk þá kemur það yfirleitt í fréttinar.

Ef Bandaríkjamenn hefðu varpað sprengju á London ætli það hefði verið flokkað sem hryðjuverk? 

Skattborgari, 8.6.2008 kl. 15:10

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

 Bagdad brennur

Hipókrates reit;

Sá að neðan er án nokkurs vafa að fara taka líf saklauss fólks sem er á röngum stað og röngum tíma. Sbr. hryðjuverkin í London underground.

Flugmennirnir að ofan eru ekki endilega í þeima sama tilgangi.

Hvað eru það sem kallað eru á fínu hermannamáli "collateral damage" ?

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.6.2008 kl. 15:19

14 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Hippókrates

Ég er ekki að reyna að réttlæta neitt - ég vil vita hvað er að gerast. Er sprengjumaðurinn alltaf að ganga innan um saklausa vegfarendur? Er bandarískur eða ísraelskur flugmaður skilgreinanlegur sem hryðjuverkamaður? T.d. sá sem varpar klasasprengjum. Stimpillinn „hryðjuverkamaður“ og „hryðjuverkasamtök“ er notaður ótt og títt af þeim sem síst skyldu. IRA sprengdi í London og glæpamenn sem kenna sig við Íslam. Þetta er jafn djöfullegt. En ég get ekki áfellst Palestínumann sem spennir á sig sprengjubelti með sama hætti. Auðvitað er aðgerð hans óafsakanleg - en það eru aðstæður sem geta kveikt þær hugsanir hjá honum sem leiða til þessa hryllings. Hann er ekki einn sekur - forsætisráðherra Ísraels getur með aðgerðum sínum búið svo um hnútana að atburðarráð sem endar í sjálfsmorðssprengju fer af stað. Og það ber að fordæma. Annars hjökkum við alltaf í sama farinu.

Hjálmtýr V Heiðdal, 8.6.2008 kl. 15:35

15 Smámynd: Sigurður Árnason

Munurinn er að maðurinn í flugvélinni á efri myndinni hefur það markmið að drepa vígamenn hins aðilans, en sá á neðri hefur það markmið að drepa saklaust fólk til að vekja athygli á málstað sínum. Munurinn siðferðislega er augljós og sá á efri myndinni hefur markmið sem er réttlætanlegra í mínum huga. Þetta er eins og að drepa mann sem er að skjóta á vini þína eða drepa mann sem er að labba úti á götu og hefur ekki gert neitt, út af því að þú ert ósáttur við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar. Markmiðið hjá manninum á efri myndinni er siðferðislega réttara, þótt báðir hlutir séu slæmir.

Sigurður Árnason, 8.6.2008 kl. 15:39

16 Smámynd: Skattborgari

Aðili sem hefur eingu að tapa grípur til örþrifaráða.

Hvernig er hryðjuverkamaður skilgreindur? Það er hægt að gera það á marga vegu efti því hvaða úkomu þú vilt fá út.

Skattborgari, 8.6.2008 kl. 15:40

17 Smámynd: Sigurður Árnason

Aðili sem hefur eingu að tapa grípur til örþrifaráða.

Ég er ekki viss um að það eigi við hjá múslimum hryðjaverkamönnum, þar sem hryðjuverk eru oft gerð þar sem aðilinn telur að hann sé að gera verk guðs og hann fái himnaríkisvist fyrir og losni við allar syndir, en skilja oft eftir börn, konur, ættingja og heimili. 

Sigurður Árnason, 8.6.2008 kl. 15:55

18 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Hippókrates skrifaði nýlega á bloggsíðu Vilhjálms Arnar:

„Þessir boðberar hatursins og mannfyrirlitningar njóta samúðar í sínum voðaverkum frá öfgasinnuðum vinstrimönnum hér á landi. Svo saka þeir sömu þá sem gagnrýna voðaverk islamista um rasisma og hatur. Hatrið er eingöngu til hjá þess háttar sauðum. Enda hata þeir Ísraelsríki og Bandaríkin það mikið að þegar hryðjuverk eru framin gegn þeim og öðrum vestrænum ríkjum, þá hlakkar í þeim mörgum. Ég hef séð margar slíkar bloggfærslur hér við fréttir. Þetta eru menn sem telja sig hina einu réttu og friðelskandi mannvini.“

Það læðist að mér léttur grunur um að ég sé einn hinna „öfgasinnuðu vinstrimanna“. Ég var eitt sinn s.k. Maóisti en hef eitthvað þroskast held ég. En í umræðunni hér er verið m.a. að fjalla um menn sem sprengja sig upp innan um saklausa. Hippókrates segir að þá hlakki í mörgum öfgasinnuðum vinstrimönnum hérlendis. Getur Hippókrates fundið þessum vanstilltu skrifum sínum stað í raunveruleikanum?

Hjálmtýr V Heiðdal, 8.6.2008 kl. 16:03

19 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigurður Rósant reit;

Gæti verið mynd af konu sem neyðist til að deyja, því henni hefur verið nauðgað og þar með fær hún enga hjálp frá sínum nánustu eða samfélaginu eins og svo vel er lýst í bókinni "Frjáls" eftir Ayaan Hirsi Ali.

Eða kannski konu eins og hefst við í Al-Waleed  flóttamannabúðunum og mikil umræða fór í gang hér á Íslandi hvort væri rétt að hjálpa?

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.6.2008 kl. 16:22

20 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigurður Árnason og Hippókrates; Þið virðist vera nokkuð sammála um að mikill munur sé á hermanni og hryðjuverkamanni og látið sem vind um eyru þjóta rök Hjálmtýs um að..

Í grundvallaratriðum er enginn munur á aðgerðum stríðsmanna - tilgangurinn er að drepa fólk. Hópar og herir grípa til þeirra vopna sem þeim eru tiltæk. Bandaríkjamenn hafa sprengjuvélar, skriðdreka, eldflaugar og njósnahnetti sem segja þeim allt um óvininn. Beltisberinn notar þessa aðferð þar sem hann hefur ekki annað stórtækara.

Eða þá fullyrðingu Skattborgara að;

Nei í raun drepa bæði vopnin aðallega óbreytta borgara því miður.

Aðallega lúta mótrök ykkar að því að þeir sem eru í flugvélinni hafi betri málstað að verja en þeir sem girða sig beltinu. Þessi mynd af Stealth vél Bandaríkjanna var tekin yfir Bagdad og eins og alheimur veit, var það innrásarstríð ólöglegt.

Afleiðingarnar af því eru öllum einnig ljósar og nú er svo komið að allir þeir sem áttu upptökin að stríðinu eru horfnir af sjónarsviðinu nema Bush. Nú keppast fyrrverandi samstarfsmenn hans að skrifa bækur um hvernig hann og þeir beittu öllum brögðum og þar með lygum, til að réttlæta innrásina og notkun sprengivéla, jafnvel þótt honum væri vel ljóst að mannfall meðal óeinkennisklæddra Íraka mundi strax á fyrsta degi innrásarinnar verða meira en hermanna Sadams.

Í ljósi þessa og fjölda annarra dæma úr sögu mannkynsins, ekki hvað síst á síðustu öld á Írlandi, væri ráð að endurskoða afstöðu ykkar.

Sjálfur geri ég orð Hippókrítesar að mínum "Ég er á móti öllu stríðsbrölti."

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.6.2008 kl. 16:52

21 Smámynd: Sigurður Árnason

Ég stend við umrædda fullyrðingu þar sem aðilinn í flugvélinni veit ekki af þessu brögðum Bush og co og telur sig vera að útrýma vígamönnum, en maðurinn með sprengjubeltið veit að hann er ekki að útrýma vígamönnum. þarna liggur hinn siðferðislegi munur.

Sigurður Árnason, 8.6.2008 kl. 17:15

22 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, þetta er góð spurning.  Eg hef reyndar varpað stundum svipuðu fram við kunningja mína.  Þeim vefst alltaf tunga um tönn.  Skrítið nefnilega hve fáir virðast hafa hugsað útí atriði sem þessi. 

Israelar gera td. mikið úr terroristum og sjálfsmorðssprengjumönnum í hverju horni... endurtaka þetta í sífellu.  En þeir sem dæmi vörðuðu, að því er talið er, um 4 miljónum klasasprengja á Líbanon á 34 dögum 2006.  Það þótti bara allt í lagi.   

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.6.2008 kl. 18:44

23 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ómar Bjarki og Kurr, þakka ykkur svörin. Þorvaldur; nákvæmlega.

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.6.2008 kl. 22:04

24 Smámynd: Skattborgari

Munurinn er að með byssu ert þú aðeins frá manninum sem þú drepur og færð ekki blóðið á þig og losnar þess vegna við skítinn en það er grimmilegra að nota hnífinn. Byssa er afkastameiri og auðveldara og þróaðara vopn þess vegna virðist ekki vera eins villimannslegt að nota hana.

Skattborgari, 8.6.2008 kl. 22:50

25 Smámynd: Haraldur Davíðsson

...Killing in the name of.....enginn munur.

Haraldur Davíðsson, 9.6.2008 kl. 00:41

26 Smámynd: Skattborgari

Hárétt Haraldur morð er morð sama hvaða vopn þú notar eða hver málstaðurinn er.

Skattborgari, 9.6.2008 kl. 00:42

27 Smámynd: Óskar Arnórsson

Dráp í ógáti? Hverning skilgreinir einhver það?

Það er allaf sá sterkasti sem drepur mest í stríðum.

Sprengjuflugvelin er greinilega öflugra vopn enn enn maður með sprengiefni sem er aðeins hluti af einni af öllum þeim fjölda sem flugvélinn er að kasta.

Enn samt er engin munur.

Það er ekki til neitt einfalt svar við hver er munurinn. Það er ekkert hetjulegt við fjölda manna ráðast á einn mann til að drepa hann.

Manndráp er alltaf rangt hvernig sem þessu er velt fyrir sér. Menn hafa drepið illmenni í valdastöðum, komist til valda sjálfir og urðu verri illmenni enn sá sem var fyrir.

Sagan endalausa...

Óskar Arnórsson, 9.6.2008 kl. 01:35

28 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Satt Óskar Arnórs, svo satt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 9.6.2008 kl. 02:24

29 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Haraldur Davíðs, Takk fyrir innlitið,  ....You are so right...

Svanur Gísli Þorkelsson, 9.6.2008 kl. 02:28

30 identicon

Enginn grundvallarmunur á þessu tvennu.

Báðir hlutir eitthvað sem við þurfum að berjast gegn í þessum heimi.

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 10:52

31 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Georg P Sveinbjörnsson, 9.6.2008 kl. 14:18

32 Smámynd: Zaraþústra

Meira ábyrgðarleysi sem fylgir sprengjuflugvélum.  Það er alltaf hægt að kenna mistökum og veðurskilyrðum um að saklaust fólk drepst þegar að flugvél varpar sprengjum, en hryðjuverkamenn fara viljandi inn á fjölmenna staði og lýsa yfir ábyrgð oft á tíðum.  Ég man eftir því þegar varnamálaráðherra BNA dásamaði tölvustýrðu gáfu-sprengjurnar (smart bombs) sem áttu að geta hitt skotmark sitt með innan við meters skekkju.  Svo stuttu seinna sprengdu þeir upp fréttastöð Al-Jazeera sem þeir hafa löngum gagnrýnt fyrir að vera hliðhollir hryðjuverkamönnum, gáfu-sprengjan sem lennti á fréttastöðinni var greinilega eitthvað biluð. :D

Zaraþústra, 10.6.2008 kl. 00:30

33 Smámynd: Zaraþústra

Minni líka á trilluvandamálið (e. trolley problem) fyrst þú ert að velta fyrir þér siðferðislega muninum. Ef trilla kemur æðandi eftir lestarspori og stefnir á fimm menn sem vinna að viðgerðum við sporið og þú getur gripið í handfang sem beinir trillunni yfir á annað spor svoleiðis að hún lendir á einum manni í stað fimm þá kjósa flestir að taka í handfangið.  Ef við erum hins vegar með sambærilegar aðstæður nema hvað við þurfum að hrinda feitum manni fyrir trilluna til að bjarga hinum fimm við lestarsporið þá eru mun færri sem myndu bjarga viðgerðarmönnunum fimm.  Af einhverjum ástæðum er rétt að bjarga fimm mönnum í fyrra dæminu en rangt í því seinna (ef fjöldin ræður ekki rökhugsun). Því fjarlægari sem við erum afleiðingum ákvarðanna okkar því auðveldara er að taka þá ákvörðun.  Í þessum skilningi er mikill munur á flugmanninum og hryðjuverkamanninum.

Zaraþústra, 10.6.2008 kl. 00:39

34 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Hippókrates.

Ég skynja enga hæðni í þessu :)

Ekkert í Kóraninum segir að hver píslavottur fái 72 hreinar meyjar.

Þetta kemur úr arfsögnunum (haddíðunum) þar sem sögur og tilvitnanir eru eignaðar Múhameð en eru mjög mismunandi áreiðanlegar.

Í Arfsögn númer 2562 er íbúum himnaríkis sagðir eiga 80.000 þjóna og 72 tvær eiginkonur hver sem allar standa undir hvolfþaki úr perlum, og sjóbláum og rauðum rúbínum.

Hverju heldurðu að 7-11 ára drengjum hafi verið lofað af Khomeni erkipresti í Íran þegar hann sendi 5000 þeirra yfir á jarðsprengjusvæðið í stríðinu við Írak? Þeir fengu plastlykil um hálsinn sem þeim var sagt að væri lykilinn að himnaríki.

Við erum að tala um slíka fáfræði að það jaðrar við hreina villimennsku. - Hvernig ætti slík villimennska að vera sprottin af sömu kenningum og blésu skáldunum  Sa'di, Hafiz, Rumi og Omar Khayyam í brjóst ljóðum sínum?

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.6.2008 kl. 00:48

35 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þakka ykkur Jesús og Georg fyrir innleggin.

Zaraþústra veltir upp afar áhugaverðum spurningum sem hann svarar svo sjálfur :) Ekkert að því.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.6.2008 kl. 00:53

36 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Óskar Arnórsson; Þú spurðir ákveðinna spurninga sem þú reyndar vísaðir til mín og annarra á öðru bloggi sem núna er búið að loka fyrir frekari innlegg. Ef þú villt endurtaka spurninguna og hefur áhuga á mínu svari,  þá er þér velkomið að gera það hér.

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.6.2008 kl. 01:29

37 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk Svanur fyrir að muna eftir þessu? Svona var spurninginn óbreytt:

Nú lít ég ykkur sem vel lesna og með mikla reynslu í þessum fræðum um kristni almennt. Mig langar að taka áhættuna og þó ég spyrji eins og barn?

Er hægt að lifa kristnu lífi án þess að lesa nokkurntíma þessi fræði um Jésú, sem var og er Kristinn, því mér skilst að Kristinn sé ekki eftir nafnið hans?

Af hverju eru svona endalausat mikið til af útgáfum af kristni og allir sannfærðir að þeir hafi rétt fyrir sér?

Tómasar guðspjallið sem ekki fær að vera með í Biblunni höfðaði mjög sterkt til mín? Ég hef engar útskýringar hvers vegna.

Skiptir virkilega máli hvað Skaparinn er kallaður? Ég trúi ekki að manneskjan hafi bara þróast úr kóral úr Karabíska hafinu og svo sé allur hinn óendanlega stóri, enn mjög svo vel skipulagði geimur, sé tóm tilviljun.

Getur verið að trúarbrögð, þá meina ég öll eins og þau leggi sig, setji hömlur á andlegan þroska, vegna hversu öflugur sannfæringarkraftur mannsins er?

Eru kannski allar þessar spurningar bara merki um Guðleysi?

Faðir minn sem vann stærstan hluta æfinar á Kópavogshæli og var leshæfni og vitsmunir vistmanna þar svo litlir, að þeir urðu að vera í umsjá fólks sem sá um það allan sólarhringinn.

Faðir minn, fyrsti karlsjúkraliði á Íslandi,  sagði að það væri óskandi að fólk myndi einhverntíma verða svo gáfað, að það skildi hvers vegna að Guð skapaði óvita, móngólíta, heimska, geðfatlaða og ólæsa með sama hugarfari og með sömu gæsku og snillinga í trúarbrögðum.

Páfi og prestur væru síður enn svo minna kristnir og í náð hjá Guði enn sjúklingarnir sem hann eyddi æfinni í að passa og þótti vænt um allan tíman.

Hann vann við að hjálpa þeim til 78 ára aldurs, og dó 80 ára og minntist aldrei á Biblíunna, enn kenndi mér samt meira um andleg mál sem ég skil núna að passa við flest í kristnum gildum, enn nokkur annar maður.

Og bara að gamni, þessar umræður hér að ofan vöktu athygli mína á tveimur myndum sem hanga í stofunni heima hjá mér og hafa gert lengi án þess að ég hafi hugsað svo mikið út í það.

Ein mynd af jésú, standandi í bát að tala við fiskimenn hengur þarna, og svo mynd af foreldrum mínum, sem konan mín sem er Búddisti, lét gera sérstaklega og sagði mér vingjarnlega að heiðra foreldra mína meira enn ég gerði!

Þau eru bæði látinn og það segir hún að skipti engu máli.  Ég á að heiðra þau samt, alltaf!

Hún botnar ekkert í fólki sem ekki heiðrar föður sinn og móður á undan öllu öðru. Hún kann meira um kristni enn ég.

Hún lærði um kristni og kristin gildi, hjá Búddamúnkum og búddaskólum, og ég kann ekkert í Kristindómi, sem hún kann ekki miklu betur.

Samt er ég skírður og fermdur, og hún ekki.

Óskar Arnórsson, 11.6.2008 kl. 21:24

38 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Óskar.

Ég held að margir lifi kristilegu lífi þótt þeir séu ekki kristnir, það er þeir lifa í samræmi við kenningar Krists. Þá upptalningu fá þeir úr öðrum trúarbrögðum sem kunna að vera Búddismi eða Gyðingdómur svo dæmi séu nefnd. Fólk kallast kristið eftir Grísku þýðingunni á orðinu Messías (Kristus) sem þýðir Hinn smurði. Raunverulegt nafn hans var Jesú 

Eftir að Ísland gerðist Kristið land árið 1000, hefur kristni verið einskonar ríkistrú sem skýrir hversvegna flestir tilheyra henni. Um önnur trúarbrögð var ekki kennt í skólum landsins fyrr en  seint á síðustu öld.

Tómasar guðspjall var ekki talið nægilega ungt til að kallast upprunalegt og í því var ekki að finna neina viðbót við hin guðspjöllin að mati valnefndarinnar sem endanlega setti bækur Biblíunnar saman.

Persónulega finnst mér ekki skipta máli á hvaða tungumáli þú ákallar Guð.

Þróunarkenningin er afar sennileg finnst mér.

Ég held að tilgangur trúarbragða hafi alltaf verið og sé enn að gefa okkur sem besta mynd af hvernig við best getum nálgast Guð. Ég trúi því jafnframt að trúarbrögð mengist af mannanna verkum, orðum og hugmyndum og verði úrelt. Í því formi geta þau sett "hömlur" á andlegan þroska okkar. Ennfremur tel ég þessa spillingu trúarbragðanna vera ástæða þess að þau eru endurnýjuð með reglulegu tímabili. (sjá stighækkandi opinberun)

Spurningar þínar eru merki um leitandi mann, ekki "Guðleysi"

Guð sér um sína og þeir sem náttúran gefur ekki jafnan grundvöll munu ekki verða spurðir gjörða sinna á sama hátt og þeir sem hafa alla vitsmuni og getu eðlilegs manns. Og ef ekki væri fyrir hina veiku og þjáðu, hvernig fengjum við hin möguleika á að sýna ást okkar og umhyggju?

Að heiðra föður sinn og mæður hafa ætíð verið ein af grundvallarkenningum allra trúarbragða.

Vona að þetta dekki mín svör við flestu af því sem þú komst inn á :)

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.6.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband