BURQA

burqa_afg_sHvað eftir annað rekst maður á umfjöllun um Burqa búning múslímakvenna og slæðuna sem oftar en ekki fylgir þessum  búningi. Í hugum margra er spurningunni hvort Burqa sé "fangelsi" eða "vernd" fyrir konuna ósvarað. Skoðum aðeins söguna.

Í Kóraninum er hvergi minnst á Burqa. Múhameð bauð fylgjendum sínum að virða reglurnar um "hijab"sem átti upphaflega við tjaldvegg sem hengdur var umhverfis vinnusvæði og vistarverur kvenna í hálfköruðum búðum Spámannsins í Medína eftir flótta hans frá Mekka. Reglurnar voru einfaldlega þær að karlmennirnir áttu að halda sig utan tjaldveggsins fyrir utan málsverðartíma nema þeir væru sérstaklega boðnir. -

"Ó þið sem trúið. Komið ekki í híbýli spámannsins til að matast fyrir utan viðeigandi tíma, nema að þið hafið fengið til þess leyfi. En ef ykkur hefur verið boðið, komið þá og þegar máltíðinni er lokið, hverfið þá á braut. Staldrið ekki við til samræðna, því það veldur spámanninum ama og að biðja ykkur um að fara er honum feimnismál; en Guð er ekki feiminn við sannleikann. Og þegar að þið biðjið konur spámannsins um eitthvað, gerið það handan tjalds. Þetta er hreinna fyrir ykkar hjörtu og þeirra."

Þessi einföldu tilmæli Múhameðs til fylgjenda sinna áttu eftir að hafa víðtæk áhrif. Um leið og hann dróg eðlileg efnisleg mörk milli fjölskyldu sinnar og átrúendanna lagði hann félagslegan grundvöll að aðgreiningu stétta og aðgreiningu kynjanna. Tjaldið sem að greina átti vistarverur kvenna spámannsins frá almúganum var fljótlega fært að andliti þeirra og blæjan sem var í fyrstu vernd þeirra og skjól, varð að tákni stöðu þeirra í samfélaginu.   Í 33. Versi 35 súru er sú staða skírð. "

 "Karlmenn eru verndarar og forsjáendur kvenna. Vegna þess að Guð hefur gefið öðru þeirra meira en hinu og vegna þess að þeir sjá fyrir fyrir þeim með getu sinni. Þess vegna eru réttsýnar konur innilega undirgefnar og gæta þess í fjarveru þess sem Guð ætlar þeim að gæta."

windowslivewriterphotosthatchangedtheworld-9d70par131896Á fyrstu öld Íslam gengu kvenmenn hvorki í burqa búningum né báru þær almennt andlitsslæður. Þær klæddust samt oft, eins og kynsystur þeirra af öðrum trúarbrögðum, (kristni og gyðingdómi) höfuðklútum (Khimar) einkum til að skýla sér frá hita. Slíkir klútar þjóna líka til að uppfylla trúarlega skyldu í öllum þremur trúarbrögðunum sem boða að hylja beri höfuðkoll sinn fyrir Guði.

Í Íslam eru múslímar hvattir til að sýna hógværð í klæðnaði, bæði karlmenn og kvenmenn. Kvenmenn eru hvattir til að klæða "fegurð" sína af sér og er þar átt við brjóst, hár, axlir og handleggi.  Smá saman var farið að beita ákvæðum "hijab" til að móta klæðnað kvenna á almannfæri. Tjaldið sem umlukti hýbýli þeirra var fært upp að andliti þeirra og líkamir þeirra umvafðir þeim. Ef þær þurftu að ferðast var þeim gert að hýrast í Hovda (tjaldhýsi á hesti eða úlfalda).

Í gegn um aldirnar hefur andlitsslæðan og burqa búningurinn tekið á sig mismunandi myndir. Konur Mullahnna (prestaanna) og virtra kennimanna Íslam gerðu sér far um að sýna guðrækni sína og bónda síns með því að klæðast eftir ströngustu túlkunum og við það varð klæðnaðurinn að einskonar hefðarkvennabúningi.

Þegar að Íslamska heimsveldinu tók að hnigna, tóku Persar og Arabar upp afar einstrengingslega stefnu í öllum málum hvað varðaði rétt kvenna til menntunar og sjálfræðis. Misrétti varð að almennri reglu frekar en undantekningu. Samtímis varð andlistslæðan og burqa búningurinn að tákni um kúgun þeirra.

Bhutto_BenazirÍ löndum Íslam í dag er samt mjög misjafnt hvernig konur og menn þeirra álíta að þessum reglum Kóransins sé fullnægt. Víst er að mestu öfgunum var náð í valdatíð Talibana í Afganistan.

Sumar konur klæðast aðeins Khimar höfuðklútnum, aðrar klæðast niqab sem er bæði höfuð, háls og andlitsslæða. Þá velja sumar að klæðast Chador sem er létt útfærsla á burqa. Í sumum löndum múslíma eins og Pakistan eru engin lög í gildi um klæðnað kvenna.

Sá búningur sem varð seint á síðustu öld einskonar árétting rétttrúnaðar Íslamskra kvenna, ekki hvað síst á Vesturlöndum þar sem þessi klæðaburður var í auknum mæli gagnrýndur, var hannaður í Afganistan.

Holland var fyrsta landið í Evrópu til að banna burqa-búningin á opinberum vettvangi en til þess er hann  einmitt ætlaður. Múslímar klæðast allt örðum klæðnaði heima hjá sér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Neddi

Þetta er ansi áhugaverð grein hjá þér og sýnir að hlutirnir eru ekki eins einfaldir og hörðustu andstæðingar múslima halda fram.

Neddi, 6.6.2008 kl. 20:35

2 Smámynd: Skattborgari

Mjög áhugavert sýnir hvernig túlkanir geta verið mismunandi og breyst eftir aðstæðum.

Skattborgari, 6.6.2008 kl. 20:38

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þennan mjög svo fróðlega pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.6.2008 kl. 21:10

4 identicon

Sæll

Gaman að sjá að einhver leggur sig fram um að kanna málin. Mig langaði bara að benda á einn tilgang Burkunnar sem sjalda kemur fram, eða þann, að hún er notuð til að skýla eignum.

Í hagkerfi Beduina keyptu fjölskyldur gull og dýra steina í uppsveiflu en seldu á verri tímum. Gullið og steinarnir voru yfirleitt í formi armbanda, hringa o.s. frv. og þá varðveittu konurnar og huldu með klæðum.

Arabíska orðið sem notað er fyrir fegurð í þinni tilvitnun er samstofna orðinu djásn.

Það er sem sagt líka hægt að halda fram að hvatningin að skýla fegurð sinni eigi við um að skýla fjármunum fjölskyldunnar.

Ef þú skildir hafa mist af bókinni The Gender Jihad eftir Aminu þá mæli ég með henni.

Amina er Suður Afrisk og olli miklu fjarðafoki meðal muslima með því að leiða bænir í mosku í BNA fyrir nokkrum orðum.

Mbk

Sverrir Agnarsson

PS En uppruni Burkunnar er hjá Indverjum og ekki skyld Islam. ég hef líka tekið eftir því á mínum ferðalögum að kúgun kvenna í Íslömskum löndum virðist vera í réttu hlutfalli við fjarðlægðina til Indlands.

Sverrir Agnarsson (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 12:15

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Sverrir Agnarsson.

Þakka þér þessar viðbótar-upplýsingar. Ég kannast við bókina eftir Aminu en hef ekki lesið hana. Geri þar á bragarbót :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 10.6.2008 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband