2.6.2008 | 12:32
Að skilja Kóraninn
Kóraninn var ritaður á meðan Múhameð (570-632) var enn á lífi þótt munnmæli hafi verið megin aðferðin við að predika hann til að byrja með. Fyrsti kalífinn Abu Bakr lét setja súrurnar saman í bók og þriðji kalífinn Uthman, gaf henni varanlegt form. Við lestur Kóransins er nauðsynlegt að hafa í huga túlkun efnisins. Jafnvel á okkar tímum eru menn að rýna í textann og túlka hann þótt flest fræðiritana hafi verið skrifuð á fyrstu öldum Íslam.
Þar eð Kóraninn hefur ákveðna uppbyggingu, tungumál og táknmál sem getur verið venjulegum múslíma erfitt að skilja, þróaðist fljótlega ákveðin fræðigrein í kring um túlkun bókarinnar. Fyrstu múslímarnir lögðu sig eftir að nema sögu, málfræði og tungumál ásamt náttúruvísindum til að skilja Kóraninn betur. - Útkoman var furðu samhljóma túlkun sem hinn íslamski heimur samþykkti. Enginn gat numið Kóraninn án þess að leita á náðir þessara túlkunaraðferða.
Vissulega gáfu þessar aðferðir rúm fyrir mismunandi útfæslur og engin þeirra var talin annarri fremri. Í dag eru sjö meginleiðir við að lesa Kóraninn og hver leið hefur tvær mismunandi útfærslur. Þannig hafa múslímar fjórtán mismunandi leiðir til að túlka Kóraninn.
En þegar Kóraninn er lesinn í nútíma skólum er ekki fjallað um allar þessar mismunandi túlkunarleiðir. Venjulega er túlkunarleið imams/mullah samfélagsins látin ráða. Sé presturinn mjög öfgafullur, getur verið stórt bil á milli þess sem hann predikar og hefðbundinnar túlkunar. Vafasöm útfærsla heiftugra predikara er vatn á millu gagnrýnenda Íslam sem segja þau vera yfirgangsöm trúarbrögð.
Kóraninum er skipt í hundrað og fjórtán kafla sem kallast súrur og hefjast þær á að gefa til kynna hvað þær voru opinberaðar. Samtals eru í bókinni 6,236 vers eða ayat., Uppbygging Kóransins eru fræði út af fyrir sig. Súrurnar eru ekki settar fram í tímaröð og eru að megninu til aðvaranir og skipanir. Aðeins lítill hluti eru sögur. Bein Lagaákvæði eru um 60 talsins en Saría lögin eru byggð á þeim. Reyndar er Saría ekki aðeins lagabálkur, heldur lífsmunstur sem þróað hefur verið á löngum tíma af múslímum.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Sæll Svanur.
Þetta er fræðandi. Ég hef ekki heyrt um þetta túlkunarkerfi sem slíkt.
Ég hef lesið Kóraninn í gegn í einni þýðingu og grúskað í tvem öðrum og það má segja að það sé oft mikill munur þar á. Fer eftir því hvort menn eru að reyna að ná ljóðræna brag bókarinnar í bundnu máli, eða nákvæmlegu merkingu orðana.
En því verður seint neitað að þetta er magnað ritverk!
Jakob (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 13:20
Kóraninn er eitt ómerkilegasta trúarrit sem ég hef lesið.
Samhengislaust raus ópíumreykingamanna, sem höfðu það helst sem markmið að eignast sem flestar konur sér til handa og eins og Múhammeð sjálfur, allt niður í 6 ára gamlar.
Þá eru Gyðingar, Kristnir og fjölgyðistrúarmenn allir skilgreindir sem trúleysingjar, sem hundelta má og drepa hvar sem til þeirra næst.
Magnaður óþverri, ef svo dónalega má að orði komast.
Sigurður Rósant, 2.6.2008 kl. 15:57
Flott grein hjá Svani.
Þetta með túlkunarleiðirnar er alveg rétt. Kóraninn sem trúarrit er miklu magnaðara en flestir td á Íslandi halda. Hann er ekki hægt að ræða með einfeldingslegum sleggjudómum og upphrópunum eins og mikil tíska hefur verið hin síðari ár.
Það er líka mjög athyglisvert að kynna sér trúarlegar og guðfræðilegar pælingar í islam fyrr á tímum. Sumt eitthvert hið merkasta sem mannsandinn hefur getið af sér (að mínu mati)
Það er að vísu dálítill tími síðan eg var að kynna mér þetta og eins og eg hef áður sagt, farinn að ryðga í fræðunum... áhugi minn beindist líka annað í þessu efni o.s.frv... en að lesa þessar innantómu klisjur um islam og Koran sem sjá má á öldum internets á síðustu misserum er alveg fyrir neðan allar hellur. Sorglegt alveg.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.6.2008 kl. 17:42
Ómar - "Sumt eitthvert hið merkasta sem mannsandinn hefur getið af sér (að mínu mati)"
Svona klisju hæfir best önnur klisja á móti. "Kóraninn er eitt ómerkilegasta trúarrit sem ég hef lesið."
Málefnalegar umræður eru ekki til um trúarleg rit, hvorki Biblíuna, Kóraninn eða Mormónsbók. Eða hvernig er hægt að diskútera á málefnalegan hátt, Nóaflóðið, vanþekkingu skrifara Kóransins á Biblíunni eða meinta tilurð seguláttavita í Mormónsbók?
Verum sanngjarnir
Sigurður Rósant, 2.6.2008 kl. 18:40
Sæll Sigurður Rósant. Þá skulum við skoða hvernig þessi "klisja" mín varð að klisju.
Hérna koma ummæli manna sem greinilega létust blekkjast af "óþverranum".
Albert Einstein (1979-1955): Quran is not a book of algebra or geometry but is a collection of rules which guides human beings to the right way, the way which the greatest philosophers are unable to decline it.
Dr. Johan Wolfgang Von Goethe: In 1832 said, for long years, priests prevented us understanding Quran realities and greatness of its bringer, but by improvement of sciences this book will take human attention to it and become axis of thoughts.
Gandhi (1869-1948): By learning Quran, every body will achieve revelation secrets and religion knowledge. In Quran we don’t see anything which allows using obligation to change others religion. This sacred book says in the simplest way: “there is no obligation in religion.”
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.6.2008 kl. 18:55
Ómar Bjarki; Þakka fyrir ummæli þín hér og annarsstaðar. Þeir eru fáir sem hafa tekið sér tíma til að kafa ofaní þessi mál og þess vegna virkar málflutningur þeirra eins og tómur hávaði.
Bestu kveðjur,
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.6.2008 kl. 19:30
Það er oft hægt að túlka hluti á marga vegu. Bíblíuna er hægt að túlka á marga vegu eftir því hvaða niðurstöðu þú vilt fá. Mjög áhugavert eins og venjulega. hjá þér Svanur
Skattborgari, 2.6.2008 kl. 19:56
Hafa muslímar 14 mismunandi leiðir til að túlka "skólpraninn"
Hvernig er hægt að byggja á svona trú, ef hún býður upp á svona margar leiðir til túlkunar ?
Sýnist nokkuð glatað !
conwoy (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 20:47
Conwoy; Í kristinni trú til dæmis, eru ekki færri en 4000 sértrúarsöfnuðir, allir með mismunandi túlkun eða áherslur.
Sýnist þér það glatað?
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.6.2008 kl. 21:35
Jonny Rebel; Takk fyrir innleggið.
Einmitt þessu hefur verið haldið fram af mörgum samfélagsfræðingnum. Kristnin er á undanhaldi sem "staðföst" trú og Íslam fyllir tómarúmið. Ég skrifaði grein hér á blogginu fyrir nokkru þar sem kristni var lýst sem vofu (fyrirstöðulausri vegna sundrungar) og Íslam var líkt við uppvakning eða Zombía, (hefur líkama en engan anda).
Kóraninum á arabísku hefur aldrei verið breytt en þýðingar hans á önnur tungumál hafa verið margar og mismunandi og jafnan vakið upp deilur og jafnvel róstur.
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.6.2008 kl. 21:44
Skattborgari. Þetta með að túlka til að styðja fyrirfram gefna niðurstöðu er aðalinntak kristinnar guðfræði. Þess vegna var sumum bókum hafnað og aðrar sagðar passa, þegar Biblían var sett saman.
Taktu t.d. Votta Jehóva. Þeir geta svarað öllum spurningum með tilvitnunum í Biblíuna sem þeir kunna jafnan afar vel. Samt eru þeir ekki einu sinni viðurkenndir sem kristnir af flestum öðrum kristnum mönnum.
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.6.2008 kl. 21:52
Hef aldrei skilið þessa Vota Jehova hendi þeim alltaf út. Bönnuðum allt óumbeðið trúboð útaf þeim í blokinni sem ég bý í.
Annars má aðili trúa að grjót sé heilagt mín vegna.
Virkilega áhugavert og fagmannlega unnin eins og venjulega Svanur
Skattborgari, 2.6.2008 kl. 23:17
Johnny; Upprunalegasta útgáfan eru tveir codexar, annar er geymdur í Vatíkaninu og hinn á breska þjóðminjasafninu. Þeir eru á grísku og svipaðir að aldri eða frá fjórðu öld. Einhverjar slitrur eru til úr NT sem eru eldri en þetta eru elstu biblíurnar í heiminum.
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.6.2008 kl. 23:41
Hún er allavega það sem kemst næst upprunalega efninu. Það tapast alltaf einhver meining í þýðingu hversu góð sem hún í raun er. Það er ekki hægt að þýða neina bók 100% á milli túngumála þau eru misjafnlega bygð upp og sum orð geta haft margar meiningar.
Skattborgari, 3.6.2008 kl. 00:29
Þessir þrír heiðursmenn sem þú vitnar í Svanur, þ.e. Einstein, Goethe og Gandhi voru allir undir pressu frá gráðugum fjölmiðlum vegna stöðu sinnar.
En veistu á hvaða tungumáli sá Kóran var sem t.d. þeir þýskumælandi Einstein og Goetehe lásu?
Gandhi gat hafa lesið hann á ensku sem var fyrst gefinn út á því máli 1917.
Annars er lítið að marka yfirlýsingar þessara höfðingja á Kóraninum. Þá eins og nú mátti engan styggja með yfirlýsingum um Kóraninn. Líf manna lá við.
Einstein sagði m.a. "The word God is for me nothing more than the expression and product of human weaknesses, the Bible a collection of honorable, but still primitive legends which are nevertheless pretty childish."
Goethe var mjög ráðvilltur og sagði m.a. ári fyrir dauða sinn 82ja ára gamall "…I have found no confession of faith to which I could ally myself without reservation. Now in my old age, however, I have learned....." og framhaldið er hér.
Gandhi sagði m.a. þegar hann var spurður að því hvort hann væri ennþá Hindúi: "Yes I am. I am also a Christian, a Muslim, a Buddhist and a Jew." Svo hver sem er getur lesið út úr þessum orðum að maðurinn var í mikilli klemmu.
Rétt hjá þessum mönnum að reyna að halda lífi frekar en að segja skírt og skilmerkilega frá skoðunum sínum. Múslimir eru duglegastir við að aflífa menn sem hallmæla Kóraninum.
Sigurður Rósant, 3.6.2008 kl. 15:38
Ég ætla ekki að fara að rífast við þig um trúarskoðannir Goethe, Einsteins og Gandhi. Ég vitnaði til ummæla þeirra um Kóraninn til að þín orð um bókina gætu verið veginn í samanburði við skoðanir helstu hugsuða heimsins. Þú heldur því fram að þeim hafi ekki verið sjálfrátt.
Sú aðdróttun að Gandhi sem margsinnis var fangelsaður fyrir það sem hann sagði eða ritaði, og átti við heilt heimsveldi að etja, hafi einfaldlega leynt skoðunum sínum af ótta við múslíma er fáránlegt og móðgandi fyrir þær milljónir sem dá hann fyrir hugrekki hans og manngæsku.
Að segja ummæli Einsteins og Goethe sama bleyðuskapinn er náttúrulega kostulegt og mér er til efins að þú sért að meina þetta í fullri alvöru Sigurður Rósant.
Sigurður Rósant reit;
Gandhi var drepinn af hindúa sem tilheyrði Mahasabha hreyfingunni, hægri öfgastefnu-flokki á Indlandi og lá aldrei á skoðunum sínum.
Til að svara spurningu þinni, þá var Kóraninn var þýddur yfir á Hindi að fullu á 19 öld. Gandhi átti eintak af Kóraninum á Hindi, Frönsku og Ensku.
Svanur Gísli Þorkelsson, 3.6.2008 kl. 16:28
Þú tekur rangan pól í hæðina eins og þér er vant Svanur minn.
Allt sem þessir menn gerðu, var skynsamlegt í mínum augum, hvað varaðar yfirlýsingar um trúmál.
Galileo Galilei gerði líka það sem skynsamlegast var árið 1616 fyrir páfadómi, þegar hann tók til baka kenningu sína um að jörðin snerist í kringum sólina.
Gandhi segir svo sem ekkert í þessum ummælum sem þú vísaðir í, annað en að hann fyndi enga kvöð um að gera aðra að múslimum í Kóraninum. En honum hefur yfirsést eins og svo mörgum um þær kvaðir og aðrar verri. Eða ekki vilja ræða þær í eldfimu andrúmslofti Indlands.
Sigurður Rósant, 3.6.2008 kl. 18:33
Sigurður Rósant; Nei þessi póll er nákvæmlega þar sem hann á að vera.
Þér finnst "skynsamlegt" að þessir menn ljúgi "frekar en að segja skírt og skilmerkilega frá skoðunum sínum". Þetta eru þín orð.
Og þér finnst að þeir séu ekki að segja sannleikan vegna þess að þeir þora því ekki af ótta við að verða drepnir af öfgafullum múslímum. Þetta er líka merking þinna orða.
Þú ert enn að væna Gandhi um "yfirsjónir" og bleyðuskap. Hann var einmitt þekktur fyrir að sjá skýrar en aðrir og vera hugrakkari en aðrir. Hvaðan kemur þér þessi árátta að rakka niður alla og draga í efa heiðarleika eða heilbrigði allra sem ekki eru þér sammála?
Svanur Gísli Þorkelsson, 3.6.2008 kl. 19:06
Nei, nú oftúlkar þú og gerir mér upp meiningar.
Öll þessi neikvæðu orð sem þú tileinkar mér eru þín orð. Ég hef þau ekki einu sinni eftir þér.
Ég er alls ekki að rakka niður þessa heiðursmenn. Ég er einungis að benda á að þeir hafi ekki litið á Kóraninn þeim augum sem þú vilt meina.
Miklu fremur ert þú að gera lítið úr þeim.
Öllum getur nú yfirsést. Af 113.597 læknum í Bandaríkjunum t.d. mæltu flestir með að menn reyktu Camel umfram aðrar tegundir. Og þetta var bara nýlega, eða í mars 1946.
Með kveðju hins trúfrjálsa
Sigurður Rósant, 3.6.2008 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.