27.5.2008 | 22:19
Ofsóknir halda áfram í Íran
Þessar ungu konur voru hengdar í Shiraz, Íran18. Júní 1983 fyrir það eitt að kenna börnum að lesa og fyrir að tilheyra trú sem múslímar viðurkenna ekki, Bahai trú. Hér má finna myndband sem gert var um stúlkuna sem fyrst er á myndunum Móna:
Nú hafa stjórnvöld handtekið þetta fólk (sjá mynd) sem starfaði sem óformlegur hópur sem sá um málefni stærsta minnihluta trúar-hóps í Íran; meðlimi Bahai trúarinnar. Ekkert hefur spurst frá þeim síðan fólkið var handtekið 15. maí. Frá upphafi hafa yfir 20.000 manns verið tekið af lífi og fjöldi pyntaður fyrir það eitt að tilheyra þessu trúfélagi.
Á myndinni má sjá þá handteknu: Sitjandi frá vinstri, Behrouz Tavakkoli og Saeid Rezaie. Standandi, Fariba Kamalabadi, Vahid Tizfahm, Jamaloddin Khanjani, Afif Naeimi og Mahvash Sabet.
Frá því íslamska lýðveldið Íran var stofnað hafa mörg hundruð bahá'íar verið líflátnir, fangelsaðir eða pyndaðir í því skyni að fá þá til að ganga af trúnni og játast íslam. Tugir þúsunda hafa misst atvinnu eða neyðst til að flýja heimalandið. Ungum bahá'íum hefur verið neitað um inngöngu í háskóla og framhaldsskóla og fólk sem komið var á eftirlaunaaldur hefur verið svipt eftirlaunum og ellilífeyri. Í skjali írönsku stjórnarinnar sem Mannréttindanefnd SÞ hefur birt er að finna áætlun um upprætingu bahá'í samfélagsins í Íran með langtímaaðgerðum sem miða að gera aðstæður þeirra og lífskjör óbærilegar.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:27 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 786809
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott dæmi um hvað gerist þegar bókstafstrúarmenn taka völdin eins og er staðan í Íran í dag því miður.
Skoða trúna betur við tækifæri virkilega áhugavert.
Skattborgari, 28.5.2008 kl. 02:36
Já mig furðar ekki á því Erlingur.
Takk fyrir innlitið Skattborgari.
Svanur Gísli Þorkelsson, 28.5.2008 kl. 13:10
Þetta er hræðileg meðferð á þessu fólki––yfir 20.000 þúsund teknir af lífi, segirðu, og heimurinn veit varla af þessu. Ef það er 'bókstafstrú', sem þessu veldur er það sannarlega bókstafstrú með vont og skelfilegt inntak.
Ég fer nú að fylgjast reglulega með skrifum þínum, Svanur Gísli, þau eru oft mjög athyglisverð. – Með góðum óskum,
Jón Valur Jensson, 28.5.2008 kl. 14:23
Ég skil ekki þessa þvermóðsku í Bahæjum. Auðvitað eiga þeir að afneita trú sinni gagnvart stjórnvöldum múslíma og stunda hana á laun eða koma sér úr landi.
Galíleo tók kenningu sína um að jörðin snerist í kringum sólina, þvert á Guðs orð sbr. Sálm 104:5 til baka í byrjun 17. aldar, til þess að halda lífi. Lífið er mikilvægara en trúin eða eigin sannfæring.
Bábinn sem var fyrirrennari Baháúllah, bannaði Bahæjum að reykja. Það varð til þess að auðvelt var fyrir múslimi að finna út hverjir voru Bahæjar. Baháullah ákvað hins vegar að leyfa þeim að reykja svo erfiðara væri að finna þá. Svo reykingar björguðu þarna mörgum mannslífum. Þetta er kannski ekki 100% rétt hjá mér, en svona næstum því.
Hefur Alþjóðaráð eða Alheimsráð Bahæja ekki viðrað þennan möguleika að stunda trúna á laun, Svanur?
Með samúðarkveðju
Sigurður Rósant, 28.5.2008 kl. 15:33
Sæll Jón Valur. Frekari heimildir um ofsóknir á hendur Bahaíum í Íran er að finna víðsvegar á netinu og meðal annars hér. Um þær hefur verið fjallað, fyrst af Austurlandafræðingum á borð við EdwardGranville Browne og af Joseph Arthur Comte de Gobineau .
Síðari tíma ofsóknir hafa margoft komið til umræðu á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna og fjöldi ályktanna gegn og um ofsóknirnar samþykktar. Fréttamiðlar hafa reglulega fjallað um ofsóknirnar, en í heimi þar sem fréttir af ofsóknum og skelfingum eru í meiri hluta, er ekki hægt að lá neinum þótt mál bahaia í Íran hafi farið fram hjá fólki.
Um bókstafstrúna er ég þér sammála og ég veit að þú ert mér sammála um að bókstafurinn einn án samhengis og án þess að vera andanum gæddur, getur og hefur valdið miklu böli í öllum trúarbrögðum heimsins. Um það vitnar mannkynssagan og ferill trúarbragðanna. Hins vegar er ekki við höfund "textans" að sakast í þeim efnum. Fólk hefur lag á að grugga upp farveginn sem á að vera því "elfur eilífs lífs" og gera úr honum drullupoll.
Með kveðju og þökkum,
Svanur Gísli Þorkelsson, 28.5.2008 kl. 15:50
Takk fyrir kveðjurnar Sigurður Rósant.
Spurningin er hvort fólk sé raunverulega tilbúið að lifa fyrir trú sína fyrr en það er tilbúið að deyja fyrir hana.
Bahaium er uppálagt að hlíða lögum þess lands sem þeir byggja, jafnvel þótt þau (lögin) hamli þeim að iðka trú sína opinberlega. Sem dæmi um hvað þetta hefur gengið langt hafa eftirlifandi eiginkonur og mæður þurft að borga böðlunum fyrir byssukúlurnar sem notaðar voru til að aflífa eiginmenn þeirra og syni, af því í lögum landsins stendur að ekki megi leggja út neinn opinberann kostnað fyrir Bahaía þar í landi.
Að afneyta trú sinni kemur ekki til greina. Þess vegna eru þeir ofsóttir.
Dæmið sem þú tókst með "reykingabann" Bábsins er hárrétt. Offorsið var svo mikið gegn bábíunum að þeir voru réttdræpir hvar sem þeir fóru. Hreinlífi þeirra ásamt afneitun á tóbaki, hass og ópíumreykingum gerðu þá auðþekkta í landi þar sem neysla þessarra efna var jafn algeng og tedrykkja.
Svanur Gísli Þorkelsson, 28.5.2008 kl. 16:08
Skelfilegt.
Er ekki talið að Bahaiar séu nokkuð fjölmennir í Iran, einhver hundruð þúsund.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.5.2008 kl. 11:42
Sæll Ómar Bjarki. Tala Baháia í Íran var þegar samfélagið fékk að starfa og gat a.m.k. haldið utanum meðlimatölu sína rúmlega 300.000.
Svanur Gísli Þorkelsson, 29.5.2008 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.