Tvær spurningar til Kristinna.

TreeGoodEvil 

Hversu margir kristnir menn trúa því að bókstafleg túlkun á sögunni af Adam og Evu og syndafallinu sé grundvöllurinn að trú þeirra?

Hversu margir kristnir menn trúa á "erfðasyndina" og að ef Eva hefði ekki látið plata sig þá væri engin þörf fyrir lausnara eða Krist?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Ég er hlutlaus trúi ekki bókstafleg á biblíuna en margir gera það.  Það trúa margir öllu sem kemur úr trúarritinu gagnrýnislaust. Er þetta ekki bara túlkunaratriði eins og allt annað.

Skattborgari, 3.6.2008 kl. 00:56

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég bíð spenntur :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.6.2008 kl. 01:17

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég trúi því, að sköpunarsagan – tekin í allri heild sinni – feli í sér afar dýrmæt sannindi, svo sannarlega ekki einfalda arfsögn, heldur djúpt ígrundaða og vel þróaða guðfræði hebreskra/ísraelskra presta, sem notuðu þar efnivið úr ýmsum áttum, m.a. frá öðrum þjóðum (í Mesópótamíu), en voru fyrst og fremst að segja okkur sannindi um heiminn og samband hans við Guð, um lífríkið og manninn, eðli hans og köllun, um fall mannsins/mannkyns (Adam er ekki aðeins mannsnafn, heldur merkir adam: menn), um ábyrgð okkar á vistheiminum og margt annað – ekki sízt um hjónabandið og blessun þess í barneignum.

Svarar þetta spurningu þinni, Svanur Gísli

Jón Valur Jensson, 3.6.2008 kl. 01:25

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Svar þitt Jón Valur segir mér ýmislegt um  þínar skoðanir og jafnframt að þú trúir ekki á syndafallssöguna bókstafslega. 

Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að sagan sé þrungin merkingu, en ég tek hana ekki bókstafslega.

Hinsvegar gat ég ekki lesið úr svari þínu afstöðu þína til "erfðasyndarinnar" þótt þú minnist á "fall mannsins". Álítur þú að syndafall hafi átt sér stað?

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.6.2008 kl. 01:41

5 Smámynd: kiza

Er ekki kristin en tel að Gamla Testamentið (sem og nýja) ásamt öðrum ritum frá svipuðum tíma feli í sér visku um bæði þá tíma sem og aðra í fyrndinni (jafn vel heimildir frá því áður en við hófum að rita söguna..)

Er ekki beint með hard-core sannanir fyrir minni sannfæringu en er stöðugt leitandi, og hef gaman af að lesa í sögur og spádóma GT.  

Þykir leiðinlegt hvernig hefur farið fyrir kvenfólki  yfir tíðina vegna sagnanna (og túlkana á þeim) um Evu. Held einhvern veginn að tilgangur upprunalegu sögunnar hafi ekki verið til þess gerður að kúga helming mannkynsins í þúsundir ára... 

- Jóna Svanlaug. 

kiza, 3.6.2008 kl. 11:40

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Jóna Svanlaug. Þrátt fyrir að þú segist ekki vera vel lesin í "fræðunum" öllum,  finnst mér gott hjá þér að láta það ekki stoppa þig í að hafa skoðun á hlutunum.  Mig grunar að þín viðhorf séu nokkuð dæmigerð fyrir almenning á Íslandi í dag. -

Takk fyrir innleggið :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.6.2008 kl. 13:09

7 identicon

Það sem mér hefur alltaf þótt mest spes við sköpunarsöguna er að mamma (þ.e. guð almáttugur) skapar aðrar dýrategundir á undan manninum. Og hún skapar tvö kyn af þeim tegundum svo að dýrin geti fjölgað sér. En svo þegar kemur að því að skapa mannskepnuna þá er bara Adam búinn til. Eva er ekki sköpuð fyrr en Adam kvartar undan einsemd.

Þetta hefur mér alltaf þótt soldið spes. Þarf að spyrja hana út í þetta einn daginn.

Maður hlýtur í raun að spyrja sig hvort Adam hafi haft æxlunarfæri...var Adam kannski eins og "Ken"?

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 20:44

8 identicon

.....þá er ég að tala um hvort hann hafi haft slíkt áður en Eva var sköpuð.

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 20:45

9 Smámynd: Skattborgari

Góð spurning jesus hef ekki pælt í þessu.

Skattborgari, 3.6.2008 kl. 20:52

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

JK; Eitt er víst að hvorugt mun hafa haft nafla.

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.6.2008 kl. 21:24

11 Smámynd: Skattborgari

Ætli Adam hafi getað veit sér sjálfsafgreiðslu? Það er hárétt með naflan en væri gaman að vita með æxlunarfærin.

Skattborgari, 3.6.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband