Ofsóknir halda áfram í Íran

Stuttu á eftir íslömsku byltinguna í Íran árið 1979 voru 9 meðlimir Andlegs þjóðarráðs bahá'ía handteknir og teknir af lífi.

Þessar ungu konur voru hengdar í Shiraz, Íran18. Júní 1983 fyrir það eitt að kenna börnum að lesa og fyrir að tilheyra trú sem múslímar viðurkenna ekki, Bahai trú. Hér má finna myndband sem gert var um stúlkuna sem fyrst er á myndunum Móna:

 bahai_martyrs_iran

Nú hafa stjórnvöld handtekið þetta fólk (sjá mynd) sem starfaði sem óformlegur hópur sem sá um málefni stærsta minnihluta trúar-hóps í Íran; meðlimi Bahai trúarinnar. Ekkert hefur spurst frá þeim síðan fólkið var handtekið 15. maí. Frá upphafi hafa yfir 20.000 manns verið tekið af lífi og fjöldi pyntaður fyrir það eitt að tilheyra þessu trúfélagi. 

632_01_IMG_9367

Á myndinni má sjá þá handteknu: Sitjandi frá vinstri, Behrouz Tavakkoli og Saeid Rezaie. Standandi, Fariba Kamalabadi, Vahid Tizfahm, Jamaloddin Khanjani, Afif Naeimi og Mahvash Sabet.

Frá því íslamska lýðveldið Íran var stofnað hafa mörg hundruð bahá'íar verið líflátnir, fangelsaðir eða pyndaðir í því skyni að fá þá til að ganga af trúnni og játast íslam. Tugir þúsunda hafa misst atvinnu eða neyðst til að flýja heimalandið. Ungum bahá'íum hefur verið neitað um inngöngu í háskóla og framhaldsskóla og fólk sem komið var á eftirlaunaaldur hefur verið svipt eftirlaunum og ellilífeyri. Í skjali írönsku stjórnarinnar sem Mannréttindanefnd SÞ hefur birt er að finna áætlun um upprætingu bahá'í samfélagsins í Íran með langtímaaðgerðum sem miða að gera aðstæður þeirra og lífskjör óbærilegar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Gott dæmi um hvað gerist þegar bókstafstrúarmenn taka völdin eins og er staðan í Íran í dag því miður.

Skoða trúna betur við tækifæri virkilega áhugavert. 

Skattborgari, 28.5.2008 kl. 02:36

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já mig furðar ekki á því Erlingur.

Takk fyrir innlitið Skattborgari.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.5.2008 kl. 13:10

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er hræðileg meðferð á þessu fólki––yfir 20.000 þúsund teknir af lífi, segirðu, og heimurinn veit varla af þessu. Ef það er 'bókstafstrú', sem þessu veldur er það sannarlega bókstafstrú með vont og skelfilegt inntak.

Ég fer nú að fylgjast reglulega með skrifum þínum, Svanur Gísli, þau eru oft mjög athyglisverð. – Með góðum óskum,

Jón Valur Jensson, 28.5.2008 kl. 14:23

4 Smámynd: Sigurður Rósant

Ég skil ekki þessa þvermóðsku í Bahæjum. Auðvitað eiga þeir að afneita trú sinni gagnvart stjórnvöldum múslíma og stunda hana á laun eða koma sér úr landi.

Galíleo tók kenningu sína um að jörðin snerist í kringum sólina, þvert á Guðs orð sbr. Sálm 104:5 til baka í byrjun 17. aldar, til þess að halda lífi. Lífið er mikilvægara en trúin eða eigin sannfæring.

Bábinn sem var fyrirrennari Baháúllah, bannaði Bahæjum að reykja. Það varð til þess að auðvelt var fyrir múslimi að finna út hverjir voru Bahæjar. Baháullah ákvað hins vegar að leyfa þeim að reykja svo erfiðara væri að finna þá. Svo reykingar björguðu þarna mörgum mannslífum. Þetta er kannski ekki 100% rétt hjá mér, en svona næstum því.

Hefur Alþjóðaráð eða Alheimsráð Bahæja ekki viðrað þennan möguleika að stunda trúna á laun, Svanur?

Með samúðarkveðju

Sigurður Rósant, 28.5.2008 kl. 15:33

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Jón Valur. Frekari heimildir um ofsóknir á hendur Bahaíum í Íran er að finna víðsvegar á netinu og meðal annars hér. Um þær hefur verið fjallað, fyrst af Austurlandafræðingum á borð við EdwardGranville Browne  og af Joseph Arthur Comte de Gobineau .

Síðari tíma ofsóknir hafa margoft komið til umræðu á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna og fjöldi ályktanna gegn og um ofsóknirnar samþykktar. Fréttamiðlar hafa reglulega fjallað um ofsóknirnar, en í heimi þar sem fréttir af ofsóknum og skelfingum eru í meiri hluta, er ekki hægt að lá neinum þótt mál bahaia í Íran hafi farið fram hjá fólki.

Um bókstafstrúna er ég þér sammála og ég veit að þú ert mér sammála um að bókstafurinn einn án samhengis og án þess að vera andanum gæddur, getur og hefur valdið miklu böli í öllum trúarbrögðum heimsins. Um það vitnar mannkynssagan og ferill trúarbragðanna. Hins vegar er ekki við höfund "textans" að sakast í þeim efnum. Fólk hefur lag á að grugga upp farveginn sem á að vera því "elfur eilífs lífs" og gera úr honum drullupoll.

Með kveðju og þökkum,

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.5.2008 kl. 15:50

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir kveðjurnar Sigurður Rósant.

Spurningin er hvort fólk sé raunverulega tilbúið að lifa fyrir trú sína fyrr en það er tilbúið að deyja fyrir hana.

Bahaium er uppálagt að hlíða lögum þess lands sem þeir byggja, jafnvel þótt þau (lögin) hamli þeim að iðka trú sína opinberlega. Sem dæmi um hvað þetta hefur gengið langt hafa eftirlifandi eiginkonur og mæður þurft að borga böðlunum fyrir byssukúlurnar sem notaðar voru til að aflífa eiginmenn þeirra og syni, af því í lögum landsins stendur að ekki megi leggja út neinn opinberann kostnað fyrir Bahaía þar í landi.

Að afneyta trú sinni kemur ekki til greina. Þess vegna eru þeir ofsóttir.

Dæmið sem þú tókst með "reykingabann" Bábsins er hárrétt. Offorsið var svo mikið gegn bábíunum að þeir voru réttdræpir hvar sem þeir fóru. Hreinlífi þeirra ásamt afneitun á tóbaki, hass og ópíumreykingum gerðu þá auðþekkta í landi þar sem neysla þessarra efna var jafn algeng og tedrykkja.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.5.2008 kl. 16:08

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Skelfilegt. 

Er ekki talið að  Bahaiar séu nokkuð fjölmennir í Iran, einhver hundruð þúsund.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.5.2008 kl. 11:42

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Ómar Bjarki. Tala Baháia í Íran var þegar samfélagið fékk að starfa og gat a.m.k. haldið utanum meðlimatölu sína  rúmlega 300.000.

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.5.2008 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband