Einstein um afstæðiskenninguna og fyrstu ástina

albert-einstein-at-beach-1945-celebrities-28954Það er nokkuð móðins um þessar mundir, fyrir bæði trúaða og trúlausa,  að vitna í orð Alberts heitins Einstein málum sínum til stuðnings um að Guð sé til og að hann sé ekki til.

Hér er mynd af Albert sem tekin var á strönd árið 1945. (flottir skór Albert)

 

Mín uppáhalds tilvitnun í Einstein er þegar hann útskýrir afstæðiskenninguna á þann hátt að allir, já allir, hljóta að skilja hana. Einstein tekur svona til orða.

"Það er ekki aðdráttaraflinu að kenna að fólk veður ástfangið. Hvernig er hægt að skýra á máli efnafræði og eðlisfræði þetta mikilvæga lífræna fyrirbrygði sem fyrsta ástin er. Legðu höndina á heita hellu eina mínútu og hún mun virðast sem klukkustund. Sittu með stúlkunni þinni í klukkustund og hún mun virðast sem 1 mínúta. Það er afstæði."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Þetta er rétt hjá honum það sem er gaman eða spennadi er fljótt að líða en það sem er leiðinlegt eða sárt er lengi að líða.  mjög áhugavert.

Skattborgari, 3.6.2008 kl. 22:23

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta meikar algjöran sens (fyrirgefðu slettuna).

Takk fyrir þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2008 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband