Lífshættulegar aðstæður palestínskra flóttamanna í Írak -

Lífshættulegar aðstæður palestínskra flóttamanna í Írak 22.05.2008
Palenstínskar flóttakonur strandaðar í Al Waleed flóttamannabúðunum. Heilsuástand í búðunum er áhættusamt, næsti spítali er í nokkurra klukkutíma fjarlægð í Írak og leiðin þangað er hættuleg. © UNHCR/M.Alfaro

Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna hefur lýst áhyggjum yfir aðstæðum hjá hundruðum Palestínumanna sem hafast við í Al Waleed flóttamannabúðunum nálægt landamærum Íraks og Sýrlands.

„Við erum sérstaklega áhyggjufull varðandi skort á heilsugæslu – margir af þeim 942 flóttamönnum sem búa í flóttamannabúðunum þurfa nauðsynlega á læknishjálp að halda, þar á meðal sjö barna móðir sem þjáist af hvítblæði og unglingspiltur með sykursýki,”  sagði Jennifer Pagonis, talsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu Þjóðanna, blaðamönnum í Genf á þriðjudag.

Teymi frá Flóttamannastofnun heimsótti Al Waleed fyrir viku til að meta aðstæður og þarfir palestínska fólksins í búðunum, sem eru um þrjá kílómetra frá landamærum Íraks og Sýrlands. Þessi hópur staðfesti að palestínsku flóttamennirnir, sem eru fórnarlömb ofsókna í Baghdad, búi við vafasamar aðstæður.

Flóttamannabúðirnar eru ofsetnar og margt fólk þjáist af öndunar- og öðrum kvillum og þarfnast almennilegrar læknishjálpar. Næsta heilsugæslustöð í Írak er í fjögurra klukkutíma fjarlægð, og vegurinn liggur um hættulegar slóðir. Að minnsta kosti þrír, þar á meðal ungabarn hafa látist af völdum sjúkdóma sem auðvelt hefði verið að lækna á þeim tveimur árum sem búðirnar hafa verið opnar.
 
„Það er engin afsökun fyrir þjáningum Palestínumanna sem hafast við í búðunum í Al Waleed. Þeir flúðu vegna morða á ættingjum og morðhótana og horfast nú í augu við dauðann í Al Waleed,” sagði Michelle Alfaro starfsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu Þjóðanna í Damaskus sem heimsótti búðirnar á sunnudag. Hún varaði við því að fleira fólk myndi deyja ef það fengi ekki læknisaðstoð.

Teymið frá Flóttamannastofnun gat einungis veitt nokkrum barnshafandi konum fyrstu hjálp og veitt öðrum sálrænan stuðning.

Aðstæður í Al Waleed versna mjög mikið nú á sumarmánuðum. Hitinn í þessum mánuði hefur nú þegar mælst yfir 50 gráður á selsíus og hætta er á sandbyljum.

Alþjóðleg hjálparsamtök, þar á meðal Flóttamannastofnun, mega ekki vera lengi í búðunum af öryggisástæðum. Teymið frá Flóttamannastofnun sem heimsótti Al Waleed í síðustu viku komst að búðunum í gegnum Sýrland.

Vatn er flutt í búðirnar daglega, en það er takmarkað við minna en einn lítra á mann (samkvæmt alþjóðlegum stöðlum þarf hver maður 20 lítra á dag) vegna þess hve palestínskum flóttamönnum sem koma til Al Waleed fjölgar. Búast má við að fleiri bætist í hópinn. Alþjóða Rauði krossinn flytur reglulega vatn til Al Waleed, auk þess að útvega tjöld, sjá um sorphirðu og dreifa hreinlætisvörum.
 
Talið er að 1.400 Palestínumenn búi við vonlausar aðstæður í flóttamannabúðum meðfram landamærum Íraks og Sýrlands. Þeir komast hvergi þar sem hundruð þúsunda íraskra og palestínskra flóttamanna eru fyrir.

Palestínumenn sem flýja árásir í Írak geta nú hvergi farið nema til Al Waleed þar sem  engin aðstaða er til að taka við fleira fólki. Flóttamannastofnun hefur hvað eftir annað beðið um alþjóðlegan stuðning til handa flóttamannanna en með takmörkuðum árangri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Heyr þú bæði Jón og Magnús mæla með hjálp á staðnum. Hjálp fyrir fjöldann í stað að rífa fólk frá sínu nánasta. Ég hef líka mælt með slíkri hjálp. Svona hugsun er túlkuð sem rasista hugsun af fólki kannski eins og þér. Ég sjálfur er á móti því að fólk að þessu bergi brotið komi til Íslands. Hjálpum því í þeirra heimahaga.

Það ætti sterklega að varast að send viðkvæmt fólk á þessa staði. Líf þessa fólks hefir verið svona í þúsundir ára svo t.d. einn lítir að vatni ert ekkert óvenjulegt má á þessum stöðum. 

Valdimar Samúelsson, 28.5.2008 kl. 12:45

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ertu sjálfur á móti að fólk af þessu bergi komi til íslands?  Vá hvað svona orð gera mig reiða.  EF rasisti er ekki að mismuna fólki eftir þjóðerni veit ég ekki hvað.

Það er ekki hægt að hjálpa þessu fólki þarna úti, svo mikið er ljóst.  Það er búið að reyna að byggja upp og bæta þarna síðan 2003.   Að til sé fólk fólk sem vill ekki bjarga börnum frá svona aðstæðum vegna uppruna þeirra er óhugnalegt.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 28.5.2008 kl. 13:14

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Valdimar.

Rétt þeir mæla með hjálp á staðnum. Hver ætti sú hjálp að vera? Um það fjallar færsla mín.

Afstaða þín er annars afar ljós. Þetta fólk er af sama "bergi brotið" og við sjálf. Enginn líffræðilegur munur. Æ jú,  kannski dekkra á brún og brá. -

Fólkið í Al-Waleed bjó í Bagdad, flest frá fæðingu. Það baðaði sig daglega, gekk í skóla, borðaði hollan og góðan mat sem það keypti út í búð eins og þú og ég gera. Það tók upp þessa lifnaðarhætti á svipuðum tíma og við Íslendingar, eftir að við yfirgáfum moldarkofana og hættum að nota ylinn frá húsdýrunum til að halda í okkur lífinu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.5.2008 kl. 13:26

4 Smámynd: Skattborgari

Eitt er á hreinu að það að flytja 60 manns einstæðar mæður með börn leysir ekki mikinn vanda þarna. Hvað með unga karlmenn og eldra fólk? Af hverju ætli einstæðar mæður hafi verið valdar? Örugglega af því að þá er auðvelt að segja við fólk sem er á móti að það vilji ekki hjálpa börnum.

Hvað ætli við gætum gert við peninginn sem það kostar að koma þessum einstæðu mæðrum til landsins og kosta íslenskukennslu og það allt saman. Við gætum allavega hjálpað miklu fleiri einstaklngum og bætt ástandið þarna verulega.

Skattborgari, 28.5.2008 kl. 20:20

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Spurning. Vilja anti-rasistar eina persónu af hverju þjóðerni. Því miður vil ég ekki það blandaða þjóð. Mitt módel er blöndun á eðlilegum forsendum s.s. giftingar á milli þjóðflokka og set ekki út á að börn séu tekin í fóstur. Einhver sagði að þetta fólk sem lakkaðir eru Palestínufólk hafi búið í Bagdad. Af hverju er ekki tekið aftur við því þar. Mikið hve þið eruð góðhjarta á kostnað þjóðarinnar. Hafði þið ekki hugsað að sponsora sjálf einhverja úr Al- Waleed eða öðrum stöðum.

Valdimar Samúelsson, 28.5.2008 kl. 22:59

6 Smámynd: Skattborgari

Það er ekkert auðveldara en að eyða annara manna peningum. Við gætum allavega hjálpað mun fleirra fólki með þessum peningum þarna úti og lagað ástandið töluvert. gætum borgað kostnaðin við að senda einhverja af þessum bloggurum sem vilja fá þetta fólk hingað út að laga aðstæðunar. Kannski í sjálfboðavinnu. Ég skal fara út í 2vikur að hjálpa.

Skattborgari, 29.5.2008 kl. 00:38

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Skattmann...náðirðu ekki því sem segir í pistlinum???  Það er yfir 50 stiga hiti og hætta er á sandbyljum. Fólk fær innan við líter af vatni á dag, næsta heilsugæsla er í margra tíma fjarlægð og þangað er hættulegt að fara.......þetta fólk hírist á landsvæði sem er varla byggilegt....hvernig á að vera hægt að hjálpa þeim þar????

Ég held hins vegar að þú yrðir betri maður af því að dvelja þarna í 2 vikur..ég leyfi mér að efast um að þú myndir nokkurn tíma tala gegn flóttamannahjálp aftur... 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.5.2008 kl. 01:08

8 Smámynd: Skattborgari

Það er um 1000manns þarna núna með því að eyða þessum peningum í að bæta aðstæður þarna gætum við komið vatnskamtinum kannski í 10-15lítra og byggt eitt loftkælt hús og bætt aðstæðunar að öðru leyti. Nei nei í staðinn þurfum við að koma nokkrum einstæðum mæðrum til hjálpar .

Skattborgari, 29.5.2008 kl. 01:12

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Skattborgari. Það er mat allra sem til Al-Waleed hafa komið að ekki sé hægt að hlynna að fólkinu í búðunum, ekki sé hægt að byggja búðirnar upp enda ekkert við að vera í eyðimörkinni. Eina lausnin til að bjarga lífi fólksins sé að koma því  í burtu.

Það getur ekki allt komið hingað svo mikið er ljóst, en einhverjir geta komið hingað, segjum 60 manns. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.5.2008 kl. 11:23

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sko... það er svo margt undarlegt sem hefur komið upp í þessari umræðu, sumt meir að segja sett fram sett af fólki sem hefur verið kosið til ábyrgðarstarfa.

Það nýjasta er að það eigi að hjálpa fólkinu að vera áfram í eyðimörkinni... og að manni skilst, íslendingar eigi að taka að sér búðirnar og eg veit ekki hvað.

Þetta sér maður sett fram af háttvirtum alþingismönnum.

Það þarf ekki að kynna sér málið nema í einn klukkutíma til að átta sig á hve mikið arfarugl sá málflutningur er.  Skil bara ekki hvað virðulegir menn eru að hugsa með að setja slíkt fram.  Tilgangurinn hlýtur að vera að villa um fyrir fólki sem nennir ekki að kynna sér mál.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.5.2008 kl. 11:29

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég elska fjölbreytileikann aftur á móti Valdimar. Nokkur sýnishorn af honum hér fyrir neðan.

ÞAð er löngu búið að reyna að halda úti samfélögum sem byggðu þinni stefnu. Það gekk ekki. Of mikið af líkum sem hrúguðust upp.

  

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.5.2008 kl. 11:49

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ómar Bjarki reit

Tilgangurinn hlýtur að vera að villa um fyrir fólki sem nennir ekki að kynna sér mál."

Ég held að þú hafir hitt naglann beint á höfuðið. Taktu eftir færslum Valdimars og Skattborga hér að  ofan. Þær bera orðum þínum vitni.

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.5.2008 kl. 15:09

13 Smámynd: Skattborgari

Alltag gaman að ræða við þig Svanur laus við allt ofstæki öfugt við marga. Það gerir það að verkum að maður tekur mun meira mark á þínum skoðunum en mörgum öðrum.

Skrif fólks lýsa því sjávu best.

Það hlýtur allavega að vera hægt að laga aðstæðunar þarna eitthvað.

Skattborgari, 29.5.2008 kl. 19:18

14 Smámynd: Skattborgari

Fáfræði elur af sér fordóma. Það er hárétt hjá þér Þorvaldur

Ef aðili svarar með þessari setningu eða einhverju svipuðu þá er það besta leiðin til að gera aðila enn harðari í sinni afstöðu "Vá hvað svona orð gera mig reiða.". 

Það þarf að bæta aðstæður þarna af hverju fara fjölmiðlar ekki yfir það? bestu upplýsingarnar sem ég fæ um þetta er á Blogginu hjá Svani. 

Ég vona innilega að þessar einstæðu mæður og börn þeirra aðlagist fullkomlega og líði vel hér þegar þær koma og fái góðar móttökur. 

Skattborgari, 31.5.2008 kl. 03:33

15 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir innlitið Skattborgari. Ég veit hvað þú meinar með ögrunina.

Þorvaldur, takk fyrir innlegið. ÞAð  var reynt að þyrla upp ryki í augu almennings um þetta mál og það tókst ekki. Við verðum að vera ánægðir með það.

Svanur Gísli Þorkelsson, 31.5.2008 kl. 10:13

16 Smámynd: Skattborgari

Svanur af hverju eru ekki fatlaðir teknir inn líka eða karlmenn af hverju einstæðar mærður? Þú hefur meira vit á þessum málum en ég var bara að velta þessu fyrir mér.

Skattborgari, 1.6.2008 kl. 00:35

17 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Skattborgari.

Forvalsnefndin sem er á vegum flóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna hefur sett ákveðnar kröfur. Þær lúta samt ekki að heylsu fólks almennt þótt þeir vipurkenni að hún sé liður í álitinu sem hún skilar til íslensku valnefndarinnar.

Í samtali við upplýsingafulltrúa rauða krossins á að velja fjölskyldurnar með það í huga að þær sundrist ekki og að vandamál þeirra geti verið leyst hér.

Upplýsingafulltrúinn fullyrti að fötlun eða sjúkleiki mundi ekki verða til þess að fjölskyldum yrði skipt upp og að ekki yrði farið eftir stigi sjúkleika í þeim fjölskyldum sem yrðu valdar.

Soldið misvísandi upplýsingar, en mér finnst það síðara líklegra og að farið verði eftir íslensku nefndinni.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.6.2008 kl. 01:03

18 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Um karlmennina er það að segja Skattborgari, að flestir í búðunum eru ekkjur eða ógiftar konur og börn. Menn ekknanna hafa flestir verið drepnir af öryggissveitum og vopnuðum gengjum í Bagdad.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.6.2008 kl. 01:06

19 Smámynd: Skattborgari

Takk fyrir svarið Svanur alltaf jafn fróðlegt að lesa bloggið þitt. Það á að koma öllum upplýsingunum upp á borðið.

Skattborgari, 1.6.2008 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband